Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
Sendum hvert
á land sem er
Tölvur og fylgihlutir
Windows 10 er komið á lager!
Allar In-Win tölvur afhentast nú með Windows 10.
Bless Windows 8.
Komdu í heimsókn og prófaðu!
!
!
"#
#
$$%
%"%
!%%
%"#
"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#$
!%
!#
#$$
#%
$
%
!""
%#
##"
"
!%
!
"
#%#
$$%
%
!%!#
%#
"!%
!#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands
í nýliðnum mánuði námu 24.849 millj-
ónum króna, eða 1.080 milljónum á
dag að meðaltali. Þrátt fyrir að við-
skiptin hafi dregist saman um 22% frá
því í júní nemur aukningin miðað við
sama mánuð í fyrra um 79%. Árið 2014
námu meðalviðskipti hvers virks dags
604 milljónum.
Mest voru viðskipti með bréf Iceland-
air Group, eða 4.743 milljónir króna.
Fast á hæla þess komu bréf í Marel, en
viðskipti með þau námu 4.349 millj-
ónum. Þá hækkaði úrvalsvísitalan um
4,3% milli mánaða og stóð í upphafi
þessa mánaðar í 1.542 stigum.
Júlí var fjörlegri nú í
Kauphöllinni en í fyrra
● Fjárfestirinn Vincent Tchenguiz hefur
sótt um áfrýjunarleyfi til áfrýjunar-
dómstóls í Bretlandi vegna skaðabóta-
máls sem hann höfðaði gegn slitabúi
Kaupþings og fleiri aðilum. Máli hans
gegn slitabúinu var vísað frá í undir-
rétti, sem einnig hafnaði heimild til
áfrýjunar. Þeirri niðurstöðu hefur hann
hins vegar skotið til áfrýjunardómstóls-
ins. Talið er að málaferlin geti sett
nauðasamning Kaupþings í uppnám,
en stefnt er að því að fá hann sam-
þykktan af kröfuhöfum og dómstólum
fyrir áramót.
Sækir um áfrýjunarleyfi
í máli gegn Kaupþingi
STUTTAR FRÉTTIR ...
í þeim flokki eykst útflutningsverð-
mæti á föstu verðlagi um 105%. Sú
aukning skilaði 12 milljarða verð-
mætaaukningu.
Mun fleiri raftæki
Í sundurliðuðum tölum sem Hag-
stofan hefur birt varðandi innflutn-
ing á ýmsum vöruflokkum kemur í
ljós að sprenging hefur orðið á inn-
flutningi ýmiss konar rafmagns-
tækja. Þannig jókst innflutningur á
sjónvarpstækjum á fyrri helmingi
ársins, miðað við fyrra ár, um 101%.
Flutt voru inn 22.924 tæki en það
eru 11.520 fleiri tæki en á viðmið-
unartímabilinu 2014. Aukning í inn-
flutningi ís- og frystiskápa til heim-
ilisnota jókst um 73% og fjölgaði
innfluttum tækjum um 4.495. Magn-
tölur yfir innfluttar þvottavélar sýna
líka að 86% aukning varð í þeim
flokki og í heildina nam fjöldi véla
sem fluttar voru inn til landsins
11.761 stykki.
Minni aukning varð í innflutningi
hljómflutnings- og hljóðvarpstækja
en hún nam þó 46%, fór úr 6.686
tækjum í 9.771. Konráð segir að ým-
islegt hafi áhrif í þessum efnum.
„Það má gera ráð fyrir því að nið-
urfelling vörugjalda spili þarna tölu-
vert inn í en þetta er svosem einnig í
takt við annað í hagkerfinu. Það er
vöxtur á flestum sviðum og ákveðin
þenslumerki í kortunum.“
Sama mynstur virðist koma fram í
bílainnflutningi. Innflutningur fólks-
bíla eykst um 34% á samanburðar-
tímabilinu og fjöldi innfluttra vöru-
og sendibíla tekur stökk um 67%.
Útflutningsverðmæti áls
upp um 46% frá fyrra ári
Innflutningur á fyrri hluta árs
Samanburður milli 2014 og 2015
Heimild: Hagstofa Íslands
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Kæli og frystitæki
til heimilis
Þvottavélar Sjónvarpstæki Hljóðvarpstæki Fólksbílar Vöru- og
sendibílar
+73%
+86%
+101%
+46% +34%
+67%
2014
2015
Aukinn innflutningur
» Mest er aukning í innflutn-
ingi á hrávörum og rekstrar-
vörum. Hann nemur 25 millj-
örðum.
