Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Ný verslun, „Kind“, opnuð við Hverfisgötu í Reykjavík:
Eina sérverslunin í heiminum
með ullarvörur af forystufé
− margvísleg íslensk hönnun og handverk, m.a. frá Fræðasetrinu um forystufé í Þistilfirði
Um fyrri helgi var opnuð lítil versl-
un að Hverfisgötu 35. Má segja
að hún sé afleiða af Verzluninni
RAM, eða Hrútur eins og nafnið
útleggst á íslensku, sem sömu
eigendur opnuðu við Laugaveg í
fyrravetur.
Eigendur beggja verslan-
anna eru viðskiptafélagarnir
Fjóla Halldórsdóttir og Svavar
Halldórsson, fyrrverandi sjónvarps-
fréttamaður með meiru og núverandi
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda. Fyrir þá sem ekki
þekkja til er kannski rétt að taka
fram að þrátt fyrir sama föðurnafn
eru þau ekki systkini. Blaðamaður
hitti Fjólu að máli í nýju verslun-
inni við Hverfisgötu þar sem Katrín
Bessadóttir er verslunarstjóri.
Sérstaða á heimsvísu
Fjóla segir þeirra helstu sérstöðu
vera í því að bjóða upp á vörur sem
unnar eru úr ull og öðru hráefni af
íslensku forystufé. Þær vörur koma
frá Fræðasetrinu um forystufé á
Svalbarði í Þistilfirði. Hún segir
að ullin af þessu fé sé mikið fínni
en af öðru íslensku sauðfé. Þetta sé
mjög sérstakt, því einungis séu til
um 1.500 kindur í allri veröldinni
af þessum sérstaka stofni og þær eru
allar á Íslandi.
-Eruð þið þá eina verslunin í
Reykjavík sem býður upp á lopa-
peysur úr ull af forystufé og aðrar
vörur sem því tengist?
„Við erum ekki bara eina versl-
unin á Íslandi, heldur eina verslunin
í öllum heiminum sem býður upp á
slíkar vörur. Hluti af öllu sem við selj-
um hérna rennur til Fræðasetursins
í Þistilfirði og verðum við því með
þeim í þessu verkefni um forystu-
féð,“ segir Fjóla.
Einungis handprjónaðar og
alíslenskar lopapeysur
Katrín verslunarstjóri segir að fleiri
afurðir af forystufé verði á boðstól-
um, eins og uppstoppaðir kindahaus-
ar. Þá séu þau líka með lopapeysur
úr hefðbundnum lopa.
„Við fáum prjónakonur víða um
land til að prjóna fyrir okkur. Þetta
er því alíslenskt handverk og þeirra
hönnun,“ segir Katrín.
„Það er engin peysa hjá okkur
prjónuð í Kína og það hefur geng-
ið mjög vel að fá fólk til að vinna
þetta fyrir okkur. Svo erum við líka
með úrval af matarhandverki sem
við leggjum einnig áherslu á. Þar
má m.a. nefna vinsæla flögusaltið
frá Norðursalti. Einnig margvíslegar
sultur og aðrar niðursoðnar vörur frá
Hallormsstað og margt fleira. Við
leitum eftir vörum frá litlu fram-
leiðendunum og frumkvöðlunum í
þessum geira.“
Þær stöllur segja að versluninni
Kind hafi strax verið vel tekið, ekki
síst af útlendingum, rétt eins og
þegar verslunin Ram var opnuð á
Laugaveginum. Segjast þær vonast
til að flæði fólks um Hverfisgötuna
verði betra þegar framkvæmdum við
hótelið lýkur sem verið er að byggja
handan götunnar.
Meiri áhersla á matarhandverkið
á Laugaveginum
Í gömlu húsi við Laugaveg 72 í
Reykjavík er lítil og vinaleg versl-
un sem er eins og vin fyrir alla þá
sem hrifnir eru af íslenskri hönnun
og handverki. Þetta er Verzlunin
RAM. Þar var í eina tíð höndlað
með skartgripi, föt og skó, en nú
eru það matgæðingarnir og áhuga-
kokkarnir sem hafa fengið þarna
búð fyrir sig. Verslunin hóf eins og
fyrr segir starfsemi síðasta vetur en
það er augljóst að sótt er í gamlar
hefðir. Helst má líkja versluninni við
nútímalega útgáfu af búsáhaldadeild
í gömlu kaupfélagi. Hvert sem litið
er blasa við tæki og tól til matseldar,
hnífar, pönnur, pottar og fleiri álíka
verkfæri. Þarna er íslensku matar-
handverki gert sérstaklega hátt undir
höfði. Sultur, súkkulaði, sölt, repju-
olía, rabarbarasælgæti, poppkorn og
mysudrykkur eru meðal þess sem er
á boðstólum. Allt sem er ætt í búðinni
eru íslenskar vörur.
Búð fyrir íslenska
matgæðinga
„Við erum þar einnig
með vönduð eldhús-
áhöld á góðu verði og
alls kyns tæki og tól
til matargerðar,“ segir
Fjóla. „Svo erum við líka með
svolítið súvíd- og vakúmhorn.“
En það sem gefur búðinni sterkan
svip er íslenska matarhandverkið.“
Hún segir það vera sérstöðu þeirrar
verslunar í samanburði við Kind á
Hverfisgötu.
„Við kaupum vörur af íslenskum
framleiðendum, stórum sem smáum,
en samt aðallega smáum. Við reynum
að reka verslunina í anda sanngjarnra
viðskipta og hjálpa þeim sem eru að
byrja í framleiðslu á matarhandverki
að koma vörunum sínum á markað.“
Hún segir að þrátt fyrir þetta takist
þeim með aðhaldi og góðum rekstri
að halda útsöluverðinu innan sann-
gjarnra marka.
„Þetta er kerfi sem virkar fyrir
alla, bæði birgja og viðskiptavini.“
Íslendingabúð – sem
ferðamenn elska
Sumarið hefur verið gott segir Fjóla
og nóg að gera. „Afgreiðslutíminn
er langur og ferðamenn eru í
meirihluta viðskiptavina, en við
lítum samt fyrst og fremst á okkur
sem Íslendingabúð. Vissulega er
samt gott að fá ferðamennina og
Myndir
/ HKr.