Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
✝ VilhjálmurBjarni
Vilhjálmsson, fyrr-
verandi fram-
kvæmdastjóri Ís-
lenskrar getspár,
fæddur 24. júní
1932, lést á gjör-
gæsludeild Lands-
spítalans við Hring-
braut 23. júlí 2015.
Foreldrar hans
voru Halla Bjarna-
dóttir frá Leiðólfsstöðum í Flóa,
f. 17.8. 1900, d. 2.1. 1990, og Vil-
hjálmur Páll Vilhjálmsson frá
Tungu í Önundarfirði, f. 28.5.
1893, d. 18.7. 1948.
Systkini: Reynir, f. 7.8. 1934,
Jóhannes, f. 6.4. 1936, d. 5.9.
2008, Ásthildur Margrét, f.
14.10. 1937.
Eiginkona: Guðrún Árnadótt-
ir, f. 19.12. 1933, hennar for-
eldrar voru Jóhanna Sigríður
Tómasdóttir frá Bæ í Borg-
arnesi, f. 28.3. 1896, d. 28.3.
1971, og Árni Helgason frá
Reykjavík, f. 21.12. 1887, d.
19.11. 1968, Vilhjálmur og Guð-
rún giftu sig 14.8. 1953.
Börn: 1) Vilhjálmur Guð-
mundur, f. 23.6. 1955, hann á tvö
kvæmdanefnd Víkingalottós.
Leiðbeinandi á Dale Carnegie-
námskeiðum hjá Stjórnunar-
skólanum 1973-1980.
Vilhjálmur lét félagsstörf
mikið til sín taka og var í mörg-
um stjórnum, m.a. í stjórn For-
eldra- og styrktarfélags heyrn-
ardaufra 1966-1984, þar af
formaður 1966-1969, í stjórn Fé-
lags íslenskra símamanna 1964-
1974, í stjórn Íþróttafélagsins
Fylkir 1971-1972, þjálfari hjá 3.
fl. kvenna sem urðu fyrstu
meistarar félagsins, Reykjavík-
urmeistarar, 1971. Í stjórn Ör-
yrkjabandalags Íslands frá
1981-1986, þar af formaður
1983-1986. Fulltrúi Félags
heyrnarlausra í Norðurlanda-
ráði heyrnarlausra 1973-1981.
Sat í stjórn stofnunarinnar Döv-
Blindes uddannelsescenter
1984-1986. Í stjórn Íþrótta-
félagsins Fylkir 1971-1972. For-
maður Félags hjartasjúklinga á
Reykjavíkursvæðinu frá 1977, í
stjórn Landssamtaka hjarta-
sjúklinga frá 1998. Í stjórn SÍBS
frá 1991 og í stjórn Reykjalund-
ar frá sama tíma. Félagi í Odd-
fellowreglunni frá 1983. Vil-
hjálmur hlaut viðurkenningu
sem heiðursfélagi í Félagi
heyrnarlausra 1987 og gull-
merki Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands 1999.
Útför Vilhjálms verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag, 5.
ágúst 2015, kl. 13.
börn og eitt barna-
barn. 2) Jóhanna
Sigríður, f. 22.9.
1958, gift Magnúsi
Skúlasyni, f. 22.8.
1958, eiga þau þrjá
syni og fimm barna-
börn. 3) Haukur, f.
19.4. 1963, giftur Ji
Xing, f. 15.10. 1978,
hann á einn son. 4)
Unnur, f. 4.6. 1964,
gift Þráni Árna-
syni, f. 24.5. 1961, eiga þau þrjú
börn og þrjú barnabörn.
Vilhjálmur ólst upp í Reykja-
vík, hann var 16 ára gamall þeg-
ar faðir hans dó, hann hætti í
skóla til að hjálpa móður sinn og
var lengi fyrirvinna heimilis.
Vilhjálmur vann lengi hjá Pósti
og síma, fyrst sem símvirki og
síðan sem deildarstjóri og
fulltrúi. Hann var með eigin at-
vinnurekstur frá 1975-1977. Þau
hjónin fluttu til Danmerkur
1977, vann hann þar við sölu og
kennslustörf en þau fluttu aftur
heim 1979. Starfsmaður um mál-
efni heyrnarlausra 1980-1985 og
framkvæmdastjóri hjá Íslenskri
getspá 1986-1999. Í stjórn Vík-
ingalottós 1993-1999 og í fram-
Elsku Villi minn, nú er komið
að leiðarlokum.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt
gamanið líður fljótt.
brosin þín bíða mín
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ, Oddgeir Kristjánsson)
Vil ég þakka þér fyrir árin 62,
sem við áttum saman
Þín,
Guðrún (Gurrý).
