Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Englar eru sendiboðar sem
flytja boð Guðs milli himins
og jarðar og hver þeirra flytur
eitthvað af dýrð hans með sér.
Komu þeirra fylgir söngur og
birta.
Í Biblíunni eru englar sagðir
í mannsmynd og vængjalausir,
nema kerúbar og serafar.
Kerúbar eru gæslumenn
Paradísar, þeir geta haft tvo,
fjóra eða sex vængi og stundum
eru vængir þeirra þaktir augum. Í
fyrstu Mósebók segir: „Og hann
rak manninn burt og setti kerú-
bana fyrir austan Edengarð.“ Í
Opinberunarbók Jóhannesar er
kerúbum lýst þannig: „Fyrir miðju
hásætinu og umhverfis hásætið
voru fjórar verur alsettar augum í
bak og fyrir. Fyrsta veran var lík
ljóni, önnur veran lík uxa, þriðja
veran hafði ásjónu sem maður og
fjórða veran var lík fljúgandi erni.
Verurnar fjórar höfðu hver um sig
sex vængi og voru alsettar augum,
allt um kring og að innanverðu.“
Seröfum er lýst í Jesajabók:
„Umhverfis hann stóðu seraf-
ar. Hafði hver þeirra sex vængi.
Með tveimur huldu þeir ásjónu
sína, með tveimur huldu þeir
fætur sína og með tveimur flugu
þeir.“ Kerúbar og serafar virðast
vera sérstakir englar sem eru í
himnaskaranum sem er næst Guði.
Englar hafa lengi verið vin-
sælt myndefni og til er ótölulegur
fjöldi englamynda af öllum stærð-
um og gerðum, elsta englamynd
sem þekkist er frá annarri öld eftir
Krist. Myndin sýnir boðun Maríu,
engillinn er ungur, vængjalaus
maður í hvítum kyrtli.
Það er ekki fyrr en á 4. öld
sem farið er að sýna vængjaða
engla á myndum. Á 15. öld fara
englar að verða kvenlegir og á
endurreisnartímanum eru þeir
sýndir sem börn með vængi og
kallast angeli minor. Vængirnir
eru tákn þess hversu fljótir þeir
eru í förum.
Erkienglar eða höfuðenglar
eru yfirenglar sem stjórna her-
skara Guðs.
Í Gamla testamentinu eru
aðeins nafngreindir þrír erkiengl-
ar, Mikjáll, Gabríel og Rafael, og
í þann hóp er stundum bætt Úríel
sem kemur fram í apokrýfu bók-
unum. Menn eru ekki á einu máli
um fjölda erkienglanna, múslím-
ar viðurkenna eingöngu fjóra en
kristnir menn og gyðingar virðast
sammála um að þeir séu sjö.
Af höfuðenglunum hefur
Mikjáll verið í mestum metum hér
á landi og er 29. september kennd-
ur við hann. Mikjáll var talinn eins
konar herforingi engla og messa
hans sungin af kappi við upphaf
norrænnar kristni. Dæmi eru um
að skuldalúkningar miðist við
Mikjálsmessu. Samkomur voru
haldnar á Mikjálsmessu, enda
bar hana upp um svipað leyti og
heyskaparlok, fjárleitir og upphaf
sláturtíðar. Á Íslandi voru fimmt-
án kirkjur helgaðar Mikjáli.
Vítisenglar eru fallnir englar
sem gert hafa uppreisn gegn Guði.
Þar er fremstur í flokki sjálfur
Lúsífer, yfirskratti í neðra, en hann
var einn af erkienglunum áður en
hann féll.
Nokkrar sögur um engla er
að finna í þjóðsagnasöfnum
Jóns Árnasonar og Sigfúsar
Sigfússonar og eflaust víðar sé
að leitað.
Trúin á engla virðist að mestu
horfin úr trúarlífi Íslendinga og
leifar hennar helst að finna í
gömlum bænum eða í tengslum
við ungbörn. Þegar börn hjala í
vöggu sinni er sagt að þau tali
englamál og að þau séu að tala
við englana. /VH
Verur alsettar
augum I Á Íslandi eru ekki margar nátt-úruauðlindir en þær eru gjöf-
ular og dýrmætar. Í hefðbundnum
skilningi er um að ræða lífríkið í
hafi og á landi, fallvötnin, jarð-
veginn, jarðhitann og jarðefni til
mannvirkjagerðar. Með nokkurri
einföldun:
Tíu til fimmtán fisktegundir, all-
margar jurtir, vötn og laxveiðiár,
jökulár til virkjana, land til ræktunar
og beitar, jarðhiti til hitunar og raf-
orkuframleiðslu og loks sandur, möl
og grjót í vegi, hafnir, flugvelli og
byggingar. Stór auðlind hefur svo
bæst við á undanförnum áratugum:
Landslag og lifandi náttúra sem slík,
frammi fyrir þeim sem njóta ferða-
þjónustu.
Auðvitað má benda á spendýr
í sjó eða hveraörverur eða sjávar-
gróður og fleira en meginauðlindir
eru það ekki. Svo geta auðlindir
eins og drykkjarvatn, vindorka
og sjávarorka, jafnvel olía, orðið
mikilvægar með tímanum hvað sem
efasemdum líður.
