Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Dagana 21.–30. júlí sl. fór hópur
ungra bænda í fagferð til Evrópu
en tilgangur ferðarinnar var að
halda upp á útskrift hópsins frá
Hvanneyri.
Hér er síðari hluti umfjöll-
unar um þessa fagferð, en fyrri
hlutinn birtist í síðasta tölublaði
Bændablaðsins.
Með SAC mjaltaþjóna
Fyrst var hollenska fyrirtækið H.A.
De Bruijn heimsótt en fyrirtækið
framleiðir m.a. innréttingar fyrir
búfjárhús en er einnig með ótal
umboð og þjónustu fyrir margs
konar framleiðendur eins og SAC,
JOZ, Suavia o.fl.
Eftir fína kynningu hjá fyrir-
tækinu var svo haldið í heimsókn á
kúabú Christ Daemen í Rijsbergen
í Hollandi, en þar var mjólkað
með SAC mjaltaþjóni sem sinnir
tveimur mjaltaklefum. Christ býr
þar ásamt föður sínum með rétt
rúmlega 100 kýr og framleiðir í ár
um 900 þúsund lítra en hann stefnir
á að framleiða árlega 1,1–1,2 millj-
ónir lítra.
Fjós með velferðarstíum
Hann tók nýja fjósið í notkun í nóv-
ember sl. en áður var hann með
95 kýr í 70 legubása fjósi svo þar
var allt of þröngt og framleiðslan
minni eftir því. Nýja fjósið tekur
hins vegar 120 kýr í framleiðslu
eða samtals um 143 árskýr.
Fjósið er nokkuð hefðbundið
nútíma mjaltaþjónafjós með vel-
ferðarstíum þar sem hægt er að hafa
kýr sem þarf að fylgjast sérstaklega
með. Þær geta svo sjálfar farið í
mjaltaþjóninn þegar þeim hentar og
mjaltaþjónninn sér svo um að opna
hlið fyrir þær eftir mjaltir svo þær
skili sér til baka yfir á velferðar-
svæðið.
Nytin hefur aukist í nýja fjósinu
Eftir að kýrnar fóru í nýja fjósið
hefur meðalnytin hækkað vel og
stefnir nú í 9 þúsund lítra, sem vel
að merkja er allgott í Hollandi en þar
er meðalnyt kúa í lægri kantinum
miðað við mörg Evrópulönd, eða um
8.500 lítrar að jafnaði. Þar sem hann
notar Holstein-kýr geta þær framleitt
miklu meiri mjólk, en hann sagði
að það tæki tíma að vinna sig upp.
Kýrnar gætu hæglega skilað 12–14
þúsund lítra meðalnyt, en þá yrði að
sinna þeim vel og gefa gott gróffóður
og kraftmikið heilfóður.
Með 50 hektara fyrir 120 kýr
Búið er ekki nema með 50 hektara
lands, sem er skipt til helminga í
maís- og rýgresisræktun. Þar sem
landið er takmarkað er framleiðsla
búsins af mykju of mikil miðað við
hektarafjöldann og því þarf að koma
henni annað. Árlega þarf því að losna
við 1000 rúmmetra til nágrannabæja
en Christ býr svo vel að nágrannar
hans eru garðyrkjubændur og geta
tekið við allri umframmykju.
Aðspurður að því af hverju hann
kaupi ekki meira land svo hann geti
nýtt mykjuna sjálfur sagði hann að á
svæðinu í kringum hann væri hekt-
arinn til sölu á um 80.000 evrur (um
11,5 milljónir króna) sem sé einfald-
lega verð sem hann ráði ekki við.
Fær greitt fyrir að setja kýrnar út
Á sumrin fara kýrnar út á tún og fyrir
það fá hollenskir bændur borgað
sérstaklega, alls 1 evrusent á hvern
framleiddan lítra og á þessu búi
þýðir það því um 1,5–1,7 milljónir í
aukatekjur og munar heldur betur um
slíka upphæð enda tap á rekstrinum,
segir Christ.
Þegar búið var heimsótt, seinni-
partinn í júlí, fékk hann 30 evrusent
fyrir lítrann (43 krónur) en núll-
punktur í framleiðslunni hjá Christ
eru 33 evrusent eða 47 krónur svo
hver lítri er framleiddur með fjögurra
krónu tapi. Afurðastöðin Friesland
Campina hafði enn fremur boðað
frekari verðlækkun svo fyrirséð var
að tapið myndi aukast á næstunni.
