Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 43

Bændablaðið - 24.09.2015, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 og hafa enga starfsmenn. Geiturnar eru mjólkaðar tvisvar á dag og mjólka að jafnaði 3,6 kg mjólkur daglega en bestu geiturnar eru að gefa allt að 6 kg mjólkur á dag. Fara ekki út Þessar geitur, sem eru af hollenska mjólkurgeitakyninu Dutch white, eru um 70–80 kg á fæti og eru þraut- ræktaðar til mjólkurframleiðslu og því júgurmiklar. Athygli gestanna vakti hve öll aðstaða var rúmgóð og hve rýmið hjá geitunum virkaði mikið. Þau Paul og Rit leggja mikla áherslu á dýravelferð og að geiturn- ar hafi mikið pláss, enda fari þær aldrei út. Rit sagði einnig frá því að í Belgíu væru kröfur til aðbúnaðar geita og kinda strangar og að fyrir þessa stærð af gripum ætti rýmið að vera 1,3 fermetrar. Í geitahúsinu voru allar geitur í stórum hálmstíum en hálmurinn sem þau nota er fluttur inn frá Frakklandi og þykir sérlega góður en kostar sitt: 115 evrur tonnið eða um 16.500 krónur. Hálmnotkunin er einnig veruleg en á þessu búi eru notuð 5 tonn af hálmi á viku enda borið undir geiturnar annan hvern dag. Þar sem stíudýptin er ekki nema 40 cm þarf að moka út úr geitahúsinu þrisvar á ári og fer hluti af hálminum í flög en annar hluti í lífgasfram- leiðslu. 25% bera árlega Framleiðsluferlið á þessu geitabúi er verulega frábrugðið því sem tíðkast í hefðbundinni mjólkurframleiðslu með kýr enda bera einungis 25% huðnanna á ári, en burður stendur frá miðjum febrúar og fram í júlí. Ástæðan fyrir því að ekki fleiri bera á hverju ári, er einfaldlega sú að geitur geldast ekki upp og geta mjólkað samfleytt í fleiri ár! Endurnýjunarþörfin er hins vegar til staðar enda heltast geitur úr lestinni eins og gengur. T.d. er geit slátrað sé dagsnyt hennar komin niður í 1,5 kg mjólkur á dag, þá er hún ekki hagkvæm til mjólkur- framleiðslu lengur og er send í sláturhús. Rit sagði að geiturnar næðu því yfirleitt að verða þetta í kringum 5 ára gamlar, en þá væru hinar yngri huðnur einfaldlega búnar að ná hinum eldri í afurðaseminni og því ekki annað að gera en að slátra. Haldið við 40 kílóa þunga Ungum huðnum er haldið nái lífþungi þeirra 40 kílóum og fá þær 1–2 kið við fyrsta burð en 2–4 í næsta burði. Frjósemin er því góð og þó svo að rétt tæp- lega 250 geitur beri á ári hverju þá fá þau Paul og Rit 6–700 kið. Þar sem þau eru ekki í kjötfram- leiðslu eru hafrarnir seldir frá búinu vikugamlir og fást ekki fyrir þá nema 2 evrur og er í raun tap á þessum hluta framleiðslunnar. Aðspurð að því hvort ekki væri þá betra að aflífa þá við fæðingu sagði hún það ólög- legt í Belgíu. 90 krónur fyrir lítrann Geiturnar eru mjólkaðar tvisvar á dag, klukkan sex á morgnana og aftur klukkan sex á kvöldin og taka mjaltirnar eina og hálfa klukkustund. Dagleg framleiðsla búsins eru 3.500 kg mjólkur en meðalnytin er nú 1.300 kg. Mjólkin fer öll í ostaframleiðslu og fást nú 90 krónur fyrir lítrann (63 evrusent), en kostnaðurinn er um 65 krónur á hvern lítra (45 evrusent). Þetta er því afar hagstæð framleiðsla sem stendur, að sögn eigendanna. Aðspurð um skýringuna á þessu sagði Rit að mikil eftirspurn væri eftir geitaostum og ekkert lát væri á því, en afurðastöðvaverðið hefði þó sveiflast mikið á undan- förnum árum og áratugum en haldist nokkuð stöðugt nú í nokkur ár. Með holdanaut í Brussel! Síðasta heimsóknin í þessari ferð var svo til holdakúabóndans Jan De Rijck sem býr rétt í útjaðri Brusselborgar. Jan er reynd- ar sölumaður í fullu starfi en býr samhliða sínu starfi með 30 holdakýr af kyninu Belgian Blue. Reyndar eru gripirnir ekki hreinræktaðir Belgian Blue holdagripir, heldur tvínytjakyn með sama nafni. Hann mjólkar því nokkrar kýrnar í kálfana sína en meðalnyt þeirra er að hans sögn um 5.500–6.000 lítrar á ári. Hann er þó jafnt og þétt að auka hlutfall Belgian Blue holdakynsins í stofni sínum og er vaxtargeta gripa hans í dag nokkuð góð eða um 750 kíló á fæti eftir tvö ár með 65–68% fallþungahlutfall. Þetta er þó allnokkuð fjarri hreinræktuðum Belgian Blue holdanautum, en þau bestu geta náð þessum þunga á einungis 13 mánuðum. Verðið sem hann fær fyrir fallið er 365–380 þúsund krónur eða um 750 krónur á kílóið. Í fjölbreyttri framleiðslu Jan er með þónokkurt land undir og miklu meira en hann þarf fyrir holda- nautabúskap sinn og ræktar hann því bæði kartöflur, gulrætur og sykur- rófur á hluta af þessum 55 hekturum sínum. Sem fóður fyrir gripina ræktar hann bæði gras, maís og fóðurrófur, en munurinn á fóðurrófum og sykur- rófum felst í sykurhlutfalli hvorrar gerðar fyrir sig. Þannig er sykur- hlutfallið í sykurrófum um 18–19% við uppskeru en 14% í fóðurrófum en uppskerumagnið af hektaranum er þó svipað hjá báðum gerðum eða um 70–75 tonn. Sykurframleiðslan af hektaranum er því um 15 tonn, þ.e. með sykurrófunum. 60–65 tonn af hektaranum Aðspurður um kartöfluframleiðsluna þá sagði Jan að vænta mætti 60–65 tonna uppskeru af hektaranum, en hann ræktar kartöflur í 10 hekturum, en að verðið sem hann fengi fyrir uppskeruna væri afar breytilegt á milli ára. Hann gerir því samninga fyrirfram um fast verð fyrir þriðj- unginn af uppskerunni og tryggir sér þannig tekjur sem standa undir mikil- vægasta kostnaðinum. Þetta er líklega eins gott enda féll verðið síðasta vetur niður í 25 evrur á tonnið, en verðið fyrir fyrirfram umsömdu viðskiptin var 100 evrur. Rúllar kurlaðan maís Verulega athygli hópsins vöktu rúllurnar hjá Jan en í þeim var kurlað- ur maís og mjög laus í sér. Aðspurður um það hvernig hægt væri að koma lausu fóðri inn í rúllubindivél sagði Jan að notuð væri sérstök rúllubindi- vél í verkið sem hægt væri að moka eða dæla lausu fóðri beint ofan í, enda gæti engin sópvinda tekið upp laust fóður. Ef kornið væri of þurrt, næst ekki að rúlla það og þá er oft bætt vatni út í til þess að það nái að rúllast. Virkar áhugavert fyrir t.d. kornbænd- ur á Íslandi. Snorri Sigurðsson Ráðgjafi hjá Seges P/S sns@seges.dk Aðstaðan á geitabúinu Caprahoeve í Belgíu er afar rúmgóð en þarna eru í dag 950 mjólkandi geitur. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Gjafahringur fyrir hesta, stærð 67x210 cm Vörunúmer: F030 2000 23 Verð kr. 48.735 án vsk. Verð kr. 60.432 með vsk. Brynningarskál Vörunúmer: B165 0500 75 Verð kr. 8.887 án vsk. Verð kr. 11.021 með vsk. Stækkanleg gjafagrind fyrir sauðfé, 160x170 cm Vörunúmer: F035 2003 01 Verð kr. 72.136 án vsk. Verð kr. 89.449 með vsk. Galvaníseruð gæða vara - Smíðuð úr stáli Stía - 1,23 m Vörunúmer: F052 2002 02 Verð kr. 5.732 án vsk. Verð kr. 7.107 með vsk. Stía - 1,84 m Vörunúmer: F052 2002 03 Verð kr. 8.188 án vsk. Verð kr. 10.066 með vsk. Gerðisgrindur og staurar – Gerum tilboð eftir teikningum Engin suðuvinna. Auðvelt og fljótlegt í uppsetningu Gerðigrind 4,27 m Vörunúmer: F006 2940 14 Verð kr. 27.325 án vsk. Verð kr. 33.883 með vsk. Gerðigrind 3,36 m Vörunúmer: F006 2940 11 Verð kr. 25.143 án vsk. Verð kr. 31.177 með vsk. Gerðisstaur 2,40 m með 2 eyrum og læsigati Vörunúmer: F017 2003 00 Verð kr. 18.488 án vsk. Verð kr. 22.925 með vsk. Gerðisstaur 2,40 m með 2 eyrum Vörunúmer: F017 2102 00 Verð kr. 18.175 án vsk. Verð kr. 22.537 með vsk. Einnig fáanleg hlið með 4 slám Stærðir: 0,92 - 1,22 - 3,36 - 4,27 m Gerðisstaur 2,40 m með 4 eyrum Vörunúmer: F017 2103 00 Verð kr. 20.543 án vsk. Verð kr. 25.473 með vsk. Fjárvog með skífuvog Vörunúmer: F047 2004 10 Verð kr. 175.303 án vsk. Verð kr. 217.376 með vsk. Fjárvog með tölvuvog Vörunúmer: F047 2004 16 Verð kr. 236.405 án vsk. Verð kr. 293.142 með vsk. Gjafahringur fyrir sauðfé (lárétt) Vörunúmer: F035 2000 02 Verð kr. 36.057 án vsk. Verð kr. 44.710 með vsk. Flokkunargangur Vörunúmer: F050 2001 01 Verð kr. 168.368 án vsk. Verð kr. 208.776 með vsk. Meðhöndlunarbúr fyrir sauðfé Vörunúmer: F051 2300 01 Verð kr. 288.809 án vsk. Verð kr. 358.123 með vsk. Sauðfjárspray - 6 litir - 400 ml Vörunúmer: RIT3010+ Verð kr. 1.560 án vsk. Verð kr. 1.934 með vsk. GRINDUR, VOGIR, BÚR OG FLEIRA REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is Litastifti í 6 litum Vörunúmer: RIT3602+ Verð kr. 250 án vsk. Verð kr. 310 með vsk. Gjafagrind á stoðum fyrir sauðfé Vörunúmer: F035 2004 01 Verð kr. 72.463 án vsk. Verð kr. 89.855 með vsk. Flokkunarhlið á þrjá vegu

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.