Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
✝ Gunnar Run-ólfsson raf-
virkjameistari
fæddist 12. febrúar
1927 á Lamb-
astöðum á Seltjarn-
arnesi. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 26. júlí
2015.
Foreldrar Gunn-
ars voru Runólfur
Jónsson, pípulagn-
ingameistari í Reykjavík, f. 17.
nóvember 1900 á Hárlaugs-
stöðum í Rangárvallasýslu, d.
23. nóvember 1985 og Þórdís
Magnúsdóttir Stephensen, hús-
móðir í Reykjavík, f. 6. sept-
ember 1905 í Haga í Rangár-
vallasýslu, d. 28. desember 1987.
Systkini Gunnars eru Jón Hilm-
ar, f. 13. október 1933 og Brynja
Dís, f. 27. maí 1948.
Eftirlifandi maki er Ingibjörg
Elíasdóttir, fyrrverandi fulltrúi
í fjármálaráðuneytinu og hús-
móðir, f. 28. nóvember 1926 í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Elías Eyjólfsson, kennari í
Reykjavík, f. 25. nóvember 1887
Sif, f. 21. maí 2009. Börn Þórdís-
ar og Einars Dagbjartssonar
eru b) Dagbjartur Garðar, f. 24.
apríl 1985, maki Salvör Egils-
dóttir, dóttir þeirra er Bríet, f.
8. september 2010; c) Hildigunn-
ur, f. 11. febrúar 1988; d) Sunn-
eva, f. 3. janúar 1990, maki
Þórður Rafn Guðmundsson. 4)
Guðrún deildarstjóri, f. 25. októ-
ber 1959, maki Jakob Þór Pét-
ursson. Börn hennar og Guðjóns
Inga Árnasonar eru a) Gunnar,
f. 26. mars 1982, maki Gregor
Brandl; b) Helgi, f. 27. desember
1983, maki Nadia Doherty; c)
Brynja, f. 18. nóvember 1986,
maki Jóhann Rúnar Þorgeirs-
son, dóttir þeirra er Silja, f. 2.
mars 2014.
Gunnar ólst upp í Reykjavík
og gekk í skóla þar. Hann lauk
skíðakennaranámi á Ísafirði.
Hann nam rafvirkjun við Iðn-
skólann í Reykjavík, lauk sveins-
prófi 1949 og meistaraprófi
1954. Gunnar starfaði lengst af
sjálfstætt sem rafverktaki.
Hann sérhæfði sig í þjónustu við
tannlækna og rak Tannlækna-
þjónustuna í Hátúni. Helstu
áhugamál hans voru stangveiði
og útivist í íslenskri náttúru.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, mið-
vikudaginn 5. ágúst 2015, og
hefst athöfnin kl. 15.
á Efri-Steinsmýri í
Meðallandi, d. 1.
september 1975 og
Þuríður Pálsdóttir,
húsmóðir í Reykja-
vík, f. 6. janúar
1894 á Hörgslandi
á Síðu, d. 3. nóv-
ember 1994.
Börn Gunnars og
Ingibjargar: 1)
drengur, fæddur
andvana 10. júlí
1951. 2) Elías verkfræðingur, f.
17. janúar 1953, maki Ingunn
Sæmundsdóttir verkfræðingur.
Synir þeirra eru: a) Sæmundur,
f. 12. júlí 1977, maki Guðrún
Soffía Viðarsdóttir; b) Kjartan,
f. 29. október 1983, maki Ann
Marie Wawersik, sonur þeirra
er Alexander, f. 15. febrúar
2015; c) Elías Ingi, f. 12. maí
1990, maki Katrín Ingvars-
dóttir. 3) Þórdís mannfræð-
ingur, f. 3. desember 1956. Dótt-
ir hennar og Harðar
Hákonarsonar er a) Elín Björg,
f. 2. október 1977, maki Jón Þór
Ólason, börn þeirra eru Tryggvi
Garðar, f. 13. apríl 2003 og Arna
Elsku afi.
Í hvert skipti sem ég gisti hjá
þér og ömmu þá skreiðst þú úr
holunni þinni og leyfðir mér að
sofa uppi í rúmi hjá ömmu. Þú
fórst þá inn í litla herbergi eða
sjónvarpsherbergið en ég heyrði
alltaf í hrotunum þínum og vissi
því alltaf af þér á meðan ég kúrði
á koddanum þínum.