Gættu þess vin, yfir moldum mínum,
að maður ræður ei næturstað sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kætir þig líka, minn
samferðamaður.
(James McNulty)
Elsku pabbi, það er sárt til
þess að hugsa að þú sért fallin frá.
Margar minningar sækja á
okkur systkinin á þessari stundu.
Þú varst blíður og umhyggjusam-
ur pabbi og fylgdist vel með okk-
ur. Þegar við vorum lítil voru
sundlaugaferðirnar á sunnudög-
um, mikið ævintýri . Fyrst í
gömlu sundlaugarnar í Laugar-
dalnum og síðan í nýju Laugar-
dalslaugina og á meðan fékk
mamma að kúra. Pabba var mjög
umhugað að við værum með fal-
lega rithönd og skiluðum af okkur
vel unnum og snyrtilegum verk-
efnum. Pabbi var með einstak-
lega fallega rithönd.
Pabbi passaði ávallt upp á okk-
ur systkinin. Hann var því mót-
fallinn að Villi bróðir færi í heima-
vist heyrnleysingjaskólans aðeins
4 ára, eins og tíðkaðist, en pabbi
tók það ekki í mál, þarna kom
frumkvöðulinn fram í föður okk-
ar.
Við minnumst ferðalaga í æsku
þegar við tróðum okkur í Bjöll-
una 6 manna fjölskylda og þurftu
yngstu börnin að skiptast á að
sitja í afturglugganum, þar kom
skipulagshæfni pabba að góðum
notum.
Pabbi var góður kennari og
sögumaður það voru ófáar sög-
urnar sem við fengum að heyra
fyrir svefn, prakkarasögur af
honum voru einstaklega
skemmtilegar. En uppáhalds
sagan okkar var sagan af honum
Steini Bollasyni sem við gátum
hlustað endalaust á.
Tónlistaráhugi pabba var mik-
ill hafði hann gaman af jazz og
sving tónlist og var í Marsbræðr-
um á sínum ungdómsárum. Um
sjötugt fór hann að læra á klarin-
ett og það voru ófáir tónleikar
sem við fengum hjá honum, hann
hafði líka gaman að limrum og
safnaði þeim, laumaði síðan
nokkrum á mann þegar við kom-
um í heimsókn. Pabbi var mikill
matarmaður og fannst maturinn
og kökurnar hennar mömmu
mjög góðar og hlakkaði alltaf til
að borða. Um jólinn áttum við það
til að stelast í smákökudallana
með pabba.
Þrátt fyrir að pabba væri falin
mörg trúnaðarstöf í hinum ýmsu
félögum hafði hann alltaf tíma
fyrir okkur börnin og gaf okkur
gott veganesti inn í framtíðina.
Hann var með okkur í leik og
starfi og mjög áhugasamur um
velferð okkar. Hann var hand-
boltaþjálfari og farastjóri þar
sem þátttaka barna hans naut
við.
Að leiðarlokum viljum við
systkinin þakka föður okkar fyrir
hvað hann var okkur góður og
frábær
Við munum halda utan um
hvert annað og hugsa vel um
hana mömmu.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi.
Vilhjálmur, Jóhanna,
Haukur og Unnur.
Kæri tengdapabbi.
Það er stutt síðan við vorum í
matarboði hjá ykkur Gurrý. Þá
grunaði okkur ekki að stutt væri
til leiksloka. Þú varst þar kátur
og léttur í lund. Áhugi þinn á
íþróttum var mikill og sér í lagi á
Val, sem var þitt lið. Ófá skiptin
hringdir þú til að forvitnast um
úrslit í leikjum, þegar þú hafðir
ekki tök á að horfa á leikina. Þín
verður sárt saknað þegar við
feðgarnir horfum á Arsenal-leiki.
Við spjölluðum oft um pólitík og
höfðum gaman af, þó að við vær-
um ekki alltaf sammála. Þú varst
einlægur og áhugasamur um fjöl-
skyldu þína. Oft kallaði Vilhjálm-
ur Árni: „Ég er farinn til afa og
ömmu,“ og þar var hann hjá ykk-
ur og spjallaði lengi við þig. Hann
gat talað við þig um alla hluti og
voruð þið miklir vinir. Í þér
leyndist listamaður, t.d. fórstu á
tréskurðarnámskeið og skarst út
mynd af seglskútu sem er listavel
gerð, en stærsta listaverkið sem
þú gerðir er Lottóið. Þín verður
sárt saknað um alla ókomna tíð,
blessuð sé minning þín.
