Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 48

Bændablaðið - 24.09.2015, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Jósefína Hrafnhildur Pálmadóttir og Ingimar Skaftason stofnuðu nýbýlið Árholt og byggðu þar íbúðarhús ásamt útihúsum. Pálmi er fæddur og uppalinn í Árholti. Árið 2001 komum við hjónin inn í búreksturinn og búið rekið saman með foreldrum Pálma, en árið 2005 tókum við svo formlega við öllu búinu. Síðan þá höfum við fjölgað í bústofninum, sérstaklega í nautaeldi. Býli: Árholt. Staðsett í sveit: Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Ábúendur: Janine Kemnitz og Pálmi Þór Ingimarsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvær dætur, Þórönnu Mörthu, 5 ára og Hrafnhildi Elsu, 2 ára. Gæludýrin eru Hlunkur sem er heimilishundur og barnapía og 3 fjósakettir, Gríma, Rósi og Snúlla. Stærð jarðar? 120 ha og svo nýtum við góðar slægjur á tveimur öðrum jörðum. Gerð bús? Kúabú, nautauppeldi og kindur sem eru aðaláhugamálið á bænum. Fjöldi búfjár og tegundir? 27 mjólkandi kýr, 75 nautgripir (naut og kvígur á öllum aldri), 150 kindur, 2 svín, nokkrar hænur og 30 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á því að koma dömunum í skólabílinn og svo taka fjósverkin við. Dagurinn endar svo líka á mjöltum. Verkin þar á milli eru bara mjög breytileg. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, heyskapur og líflambaskoðun eru skemmti- legust. Þar fyrir utan finnst bónd- anum frábært að keyra skít. Það er hins vegar ekki vinsælt hjá stelpun- um þegar skít er dreift við bæinn í sunnanátt. Það er alltaf leiðinlegt þegar alvarleg veikindi koma upp hjá dýrunum og það þarf jafnvel að aflífa þau. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi fleiri nautgripir og líka kindur. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru í ágætis málum. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Vel, ef við höfum það íslenskt – já takk! Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Núna geta kúabændur framleitt skyr og lambakjöt. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Lýsi, ostur, súrmjólk, gúrka og feit mjólk úr tanknum. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrísgrjónagrautur stendur upp úr hjá Þórönnu Mörthu og heimareykt nautatunga hjá Hrafnhildi Elsu. Lambalæri er svo alltaf vinsælt hjá fullorðna fólkinu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar graðhesturinn fór ofan í haughúsið og það þurfti að lyfta honum upp með dráttarvél. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Rifið svínakjöt á flatböku og bragðgóðar bollakökur Að þessu sinni bökum við ljúf- fenga pizzu með rifnu svínakjöti. Svokallað „pulled pork“ nýtur vaxandi vinsælda en þá er kjöt- ið látið malla í ofni þar til það er orðið nær moðsoðið. Kjötið er líka kjörið að nota í samlokur. Að lokum kynni ég ykkur fyrir bollakökum sem taka örfáar mínútur í undirbúningi. Hitta alltaf í mark. Rifið svínakjöt á flatböku › 50 ml eplaedik › 100 ml tómatsósa › 50 g púðursykur › 1 msk. gult sinnep › 2 tsk. Worcestershire-sósa › 2 rif hakkaður hvítlaukur › 1/2 tsk. salt › 1/4 tsk. cayenne pipar › 1/4 tsk. ferskur malaður svartur pipar › 300 g „BBQ Pulled pork“ svínakjöt (sjá uppskrift á eftir) › 1/2 stk. lítill laukur, lauslega sneiddur › 200 g nýjar kartöflur sneiddar › Annað meðlæti að eigin vali ostur eða kryddjurtir Aðferð Í miðlungs pott, sameinið edik, tómatsósu, púðursykur, gult