Í boðum í Skaftahlíðinni end-
aðir þú svo alltaf í sjónvarpsher-
berginu með okkur barnabörn-
unum að horfa á teiknimyndir og
hlusta á sömu Andrés Andar-
brandarana, aftur og aftur. Svo
varst þú líka með bestu afab-
umbu sem hægt var að finna.
Elsku afi, minn eini sanni He-
Man, hvíldu í friði.
Þín
Brynja.
Elsku afi Gunnar.
Nú hefurðu fengið þína hinstu
hvíld og ef ég þekkti þig rétt hef-
urðu verið henni manna fegnast-
ur, sér í lagi þar sem þú varst
maður gjörða og vildir alltaf vera
að en veikindi þín undanfarin ár
settu þar strik í reikninginn.
Mér finnst ég svo heppinn og
er svo þakklátur fyrir þann
mikla tíma sem ég og þú áttum
saman eftir að ég flutti úr
Grindavík til Reykjavíkur. Þú
varst alltaf eitthvað að sýna mér
og kenna mér varðandi verklag,
náttúruna, veiði og bara lífið sem
ég skildi nú oft ekkert í en þegar
árin liðu áttaði ég mig smám
saman á kennslunni og er ég þér
svo þakklátur fyrir bæði hana og
margt annað. Sennilega skarstu
þig dálítið úr að mörgu leyti
enda er tekið eftir löxunum sem
synda á móti straumnum en ekki
þeim sem fljóta litlausir með öll-
um hinum. Við vorum eitt sinn að
halda áramótin í Grindavík og ég
var sex ára þegar þú varst að
kenna mér að skjóta rakettum
haldandi á þeim með berum
höndum, þetta gladdi mig og þig
en aðra minna. Svo var mamma
eitt sinn að segja mér að passa
mig á brenninetlunum í sumó við
Rauðavatn og þú greipst þá gæs
á lofti og fórst að halda í brenni-
netlurnar og kenna mér allt um
þær. Gladdi mig og þig en aðra
minna. Það situr einnig fast í
minningunni þegar ég spurði þig
eitt sinn af hverju þú spenntir
aldrei beltið og þá stóð ekki á
svarinu „ég hef stýrið til þess að
halda mér í“. Mamma var mikið
ein með okkur börnin þegar við
fluttum en betri stoð og styttu
hefði hún ekki getað haft því þú
varst alltaf, öllum stundum tilbú-
inn að koma og passa, vera með
okkur og gera allt fyrir okkur,
mömmu og öll barnabörnin enda
mikill barnakarl og áttir alltaf
auðvelt með að finna barnið í
sjálfum þér og ber þar kannski
helst að nefna Andrés Önd. Það
var varla til það verkfæri, tæki
eða tól sem þú áttir ekki og ég,
handóður gutti sem elskaði að
fikta og koma við allt, gat senni-
lega ekki verið heppnari með
annan eins barnagæluafa mér
við hlið. Rauði Chevrolet-vinnu-
bíllinn þinn var fyrir mér eins og
geimskip, hlaðinn búnaði og dóti,
þvílíkur lukkunnar pamfíll sem
mér fannst ég vera, keyrandi
með afa og hlustandi á ameríska
country-tónlist. Við áttum heim-
inn, skuldlausan. Ég veit ekki
hvar þú ert núna afi en drauma-
staðurinn þinn væri sennilega
við eitthvert fallegt veiðivatn,
sitjandi á bakkanum í góðu veðri
með litla elsta stráknum þínum
sem þú fékkst aldrei að kynnast.
Nú loksins hittirðu hann og ekki
skemmir fyrir að þú ert laus við
allar kvalir sem þú þurftir að
þola svo lengi án þess að geta
tjáð þig og sagt hvað var ná-
kvæmlega að í svo mörg ár. Það
fyrsta sem Bríet (fjögurra ára)
sagði þegar ég sagði henni að
langafi Gunnar væri dáinn;
„Þannig að nú er afi Gunnar orð-
inn engill sem getur flogið.“
Nú líður þér vel, elsku afi. Ég
er svo feginn að hafa komið og
heimsótt þig með Bríeti og Örnu
Sif um daginn, skömmu áður en
þú kvaddir. Þú sast og barðist
við að borða og síðasta brosinu
sem þú gafst mér þegar ég
kvaddi þig þann dag gleymi ég
seint. Elsku afi, söknuðurinn er
mikill og svo margar fallegar
minningarnar sem ég á um þig.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
og gafst.
Þér gleymi ég aldrei.
Dagbjartur G. Einarsson.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt og hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi minn.
