Bændablaðið - 24.09.2015, Page 32

Bændablaðið - 24.09.2015, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Skýrsla um áhættumat vegna innflutnings á lifandi dýrum: Hætta á smiti strax á fyrsta ári Í tveimur skýrslum sem unnar hafa verið um áhættumat á innflutningi á lifandi búfé er sagt að áhættan við slíkt sé veruleg. Kostnaður vegna afleiðingar mögulegs smits hleypur á milljörðum. Meginniðurstaða áhættugrein- ingarinnar er að strax á fyrsta ári eftir að innflutningur hæfist undir for- merkjum reglna Evrópusambandsins (ESB ) um frjálst flæði, væru miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og að þessi áhætta myndi aukast með hverju ári þar á eftir. Í skýrslunum er einungis miðað við hugsanlegt smit í sauðfé, nautgripum og hrossum. Líkur á mæði-visnasmiti Samkvæmt greiningunni eru miklar líkur á að nautgripastofn garnaveiki- bakteríunnar og einnig Salmonella Dublin bærist í nautgripi hér á landi og afleiðingar sýkinganna yrðu líklega miklar. Jafnframt eru mikl- ar líkur á að bakterían sem veldur Q-hitasótt berist í nautgripi, sauðfé eða geitur en afleiðingarnar aftur á móti ekki eins miklar. Miklar líkur eru taldar á að veirur sem valda mæði-visna og smitandi liða- og heilabólgu bærist í sauðfé og geitur hér á landi með innflutningi á lifandi sauðfé og geitum og að afleiðingar þess yrðu alvarlegar. Sömuleiðis er samkvæmt greiningunni mjög líklegt að þeir þrír hrossasjúkdómar sem teknir voru fyrir bærust í hross með alvarlegum afleiðingum. Gengið út frá innflutningi frá Danmörku Í áhættumatinu er fyrst og fremst metin áhættan af því að flytja inn lif- andi dýr frá Danmörku, þar sem talið er líklegt að íslenskir bændur myndu sækja sér þangað efnivið í kynbætur sínar og enn fremur er talið mjög trú- verðugt að miða við Danmörku, sem er þekkt fyrir ágætt sjúkdómsástand og stjórnun á dýraheilbrigði miðað við önnur ESB-lönd. Milljarða kostnaður Í kostnaðarmati um afleiðingar smits vegna hugsanlegs innflutnings á lifandi dýrum var gerð athugun á efnahagslegum afleiðingum á því að garnaveiki kæmi upp í íslenskum nautgripum. Talið er að tjón vegna þessa sjúkdóms gæti numið allt að tveimur milljörðum króna. Sé litið til þess að tjón vegna garnaveiki í nautgripum er áætlað um tveir milljarðar króna má búast við að tjónið hlypi á tugum milljarða yrði sjúkdómarnir fleiri. Smit vegna nautgripastofns garnaveikibakteríunnar dregur úr nyt gripa, frjósemi verður minni, gripir endast ver og kjötið af þeim verður lélegra og kostnaðurinn sem fylgir því mundi leggjast þyngst á bænd- ur vegna minni nytja og almenns afurðataps. Aðdragandi áhættumatsins Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfir- dýra læknir og núverandi ráðgjafi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu, segir aðdraganda skýrslunn- ar eiga sér nokkuð langa sögu. Þegar Ísland gerðist aðili að EES árið1994, hafi verslun með lifandi dýr, dýra- afurðir og fisk verið undanþegið í þeim samningi. „Seinna var verslun með fisk tekin inn í samninginn og reglugerðir þar að lútandi teknar upp hér á landi. Evrópusambandið hefur gert athugasemdir við þessar undan- þágur Íslands við EES-samninginn allt frá upphafi og þá sérstaklega eftir að Norðmenn tóku yfir regluverk ESB um landbúnaðarvörur og inn- flutning á lifandi dýrum árið 1997. Íslendingar hafa aftur á móti ekki viljað gangast við þeim reglum vegna hættu á að búfjársjúkdómar sem ekki þekktust hér bærust til landsins og yllu óafturkræfum skaða. Árið 2002 gaf Evrópusambandið út nýja mat- vælalöggjöf og þá hófst þrýstingur á að við tækjum yfir matvælahlutann sem við gerðum að stórum hluta í árslok 2010, nema hvað varðar lif- andi dýr og hrátt ófrosið kjöt. Meðal þess sem var skoðað eftir að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust var hvað stæði út af í sambandi við dýra- og matvælalöggjöf ESB. Krafa Evrópusambandsins var strax í upp- hafi að við yrðum að taka löggjöfina yfir í heild og þar á meðal leyfa inn- flutning á lifandi dýrum til landsins undir þeirra reglum. Þetta var óásætt- anlegt af Íslands hálfu og þá gerði ESB kröfu um að við sýndum fram á það með vísindalega viðurkenndum aðferðum að við þyrftum á strangari reglum að halda. Í framhaldi af því var ákveðið að láta vinna skýrslu sem færi yfir áhættuna sem fylgdi því að hingað yrði frjálst flæði dýra án allra varúð- arráðstafana og smithættuna sem því fylgdi,“ segir Halldór. Vandað til verka Halldór segir að til verksins hafi verið fenginn dr. Preben Willeberg, fyrr- verandi yfirdýralæknir í Danmörku og prófessor í dýralækningum við háskólana í Kaupmannahöfn og í Kaliforníu. Samhliða því var dr. Daði Már Kristófersson, landbúnað- arhagfræðingur við Háskóla Íslands, fenginn til að meta kostnað vegna hugsanlegs smits væri innflutningur lifandi dýra gefinn frjáls. Auk þess sem skýrsla dr. Willeberg var ritrýnd og talin unnin samkvæmt alþjóðleg- um stöðlum og sem viðurkenndir eru af Alþjóðadýraheilbrigðis- málastofnuninni, Alþjóða dýra- heilbrigðis mála stofnuninni OIE í París og Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO í Genf. Innflutningur á eigin forsendum gengið vel „Satt best að segja kom mér á óvart hversu afgerandi niðurstaða áhættu- matsins er og að gera megi ráð fyrir smiti strax á fyrsta ári. Fram til þessa hafa Íslendingar flutt inn mikið af lif- andi gæludýrum, lifandi loðdýrum, svínum og erfðaefni í kynbótaskyni auk frjóeggja fyrir alifuglafram- leiðendur. Það er gert undir ströngu eftirliti og samkvæmt okkar eigin forsendum og gengið ágætlega. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að líkur á mæði-visnasmiti séu miklar en það var eytt gríðar- legri vinnu, tíma, fé og fórnum í að útrýma þeim sjúkdómi hér á landi á síðustu öld og stórslys ef hann kæmi upp aftur.“ Halldór segir ekki mikla hættu á að sjúkdómarnir sem fjallað er um í skýrslunni geti borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum. „Salmonella Dublin er þó afbrigði af Salmonellu sem ekki hefur greinst hér á landi og getur borist í menn úr nautgripum og valdið alvarlegum niðurgangi og vanlíðan.“ Smit berst með fólki Halldór segir að Íslendingar verði í nánustu framtíð að auka varnir sínar þegar kemur að vörnum gegn smitsjúkdómum í búfé. „Bæði ferðamenn og Íslendingar sem koma frá útlöndum geta hæglega borið með sér smitefni og flestir búfjár- sjúkdómar sem borist hafa hingað á undanförnum árum hafa vafalítið borist með fólki. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu Nýja-Sjálands og fleiri landa vita að þeir þurfa að útfylla pappíra þar sem því er svarað hvort viðkom- andi hafi heimsótt bóndabýli fyrir ákveðnar tímasetningar eða hvort í farangrinum séu matvæli sem hugsanlega gætu borið búfjársmit. Í Nýja-Sjálandi hefur meira að segja verið tekið upp á því að hreinsa eða sótthreinsa skófatnað við komuna til landsins. „Sjálfur hef ég lagt til að slíkt eftirlit verði hert hér á landi en ekki enn komist áfram með það mál. Við þurfum til dæmis að koma upp gegnumlýsingarbúnaði á flugvöllum og hundum sem eru sérhæfðir í að hafa uppi á kjöti. Veikasti hlekk- urinn í vörnum okkar í dag tengist ferðamönnum og Íslendingum sem snúa heim frá útlöndum og hafa hugsanlega haft viðdvöl á svæðum þar sem búfjársjúkdómar eru land- lægir eða nýlega komið upp. Auk þess sem við verðum að fylgjast vel með öllum innflutningi á kjöti. Stóri gin- og klaufaveikifaraldurinn sem kom upp í Bretlandi árið 2001 er til dæmis rakinn til innflutnings á ólöglegu kjöti.“ Frystikrafa fyrir hrátt kjöt er einangrunartími Þrátt fyrir að ekki sé fjallað um smit- hættu á búfjársjúkdómum sem geta fylgt innflutningi á hráu kjöti segir Halldór að í dag sé flutt inn mikið af hráu kjöti til landsins, en að það sé frosið. „Við teljum að frystikrafan hafi mikla þýðingu þegar kemur að sjúkdómavörnum. Hún gefur okkur ákveðinn frest eða einangrunartíma ef vera skyldi að það hefði komið upp sjúkdómur í landinu þar sem kjötið var framleitt. Tíminn sem um ræðir er þrjátíu dagar og nógu lang- ur fyrir flesta sjúkdóma að koma í ljós og því mikilvæg mótvægisað- gerð vegna innflutnings á hráu kjöti. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að höfða mál gegn Íslandi vegna þess að verslunin hér á landi kærði á sínum tíma að innflutning- ur á hráu kjöti hafi ekki verið tek- inn með þegar matvælareglugerð Evrópusambandsins var lögtekin hér á landi.“ Skýrslan stendur þrátt fyrir að aðildarviðræðum hafi verið hætt Halldór segir að þrátt fyrir að áhættumatið hafi verið unnið í tengslum við aðildarviðræður við Evrópusambandið og að þeim sé hætt standi matið fyrir sínu. Skýrslurnar í heild má lesa á vef- síðum atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins og utanríkisráðu- neytisins, www.anr.is og utn.is. „Skýrslan sýnir svo ekki verður um villst hvaða hætta er fólgin í því að leyfa óheftan innflutning á lifandi dýrum til landsins og þann kostnað sem gæti fylgt í kjölfar- ið. Ég tel reyndar miklar líkur á að Ísland hefði fengið undanþágur eða sérákvæði um innflutning lif- andi dýra á grundvelli skýrslunnar, hefðu samningaviðræðurnar við Evrópusambandið haldið áfram. Enda er hún geysilega vel unnin,“ segir Halldór Runólfsson, ráðgjafi hjá atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu og fyrrverandi yfir- dýralæknir, að lokum. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.