» Íbúðafjárfesting hefur áhrif
því innflutningur á þakjárni
nærri tvöfaldast og 25% meira
af rúðugleri samanborið við
fyrri helming síðasta árs.
Innflutningur á raftækjum og bílum hefur tekið mikinn kipp á fyrri árshelmingi
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikill gangur hefur verið í utanrík-
isverslun Íslands á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Í samanburði við sama
tímabil árið 2014 hefur innflutningur
aukist um 23% milli ára á föstu gengi
og útflutningur aukist um 25%. Í
markaðspunktum greiningardeildar
Arion banka er sérstaklega bent á
að aukinn útflutningur áls og álaf-
urða mælist 46% miðað við fyrri
helming síðasta árs. Sú aukning
virðist skýrast af styrkingu banda-
ríkjadollars en krónan hefur að jafn-
aði verið 18% veikari gagnvart hon-
um en yfir sama tímabil á fyrra ári.
Þá hefur magn þess áls sem flutt er
út aukist um 6%. Konráð S. Guð-
jónsson hjá Arion banka segir að
þessir þættir skýri aukninguna að
miklum hluta. „Við höfum aðeins
reynt að kanna hvað liggur að baki
þessum mikla vexti í álútflutningi.
Þar virðist m.a. vera 38% verðhækk-
un en samt er heimsmarkaðsverð
mjög nærri því sem það var á fyrri
helmingi síðasta árs. Kannski er ver-
ið að selja verðmætari vöru úr landi
en þetta þarf að kanna nánar,“ segir
Konráð.
Sjávarafurðir gefa vel
Á umræddu tímabili hefur verð-
mæti útfluttra sjávarafurða aukist
um 26%. Mestu ræður að hærra verð
hefur fengist fyrir afurðir á mörk-
uðum ytra en þá hefur útflutningur í
tonnum talið aukist einnig eða um
19.000 tonn. Það er 6% aukning í
magni.
Betri loðnuvertíð og hærra verð
fyrir mjöl og lýsi hefur mikil áhrif en
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
nýtti í gær kaupréttarákvæði í
starfssamningi sínum að andvirði
tæplega 370 milljónir króna, sam-
kvæmt tilkynningu til kauphallar.
Jón keypti í gær 1,25 milljón hluti í
Össuri á samningsverðinu 8,55
danskar krónur en dagslokaverð við
undirritun kaupréttarsamningsins
hinn 24. apríl 2012 var 8,80 danskar
krónur. Jón seldi svo bréfin jafn-
harðan á markaði í gær á verðinu
23,50 danskar krónur. Dagslokaverð
Össurar í dönsku kauphöllinni í gær
var 23,80 krónur.
Kauprétturinn skilar því 18,7
milljónum danskra króna, eða sem
jafngildir tæplega 370 milljónum ís-
lenskra króna, vegna tæplega
þreföldunar á verði hlutabréfa í Öss-
uri á þremur árum og þremur mán-
uðum frá gerð kaupréttarsamnings-
ins. Jón á enn um 540 þúsund hluti í
Össuri auk þess sem hann á kauprétt
á 625 þúsund hlutum til viðbótar.
Í mars 2009 neyddust Jón og
framkvæmdastjórar Össurar til þess
að selja 23,4 milljónir hluta, eða 5,6%
af heildarhlutafé félagsins. Stjórn-
endurnir höfðu að mestu keypt bréf-
in á hlutabréfamarkaði með lánsfé
og voru hlutabréfin seld til uppgjörs
á þeim skuldum. Í tilkynningu vegna
sölunnar sagðist Jón sjá verulega
eftir þessum hlutum í félaginu. Þeir
voru samkvæmt fréttum á þeim tíma
seldir William Demant Invest á 88
íslenskar krónur hluturinn, en dags-
lokagengi Össurar í Kauphöll Ís-
lands var í gær 500 krónur.
Markaðsverðmæti þessarar hluta-
fjáreignar er því nú um 11,7 millj-
arðar íslenskra króna.
Morgunblaðið/Eggert
Kaupréttur Forstjóri Össurar nýtur
góðs af auknu virði félagsins.
Kaupréttur skilar
370 milljónum
Hlutabréfaverð-
ið nærri þrefaldast
á þremur árum