Að missa þig skilur eftir djúpt
spor í hjarta mínu en ég veit að
þú ert kominn á betri stað og ert
ekki lengur kvalinn vegna veik-
inda sem hrjáðu þig svo lengi.
Það verður erfitt að venjast
því að koma ekki lengur til þín í
Sóltún til að hitta þig og fá koss
og faðmlag enda heimsóknir til
þín fastur liður í heimsóknum
mínum á landinu.
Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar við vorum uppi í sumó og þú
varst inni að borða hákarl og
drekka brennivínsstaup til að
skola honum niður, mikið varstu
ánægður með lífið. Lyktin var
ekki alveg að mínu skapi þannig
ég var mjög snögg að snúa mér
við í dyragættinni og hlaupa út.
Þar sem við munum einungis
hittast núna í draumalandi get
ég ekki beðið eftir að hitta þig
uppi í sumó þar sem við getum
fengið okkur saman hákarl og
brennivínsstaup og spjallað um
daginn og veginn því ég veit að
þú ert alltaf hjá mér. Hvatning
þín og stuðningur við mig hefur
alltaf verið ómetanlegur og
leyndarmálið okkar sem við
höfðum bæði svo gaman af verð-
ur vel geymt hjá okkur áfram
elsku afi minn, en þú mátt vita
það að leyndarmálið okkar hefur
hjálpað mér að ná markmiðum
mínum.
Núna ertu kominn meðal
hinna englanna okkar og munt
vaka yfir okkur, passa okkur og
sjá til þess að við sofum vel.
Ég elska þig út af lífinu, elsku
besti afi minn, og hlakka til að
sjá þig í draumalandi.
Þitt barnabarn,
Hildigunnur.
Elsku hjartans afi minn,
„bestinn“ minn. Ég mun ávallt
vera Drottni þakklát fyrir það að
hafa fengið að kynnast þér og
fyrir það að hafa átt þig sem afa
minn. Góður afi áttar sig á því að
það besta sem þú eyðir í barnið
er tíminn þinn.
Þegar ég var um 10 ára aldur
spurði vinkona mín mig: „Elín,
hvað gerir afi þinn?’’ Henni hef-
ur líklega þótt það undarlegt hve
oft afi minn kíkti við í skólanum
okkar, sat svo í kaffi hjá mömmu
með risastóra kaffikrús þegar
við komum heim úr skólanum og
var ávallt boðinn og búinn að
skutla mér í píanótíma eða bara
skutlast eftir tebollum. Henni
hefur líklega þótt það undarlegt
þegar hún spurði stundum eftir
mér til að leika að þá var ég mjög
oft upptekin, ég var með afa.
Svar mitt við þessari spurningu
vinkonu minnar var afar einfalt,
„hann afi minn gerir allt“. Það
var einmitt það sem elsku afi
minn gerði, hann gat lagað allt
og smíðað allt. Í mínum huga var
afi hreinræktaður snillingur.
Dagarnir sem ég fékk að vera
með afa í vinnunni voru góðir
dagar, koma við í Kjötbúðinni
Borg og í Vinnufatabúðinni eða
bara fá að smíða eitthvað í bíl-
skúrnum.
Hann leit ávallt á mig sem
jafningja sinn og engum hef ég
kynnst um ævina sem varðveitt
hefur barnshjarta sitt jafnvel og
þú, elsku afi minn. Við fórum í
marga veiðitúra saman, upp á
Arnarvatnsheiði og inn í Veiði-
vötn, þar sem ég gekk mjög stolt
um allt, því Gunni Run var afi
minn og hvort sem það var sann-
leikanum samkvæmt eður ei, þá
veiddir þú alltaf mest og fékkst
alltaf stærstu fiskana í mínum
huga. Hinn endalausi kærleikur
og væntumþykja sem þú sýndir
mér alltaf og ég fann fyrir í
faðmlagi þínu alla tíð og þegar
þú kallaðir mig alltaf Allrabest
munu ávallt lifa í hjarta mínu og
ylja mér um hjartarætur. Kær-
leikur þinn sýndi fegurð sálar
þinnar. En nú þegar sál þín hef-
ur öðlast frelsi og kraftar þínar
eru á þrotum gleðst ég yfir því að
þú sért loksins laus úr þjáning-
um líkama þíns sem hafði haldið
þér í fjötrum síðustu ár ævi þinn-
ar, sem þú þó á aðdáunarverðan
hátt barst í hljóði. Röddin þín,
elsku afi, er farin að hljóma á ný
og þú ert farinn að geta notað
hægri höndina þína aftur. Þrátt
fyrir veikindi þín gat ég setið
með þér í Sóltúni án þess að
segja orð og gengið í burtu og
fundist sem ég hefði aldrei átt
betri samræður. Því brosið þitt
og vingjarnleiki er mál sem jafn-
vel sá mállausi getur talað. Ég
trúi því af öllu hjarta að þú
standir nú skælbrosandi við
bakka Laxár á Ásum, með fil-
terslausan Camel og veiðir af
lífsins list. Þannig unir þú þér
best, elsku bestinn minn. Ég
græt vináttu- og kærleikstárum
þegar ég minnist tíma okkar
saman og Drottinn best veit
hvað ég sakna þín, sakna vinar
míns, sakna afa míns. Þrátt fyrir
að barátta þín við dauðann hafi
verið með eindæmum hetjuleg er
það nú svo að dauðinn missir
aldrei fiskana sína.