Aðspurður um það hve lengi hann
geti framleitt mjólk með tapi þá sagði
hann að hann gengi sem stendur á
eigin sjóði, en síðasta ár var afar
hagstætt til framleiðslu en afurða-
stöðvaverðið fór mest í 48 evrusent
(69 krónur) og þá var hagnaðurinn
af hverjum lítra 15 evrusent (um 22
krónur) á búinu. Hann var skynsamur
og lagði fyrir hluta af hagnaðinum
og því hefur hann eigin sjóði til að
ganga á. Hann vonast til þess að
afurðastöðvaverðið fari upp á við
eftir hálft ár, en hann sagðist ekki
þola tap að óbreyttu í lengri tíma
en eitt ár.
950 mjólkurgeitur
Næstsíðasta faglega heimsóknin
í þessari ferð var svo á geitabúið
Caprahoeve við bæinn Hoogstra-
ten í Belgíu. Bú þetta er vissulega
af stærri gerðinni, með 950 mjólkur-
geitur og er að stækka í 1.200 geitur.
Búið reka hjónin Paul og Rit
Boeren en þau starfa bæði við búið
Hús tekið á evrópskum
bændum – seinni hluti
Utan úr heimi
Skógareldar í Indónesíu:
Gríðarlegt reykjarkóf
í Suðaustur-Asíu
Framkvæmdastjórar og stjórn-
armenn sjö plantekrufyrirtækja
hafa verið handteknir í Indónesíu
í tengslum við gríðarlega skógar-
elda sem geisa þar.
Talið er að kveikt hafa verið í
stóru skóglendi til að rýma fyrir
ræktun á olíupálma til framleiðslu
á pálmaolíu.
Skógareldarnir undanfarnar
vikur eru með þeim stærstu sem
orðið hafa í landinu og ná yfir
um tvö hundruð þúsund hektara
lands sem er að stórum hluta frið-
aðir frumskógar. Reykjarkófið frá
eldunum er gífurlega mikið og hefur
valdið mikilli mengun í landinu og
nærliggjandi löndum. Ástandið var
svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg
Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma
að skyggni var ekki nema nokkrir
metrar, fólki ráðlagt að vera með
öndunargrímur og skólum var
lokað.
Grunur leikur á að stjórnarmenn
fyrirtækja sem hafa hag af því að
frumskógar séu felldir standi á bak
við upptök eldanna. Sannist það
eiga þeir harða dóma yfir höfði sér.
Þrátt fyrir tilraunir til að slökkva
eldana hefur slíkt skilað litlum
árangri og ekki hjálpar til að nú
stendur yfir þurrkatímabil á þess-
um slóðum. /VH
Tígrisdýr drap dýrahirði í Nýja-Sjálandi:
Fær að lifa
Ákveðið hefur verið að karltígris-
dýr sem drap dýrahirði í Hamilton-
dýragarðinum í Nýja-Sjálandi
fyrir nokkrum dögum verði ekki
fellt og fái að lifa áfram í garðin-
um.
Atvikið átti sér stað þegar vanur
dýrahirðir fór inn í búr dýrsins til að
gefa því að éta, líkt og hann hafði
gert í mörg ár.
Tígurinn sem um ræðir kallast
OX og er einn af fimm Súmatra-
tígrisdýrum í garðinum sem eru frið-
uð enda dýrin talin í bráðri útrým-
ingarhættu enda ekki vitað um nema
400 slík í heiminum.
Hann er auk þess hluti af verk-
efni sem felst í því að viðhalda stofni
Súmatra-tígrisdýra.
Í tilkynningu vegna atviksins
segir að dýrahirðar við dýragarða viti
að það sé í eðli tígrisdýra að drepa
bráð og að því miður geti dauðsföll
af þessu tagi átt sér stað þar sem
menn umgangast þau. /VH
Fæðuöryggi í Afganistan
fer versnandi
Samkvæmt tölum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO) býr
nú þriðjungur afgönsku þjóðar-
innar við ótryggt fæðuöryggi.
Um fjórðungur þjóðarinnar,
eða 7,3 milljónir manna, búa við
nokkurt fæðuóöryggi. Þá búa 5,9%
eða um 1,5 milljónir manna við
mikið fæðuóöryggi.
Staðan í landinu er nú þannig
að fjölmargir bændur hafa gefist
upp og óskað eftir hjálp frá vinum
og ættingjum. Aukinn fjöldi
hefur neyðst til að selja land sitt
og taka börn sín úr skóla til að
láta þau vinna. Samkvæmt nýrri
skýrslu Seasonal Food Security
Assessment in Afghanistan
(SFSA), hefur fjöldi þeirra bænda
sem gefist hafa upp tvöfaldast
á einu ári. Er afleiðingin sögð
geta verið mikil fjölgun fátækra
í Afganistan sem ekki nær að fá
næga fæðu.
Að stórum hluta er ástæðan
rekin til átaka í landinu undanfarin
ár og áratugi. Stöðugt fleiri hrakist
frá heimilum sínum og búi við afar
kröpp kjör. /HKr.
Samkvæmt tölum FAO eiga sífellt
Mynd / FAO
Myndir / SS
-