Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 36

Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Pálmaolía sem unnin er úr aldin- um olíupálma er ein af helstu orsökum skógareyðingar í hita- beltinu. Á sama tíma er ræktun plöntunnar helsta lífsafkoma millj- óna smábænda í Suðaustur-Asíu. Olíuna er að finna í fjölda vöru- flokka og ekki síst í matvælum. Markaðshlutdeild pálmaolíu er 56% af allri verslun á jurtaolíu í heim- inum. Pálmaolía er ódýrasta jurtaolían á markaðinum og að finna í einni af hverjum sex tilbúnum matvör- um sem framleiddar eru. Hana er meðal annars að finna í súkkulaði, kexi, laufabrauði, rískökum, flögum, pitsudeigi, kökum, frosnu grænmeti, hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni, þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og barnamat. Auk þess sem pálmaolía er notuð í sleipiefni, sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur eins og tannkrem, varasalva, varalit og í framleiðslu á lífdísil. Heimsframleiðslan 61 milljón tonn Áætluð heimsframleiðsla á pálma- olíu í heiminum 2014 var rúmlega 61 milljón tonn en einungis 16% þeirrar framleiðslu er sögð sjálfbær. Áætlanir fyrir 2015 gera ráð fyrir að framleiðslan verði 65,1 milljón tonn. Indónesía er langstærsti fram- leiðandinn, um 35 milljón tonn, Malasía er annar stærsti framleið- andinn og framleiðir tæp 21 milljón. Taílendingar, sem eru í þriðja sæti, framleiða ekki nema tvö milljón tonn, þarnæst kemur Kólumbía sem framleiðir rétt rúm milljón tonn. Í kjölfarið koma lönd eins og Nígería, Papúa Nýja-Gínea, Ekvador, Gana og Gvatemala þar sem framleiðslan er frá tæpum 700 þúsund tonnum og niður í 400 þúsund. Talið er að heimsframleiðslan fari yfir 240 milljón tonn á ári fyrir árið 2050 haldist aukning í eftirspurn svipuð undanfarna áratugi og að land undir ræktunina verði um 25 milljón hektarar. Mest mun ræktunin aukast í Suður-Ameríku og Afríku. Eins og gefur að skilja flytja Indónesía og Malasía mest út af pálmaolíu, 23,5 og 17 milljón tonn. Papúa Nýja-Gínea var þriðji stærsti útflytjandinn og flutti út 640 þúsund tonn árið 2014. Fjórðu og fimmtu stærstu útflytjendurnir voru Benin og Gvatemala, 450 og rétt rúm 400 þúsund tonn. Indverjar flytja inn þjóða mest af pálmaolíu, tæp 9 milljón tonn, ríki Evrópusambandsins flytja sam- anlagt inn 6,8 milljón tonn, Kína 5,7 og Pakistan 2,7 milljón tonn. Bangladesh og Egyptaland flytja inn um 1,2 milljón tonn hvort land og Bandaríkin 1,1 milljón tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands nam innflutningur Íslendinga á pálmaolíu tæpum 370 tonnum árið 2014 sem skiptist í hráa pálmaolíu til matvælaframleiðslu, önnur hrá pálmaolía og önnur pálmaolía til matvælaframleiðslu. Innflutningurinn er mestur frá Danmörku og Noregi. Inni í þessari tölu er ekki pálmaolía sem flutt er inn í tilbúnum matvælum, snyrtivörum eða annarri framleiðslu. Gengur undir mörgum heitum Markaðshlutdeild pálmaolíu er 55% af allri verslun á jurtaolíu í heim- inum. Þar sem pálmaolía hefur víða á sér slæmt orð er hennar ekki alltaf getið í innihaldslýsingum á umbúðum þrátt fyrir að slíkt sé víða skylt eins og til dæmis í lönd- um Evrópusambandsins. Í stað- inn er hún kölluð nöfnum eins og vegetable oil, vegetable fat, palm kernel, palm kernel oil, palm fruit oil, palmate, palmitate, palmolein, glyceryl, stearate, stearic acid, ela- eis guineensis, palmitic acid, palm stearine, palmitoyl oxostearamide, palmitoyl tetrapeptide-3, sodium laureth sulfate, sodium lauryl sulfate, sodium kernelate, sodium palm kernelate, sodium lauryl, lactylate/ sulphate, hyrated palm glycerides, etyl palmitate, octyl palmitate og palmityl alcohol svo dæmi séu tekin. Kostir og gallar Kostir olíupálma eru að þeir fram- leiða hátt í tíu sinnum meira af jurta- olíu á hektara en aðrar plöntutegund- ir sem ræktaðar eru til framleiðslu á jurtaolíu. Pálmaolía er hörð við stofuhita og hentar því vel í mat- vælaframleiðslu, hún geymist vel og hefur því langan líftíma í hillum verslana og hún er óerfðabreytt. Um 259 milljón hektarar lands eru nýttir til framleiðslu á jurtaolíu í heiminum í dag, þar af eru rúmlega 14 milljón hektarar notaðir undir framleiðslu á pálmaolíu. Það sem framleiðslunni er helst fundið til foráttu er að langstærstur hluti hennar fer fram í tveimur lönd- um, Indónesíu og Malasíu, þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki skóga er mikill og skógareyðing þar vegna ræktunar á olíupálmum gríðarleg. Samtímis skógareyðingunni hafa búsvæði dýra eins og fíla, tígrisdýra, nashyrninga og órangúta svo dæmi séu tekin verið eyðilögð. Auk þess sem ættbálkar innfæddra hafa verið neyddir burt af landi sínu. Haldi eyðilegging frumskóga í Indónesíu áfram með sama hraða og undanfarin ár verða 90% þeirra felldir fyrir árið 2025. Árið 2010 veittu Norðmenn Indónesíu fjárhagsaðstoð upp á milljarð Bandaríkjadala til að draga úr skógareyðingu sem þrátt fyrir það virðist ekkert lát á. Eyðingin í Malasíu er hægari en búast má við að hún aukist þar á næstu árum og einnig í löndum eins og Taílandi, Kólumbíu, Nígeríu og fleirum sem vilja auka framleiðslu sína í takt við vaxandi eftirspurn. Afleiðing eyðingar frumskóga- hitabeltisins til að planta olíupálmum Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Eyðing frumskóga í Suðaustur-Asíu er víða gríðarleg vegna ræktunar á olíupálmum til pálmaolíuframleiðslu. sem framleiddar eru. Pálmaolía – blessun eða bölvun?

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.