Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Auður Olga Arnarsdóttir, ung
stúlka frá Gunnbjarnarholti,
valdi sannarlega ekki auðveldu
leiðina við að afla sér menntunar.
Hún fór alla leið til Melbourne í
Ástralíu þar sem hún er að læra
mjög svo áhugavert nám er varðar
flutningafræði.
Auður er dóttir þeirra hjóna Arnars
Bjarna Eiríkssonar og Berglindar
Bjarnadóttur í Gunnbjarnarholti á
Skeiðum í Árnessýslu. Námið sem
Auður er í kallast „Logistics and
Supply Chain Managment“ og er
kennt í vel þekktum háskóla, „RMIT
University of Melbourne“.
Nám Auðar er þó ekki eingöngu
bundið við skólastofuna því hluti
af því er að starfa úti á mörkinni,
m.a. með flutningabílstjórum sem
flytja m.a. nautgripi langar leið-
ir í sláturhús. Vegna þessa hefur
hún að undanförnu búið í borginni
Toowoomba í Queensland en vinn-
an er 40 mínútur þaðan út í sveit.
Þar hefur hún unnið við skráningar
og „hands on“ á flutningum gripa.
Það er stór hluti af hennar námi og í
raun skylda að skila þar inn eins árs
verklegum þætti.
Auður er fyrsti nemandinn úr
þessu námi sem vildi fara út fyrir
borgarmörkin til að öðlast starfs-
reynslu sem er hluti af náminu „work
experience“. Sú leið sem hún valdi
sér í starfsnáminu hefur enginn farið
áður. Það gat hún gert með því að
nýta sér sambönd við aðra Íslendinga
sem búa í Ástralíu sem vísuðu henni
réttu leiðirnar. Greinilegt er að
íslenska ákveðnin hefur skipt þar
miklu máli. Bændablaðið setti sig
í samband við Auði til að fá frek-
ari fregnir af henni og dvöl hennar
í Ástralíu.
Frá Gunnbjarnarholti til Ástralíu
„Ég er frá kúabúi í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi, Gunnbjarnarholti,
þar sem ég bjó þangað til ég flutti til
Ástralíu,“ segir Auður.
„Ég útskrifaðist af viðskipta-
og hagfræðibraut Fjölbrautaskóla
Suðurlands fyrir jólin 2010 og fór
til Ástralíu í janúar 2011. Þar hef
ég svo verið meira og minna síðan,
fyrir utan rúmt hálft ár sem ég var
heima og svo hef ég auðvitað tekið
jólafrí heima.
Þegar ég útskrifaðist stefndi ég á
háskóla um haustið og hafði hálft ár
til að skoða heiminn, mig hafði alltaf
langað til Ástralíu og ákvað bara að
skella mér þangað í hálft ár sem varð
svo mun lengra en hálft ár.“
Byrjaði á stóru kúabúi
„Ég byrjaði að vinna á stóru kúabúi
í Suður-Ástralíu, þar sem voru að
meðaltali 700 kýr mjólkaðar þegar
ég var þar og fór mest upp í rúmlega
900. Þar var notuð mjaltahringekja
sem tók 42 kýr í einu, þær löbbuðu
inn og maður setti mjaltatækin á
aftan frá. Síðan var manneskja sem
þurfti að taka þau af eða senda þær
annan hring eftir því hvað þær mjólk-
uðu mikið.
Þar var ég í almennum sveitastörf-
um í næstum eitt og hálft ár og kynnt-
ist þar afslappaða ástralska lífsstíln-
um, nægjuseminni og hjálpsemi og
almennilegheitum allra í kring.“
Allt annar lífsstíll
„Lífsstíllinn var allt öðruvísi, fólk
alltaf komið á fætur fyrir allar aldir,
og fólk úr sveitum er yfirleitt ekki að
mennta sig mikið. Það er bara mjög
ánægt með að eignast fínan jeppa og
svo ágætis hús og leyfa sér svo að
fara í veiðiferðir eða útilegur.
Ég lenti í alls konar ævintýrum
þar, til dæmis að vera pikkföst í jeppa
í þjóðgarði lengst í burtu, vera við
varðeld á ströndinni með góðum
vinum, eltast við kengúrur á kvöldin
og refaveiðar.
Ég þurfti svo að fara aftur heim,
en fann nám í Ástralíu sem mér leist
vel á í Royal Melbourne Institute of
Technology, sem á íslensku kallast
flutningafræði eða Logistics and
Auður Olga Arnarsdóttir fer ekki troðnar slóðir í sinni þekkingarleit:
Sveitastelpa frá Gunnbjarnarholti
lærir flutningafræði í Ástralíu
− nýtir vinnureynslutímann í náminu við að skipuleggja gripaflutninga á risatrukkum þar sem fluttir eru þúsund nautgripir á dag
Auður Olga Arnarsdóttir var ekkert að tvínóna við hlutina þegar hún skellti sér í nám hinum megin á hnettinum.
Auður og Adele, vinkona hennar á bænum, þurftu að bjarga tólf kvígum sem
voru fastar í forarpytti.