Kveðja,
Þráinn Árnason.
Elsku afi.
Það er skrítið að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að hittast
aftur. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar ömmu. Þar feng-
um við ekki bara veislukræsingar
sem amma hafði gert heldur
græddum við líka alltaf einhverja
visku frá þér, elsku afi. Þú varst
alltaf tilbúinn að leiðbeina okkur
og styðja í gegnum allt sem við
gerðum og alltaf var hægt að leita
til þín, en það gerðum við systk-
inin óspart. Sama hvort það var
skólaverkefni eða bara ráðlegg-
ingar um hversdagslega hluti.
Minningarnar um þig, elsku afi,
eru margar og munum við aldrei
gleyma þeim. Að liggja á bumb-
unni þinni og hlusta á sögurnar
þínar sem þú sagðir svo skemmti-
lega. Tónlistin sem þú kynntir
okkur fyrir og allar skrítlurnar
sem þú sagðir okkur munu aldrei
gleymast.
Á sama tíma og þú kenndir
okkur svo margt þá varstu líka
alltaf tilbúinn að læra eitthvað
nýtt og hringdir oft í okkur til að
fá leiðbeiningar um nýjustu
tækni. Þannig varstu, elsku afi,
lagðir þig alltaf allan fram og
þannig hvattir þú okkur til að
gera slíkt hið sama, enda betri
fyrirmynd ekki hægt að hugsa
sér.
Þú varst alltaf glaður, elsku
afi, og það verður skrítið að fara í
heimsókn til ömmu án þess að sjá
þig taka brosandi á móti okkur og
spyrja hvað sé að frétta. Enda
varstu alltaf svo áhugasamur um
það sem við vorum að gera.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar, betri afa er ekki hægt að
hugsa sér.
Við kveðjum þig með fallegar
minningar í farteskinu.
Af visku sinni veitir hann
mér veganesti mikið.
Afinn sem að allt það kann
eftir ómælt stritið.
(Guðrún Ísabella)
Þín barnabörn,
Guðrún Ísabella, Hildur Ýr
og Vilhjálmur Árni.
Okkur bræðurna langar með
nokkrum orðum að minnast hans
afa okkar. Við munnum eftir því
þegar við vorum yngri og við fór-
um í göngutúr í Elliðaárdalnum
og enduðum heima hjá ömmu og
afa þar sem þau bjuggu lengi í
Glæsibænum, þar fengum við
alltaf góðar móttökur, nóg að
borða hjá ömmu og góð ráð hjá
afa hvort sem það var varðandi
skólann, vinnuna eða bara hvað
sem var.
Afi sagði okkur barnabörnun-
um oft skemmtilegar sögur en sú
sem stóð mest upp úr og við vild-
um heyra aftur og aftur var sag-
an af Steini Bollasyni og var hún í
miklu uppáhaldi hjá okkur
bræðrum.
Afi spilaði líka mikið á spil og
var góður bridge-spilari. Það sem
var skemmtilegast að gera með
afa í fjölskylduboðum var að spila
kana, afi var nokkuð lunkinn.
Elsku afi, nú er komið að leiðar-
lokum, hvíl þú í friði og takk fyrir
allt.
Skúli, Gunnar og Davíð.
Kveðja frá Íslenskri getspá
Vilhjálmur Vilhjálmsson
gegndi afar mikilvægu hlutverki í
stofnun Íslenskrar getspár. Með
fullri virðingu fyrir öðrum aðilum
sem komu að málinu var hann
drifkrafturinn og frumkvöðullinn
í hinni miklu undirbúningsvinnu
að stofnun fyrirtækisins á árinu
1985. Þar hélt hann um alla þræði
sem skiptu máli í stofnun þessa
félags – sem hefur skipt svo
miklu máli í fjármögnun stærstu
fjöldahreyfinga á Íslandi. Það
kom því ekki á óvart að Vilhjálm-
ur skyldi beðinn um að verða
fyrsti framkvæmdastjóri félags-
ins við stofnun þess 1986. Vil-
hjálmur stýrði Íslenskri getspá
til ársins 1999 er hann lét af störf-
um vegna aldurs. Á þessum tíma
voru mörkuð mörg gæfusporin
fyrir fyrirtækið. Of langt mál yrði
að telja þau öll upp hér. Vilhjálm-
ur var öflugur talsmaður og for-
ystumaður félagsins og víðsýnn.
