Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta er þriðja sumarið mitt sem ég spila hér á Laugaveginum fyrir gesti og gangandi, en fyrri tvö sumrin spilaði ég á fiðlu. Núna ákvað ég að spila frekar á gítarinn, því þá get ég sungið með,“ segir Benedikt Schriefer, 17 ára strákur sem býr í Cleveland í Bandaríkjunum, en móðir hans er íslensk og faðirinn bandarískur. „Ég er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en við fjölskyldan komum til Íslands á hverju sumri og erum hér allt sumarið. Við kom- um líka alltaf til Íslands yfir jólin. Við höldum til hjá móðurömmu minni hér í miðbænum á Vatns- stígnum, svo það er stutt fyrir mig að rölta hingað á Laugaveginn og næla mér í smá pening,“ segir Benedikt, sem hefur húfu á gang- stéttinni fyrir framan sig þar sem fólki er frjálst að setja aura ef það vill þakka fyrir spileríið hans. „Fólk er almennt mjög ánægt með að ég sé að spila og syngja en sumir eru stundum nokkuð ágeng- ir, kannski búnir að fá sér nokkra bjóra og vilja jafnvel fá að spila á gítarinn minn. Ég reyni að vera kurteis og bægja slíku fólki frá,“ segir Benedikt, sem mætir alltaf seinnipartinn með gítarinn, þegar hann hefur lokið vinnudegi sínum í sumarvinnunni við að mála. Óskalag kærasta til kærustu Benedikt segir að þegar hann hafi leikið á fiðluna á Laugaveg- inum undanfarin tvö sumur hafi Gleður vegfarendur með lifandi tónlist Hann kemur til Íslands frá Bandaríkjunum á hverju sumri og býr hjá ömmu, stundar vinnu yfir daginn og röltir svo á Laugaveginn seinnipartinn og spilar og syngur fyrir þá sem eiga leið um. Fólk er í alls konar ástandi og ekki alltaf til friðs en Benedikt lætur það ekki á sig fá og heldur áfram að spila á gítarinn sinn. Morgunblaðið/Ásdís Flottur Benedikt stendur hér utan við Vísi á Laugavegi og syngur og spilar. Viðburðir á vegum Hinsegin daga halda áfram að lita vikuna með skemmtilegum og frumlegum hætti. Nú geta gestir og gangandi gert sér ferð í Ráðhús Reykjavíkur á morgun klukkan fimm, þar sem ljósmyndarar á vegum ljósmyndabankans Press- Photos sýna úrval mynda af við- burðum Hinsegin daga frá upphafi. Myndunum verður varpað á skjá- varpa og er ætlað að vekja upp skemmtilegar minningar og sýna fal- legar stundir liðinna ára. Einnig verða til sýnis prentaðar portrettmyndir eftir Öldu Villiljós og Öldu Lilju sem sýna fólk úr hópnum sem verður oft utangarðs, jafnvel innan hinsegin samfélagsins. „Fólk sem brýtur normin í stað þess að reyna að falla inn í þau,“ segir á vefsvæði viðburð- arins á Facebook. Þá hefur einnig fengist góðfúslegt leyfi hjá fjölskyldu ljósmyndarans góðkunna Ingólfs Júlíussonar heitins til að birta myndir hans af gleði- göngu Hinsegin daga frá árinu 2006 á sýningunni, segir í tilkynningu PressPhotos á vefsvæðinu. Úrval mynda frá PressPhotos til sýnis Morgunblaðið/Ómar Gleðin Ljósmyndarar PressPhotos hafa fangað gleðina í göngunni í gegnum ár- in frá upphafi og sýna afraksturinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun klukkan 17. Svipmyndum frá Hinsegin dögum bregður fyrir í ráðhúsinu ...Kitlaðu hláturtaugarnar í eitt skipti fyrir öll. Grínistinn Pétur Jóhann Sig- fússon heldur uppi fjörinu með áður óþekktum hætti á Hótel Selfossi næst- komandi föstudagskvöld kl. níu. Uppistandið „Pétur Jóhann óhefl- aður“ verður opið öllum og því ekkert að vanbúnaði sé maður staddur á Sel- fossi eða í nærliggjandi sveitum að tryggja sér miða, sem kostar 3.900 við dyrnar en 2.900 í forsölu í tískuvöru- versluninni Cleopatra á Selfossi. Pétur ferðast nú um landið með sýn- inguna í farteskinu og sendir hverja húsfyllina á eftir annarri hlæjandi út í kvöldið og því er til mikils að vinna. Endilega... Enginn fer fúll inn í helgina Morgunblaðið/G.Rúnar Bros Pétur Jóhann er fyndinn maður. „Bókabæirnir austan- fjalls eru heimili fyrir munaðarlausar bækur og þar lífgum við upp á og litum samfélagið okkar með besta arf- inum sem við eigum, bókmenntaarfinum. Bókabæirnir aust- anfjalls eru í lág- sveitum Árnessýslu.“ Svo segir í yfirlýsingu frá samtökum sem kalla sig Bókabæina austanfjalls, en þau standa fyrir bóka- markaði við Austur- mörk í Hveragerði sem hefur verið hverja helgi í allt sumar og gert storm- andi lukku. Nú fer hver að verða síðastur að næla sér þar í bækur, því aðeins tvær helgar eru eftir. Bókamarkaðurinn er opinn frá föstudegi til sunnudags frá kl. 12- 18 og þar er að finna þúsundir titla á lágu verði, bæði notaðar bækur og nýjar. Öll helstu bóka- forlög landsins eru þátttakendur í markaðinum en það eru Bókabæ- irnir austanfjalls sem hafa veg og vanda að framkvæmdinni, en þau samtök voru nýlega samþykkt inn í alþjóðasamtök bókabæja, sem er heldur betur stórt skref. Bókamarkaðurinn hefur fengið listamenn til að heilsa upp gesti Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls Bæjarfógetinn Bastían mætir ásamt einkennilegu fylgdarliði Stjórar Svalar Aldís og Ásta bæjarstjórar ætla að afgreiða á bókamarkaðinum um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.