Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjórnvöld í Egyptalandi opna á morgun nýjan skipaskurð við hlið Súesskurðarins og vona að hann hleypi lífi í efnahag landsins. Margir erlendir gestir verða við- staddir opnunina, þeirra á meðal Francois Hollande, forseti Frakk- lands. Skurðurinn er mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu Abdels Fatt- ah al-Sisi, fyrrverandi yfirhershöfð- ingja, sem var kjörinn forseti Egyptalands eftir að herinn steypti íslamistanum Mohamed Morsi af stóli forseta í júlí 2013. Framkvæmdirnar stóðu í tæpt ár og kostuðu níu milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða króna. Súesskurðurinn annar núna 49 skipum á dag en gert er ráð fyrir að 97 skip geti siglt um skurðina á dag fyrir árið 2023. Boða milljón nýrra starfa Stjórnvöld í Egyptalandi vona að tekjur ríkisins af Súesskurðinum tvöfaldist á næstu átta árum. Einnig er stefnt að því að byggja upp hafnir og iðnaðarsvæði í grennd við skurð- inn. Stjórnin í Kaíró vonar að um milljón starfa verði til á svæðinu í tengslum við uppbygginguna á næstu fimmtán árum. bogi@mbl.is SÍNAÍ 72 km langir nýir skurðir Gert er ráð fyrir að fjöldi skipa sem geta siglt um skurðinn tvöfaldist fyrir árið 2023 Biðtími skipa við skurðinn styttist í 11 stundir úr 18 Ný leið opnuð Súesskurðurinn Heimild: Rekstrarstofnun Súesskurðarins 15 km 5 km SÚESFLÓI Port Said MIÐJARÐARHAF Salt stöðu- vatn Ismailia EGYPTALAND Súes KAÍRÓ Opnaður Lengd 17. nóv. 1869 26. júlí 1956 6. ágúst 2015 193 km Þjóðnýttur Nýr skurður Gamli skurðurinn Timsah- vatn Egyptar opna nýjan Súesskurð Callao í Perú. AFP. | Þegar Manuel Garcia opnar útidyrnar á heimili sínu nálægt Líma, höfuðborg Perú, sér hann nágranna hvíla sig á graf- steinum innan um flugnager sem flögrar við nýjar grafir. Garcia býr í öðru af tveimur fátækrahverfum sem eru í og við Santa Rosa, aldar- gamlan kirkjugarð nálægt Líma. Um 2.000 fjölskyldur búa innan um grafir og grafhýsi kirkjugarðsins á svæði sem er stærra en fjórir fót- boltavellir. Íbúarnir ganga framhjá gröfunum þegar þeir fara í skóla, bakarí eða strætisvagnastöðvar hverfisins og börn leika sér í garði við grafirnar. „Við erum ekki hrædd en við höfum ekki enn vanist ólyktinni eða flugunum sem koma inn í eldhúsin frá gröfunum,“ sagði Garcia. Yfirvöld hafa lokað kirkjugarð- inum vegna hættu á farsóttum en hafa ekki enn fundið svör við því hvað geri eigi við allar grafirnar og koma í veg fyrir að fleiri verði grafnir þarna án heimildar. Reyndar er víða pottur brotinn í rekstri kirkjugarða í Líma og ná- grenni. Af um 50 kirkjugörðum á svæðinu eru aðeins 18 reknir með löglegum hætti. AFP Búa innan um grafirnar Í kirkjugarði Kona gengur framhjá grafhýsi í Santa Rosa, nálægt Líma. Meira en 9.000 slökkviliðsmenn í Kaliforníu börðust í gær við um 20 skógarelda sem hafa orðið til þess að þúsundir manna hafa þurft að flýja heimkynni sín. Stærsti eldurinn hefur geisað á um 250 ferkílómetra svæði í þremur sýslum norðan við Sacramento. Um fimmtíu hús hafa eyðilagst í eldinum, þar af um helm- ingurinn íbúðarhús, og um 13.000 manns hafa flúið heimili sín í sýslunum þremur, að sögn yfirvalda. Alls hafa um 1.420 ferkílómetrar af skógum og gróðurlendi brunnið í eldunum að undanförnu, að sögn embættismanna í Kaliforníu í gær. Miklir þurrkar hafa verið í ríkinu síðustu fjögur ár og er gróður því orðinn skrælþurr. Eldarnir hafa einkum geisað í norðanverðri Kaliforníu og víða hefur þurft að loka þjóðvegum. Yfirvöld í Kaliforníu lýstu yfir neyðarástandi á föstu- daginn var og þjóðvarðliðar voru kallaðir út til að að- stoða við slökkvistarfið. Að minnsta kosti einn slökkvi- liðsmaður hefur látið lífið. AFP Þúsundir manna flýja skógarelda Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert til- kall til 1,2 milljóna ferkílómetra svæðis í grennd við norðurskautið utan við 200 sjómílna lögsögu Rúss- lands. Rússar segja að ýtarlegar rann- sóknir þeirra á svæðinu síðustu árin sýni að rússneska landgrunnið nái langt út fyrir 200 mílna lögsögu landsins, að sögn AFP. Fréttaveitan segir að svæðið sem rússnesk stjórn- völd geri tilkall til nái meðal annars yfir norðurpólinn, auk Mendeleev- hryggsins og Lomonosov-hryggsins sem Danmörk og Kanada hafi gert tilkall til. Rússar gerðu tilkall til hafsvæð- is við norður- skautið árið 2001 en Nefnd Sam- einuðu þjóðanna um endimörk landgrunnsins komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu ekki lagt fram nægar vísindalegar sannanir fyrir því að svæðið tilheyrði rúss- neska landgrunninu. Síðan hafa rússnesk skip farið í nokkra rann- sóknaleiðangra um hafsvæðið og Rússar vona að nefndin taki nýju kröfuna fyrir í haust. Á fréttavef Barents Observer seg- ir að á svæðinu sem Rússar gera kröfu til séu meðal annars miklar olíu- og gaslindir. Danmörk gerði tilkall til um 895.000 ferkílómetra svæðis, sem nær að norðurpólnum, í desember síðastliðnum. bogi@mbl.is Rússar gera tilkall til stórs svæðis við norðurskautið Ís á norðurskauts- svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.