Bændablaðið - 24.09.2015, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
þeir eru hrifnir þegar þeir ganga í
bæinn. Við höfum fengið um okkur
umsagnir á netinu, allar góðar, þar
sem fólk talar um að hafa fundið
okkur, hafi fundið lítinn demant í
Reykjavík og fleira í þeim dúr.“ Fjóla
segir að sín uppáhaldsummæli hafi
verið eitthvað á þessa leið í lauslegri
þýðingu: „Íslendingabúð – sem
ferðamenn elska.“
Sauðkindinni er gert hátt
undir höfði
Búðin hefur yfir sér sterkan íslensk-
an blæ þótt þar sé hvergi að finna
tuskulunda eða segulstál með fána
á. Sauðkindinni er gert hátt undir
höfði, bæði í þeim söluvarningi sem
finna má í hillunum og eins í mynd-
um á veggjum. Fjóla segir að allir
starfsmenn séu mjög vel meðvitaðir
um íslenskan uppruna varanna og að
eigendurnir séu sérstakir áhugamenn
um íslenskan landbúnað.
„Þegar við fórum að leita fyrir
okkur kom í ljós að það er mikil
gróska í íslensku matarhandverki
og alls kyns öðru handverki sem
tengist mat,“ segir Fjóla. „Áhuginn
er líka mikill og það var mikið að
gera hjá okkur strax frá fyrsta degi,“
segir hún og bætir svo við kankvís
á svip, „eða kannski er það standur-
inn með Bændablaðinu sem trekkir
svona að?“
Matvæli í lofttæmdar umbúðir
í sláturtíðinni
Nú þegar sauðfjárslátrun stendur
sem hæst fer fólk gjarnan að huga að
kaupum á ýmsum sauðfjárafurðum
til vetrarins og jafnvel að taka slátur.
Margir sjá sér leik á borði og útbúa
kjarngóða rétti úr ódýru hráefni eins
og innmat og frysta hann í þægi-
legum skömmtum til að nota síðar.
Sniðug leið til að auka geymsluþol
er að pakka slíkum mat í lofttæmdar
umbúðir. Þá er líka nauðsynlegt að
vera með „vakúmvél“ við höndina,
en Verzlunin RAM býður einmitt
upp á úrval að slíkum tækjum.
Vakúmvélar hafa lengi þótt þarfa-
þing á íslenskum sveitaheimilum þar
sem björg er einkum dregin í bú á
haustin. Með tilkomu frystikistunn-
ar varð auðvitað mikil breyting til
batnaðar við geymslu á mat en síðan
er hægt að margfalda geymsluþolið
með vakúmpökkun. Veiðimenn,
bændur og margir fleiri þekkja þetta
af góðri reynslu. Grænmeti, fiskur og
kjöt geymast miklu betur og lengur í
lofttæmi, hvort sem er við stofuhita,
í kæli eða í frysti, eins og meðfylgj-
andi tafla ber með sér. Munurinn
getur verið töluverður, sérstaklega
í frysti. Fiskur sem endist í tvo til
þrjá mánuði í venjulegri frystikistu
getur enst í ár ef honum er vakúm-
pakkað. Sama gildir um kjöt og alla
aðra matvöru.
Margar af þessum vélum eru
framleiddar í Kína eða annars staðar
í Asíu og þykja þær almennt slakari
en hinar. Eins og í fleiru eru vöru-
merkin fjölmörg, en tvö eru þekkt-
ust. Food Saver er bandarískt merki
og stærsta vörumerkið vestan hafs,
en þær vélar eru reyndar framleiddar
í Kína. Ítölsku Magic Vac-vélarnar
eru aftur á móti vinsælastar í Evrópu.
Flaggskip Magic Vac er vélin
Maxima 2, sem var valin vakúmvél
ársins í Þýskalandi í fyrra af virtu
þarlendu neytendatímariti.
/HKr.
Eldað í vakúmi - Súvíd
Kostirnir við vakúmpökkun eru fleiri en bara að lengja
geymslutíma matvæla. Sú eldunaraðferð sem kennd er
við vakúmið, „súvíd“ (Sous Vide upp á frönsku, eða undir
þrýstingi eins og það útleggst á íslensku) nýtur líka sívax-
andi vinsælda um allan heim. Hvort sem eru stjörnukokkar í
útlöndum eins og Richard Blais og Heston Blumenthal, eða
bara læknirinn okkar í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson,
þá virðast allir vera að „súvída“.
Aðferðin gengur út á að vakúmpakka mat og hægelda
hann svo í vatnsbaði í langan tíma. Til að prófa er einfald-
lega hægt að gera þetta með því að setja heitt vatn í vask,
setja svo t.d. vakúmpakkaðan kjötbita út í og bíða. Margir
ná fantagóðum árangri svoleiðis. Mun einfaldara er þó að
kaupa til þessa sérstaka græju, t.d. frá Sous Vide Supreme
eða Sansaire. Mikið úrval af þessum tækjum frá öllum fram-
leiðendum er hægt að nálgast í Verzluninni RAM.
Verzlunin RAM á Laugavegi leggur meiri áherslu á að þjónusta áhugafólk
REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
www.VBL.is
REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is
PICHON – Öflugar haughrærur
3 gerðir til á lager
Frönsk gæði
Pichon B31
Lengd, 5 metrar
Með lið
Þvermál skrúfu 60 cm
Skurðarhnífur á skrúfu
Verð kr. 677.000 án vsk.
Pichon B417
Lengd, 7 metrar
Þvermál skrúfu, 60x70 cm
Skurðarhnífur á skrúfu
Drifskaft með tvöföldum lið
Verð kr. 1.190.000 án vsk.
Pichon B417
Lengd, 7 metrar
Þvermál skrúfu, 60x60 cm
Skúfa með skrúfuhring
Skurðarhnífur á skrúfu
Drifskaft með tvöföldum lið
Verð kr. 1.290.000 án vsk.
Hnífur á
skrúfum
Skrúfa með
skrúfuhring