En aðalatriðið er þó þetta: Við
eigum fáar afkastamiklar auðlindir
og þær eru undirstaða samfélagsins.
II Hvernig nýtum við megin-auðlindir landsins? Nota má
hugtök eins og vistvæn, sjálfbær
eða skynsamleg nýting um æski-
legar aðferðir og afraksturinn. Um
innihald orðanna er hins vegar deilt.
Það er eðlilegt og liður í þróun sam-
félaga á borð við það íslenska sem
standa jafn þétt upp að gjöfulli en
bæði hverfulli og oft óblíðri náttúru
og við gerum.
Hvað sem ólíkum skoðunum eða
áherslum líður hefur smám saman
orðið einsýnt að horfa ber á allar
hliðar nýtingarinnar – sýnin verður
að vera heildræn og stefna mótuð
bæði til skamms og langs tíma í
senn. Auðlindin jarðvegur og nýting
hans verður til dæmis ekki slitin úr
samhengi við umhverfismál, ekki
frekar en við efnahagsmál. Hvað er
ræktað og framleitt og hvar? Hver
eru þolmörk nýtingar á hverjum
stað? Hvað er notað af efnum sem
hafa vafasöm áhrif á náttúruna og
hve mikið? Hvað af aðföngum er
innflutt og hvað innlent? Hverjar
eru vegalengdir til afurðastöðva eða
neytenda?
III Ræktanlegur jarðvegur á Íslandi er allur yngri en
um það bil 11.000 ára. Hann skipt-
ist í tvo flokka miðað við ræktun:
Moldríkur (oft þykkur) jarðvegur
sem hentar til landbúnaðar, þurr eða
framræstur, og svo laus jarðvegur á
berangri neðan 400 metra, sem unnt
er að vinna upp í hinn flokkinn með
trjárækt, lúpínu, melgresi og öðrum
heppilegum gróðri. Reyndar er slík
framþróun mjög hæg.
Auðlindin hefur rýrnað harka-
lega á umliðnum 11 öldum, bæði
vegna ofnotkunar jarðargæða (gildir
einu hvort brýn nauðsyn bar til eða
ekki), langra og kaldra tímabila og
ýmissa annarra áfalla í náttúrunni. Á
stórum landsvæðum á þetta reyndar
ekki við en í virka gosbeltinu og
nálægt því er slíkt því miður raunin.
Örfoka land og stór svæði með
mikið rofnum jarðvegi þekkjum
við öll en ég hef reynslu af því að
margir, ekki hvað síst innlendir
og erlendir þéttbýlisbúar, sjá ekk-
ert athugavert við slíkt landslag;
telja það náttúrulegt. Sennilega
hafa a.m.k. 25–30% gróins jarð-
vegs rýrnað verulega eða horfið
með öllu á einu árþúsundi. Núna
er þessi öfugþróun snúin við, þegar
á heildina er litið.
IV Hvernig má líta á skyn-samlega nýtingu auðlinda
í landbúnaði?
Flestar þjóðir hafa lýst yfir að
landbúnaður þeirra skuli vera sjálf-
bær. Á Íslandi er það sammannleg
skylda okkar, við okkur sjálf jafnt
sem aðra, að framleiða sem mest af
matvælum á sem vistvænastan og
hagfelldastan hátt miðað við tækni-
stig hér og nú, og hér eftir.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
SÞ (FAO) staðhæfir í skýrslu 2014
(The state of food and agriculture
2014):
„Fjölskyldurekin býli eru hluti
lausna sem þarf til að tryggja mat-
vælaöryggi og sjálfbæra þróun í
dreifbýli; matvælaöryggi heims og
vistvæn veröld er háð þeim ríflega
500 milljón fjölskyldubúa sem
mynda burðarásinn í landbúnaði
flestra þjóða.“
Hvarvetna í Evrópu og einnig í
Norður-Ameríku er sótt að þessari
gerð býla og fátt til sparað við að
stækka hlut stóriðjureksturs í land-
búnaði og ýta undir einokunarþró-
un; því miður. Um það bera mót-
mælaaðgerðir bænda og hagtölur
vitni. Undir það síðasta hafa svo æ
fleiri neytendur tekið undir gagn-
rýni á þróunina.
V Landbúnaður á Íslandi tekur að stórum hluta til hefðbund-
innar kinda/nautakjöts- og mjólkur-
framleiðslu en einnig tuga annarra
búgreina og þjónustu. Langflest eru
býlin einmitt fjölskyldurekin og í
jafn litlu samfélagi og hér verður
svo um langa framtíð.