Hann var virtur af stjórn og
starfsfólki, þótti hann góður yf-
irmaður og félagi. Eftir að hann
lét af störfum hélt hann áfram að
fylgjast með fyrirtækinu og
starfsfólki þess og gott var að
leita ráða hjá Villa um hin ýmsu
atriði er tengdust rekstri félags-
ins. Og nú er þessi öðlingur horf-
inn til feðra sinna eftir farsælt og
gott lífsstarf. Íslensk getspá hef-
ur misst góðan félaga og liðs-
mann. Hans verður sárt saknað
en verk hans og framlag í þágu
Íslenskrar getspár mun lifa. Á
þessari stundu er hugur okkar
hjá fjölskyldu Vilhjálms. Stjórn
og starfsfólk sendir fjölskyldu
Vilhjálms sínar innilegustu sam-
úðaróskir.
Stefán Snær Konráðsson.
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson
hefur nú kvatt þetta jarðlíf.
Fyrstu kynni okkar hófust fyr-
ir hartnær 40 árum á Dale Carne-
gie-námskeiði. Ekki löngu síðar
urðum við félagar í Oddfellow-
reglunni, sóttum fundi í sömu
stúkunni og þar sem við vorum
nágrannar fórum við oftast sam-
an á öðrum bílnum. Það voru
ógleymanlegar stundir, mikið
spjallað og hlegið, og það var un-
un að hlusta á Villa, sem hafði svo
góða frásagnarhæfileika og kunni
ógrynni af bröndurum. Aldrei
minnist ég þess þó að hafi hallað á
nokkurn mann.
Það er ekki hægt að minnast á
Villa öðruvísi en að nefna hans
elskulegu eiginkonu hana Guð-
rúnu, eða Gurrý eins og við köll-
uðum hana alltaf, því svo sam-
stíga voru þau og löðuðu alla að
sér með sinni léttu og alúðlegu
framkomu.
Við Magga konan mín áttum
með þeim margar góðar og
skemmtilegar stundir, bæði inn-
anlands og utan.
Einnig viljum við þakka af al-
hug hve hjónin tóku vel á móti
syni okkar Hlyni þegar hann leit-
aði til þeirra. Kom hann alltaf
glaður af þeirra fundi, hafði tekið
í spil með Villa og unnið hann í ól-
sen ólsen og þegið hressingu hjá
þeim. Við vitum að hann á eftir að
sakna góðs vinar og minnast hans
í kvöldbænum sínum. Takk fyrir
allt og allt, kæri vinur.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við öllum aðstandendum.
Steinar Gunnarsson.
Vilhjálmur Bjarni
Vilhjálmsson
Fleiri minningargreinar
um Vilhjálm Bjarna Vil-
hjálmsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR INGVARSSON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst.
Þeim sem viljast minnast hans er bent á
Styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra.
.
Kirsten Friðriksdóttir,
Örn Valdimarsson og Aðalheiður Ósk Guðbjörnsd.,
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Björn Þorsteinsson,
Guðbjörn, Ársól, Friðrik Kári og Daníel Örn,
Snædís, Matthildur og Lena Charlotta.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN ARNFINNUR ÞÓRARINSSON,
fv. kaupmaður,
lést 30. júlí á hjúkrunarheimili Hrafnistu,
Boðaþingi í Kópavogi. Útför hans fer
fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 15.
.
Guðný Rut Jónsdóttir, Lárus Valberg,
Ólafur Haukur Jónsson, Inga Lára Helgadóttir,
Arnfinnur Sævar Jónsson, Helga Daníelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma,
ELÍN KOLBEINSDÓTTIR,
Fróðengi 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst 2015.
Jarðarförin auglýst síðar.
.
Grétar Zóphaníasson,
Hjálmar Árnason,
Kolbeinn Árnason, Harpa Barkar Barkardóttir,
systkini og ömmubörn.
Ástkær móðir okkar,
BJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR,
fyrrverandi organisti frá Hólkoti í
Staðarsveit,
lést í Seljahlíð 31. júlí. Hún verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn
7. ágúst kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Védís Elsa Kristjánsdóttir,
Kristlaug Karlsdóttir,
Heiðbjört Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN GUÐJÓNSSON,
Hlíðartúni 9,
Höfn,
lést föstudaginn 31. júlí. Hann verður
jarðsunginn frá Hafnarkirkju fimmtudaginn
6. ágúst klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
styrktarsjóð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.
.
Heiður Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Kristinsson, Sigríður Sigurþórsdóttir,
Sigríður S. Kristinsdóttir, Stefán B. Jónsson,
Erlingur Kristinsson, Jóhanna M. Þorbjarnardóttir,
börn og barnabörn.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar