Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Hreinlætisvörur
- á tilboði í ágúst og september
SRL
EQUODOSETM frá Filmop er
einfalt og mjög notendavænt
skömmtunarkerfi.
Enginn rafeindabúnaður, sem
þýðir engar tæknibilanir
og lágmarks viðhald.
Nýtt
TWIN LIGHT GARDÍNUR
Láttu sólina ekki
trufla þig í sumar
Betri birtustjórnun
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Opinn fundur verður haldinn mið-
vikudaginn 5. ágúst frá kl. 12 til 13 í
Odda 101.
Veronika Tudhope flytur erindið:
Baráttan gegn Trident-kjarnorku-
vopnunum í Skotlandi og áhrif henn-
ar á umheiminn.
Kjarnorkuvopnabúr Bretlands er
geymt í Faslane-kafbátastöðinni í
grennd við Glasgow í Skotlandi.
„Friðarsinnar hafa barist gegn stöð-
inni um árabil og dregið fram ýmsar
skuggalegar upplýsingar um ástand
kjarnorkuflotans,“ segir m.a. í
kynningu frá fundarboðendum.
Veronika Tudhope hefur tekið
virkan þátt í baráttunni.
Fundarstjóri verður Kristinn
Schram, lektor í þjóðfræði við Há-
skóla Íslands. Fundurinn verður á
ensku og er öllum opinn.
Baráttan
gegn Trident-
kjarnorku-
vopnunum
Píratar mælast með mest fylgi allra
flokka á Íslandi, 35,0%, í nýrri skoð-
anakönnun MMR, en Björt framtíð
mældist í könnuninni með 4,4%, sem
þýðir að fengi flokkurinn þetta fylgi í
kosningum næði hann ekki manni á
þing. Könnun MMR var framkvæmd
22. til 30. júlí sl. og var heildarfjöldi
svarenda 956 einstaklingar, 18 ára
og eldri.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mældist 33,2%, en í síðustu könnun
MMR mældist stuðningur við ríkis-
stjórnina 30,4%.
Píratar bæta við sig 1,8 prósentu-
stigum frá síðustu könnun, Sjálf-
stæðisflokkurinn mældist í nýjustu
könnun með 23,1% en var í síðustu
könnun með 23,8%. Framsóknar-
flokkurinn var nú með 12,2% en með
10,6% mánuði áður. VG mældist nú
með 10,2% en var mánuði áður með
12,0%. Samfylkingin mældist með
9,6% fylgi, en var mánuði áður með
9,3%. Björt framtíð var fyrir mánuði
með 5,6% en fer eins og áður segir
nú í 4,4%. Aðrir flokkar mældust
undir 2%. Vikmörk eru samkvæmt
MMR +/- 3%.
Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup fyrir
RÚV mælast Píratar einnig með
mest fylgi, 32%, og mælast þannig
stærstir fjórða mánuðinn í röð, Sjálf-
stæðisflokkurinn með 24%, Fram-
sóknarflokkurinn og Samfylkingin
með rúm 12%, VG með 9% og Björt
framtíð með 5%. Samkvæmt Gallup
nýtur ríkisstjórnin stuðnings 36%
aðspurðra.
Gallup gerði könnunina á netinu
dagana 25. júní til 27. júlí. Ríflega
7.000 manns voru í úrtakinu og 57%
svöruðu. Samkvæmt frétt Gallup eru
vikmörk við fylgi flokkanna í könn-
uninni á bilinu 0,6-1,5 prósent.
agnes@mbl.is
Enn mælast Pí-
ratar stærstir
Björt framtíð fengi ekki mann á þing
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi Björt framtíð fengi ekki
kosinn mann á þing skv. MMR.
Brautin – bindindisfélag ökumanna
hefur gefið út niðurstöður árlegrar
könnunar sinnar á öryggisbúnaði
reiðhjóla í verslunum. Aðeins 14%
hjóla í könnuninni voru seld með all-
an tilskilinn búnað samkvæmt reglu-
gerð um búnað hjóla.
Árið 2005, þegar Brautin hóf að
kanna búnað hjóla, var hlutfallið
53%. Ástandið var best árið 2011,
þegar 71% hjóla taldist uppfylla öll
skilyrði, en hlutfallið hefur minnkað
síðan og var 37% í fyrra. Meðal sér-
hæfðra hjóla, þ.e. annarra en götu-
hjóla, var aðeins 1% útbúið bjöllu.
Verslanir beri ábyrgð
Einar Guðmundsson, formaður
Brautarinnar, segir þróunina var-
hugaverða. „Við höfum áhyggjur af
þessu. Aðalvandamálið er bjöllurnar
en miðað við þróunina nú, með stór-
auknum hjólreiðum, er nauðsynin
brýn. Þróunin virðist vera að alltaf
dregur úr öryggisbúnaðinum á hjól-
unum. Ef þú kaupir þér bíl er það nú
ekki svo að þú þurfir að kaupa ljósin
á bílinn sérstaklega, svo að það er
skrítið að menn leyfi sér þetta með
reiðhjólin.“
Brautin leggur sérstaka áherslu á
ábyrgð hjólasala í þessu sambandi.
Að réttu ættu verslanir að ganga úr
skugga um að seld vara þeirra sé
lögleg.
Lítill áhugi á öryggisbúnaði
Hjá hjólaverslunum fengust al-
mennt þau svör að kaupendur sér-
hæfðra keppnishjóla hefðu yfirleitt
lítinn áhuga á aukahlutum eins og
bjöllum og eftir atvikum öðrum ör-
yggisbúnaði. Menn legðu mikið upp
úr því að létta hjólin sem mest.
Götuhjól kæmu almennt með öll-
um búnaði frekar en hitt, en reglur
um hjól eru misjöfn eftir löndum og
staðalbúnaður eftir því.
Framkvæmd könnunar
Í könnuninni var farið yfir 353 hjól
í fimmtán verslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Hjólin voru metin eins og
þau stóðu í versluninni en ef verslun-
in lét búnaðinn fylgja keyptum hjól-
um var það metið sem svo að hjólið
væri með búnaðinn.
Öryggisbúnaðurinn sem Brautin
kannaði svo að hjól teldist fullbúið er
bjalla, glitmerki að framan og aftan,
glit á fótstigi, fram- og aftur-
bremsur, teinaglit og keðjuhlíf.
Eitt af hverjum sjö reiðhjólum löglegt
Könnun sýnir fá hjól með allan skyldubúnað Nær engin sérhæfð hjól með allan öryggisbúnað
Hlutfall reiðhjóla með allan skyldubúnað
Í maí
Heimild: Brautin
80
70
60
50
40
30
20
10
0
2005 2007 2011 2012 2013 2014 2015
%
53%
62%
71%
47%
59%
37%
14%
Morgunblaðið/Þórður
Keppni Á keppnishjólum leita menn
allra leiða til að draga úr þyngd.