Leyniferðasjóðurinn sem við
söfnuðum saman var aldrei not-
aður en elsku afi, þegar við hitt-
umst á ný er ég viss um að við
eigum eftir að fara í margar
ferðir saman.
Góða ferð elsku afi minn, þín
„Allrabest“,
Elín Björg Harðardóttir.
Núna þegar komið er að
kveðjustund þinni rifjast upp
ljúfar bernskuminningar. Þá var
hefð að þær systur, mamma mín
og hún Ebba þín, ásamt fjöl-
skyldum kæmu saman á jólunum
hjá ömmu og afa og síðar hjá
ykkur eða okkur til skiptis. Allt-
af var jafn gaman að heimsækja
ykkur Ebbu. Þá fengum við
krakkarnir nokkrar bóndabeygj-
ur og nefklípur með þeim ár-
angri að nefið okkar datt af og
breyttist í þumalputta. Svo sýnd-
irðu okkur Chaplin og Gög og
Gokke bíómyndir sem var nátt-
úrlega algjör lúxus á þeim tíma.
Á meðan hitt fullorðna fólkið sat
og spjallaði inni í stofu sast þú
oft hjá okkur börnunum og sagð-
ir okkur hvað væri að gerast í
myndinni. Þegar þið Ebba
keyptuð sumarbústaðinn við
hliðina á okkar bústað við
Rauðavatn vænkaðist hagur
minn verulega. Í barnsminning-
unni fannst mér ég hafa fengið
stærsta vinninginn í happdrætt-
inu. Við frændsystkinin lékum
okkur saman allan liðlangan
daginn milli þess sem þú kenndir
okkur að smíða sviflugvélar úr
balsavið. Heimasmíðaðir flug-
drekar sem þú hjálpaðir okkur
að smíða vomuðu gjarnan yfir
sumarbústöðunum. Bréfskutlur
af eðalgerð sem þú kenndir okk-
ur börnunum að búa til flugu
gjarnan milli sumarbústaðanna
á kyrrlátum sumardögum. Ég
var tekinn í kennslustund í kast-
tækni, fyrst með spinnstöng og
síðar fluguveiðistöng. Oft á
kvöldin sátum við frændsystkin-
in og hlustuðum á veiðisögurnar
þínar með aðdáun enda voru þær
ekki í lakari kantinum og það var
alltaf skýrt í huga mínum að
stóri laxinn sem þú misstir í
Laxá á Ásum var jafnstór og
hvalur. Þegar ég sá Laxá á Ásum
í fyrsta sinn, þá fullorðinn mað-
ur, sá ég að þú gætir nú hafa ýkt
stærðina á laxinum lítillega.
Þegar ég fullorðnaðist var
gott að eiga þig að, þú aðstoðaðir
mig eftir því sem við átti. Fyrir
það er ég þér ævinlega þakklát-
ur.
Þegar þú varst í blóma lífsins
og þið Ebba sáuð fram á náðuga
daga fékkstu heilablóðfall og til-
veran hrundi í einu vetfangi. En
glaðværðinni tapaðirðu ekki og
ég veit að það var mikil huggun
fyrir Ebbu og börnin þín að vita
það að þér leið ekki illa. Elsku
Gunni frændi. Þakka þér fyrir
allar góðu minningarnar sem þú
veittir mér.
Ég vil senda ykkur Ebbu,
börnunum Ella, Dísu og Guð-
rúnu og mökum og barnabörnum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu
minni.
Þórir Dan Jónsson.
Vinur minn, Gunnar Runólfs-
son, er látinn eftir langvinn veik-
indi. Kynni okkar hófust þegar
hann aðstoðaði mig við að koma
tannlæknastofu minni á fót. Þar
var hann hugmyndasmiður og
verkstjóri, en ég gerði allt, sem
mér var fyrir sagt.