sinnep, Worcestershire, hvítlauk, salt, cayenne og svartan pipar. Látið suðuna koma upp, hrærið til að leysa upp sykurinn. Leyfið sósunni að krauma í 10 til 15 mínútur eða þar til hún hefur þykknað örlítið. Setjið til hliðar og leyfið að kólna. Setjið pizzastein í ofninn (annars þykkan stálbakka ef steinn er ekki til) og forhitið í 250 °C. Stráið um 2 til 3 matskeiðum af hveiti á borð og fletjið deigið út. Raðið þunnt skornum kartöflum á deigið (gott að velta þeim upp úr smjöri eða hvítlauksolíu). Rennið pizzunni inn á heitan pizza- steininn eða bakkann og bakið í 10 til 12 mínútur eða þar til skorpan er stökk og gyllt. Látið svínakjötið í sósuna, setjið á pizzuna ásamt lauk- sneiðum og kryddjurtum úr garðin- um. Dreifið osti jafnt yfir pizzuna. Pizzadeig › 230 g (1 bolli) heitt vatn (50° C) › 20 g þurrger › 1 tsk. hunang › 2 matskeiðar extra Virgin ólífuolía › 400 g (3 bollar) hveiti › 1 tsk. salt Í stóra skál, sameinið vatn, ger, hunang og 1 msk. af olíu. Hrærið í gott deig. Látið hvíla í um það bil 5 mínútur. Bætið helmingnum af hveitinu og salti, blandið með handafli þar til blandan er slétt. Haldið áfram að bæta restinni af hveitinu út í. Vinnið þar til deigið er slétt en samt örlítið klístrað. Setjið í skál með restinni af ólífuolíunni. Plastið með filmu og hvílið á heitum stað þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð, um 1 1/2 klst. Kýlið deigið niður og fletjið út í pizzu eftir þörfum. „BBQ Pulled pork“ svínakjöt: › 1 biti svínakjöt, t.d. hnakki › 1 msk. salt › 1 tsk. cayenne pipar › Ferskur malaður pipar Fjarlægið svínakjötið úr kæli og látið það ná stofuhita áður en lengra er haldið. Hitið ofninn í 160° C. Setjið kjötið á pönnu, steikið vel á öllum hliðum. Kryddið með salti, pipar og cayenne pipar. Hyljið með álpappír og bakið í 4 klukkustundir. Fjarlægið svínakjöt úr ofninum, setjið til hliðar og kælið örlítið. Fjarlægið alla umframfitu. Rífið niður með hjálp tveggja gaffla eða notið hreinar hendurnar. Tætið svínakjötð niður í litla bita, blandið í sósuna og framreiðið ofan á forbak- aða pizzuna. Rauð bollakaka með vanillu- smjörkremi › 1 matskeið smjör, brætt › 1 stór egg › 1/2 tsk. vanilludropar › 3 matskeiðar sykur › 3 matskeiðar (1/4 bolli) hveiti › 1 tsk. lyftiduft › rauður matarlitur Í skál eða bolla, sameinið öll inni- haldsefni og hrærið þar til deigið er slétt (ekki þeyta um of). Setjið deigið í kaffibolla og bakið í örbylgjuofni á háum hita í 75 til 90 sekúndur, eða þar til kakan er bökuð. Látið kólna aðeins áður en kremið er sett á. Örbylgjukökur er best að borða nýbakaðar. Vanillu-smjörkrem › 2 matskeið smjör, þeytt › 40 g 1/4 bolli flórsykur › 1/4 tsk. vanilludropar Sameinið öll innihaldsefni í skál og þeytið saman. Bætið við bragðefni eða lit að eigin vali. Súkkulaði- og hnetu smjörs- bollakaka › 3 matskeiðar hveiti › 2 matskeiðar sykur › 1 1/2 msk. kakó duft › 1/4 tsk. lyftiduft › klípa af salti › 3 matskeiðar mjólk › 1 1/2 msk. jurtaolía › 1 msk. hnetusmjör eða Nutela hnetukrem Í stóru kaffimáli eða skál, hrærið saman þurru hráefni (hveiti, sykur, kakó duft, lyftiduft og salt). Bætið í mjólk, olíu og hnetusmjöri (Nutela). Hrærið þar til deigið er slétt. Eldið í örbylgjuofni á háum hita í um 1 mínútu og 10 sekúndur. Berið fram strax! Þetta verður mjög ljúffengt! MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Árholt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.