Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Hitaveituskel 1850 L. Hitaveituskel 1650 L. margar stærðir. Matarbúrið flutt til Reykjavíkur: Grasfóðrað holdanauta- kjöt beint frá bónda – er nú í boði úti á Grandagarði Margir þeir sem vilja kaupa nauta- kjöt beint frá býli kannast vafa- laust við verslunina Matarbúrið, sem starfrækt hefur verið á Hálsi í Kjós í um sex ár. Fyrir rúmum þremur vikum fluttist hún búferl- um út á gamla Grandagarðinn í Reykjavík, í gömlu beitninga- skúralengjuna í nágrenni við osta- búðina Búrið og ísbúðina Valdísi. Lisa Boije og Þórarinn Jónsson búa á Hálsi og ráku verslunina sem þar var. Nú hafa þau fengið Helga Ágústsson til liðs við sig í úrbeiningu og fleira. Nauta- og kanínukjöt til að byrja með Þórarinn segir að til að byrja með verði eingöngu í boði nautakjöt frá þeim sjálfum, fyrir utan kanínukjöt sem þau selja frá Birgit Kositzke á Hvammstanga. „Við ætlum svo bara að sjá til hvað fólk vill annað – hver eftirspurnin er og reyna að svara henni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum um lambakjöt og mér finnst ekki ólíklegt að við munum taka það líka í sölu. Við ætlum bara að sjá hvernig þetta gengur svona í byrjun og í framhaldinu kannski þá að finna okkur einhverja samstarfs- aðila. Við munum þó alltaf leggja mikla áherslu á allan rekjanleika afurðanna – að það liggi þá fyrir gagnlegar upplýsingar fyrir neyt- endur um viðkomandi framleiðendur. Svo erum við með ýmis krydd, sultur, sinnep og chutney sem Lisa gerir, meðal annars úr uppskerunni úr garðinum,“ segir Þórarinn spurð- ur um hvað muni verða í boði í Matarbúrinu. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum og það er ekki verra að byrja þannig – því þetta er alveg nýtt umhverfi fyrir okkur. Þótt við séum búin að reka verslun í sveitinni í sex ár þá er þetta allt annars konar verslun- arrekstur. Hér í borginni er fólk oft bara að hugsa um að kaupa inn fyrir kvöldmatinn en í sveitaversluninni var það oft að birgja sig upp.“ Áhersla á grasfóðrun „Við leggjum áherslu á að við erum með nautgripi sem eru eingöngu fóðraðir á grasi og heyi og ætlum að bjóða upp á allt af skepnunni – alla parta og skurði, bein og hala. Ef það eru sérstakar óskir viljum við að það sé haft samband með smá fyrirvara. Við erum með kjötvinnsluna heima og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik,“ segir Þórarinn. /smh Myndir / smh Hluti af atvinnulífinu ÍSLE N SK A/SIA.IS E N N 76314 09/15 www.n1.is facebook.com/enneinn Höfuðborgarsvæðið: Óskum eftir að ráða starfsfólk til starfa við bílaþjónustu N1 á höfuðborgar svæðinu. Hæfniskröfur: • Reynsla og þekking á smur- og hjólbarðaþjónustu • Rík þjónustulund • Samskiptahæfni • Vönduð vinnubrögð • Reglusemi og stundvísi Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun fá eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin. Nánari upplýsingar um störfin veitir Fannar Pálsson í síma 660 3411 eða 440 1318. Bílaþjónusta N1 leitar að liðsstyrk Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.