Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 25
Horfinn er á braut hann Agnar B. Óskarsson eða Haddi afi eins og maður kallaði hann ávallt. Eft- ir erfiða baráttu og gríðarlegt baráttuþrek lét hann afi minn í minni pokann og ákvað að sofna blundinum langa. Söknuðurinn er mikill enda stórkostlegur maður í alla staði. Mig langar til að minn- ast hans í fáeinum orðum. Elsku afi, skrítið finnst mér að skrifa þetta þar sem í mínum huga varstu ódauðlegur sem þú ert vissulega enda farinn að hlaupa á himnum með bræðrum þínum og vinum og vakir yfir okkur sem eft- ir stöndum. Man alltaf hve gaman var að koma í heimsókn til þín og ömmu í Byggðaveginn á sínum tíma enda alltaf tekið á móti manni eins og höfðingja. Vindla- lyktin eimdi um húsið og þegar sú lykt fannst vissi maður að afi var kominn heim af sjónum. Mikið óskaplega þótti mér vænt um þig og þykir enn, allar stundirnar sem við áttum saman þegar ég var lítill strákur og síðan þær stundir sem við áttum líka er ég bjó heima hjá ykkur ömmu um tíma. Fyrsta alvöruveiðiferðin mín var með þér fyrir nálægt 30 árum minnir mig. Fórum við í Laxá á Ásum. Flugan var svo mikil að þú settir yfir mig hettuna og net að mig minnir yfir andlitið því flugur þoldi ég ekki og þoli ekki enn. Síðan beit á hjá mér. Hélt ég að þetta væri nú eitthvert síli því enginn var krafturinn í fiskinum og ég dró inn. Stuttu áð- ur en ég ætlaði að kippa fiskinum upp úr heyrði ég þig kalla: „Rún- ar, þetta er lax!“ Hettan og netið fuku fljótt af höfði mínu og þú stökkst út í ána með háf og ætl- aðir svo heldur betur að ná hon- um á land fyrir strákinn en þá skyndilega sleit laxinn sig frá. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið lax á snærið hjá mér og man hversu óskaplega sorgmæddur ég var að missa hann. Sá gamli kunni nú ráð við því eins og ávallt og leyfði mér að keyra bíl þeirra ömmu dágóða stund í sveitinni í staðinn og þá var allt gleymt og grafið með lax- inn. Talandi um að keyra minnist ég þess alltaf þegar amma kallaði og lamdi þéttingsfast í mælaborð- ið farþegamegin ef keyrt var of hratt! „Haddi, Haddi, ekki keyra svona hart,“ og brosi ég enn þeg- ar ég rifja það upp. Afa þótti nefnilega ekki leiðinlegt að gefa stundum vel í og stíga aðeins á pinnann og keyra greitt og voru ófáir bíltúrarnir með honum með það að markmiði að gefa aðeins í. Það er erfitt að kveðja jafnfrá- bæran einstakling og afa en minningin um góðan mann, góðan eiginmann, góðan föður og frá- bæran afa ylja mér um hjarta- rætur á þessum sorgartíma. Að horfa á afa berjast fram á síðustu sekúndu var ótrúlegt og erfitt en jafnframt fallegt að sjá að hann fékk hvíldina loksins þó að sökn- uðurinn sé mikill. Patrik Snæland og Natalía Dóra börnin mín eru döpur en eiga minninguna um fal- legan og góðan langafa til fram- tíðar. Þar til við sjáumst á ný, elsku afi. Rúnar Snæland Jósefsson.  Fleiri minningargreinar um Agnar B. Óskarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp að Bakkagötu 11, Þórshöfn, Langanesbyggð, miðvikudaginn 12. ágúst 2015, kl. 15:00 : Skammtari, HemaCB2-year 1998, Nr. 7492 Færiband, Conveyor, year 2012, Nr.TR-27 Lokunarvél, Alaska, year 1999, Nr. 6873 Þvottavél,Tin Can Washer, year 2010, Nr. WM9 Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Ekki er tekið við greiðslukort- um. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofum embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, 4. ágúst 2015. Halla Einarsdóttir ftr. Félagsstarf eldri borgara Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl. 9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í síma 617-1503, meðlæti selt með síðdegiskaffi selt kl. 14-16, brids og búta- saumur kl. 13. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Félagsvist kl. 13.Tölvu- kennsla, hafið samband við umsjónarmann. Blöðin liggja frammi, heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl.11.40, félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Blöðin og púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin og púttið á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seldur kl. 11.30-12.30. Ganga kl. 14. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10, púttað úti kl. 10.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Í dag, miðvikudag kl. 9-12 tréútskurður, kl. 14-16 félagsvist, Bónusbílinn fer kl. 14.0. Fimmtudagur kl. 9-12 tréútskurður. Föstudagur kl. 9-12 tréútskurður. Selið Sléttuvegi 11-13 Opið 8.30-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Hádegisverður kl. 11.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Blöðin liggja frammi og púslið. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Vitnisburð flytur Ragnar Ólafsson. Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Vélar & tæki Bátavélar - Bílalyftur - Rafstöðvar o. fl. Bátavélar - Bílalyftur - Rafsuðuvélar - Utanborðsvélar - Vatnstúrbínur -Vara- aflsstöðvar 10-15-30 kw, kortalán. Vélaverkstæði Holti S. 895-6662 www.holt1.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Smáauglýsingar sími 569 1100 orð. Hann var svo gegnheill kar- akter og margvís og þótt nokkuð hrumur yrði síðast þá logaði á perunni. Hann Hannes Pálsson bætti umhverfi sitt hvar sem hann kom og gerði aðra menn betri. Halldór Jónsson. Hannes Pálsson, sá merki maður, er látinn á nítugasta og fimmta aldursári. Hann fæddist á Hólastað í byrjun október 1920 og því borinn og barnfæddur Skagfirðingur. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjón Guðrún Þuríður Hannesdóttir frá Deild- artungu og Páll Zóphaniasson, sem fæddur var í Viðvík, Hall- dórssonar prófasts í Viðvík í Skagafirði. Rann því gott skag- first blóð um æðar Hannesar. 1943 kvæntist Hannes skóla- systur sinni og samstúdent úr MR, Sigrúnu Helgadóttur versl- unarmanns Guðmundssonar og konu hans Matthildar Kristínar Óladóttur. Hún andaðist fyrr á þessu ári og höfðu þau Hannes þá átt samleið í 75 ár. Hannes Pálsson kom víða að málum og einstökum verkefnum og var ekki hvílrækinn í störfum sínum, þótt margt hefði hann á sinni könnu í atvinnu og áhuga- málum. Hann vann allan sinn starfsferil hjá Búnaðarbanka Ís- lands, m.a. sem útibússtjóri Austurbæjarútibús í 30 ár og að- stoðarbankastjóri frá 1979. Hannes gegndi trúnaðarstörfum fyrir samtök bankamanna og var formaður árum saman, auk þess að vera í stjórn samtaka norræna bankamanna og í nefndum á þess vegum um langt skeið. Hann sat í stjórn íslensk-ameríska félagsins um árabil. Hannes var fulltrúi Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna fjórum sinnum. Hannes Pálsson kom til starfa í Framsóknarflokknum og þótti vel skipaður bekkurinn, þar sem hann var. Innan flokksins valdist Hannes til fjölda trúnaðarstarfa. Ekki gefst tóm hér til að telja upp öll þau margvíslegu verkefni, sem honum voru falin, enda van- ur mannaforráðum. Rétt er þó að tíunda, að hann var formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík um átta ára skeið og sat í því í áratugi, í stjórn og formaður Húsbygging- arsjóðs Framsóknarflokksins í tugi ára; og eigi skemur sat Hannes í miðstjórn Framsóknar- flokksins. Af sjálfu leiðir, að Hannes Pálsson kom víða fram á fundum og mannamótum. Hann talaði gott mál og fallegt og tekið var eftir tungutaki hans. Hann unni íslensku og vildi enga hjáguði hafa við notkun hennar. Honum lét þó vel að mæla á aðrar þjóð- tungur en hélt aðskildum. Á löngum ferli í samskiptum einstaklinga og innan flokks fer ekki hjá því, að skoðanir verða skiptar á mönnum og málefnum. Það er eðlilegt og getur stafað frá ólíkri lífsreynslu, aldursmun eða almennu viðhorfi. Við þær að- stæður má að jafnaði greina fé- lagsþroska og hvern mann ein- staklingurinn hefur að geyma. Í slíkum skoðanskiptum gat Hann- es kveðið fast að orði en aldrei var hann tunguskæður. Að leiðarlokum vil ég persónu- lega og fyrir hönd eldri Fram- sóknarmanna þakka heiðurs- manninum Hannesi Pálssyni fyrir samfylgd og flokksfestu um áratuga skeið og það óeigin- gjarna starf, sem hann lagði fram í þágu Framsóknarflokksins. Fjölskyldu hans og ástvinum eru fluttar samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson formaður SEF – Sambands eldri Framsóknarmanna. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.