Við unnum á kvöldin og um
helgar og bar þá margt á góma.
Gunnar var sögumaður góður,
en færði ýmislegt í stílinn, eink-
um veiðisögur. Um þessar
mundir starfaði Gunnar einnig
hjá Háskóla Íslands og þar voru
líka sagðar sögur. Einn prófess-
orinn bar brigður á frásagnir
Gunnars, þó mest á veiðisögurn-
ar. Þetta sumar fór Gunnar til
veiða í Laxá á Ásum, eins og oft
áður. Að veiðum loknum fór
hann að þvo bíl sinn á Blönduósi,
fyrir heimferðina. Þá vildi svo til,
að prófessorinn var þar staddur.
Þeir tóku tal saman og spurði
prófessorinn hvernig veiðar
gengju. Gunnar lét vel af veið-
inni. Þá var spurt hvort hægt
væri að sjá fenginn. Gunnar hélt
það nú, gekk að bílnum og opn-
aði skottið, sem þá var sléttfullt
af laxi. – Ekki voru sögur Gunn-
ars vefengdar eftir það.
Ég kveð góðan vin og hver
veit nema við hittumst síðar á
hinum miklu veiðilendum fyrir
handan.
Haukur Filippusson.
Við kynntumst Gunna Run í
gegnum son hans Ella Gunn fyr-
ir tæplega hálfri öld. Hann varð
lærimeistari okkar í ýmsu sem
hefur mótað okkur í gegnum líf-
ið. Fyrst ber þar að nefna bíla-
viðgerðir. Hann kenndi okkur að
rífa í sundur gamla Willysa og
rússajeppa og raða bodyinu og
kraminu aftur rétt saman, því oft
gengu boltar, rær og pakkningar
af eftir brösóttar tilraunir okkar
til að setja hlutina einir saman.
Hann átti til að verða alveg vit-
laus ef við settum ekki topp-
lyklasettið og önnur verkfæri á
sinn stað eftir dagsverkið, en
fyrirgaf okkur samt alltaf og
kenndi okkur að skilja bíltækni-
legt hlutverk „Dilligonsins“ sem
er lífsspeki út af fyrir sig og að-
eins örfáir og „strákarnir í Saab“
skilja. Síðan fór hann með okkur
drengina í veiðiferðir upp á há-
lendið, á þessum gömlu jeppum
okkar og Saabnum sínum og
kenndi okkur að keyra yfir ár,
veiða og grilla silung og steikja
beikon oft við erfiðar aðstæður
að okkar mati. Hann kenndi okk-
ur að njóta landsins þannig að
allt var þetta „hreinasti unaður“
þegar upp var staðið og við njót-
um góðs af leiðsögn hans á þess-
um sviðum enn þann dag í dag.
Hann gat orðið afar styggur ef
honum mislíkaði hegðunar-
mynstur okkar á þessum árum
og er okkur minnisstætt úr ein-
um veiðitúr okkar, þar sem við
drengirnir vorum nývaknaðir að
fá okkur morgunverð, þegar
Gunni Run birtist í tjaldinu,
horfir yfir salinn og segir með
vanþóknun: „Ætliði að láta fisk-
inn morkna í vatninu?“ Þessi orð
hafa orðið fleyg og eru gjarnan
notuð enn þann dag í dag þegar
okkur finnast hlutir ganga hægt.
Hann fyrirgaf okkur alltaf á end-
anum, sama hvaða vitleysu við
gerðum eða fórum út í. Við Óli,
Palli og Siffi minnumst góðs vin-
ar og vottum fjölskyldunni sam-
úð okkar.
Ólafur, Páll og Sigfús.
Gunnar
Runólfsson
Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
HANNA STEFÁNSDÓTTIR,
Austurbyggð 17,
áður Víðilundi 24,
lést þann 30. júlí á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Hlíð. Útför auglýst síðar.
.
Stefán Jónas Guðmundsson,
Guðmundur Ó. Guðmundss., Anna Ingólfsdóttir,
Haraldur H. Guðmundsson, Helga Ólafsdóttir,
Kristján Antonsson, Dóróthea Valdimarsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
BJARNI BJARNASON,
löggiltur endurskoðandi,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði
þann 1. ágúst.
Útför auglýst síðar.
.
Alma Thorarensen,
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir,
Helga Hrefna Bjarnadóttir,
Stefán Örn Bjarnason, Sigrún Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.