Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 11
Rólegur Götulistamaðurinn.
hann spilað annars konar tónlist
fyrir vegfarendur en hann spilar
nú á gítarinn.
„Á fiðluna spilaði ég popplög
sem margir kannast vel við og líka
gömul amerísk þjóðlög, til dæmis
frá stríðsárunum, og ég spilaði líka
lög eftir Elton John, fólki virðist
líka það vel. Reyndar kom maður
til mín og borgaði mér tvö þúsund
íslenskar krónur fyrir að ganga til
kærustu hans og spila lag eftir El-
ton John. Á gítarinn spila ég aftur
á móti annars konar tónlist, til
dæmis lög eftir Pixies, mín eigin
frumsamin lög sem og lög frá
hljómsveitinni Orwells frá Chi-
cago,“ segir Benedikt og bætir við
að hann hafi reyndar verið í hljóm-
sveit með kærustu söngvara þeirr-
ar hljómsveitar.
„En hljómsveitin sem ég er í
núna heitir Exotic Fruit Club og
þar spila ég á gítar. Við spilum tón-
list sem fellur helst undir skilgrein-
inguna síðpönksendurreisn (e.
post-punk revival). Ég er með
stúdíó í kjallaranum heima í Cle-
veland og þar sem ég tónlist og þar
tökum við í Exotic Fruit Club upp
tónlistina okkar. “
Öglögin gripu í taumana
Tónlist er ástríða Benedikts og
hefur verið lengi. Hann segist hafa
suðað í foreldrum sínum þegar
hann var lítill drengur um að eign-
ast fiðlu, af því að hann langaði svo
mikið til að spila á slíkt hljóðfæri.
Þau uppfylltu óskir hans og hann
hóf fiðlunám aðeins fjögurra ára.
„Þegar ég var 14 ára var verk-
efni í skólanum mínum þar sem við
áttum að velja okkur hóp og ég
hafði valið mér hóp sem kallaðist
Sirkusinn. En örlögin gripu í taum-
ana, ég slasað mig á fæti og gat
ekki verið með, því að verkefnið
krafðist líkamlegra átaka, svo ég
skipti um hóp og fór í hóp sem hét
Music Production. Við sem vorum í
þessum hópi stofnuðum blús-
hljómsveit og ég spilaði á fiðluna.
Þetta var mjög ögrandi verkefni
fyrir mig, því ég vissi ekkert
hvernig ætti að spila blústónlist, en
ég lét vaða og það var mjög
skemmtilegt að vera hluti af þess-
ari hljómsveit. Þá ákvað ég að tón-
list væri það sem ég vildi einbeita
mér að í lífinu, og ég hætti við
áform mín um að læra læknisfræði
og verða læknir eins og afi minn.
Ég ætla að fara í háskóla í Clevel-
and þar sem er góð listabraut og
leggja þar áherslu á tónlistina, því
það er virkilega svalt tónlistar-
prógramm þar.“
Allt afslappaðra á Íslandi
Benedikt nýtir tímann vel á Ís-
landi, hann hefur gaman af því að
fara á tónleika hér og hlusta á lif-
andi tónlist.
„Ég fer mikið á KEX Hostel
til að hlusta á bönd sem þar koma
fram. Ég fer líka á Rosenberg og
fleiri staði sem bjóða upp á lifandi
tónlist og svo var margt fjölbreytt í
boði á Innipúkanum.“
Benedikt segir lífið heima í
Cleveland vera nokkuð ólíkt því
sem gerist á Íslandi.
„Hér á Íslandi er allt miklu af-
slappaðra. Ég gæti til dæmis ekki
farið út á götu heima í Bandaríkj-
unum og spilað fyrir vegfarendur,
þá kæmi löggan strax til að fjar-
lægja mig.“
Aurar Benedikt fær alltaf einhverja
aura í húfuna fyrir spilamennskuna.
Alls konar Óvænt kom maður með gítar og vildi fá að spila með Benedikt og það var meira en sjálfsagt mál.
Hvíld Gott er að setjast stundum niður á bleika bekkinn í harkinu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
markaðarins allar helgarnar nema
þá nýliðnu. Margt skemmtilegt hef-
ur borið við, til dæmis kom kona
ein á markaðinn og fann gömlu
Heiðu bókina eftir Johonnu Spyri
og varð afskaplega glöð, því barna-
barnið hennar var skírt í höfuðið á
þessari einu sönnu Heiðu, en þau
áttu ekki bókina og héldu að þau
fengju hana aldrei.
Um næstu helgi verða barnabæk-
ur í forgrunni á bókamarkaðinum
og starfsmenn bókamarkaðarins
verða ekki af verri endanum, því
bæjarstjórarnir í Árborg og Hvera-
gerði, þær Ásta Stefánsdóttir og
Aldís Hafsteinsdóttir, ætla að
halda um stjórnartaumana hjá
þeim á sunnudeginum og aðstoða
fólk við bókakaup.
Þeim til halds og trausts verður
sjálfur bæjarfógetinn Bastían
ásamt einkennilegu fylgdarliði. All-
ir krakka, ásamt mömmum og
pöbbum, eru því hvattir til að kíkja
í heimsókn og heilsa upp á þessa
skemmtilegu bæjarfógeta.
Helgina eftir næstkomandi helgi,
lokahelgina þetta sumar sem opið
verður á bókamarkaðinum, verður
mikið um dýrðir, ljóðahátíð og upp-
boð. Þá sömu helgi verður einmitt
bæjarhátíð í Hveragerði, svokall-
aðir Blómstrandi dagar, og margt
hægt að skoða og skemmta sér við
í bænum.
Hlýlegt Notalegt er á bókamarkaðinum og gestir láta fara vel um sig.