Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Guðmunda Elíasdóttir óperusöngkona lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 2. ágúst, 95 ára að aldri. Guðmunda fæddist í Bolungarvík 23. janúar 1920 og var hún dóttir Elíasar Þórarins Magnússonar, for- manns í Bolungarvík, (f. 1878, d. 1923) og Sig- ríðar Jensdóttur hús- freyju (f. 1881, d. 1968). Guðmunda ólst upp á Grundum í Bolungar- vík fyrstu sex árin, en faðir hennar drukknaði er hún var á fjórða ári. Hún flutti árið 1926 með móður sinni að Látrum í Aðalvík og síðan til Ísafjarðar, þar sem þær bjuggu til 1932. Þá fluttu þær til Reykjavíkur. Guðmunda átti tvær alsystur, sjö hálfsystkini samfeðra og sex hálf- systkini sammæðra. Guðmunda fór ung til Kaup- mannahafnar og hóf þar söngnám við Konservatoríið árið 1939. Aðal- kennari hennar var Dóra Sigurðsson prófessor. Hún stundaði einnig nám hjá Kristian Riis í Kaupmannahöfn, Madame Fourestier í París og hjá Florence Bower í New York. Guðmunda söng í óperum og hélt tón- leika á Íslandi og er- lendis. M.a. söng hún fjórum sinnum í Hvíta húsinu í forsetatíð Eisenhowers. Guð- munda söng töluvert í útvarp og inn á hljóm- plötur. Hún kenndi söng í tónlistarskólum og í einkatímum. Þá lék Guðmunda í ellefu kvikmyndum á sextán ára tímabili. Ævisaga Guðmundu, Lífsjátn- ing, sem Ingólfur Mar- geirsson skráði, kom út 1982. Hún var heiðurslistamaður Alþingis frá 1995. Guðmunda giftist Henrik Knud- sen gullsmíðameistara (f. 1918, d. 1993) þann 24. október 1943. Þau bjuggu í Danmörku til 1945 en eftir það ýmist á Íslandi, í Danmörku eða í New York þar til þau slitu sam- vistir. Börn þeirra voru Bergþóra (f. 1944, d. 1946), Hans Albert (f. 1947, d. 2009) og Sif Knudsen (f. 1950). Ömmubörn Guðmundu eru fjögur og langömmubörnin átta talsins. Guðmunda giftist Sverri Krist- jánssyni, sagnfræðingi og rithöfundi (f. 1908, d. 1976), vorið 1973. Andlát Guðmunda Elíasdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er alveg á hreinu að það hefur ekki verið svona mikill snjór í Öskju síðan 1980. Ég hef verið þar uppfrá hvert einasta sumar síðan þá,“ sagði Gísli Rafn Jónsson, framkvæmda- stjóri Myvatn Tours í Mývatnssveit. Hann ekur ferðamönnum í Öskju. Gísli Rafn tók þátt í því í síðustu viku, með starfsmönnum Vegagerð- arinnar, að moka leiðina upp á bíla- planið við Öskju. Fram að því þurftu starfsmenn Myvatn Tours að sel- flytja ferðamenn upp á bílaplanið á snjótroðara. Fyrst þurfti að selflytja þá fjóra kílómetra, þaðan sem bílarn- ir urðu að stoppa vegna ófærðar. Svo var hægt að ryðja tvo km í viðbót þar til nú var loksins hægt að moka alla leið. „Þar sem við mokuðum fyrir viku voru skaflarnir tveir til þrír metrar að dýpt. Við höfum aldrei mokað svona miklum snjó, það er alveg á hreinu,“ sagði Gísli Rafn í gær. Ferðamennirnir ganga frá bíla- planinu inn að Víti og Öskjuvatni. Gísli Rafn sagði að gengið væri á snjó alla þá leið. Öskjuvatn er enn á ís að verulegum hluta og ófært er niður í Víti vegna stórrar snjóhengju sem getur fallið á gönguleiðina. „Þessi snjór inni í Ösku er ekki að fara neitt, hann hverfur ekki þetta sumarið,“ sagði Gísli Rafn. Að- spurður taldi hann ekki nokkrar líkur á að Gæsavatnaleið opnaðist í sumar, eftir því sem hann hefði frétt af ófærðinni á þeim slóðum. Snjór, krapi eða drulla Nú er allt á kafi í snjó, krapa eða drullu á Gæsavatnaleið, að sögn Gunnars Bóassonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni á Húsavík. Hann frétti í síðustu viku að þá væri enn einn og hálfur metri af snjó ofan á brúna yfir Skjálfandafljót neðan við Gæsavötnin. „Megnið af leiðinni er á kafi í snjó og þar sem eitthvað er byrjað að hlána eru bara krapablár,“ sagði Gunnar. Hann kvaðst ekki hafa sér- staka trú á að Gæsavatnaleið opn- aðist í sumar. Gunnar sagði að menn sæju vel á leiðinni í Öskju að þar væri ekkert að hlána. Vegagerðin hefði mokað þar sem færi að sjást niður í dökk. „En þar sem eru snjóhvítar fann- breiður gerist ekki