Í vistvænum breytingum á hefð-
bundnu greinunum og í nýjabruminu
liggur einn helsti lykill að sjálfbær-
um landbúnaði og lífvænlegu dreif-
býli sem æ fleiri munu sennilega
kjósa sér með aukinni tækni og betri
samgöngum. Breytingarnar eiga
aðallega að taka mið af vandaðri
verndarstefnu gagnvart umhverfinu,
af sparnaði í notkun jarðefnaelds-
neytis, aukinni þekkingu á búskap
og náttúru og síðast en ekki síst af
kröftugri nýsköpun. Um hana fjallar
einmitt skýrsla FAO og verður þess
getið í annarri grein. Hugtakið vist-
væn(n) káfar kirfilega upp á annað
hugtak sem oft er flaggað:
Hagkvæmni. Heildræn stefna
í landbúnaði tekur mið af því að
hagur fólks felst ekki bara í krónum
heldur líka í ástandi umhverfisins
þar sem það ætlar að nota krónurnar.
Þetta skilja ekki nógu margir enn
þá og þess vegna reynist erfitt að
samræma útreikninga, stefnumótun
og ákvarðanir í landbúnaði báðum
hliðum raunveruleikans: Ytri lífs-
skilyrðum okkar og beinhörðum
aurum.
STEKKUR
UMHVERFISMÁL&LANDBÚNAÐUR Ari Trausti Guðmundsson
Jarðfræðingur og rithöfundur
Umhverfismál og landbúnaður í víðasta skilningi er áhugaverður
málaflokkur.
Í næstu tölublöðum Bændablaðsins, eitthvað fram á næsta ár, mun ég
skrifa greinar um ýmsar hliðar hans; allt frá áhrifum loftslagshlýnunar-
innar til nýrra orkugjafa og innflutnings landbúnaðarvara. Greinarnar
eiga að vera eins hlutlægar og unnt er, vekja vonandi spurningar og
ýta undir umræður, hvort sem er manna á milli eða í þessu blaði, eða
öðrum fjölmiðlum. Fyrsta greinin fjallar um náttúruauðlindir á Íslandi
og nýtingu þeirra en þarnæsta grein um áhrif hlýnunar á auðlindirnar
og ábyrgð þeirra sem þær nýta. Fylgist með frá byrjun!
Ari Trausti Guðmundsson
Höfundur
Ari Trausti Guðmundsson nam
við Háskóla Íslands og í Osló,
með áherslu á jarðeðlisfræði og
jarðfræði og vann við rannsókn-
ir, kennslu og ferðaþjónustu til
1987. Eftir það hefur hann verið
sjálfstætt starfandi og sinnt ýmiss
konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestr-
um, ferðaþjónustu, kynningu á
vísindum, viðamiklum ritstörf-
um og dagskrárgerð fyrir sjónvarp
og útvarp; nú síðast haft umsjón
með vinsælum þáttum um vísindi,
nýsköpun og umhverfismál hjá
Sjónvarpinu.
Hann hefur m.a. leitt ferðahópa
til Mongólíu, Nýja-Sjálands,
Ekvador og Suðurskautslandsins
og stundað fjallamennsku og ferðalög hér heima og heiman.
Ari Trausti hefur unnið margvísleg ritstörf, s.s. þýðingar, skrif vegna
landkynningar og menningarmála, stjórnmálaskrif og skáldskap. Eftir
hann liggja um þrír tugir bóka um náttúruna, þ.á m. eldvirkni, jökla,
umhverfismál, ferða- og fjallamennsku, ásamt sjö ljóðabókum, stutt-
sögusafni og fjórum skáldsögum.
Meðal verkefna hans eru sýningar og söfn, t.d. Orkuverið Jörð á
Reykjanesi, Vísindasýningar í París 2004 og London 2005 og upplýs-
ingamiðstöðin um Eyjafjallajökulsgosið á Þorvaldseyri.
Nú er´ða grænt, maður
Ari Trausti Guðmundsson á er-
lendum vettvangi. Mynd / Luis Turi
Vistvæn(n) er margrætt lýsingarorð − 1. grein
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum
bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní
2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um
gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar tals-
verðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar
sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana.
Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar
um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif
á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið
á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust
uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands sam-
kvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur
í sér:
1. Með breytingu reglugerðarinnar er
Matvælastofnun veitt heimild til þess
að staðfesta landbótaáætlanir þótt við-
mið um ástand lands náist ekki í lok
gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að
dregið sé úr beitarálagi.
2. Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst
að viðmið um ástand lands næst ekki
á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar
upplýsingar um með hvaða hætti verði
dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi
landbótaáætlun, svo sem, með fækk-
un fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og
styttri beitartíma og hvernig komið er í
veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5.
3. Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru
samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr.
10/2008 um gæðastýrða sauðfjárfram-
leiðslu skulu uppfærðar í samræmi við
efni reglugerðar þessarar. Núgildandi
landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1.
mars 2016.
4. Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta-
áætlana í samræmi við kröfur reglu-
gerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016.
5. Með breytingu reglugerðarinnar er
Landgræðslunni veitt heimild til þess
að aðstoða framleiðendur við gerð land-
bótaáætlana og áritar Landgræðslan þær
landbótaáætlanir sem unnar eru í sam-
starfi við stofnunina. Aðrar landbóta-
áætlanir mun Matvælastofnun senda til
umsagnar til Landgræðslu ríkisins.
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf
landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim
kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og
skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016.
Matvælastofnun vill hvetja framleiðend-
ur til að nýta sér þann möguleika að leita til
Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana.
...frá heilbrigði til hollustu
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu