Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Á hverju vori heldur Vélhjóla- íþróttaklúbburinn stærstu aksturs- íþróttakeppni Íslands í landi Ásgarðs við Kirkjubæjarklaustur þar sem Eyþór Valdimarsson og Þóranna Harðardóttir búa. Keppendur eru oftast nálægt 400 og er akstursbrautin yfir 14 km löng sem hlykkjast um ræktuð tún og óræktað land í landi Ásgarðs. Keppnin sjálf stendur í sex klukkutíma og eru að jafnaði um tvö hundruð mótorhjól í brautinni í einu þessa sex tíma sem keppnin stendur. Að lokinni keppni er brautarstæðið eins og vel plægður akur fyrir sáðn- ingu og ósléttur. Mörgum sem sjá brautarstæðið fyrstu dagana eftir keppni finnst sárið ljótt og að ekki sé hægt að græða sárið í landinu nokkurn tímann upp, en svo er ekki. Munurinn á landinu frá vori til hausts ótrúlegur Um miðjan september fór ég á námskeið sem haldið var af Reykjavik Motor Center í landi Ásgarðs við Kirkjubæjarklaustur. Þar var kennt að aka stór- um ferðamótorhjólum við erfiðar aðstæður. Örlítill hluti nám- skeiðsins var í einni af brekkunum sem eru í keppnisbrautinni frá því síðasta vor, en að sjá brautina svona grasi vaxna fannst mér með ólíkindum hvað fallegt brautarstæðið var, en það eina sem benti til þess að þarna væri akstursbraut voru gulu stikurnar sem afmörkuðu brautina. Öll brautin er grasi vaxin fallega grænu grasi sem nær manni upp undir hné. Við þessa sýn datt mér í hug að taka heimilisfólkið á Ásgarði tali um keppnina, uppgræðsluna og samskipti þeirra við torfærumótor- hjólafólk. Hitti heimilisfólkið fyrst í réttum Mér fannst ég vera að stela af heim- ilisfólkinu dýrmætum tíma þar sem að daginn sem ég var þarna var réttardagur og þau öll í Skaftárrétt, en eftir réttir og að hafa ekið fénu heim á vagni gáfu þau sér tíma í lítið spjall. Aðspurð um keppnina á vorin voru öll svör þeirra Eyþórs og Þórönnu mjög jákvæð í garð mótor- hjólafólks og keppenda. Keppendur dásama skemmtilega braut og fara ánægðir héðan. „Keppnin er mikill hagur fyrir ferðaþjónustuna í sölu á gistingu og mat hér á svæðinu. Við fáum hluta af keppnisgjaldi sem keppendur greiða sem fer að stórum hluta í kostnað vegna keppninnar svo sem salernisaðstöðu, hlið á girðingar, fræ og áburð og tækjakostnað við að slétta braut og sá í hana. Fólk hefur býsnast yfir því að við séum að fara illa með landið með því að láta spóla og tæta það upp, en nú er öll brautin grasi gróin og fæstir sem sjá brautina í dag mundu trúa því hvernig brautin var fyrir þrem mánuðum.“ Gaman að heyra jákvæðar sögur „Mótorhjólakeppnin er eins og hver önnur íþróttakeppni sem fær að mínu mati allt of litla umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Eyþór, „og mín kynni af keppendum er góð. Mér finnst sjálfsagt að lána landið fyrir svona keppni og námskeið eins og er hér í dag. Allt þetta er bara jákvætt, ekki bara fyrir mig heldur sveitar- félagið allt.“ Kennararnir á námskeiðinu, sem komu frá Offroad Skills í Wales, voru afar ánægðir með landið og aðstæður á landinu, en það eina sem truflaði þá var falleg jöklasýn þegar sólin skein á Öræfajökul. Eyþór Örlygsson, framkvæmdastjóri Reykjavik Motor Center, var mjög ánægður með námskeiðið í landi nafna síns á Ásgarði. Mótorhjólamenn keppa í landi Ásgarðs í sátt við bændur − talið hagur fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og allar gróðurskemmdir eru græddar upp eftir keppni liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði BRÉF FLÓN SLÆMA VÆTA UPP ÞVAÐRA DUGNAÐUR ÁFASTUR KAUPANDI S K R I F A N D I SAFDREP K J Ó L TEGUNDLYKTIR G E R Ð TSKÝRA FRÁ J Á L E I Ð A N A N G A N ÁISTJÖKUN A F I G ÓKYRRÐ ÍSSKÁPURAÐGÆTA K Æ L I R UNDIRLAG Í RÚMI TVEIR EINS D Ý N A LAUG FRIÐURKÆRASTA MMÁLMURRYK TEYMA VÆLA R Ó G U R KJÖKUR UMSÖGNHYGGST Á L I T HÓPUR HORFT BBAKTAL Á R Á S SEYTLRÖNDIN V Æ T L BLÓÐSUGAER I G L ATILRÆÐI Þ Ó KRASSASKRIFA K R O T A FLAGAGLÁPA S N E I ÐÞÓTT R I S FISKURGOÐ Á L L AND- SPÆNIS SKERA G E G N T BRAGAR-HÁTTURSTÍGANDI Ö STALÁLITS T Ó K FRUMEIND A T Ó M SKARÐSÝRA G I L S M Í Ð I GYÐJA VEIÐAR- FÆRI R Á N GRANDI TANGI E I Ð ISAM-SETNING T A L I N N LÁÐTVEIR EINS L A N D NAFNORÐ ÞÚSUNDÓÐ MÁLITINN U R T S A SKJÁLFA N N GRÖM Ö E T R R G A ÁRS- GAMALL RISPA E S I K N O Æ R R A ÁN Í RÖÐ 21 ÁRSTÍÐ SPILLA HVIÐA KVK NAFN HAPP-DRÆTTI STEFNUR SÁLDRA SVISS FANGA BRÚKA ÁNÆGJU- BLOSSI SIGAÐ AÐ NIÐRA STEFNA FRÁ BRESTIR FROST- SKEMMD KRAFSA SAMTÖK SPRIKLKVARTA KÚSTUR TÍUND ASKJA ÓHREINKA VÆTU STAÐNA GÓLA BLÁSA TVEIR EINS GEFA EFTIR AUSTUR- ÁLFA FRAMVEGIS SAKLAUS HEIÐUR FLÉTTA MESSING ÞÍÐA ÁFORM GOSEFNI EKKI SPOR SÖNG- LEIKUR RUSL ÖFGA- FULLUR GÖSLASVELGUR YFIRGAF SKOTT LÍFFÆRI ÓÐAGOT SJÓ KEYRA ANGAN HVAÐ SKELFINGGÓMA NÖLDRA TVÍHLJÓÐI BELTI KRINGUM HÆGLÆTI VESÆLL HÝRA SKÁN SPJÁTRUNG- URMJÖG ÁTT 22 Mynd / HLJ Mynd / Halldór Sveinsson. Mynd / HLJ Mynd / HLJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.