Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 34

Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Árið 1842 stofnuðu verk- fræðingarnir og mágarnir Nathaniel Clayton og Joseph Shuttleworth félag í Lincoln- skíri á Bretlandseyjum sem hafði að markmiði að framleiða beltagufuvélar. Reksturinn gekk vel frá upp- hafi og árið 1849 hófu þeir einnig framleiðslu á þreskivélum og áður en langt um leið var fyrirtækið orðið leiðandi í framleiðslu gufu- og þreskivéla. Auk þess að selja tækin undir eigin nafni seldu þeir einnig vélar til annarra framleið- enda sem merktu þær með eigin vörumerki. Útibú í fimm löndum Salan á gufuvélunum var svo góð að árið 1851 seldust 200 stykki. Árið 1857 var framleiðslan komin í 2.400 og árið 1890 framleiddi Clayton & Shuttleworth 26 þúsund gufuvélar og 24 þús- und þreskivélar. Þegar best lét voru starfsmenn fyrirtækisins í Lincoln-skíri 1.200 og það með starfsstöðvar í Austurríki, Ungverjalandi, Tékklandi og Úkraínu. Sex kílómetrar á klukkustund niður í móti Fyrirtækið hóf framleiðslu á beltadráttarvélum með sprengi- hreyfli árið 1911. Fyrstu tvær vélarnar á markað frá þeim voru stórar. Önnur fjögurra strokka, 80 hestöfl og gekk fyrir steinolíu en hin 90 hestöfl og fjögurra strokka en gekk fyrir dísilolíu. Stærri vélin var aðallega hugsuð til að draga þunga plóga. Báðir traktorarnir voru fremur hægfara og náðu einungis sex kílómetra hraða á klukku- stund við bestu skilyrði og það helst niður í móti. „Sporttýpan“ Ekki liðu nema fimm ár þar til uppfærsla var sett á markað, beltavél sem kallaðist Clayton Chain Rail Tractor. Sú vél var hundrað hestöfl og hálfgerður kappakstursbíll og sporttýpa í samanburði við eldri vél- arnar og náði 11 kílómetra hraða á klukkustund á jafn- sléttu. Stýrishjólið skagaði fram undan vélahúsinu og var úr járni auk þess sem hægt var að bremsa hvoru belti fyrir sig og snúa vél- inni á punktinum þannig. Salan á traktorunum gekk ekki sem skyldi og Marshall vélaframleiðandinn tók við þeim hluta framleiðslu Clayton & Shuttleworth árið 1926 og var framleiðslu þeirra hætt tveimur árum seinna. Flugvélasmíði Fyrirtækið var engan veginn af baki dottið þrátt fyrir að illa gengi með traktorana. Árið 1916 hafði það landað samningi sem fól í sér framleiðslu á varahlutum fyrir breska sjó- herinn. Við upphaf heims- styrjaldarinnar fyrri hóf það smíði á flugvélum fyrir breska flugherinn. Fyrsta vélin kallaðist Sopwith Triplane enda þrívængja. Sú þótti ekki sérlega góð og einungis 49 slíkar fóru í loftið. Auk minni flugvéla fram- leiddi fyrirtækið einnig Handley Page týpu O sem var á sínum tíma stærsta sprengjuflugvél sem fram- leidd var á Bretlandseyjum. Eftir að framleiðslu þrívængj- unnar var hætt hófst smíði á Sopwith Camel en sú gerð var aðallega þekkt fyrir að hafa skotið niður Fokker-þrívængju þýska flugmannsins Manfred von Richthofen, eða Rauða barónsins eins og hann var kallaður. /VH Clayton & Shuttleworth – skutu niður Rauða baróninn Utan úr heimi Ekkert lát virðist ætla að verða á útbreiðslu afrísku svínapest- arinnar African Swine Fever í Rússlandi. Pestin hefur verið þekkt þar í landi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta- Rússlandi. Þá hefur hennar einnig orðið vart í fjórum Evrópusambandsríkjum, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland, auk ítölsku eyjarinn- ar Sardiníu þar sem veikinnar varð fyrst vart í Evrópu árið 2007. Svínapestin í Rússlandi veldur mönnum þar í landi áhyggjum, ekki síst vegna viðskiptabannsins sem í gildi er gagnvart Evrópusambandinu. Eftir að viðskiptabannið var að fullu sett í gang í fyrra kynntu Rússar stór- felldar áætlanir til að verða sjálfum sér nægir í framleiðslu á svínakjöti, alifuglakjöti, sauðfjárkjöti og öðrum matvælum. Hefur viðskiptabann ESB gagnvart Rússum í kjölfarið snúist upp í andhverfu sína þar sem það hefur m.a. haft mjög alvarleg áhrif á danska, pólska og finnska svínabændur sem misst hafa af afar mikilvægum viðskiptum við Rússa. Tveggja milljarða dollara uppbyggingaráform í uppnámi Miratorg, stærsti svínakjötsframleið- andi í Rússlandi, setti í kjölfar við- skiptabannsins af stað metnaðarfulla áætlun um gríðarmikla uppbyggingu í svínarækt. Samkvæmt henni átti að byggja upp og stækka svínabú í Rússlandi fyrir sem nemur um 2 milljörðum dollara. Svínapestin hefur þó sett þessi áform Miratorg í uppnám og samkvæmt fréttum á vefsíðunni The Pig Side hafa þau nú verið sett í biðstöðu. Eigi að síður er framtíðin í svínarækt talin mjög björt innan Rússlands í kjölfar viðskiptabannsins vegna aukinnar eftirspurnar innanlands. Það er að segja ef hægt verður að koma í veg fyrir smita á svínabúunum. Vandinn sem við er að glíma í Rússlandi er ekki eingöngu smit á búgörðum, heldur er einnig um smit- uð villisvín að ræða í skógunum sem halda áfram að breiða ASV-vírusinn út. Þá var einnig greint frá því að þrátt fyrir mjög hertar reglugerðir við svínarækt í Rússlandi, þá fari um 30% svínaframleiðslunnar fram á smábýlum eða í „bakgörðum“ eins og það er orðað víða um land. Sú framleiðsla fer að stórum hluta fram utan seilingar reglueftirlitsmanna. Þá er sagt að nokkuð sé um að fátækt fólk sem vinni á stóru búgörðun- um steli hreinlega grísum til að ala heima við vafasamar aðstæður. Þann 14. september var enn eina ferðina greint frá svínadauða af völdum ASV í Rússlandi og var 25 dýrum slátrað í kjölfarið. Komu þau frá Podrovskoe-þorpi á Orlovskaya- svæðinu. Í ágúst var einnig greint frá því er 20 svín drápust svo staðfest var af þessum vírus á Bryanskaya-, Ryazanskaya- og Orlovskaya- svæðunum. Voru 26 svín til við- bótar drepin til að hindra frekari útbreiðslu. Þannig má lengi áfram telja. Mjög smitandi Afríska svínapestin er mjög smit- andi sjúkdómur í bæði villtum svínum og í eldissvínum í Afríku, Evrópu og í Ameríku. Sýnileg áhrif hjá smituðum dýrum er hár hiti, lystarleysi, útbrot á húð og innri líffærum. Dýr sem smitast drepast yfirleitt á tveim til tíu dögum. Dauðatíðni smitaðra svína og grísa er sögð 100%. Um er að ræða DNA-vírus af Asfarviridae- ætt. Skylt er að tilkynna um smit til World Organisation for Animal Health (OIE). Vírusinn berst milli svæða m.a. með hráu kjöti, fatnaði og farartækjum. Þannig gæti vírus- inn hæglega borist til Íslands ef ekki er varlega farið. /HKr. Afríska svínapestin veldur æ meiri usla í Rússlandi: Hefur sett í uppnám stórfelld áform Rússa í svínarækt − vírusinn berst milli svæða m.a. með hráu kjöti, fatnaði og farartækjum Manfred von Richthofen eða Rauði baróninn. Smittilfelli afrísku svínapestarinnar frá 2007 til 2014. Smitaður svínsskrokkur fjarlægður af svínabúi í Rússlandi. Upphaf svínapestarinnar er rakið til Afríku.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.