neitt. Sólin hefur lítil áhrif á þetta. Hitinn er að fara niður undir frostmark á nóttunni og jafnvel niður í frost. Þetta er mjög óvanalegt,“ sagði Gunnar. Hann sagði líka óvenjulegt hvernig snjór- inn hefði sest í vetur. Langmest hefði verið af honum á sunnanverðu há- lendinu en hann hefði líka lagst í sveip austur með norðanverðum Vatnajökli. Ekki hefði þó verið mikill snjór í Kverkfjöllum og ekki heldur á neðri hluta Öskjuleiðar í vor. „En fyr- ir ofan 700 til 800 metra hæð er allt á syngjandi svarta kafi,“ sagði Gunnar. Sex svæði enn lokuð Enn er allur akstur bannaður á sex svæðum á hálendinu, samkvæmt há- lendiskorti Vegagerðarinnar. Austur- hluti hringvegarins á Lakasvæðinu var opnaður um síðustu helgi en hann hafði verið lokaður vegna aurbleytu. Stærsta lokaða svæðið er norðan við Vatnajökul. Þar er m.a. Gæsa- vatnaleið og slóði upp með Skjálf- andafljóti. Þá er bannað að aka um Snæfellsleið innan við Snæfellsskála. Einnig er F735 vestan við Hveravelli lokaður. Bannað er að aka eftir slóðum á svæði milli Auðkúluheiði og Arnar- vatnsheiði, á svæði sunnan við Kerl- ingarfjöll og á svæði sem er á milli Heklu og Torfajökuls, að hluta á milli Fjallabaksleiðar syðri (F210) og Landmannaleiðar (F225). Ljósmynd/Gísli Rafn Jónsson Askja Síðasti spölurinn að bílaplaninu við Öskju var ruddur í síðustu viku. Skaflarnir voru 2-3 metra djúpir og 300-400 metra langir. Ferðamenn ganga á snjó inn að Víti og Öskjuvatni. „Allt á syngjandi svarta kafi“  Ekki verið jafn mikill snjór í Öskju og nú síðan 1980  Síðasti spölurinn var ruddur í síðustu viku  Mikill snjór á Gæsavatnaleið og krapablár þar sem farið er að hlána  Ólíklegt að hún opnist í sumar Ljósmynd/Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Öskjuvatn Vatnið er enn ísi lagt að miklu leyti þrátt fyrir að komið sé fram í ágúst. Ófært er niður í Víti vegna stórrar snjóhengju sem getur fallið á gönguleiðina. Lítið tekur upp af snjó. Ástand fjallvega Heimild: Vegagerðin Allur akstur innan skyggðra svæða er bannaður þar til annað verður auglýst vegna hættu á skemmdum á vegum og náttúru. Kortið gefur aðeins til kynna hvar umferð er heimil eða óheimil vegna aurbleytu. Það segir ekki til um færð utan skyggðra svæða. Gildir frá 2. ágúst 2015 Talsvert hvassviðri var á miðhálendinu í gær, en í veðurstöðvum við Þúfuver og Hágöngur mældist vind- ur 20 metrar á sekúndu í strengjum. Háannatími er nú hjá hálendisvakt Landsbjargar, en hópstjórar á Sprengisandi og í Landmannalaugum urðu vel varir við rokið. Að sögn Siggeirs Pálssonar, hópstjóra há- lendisvaktarinnar á svæðinu, höfðu flestir ferðamenn í Landmannalaugum pakkað tjöldum sínum og farið vegna roksins. „Við höfum verið að aðstoða ferðamenn við að fergja tjöld og gefa almennar ráðleggingar um hvernig ferðast skuli í roki. Margir hafa leigt húsbíla og felli- hýsi sem taka mikinn vind. Við erum við öllu búin, hér er mikið grjót til að fergja tjöld,“ sagði hann þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Sandfok fylgdi hvassviðrinu í gær þegar laus jarð- Ferðamönnum hjálpað í Nýjadal Ljósmynd/Hanna Vilhjálmsdóttir Belgingur Sandmistur lá yfir Landmannalaugum í gær og mörg tjöld voru tekin niður vegna roksins. vegur á svæðinu þyrlaðist upp. Mistur á höfuðborgar- svæðinu síðdegis í gær má rekja til foksins á hálendinu. Öllum komið í skála í Nýjadal Í Nýjadal við Tungnafellsjökul hvessti einnig hressi- lega í gær. Gunnar Kr. Björgvinsson, hópstjóri há- lendisvaktarinnar á Sprengisandssvæðinu, sagði að vel hefði verið brugðist við veðrinu. Björgunarsveit- armenn hefðu þurft að hjálpa köldum og hröktum ferðamönnum. „Það hefur verið hvasst hérna. Allir sem ætluðu að vera í tjöldum í Nýjadal eru komnir inn í skála. Svo heppilega vildi til að það var pláss fyrir alla,“ sagði hann. Talsverður fólksfjöldi er á svæðinu, flestir eru í hóp- um en að sögn Gunnars hefur færra fólk verið á ferð þar en oft áður. jbe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.