Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 27
vel við mig, átti þar frábæran tíma með góðum vinnufélögum og var alltaf á landleið enda siglingin ekki löng yfir Faxaflóann.“ Þegar Akra- borgin hætti siglingum 11. júlí 1998 færðist starfsvettvangur Vilhjálms yfir í gjaldskýli Hvalfjarðarganga. Þar sat hann vaktina allt þar til hann tók við formennsku Verka- lýðsfélags Akraness 19. nóvember 2003. „Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á verkalýðspólitík og bý yfir ríkri og sterkri réttlætiskennd í garð íslenskrar alþýðu. Starf verka- lýðsforingja hentar því vel bæði áhuga mínum og lífssýn þó að öll mín fyrri störf séu mikilvægur grunnur þegar kemur að því að berjast fyrir réttindum verkafólks. Það sem jafnframt hefur hjálpað mikið í störfum mínum í verkalýðs- baráttunni er sú staðreynd að lífs- baráttan var oft hörð á árum áður. Við hjónin höfðum eignast fjögur börn þegar við náðum 27 ára aldri og höfðum oft ekki mikið á milli handanna.“ Auk þess að sinna fjölskyldu og vinnu hefur Vilhjálmur mikinn áhuga á golfi og nýtir hvert tæki- færi sem gefst til að iðka þá íþrótt. Á yngri árum átti knattspyrnan hug hans allan eins og flestra Skaga- manna. „Ég varð meðal annars þess heiðurs aðnjótandi að verða Ís- landsmeistari með yngri flokkum árið 1977 ásamt liðsfélögum mínum sem voru meðal annarra þeir Ólafur Þórðarson og Sigurður Jónsson.“ Fjölskylda Eiginkona Vilhjálms er Þórhildur Björg Þórisdóttir, f. 21.9. 1965, verslunarstjóri í Samkaup Strax á Akranesi. Foreldrar hennar: Þórir Axelsson, f. 10.3. 1946, d. 18.11. 1998, sjómaður, og Guðrún Hall- dóra Ásgeirsdóttir, f. 2.7. 1945, d. 31.5. 2011. Börn Vilhjálms og Þórhildar: 1) Óttar Örn Vilhjálmsson, f. 20.3. 1984, d. 11.4. 2014. Börn Óttars og sambýliskonu hans, Írisar Gefnar- dóttur, f. 10.12. 1984: Róbert Óttarsson, f. 31.10. 2008, og Bríet Óttarsdóttir, f. 1.5. 2011. 2) Hafþór Ægir Vilhjálmsson, f. 29.9. 1986. Barn Hafþórs með Margréti Láru Lismonde-Jaune, f. 2.4. 1990: Vikt- oría Lilly Hafþórsdóttir, f. 12.2. 2014. 3) Vilhjálmur Rúnar Vil- hjálmsson, f. 13.4. 1989. Maki: Mar- grét Sigríður Jóhannesdóttir, f. 16.5. 1995. Barn Vilhjálms Rúnars með Regínu Ösp Ásgeirsdóttur, f. 30.11. 1990: Margrét Arnbjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 24.9. 2009. 4) Allan Freyr Vilhjálmsson, f. 1.6. 1992. Maki: Sigurbjörg Eyþórsdóttir, f. 10.9. 1990. Börn þeirra: Dagný All- ansdóttir, f. 2.6. 2011, og Eyþór All- ansson, f. 4.11. 2013. 5) Sonur Þór- hildar: Þórir Gunnar Laugar Jónasson, f. 28.10. 1981. Systkini Vilhjálms: Guðrún Mar- grét Birgisdóttir, f. 29.8. 1957, Guð- finnur Jón Birgisson, f. 7.2. 1959, Hulda Björg Birgisdóttir, f. 21.9. 1960, Birgir Arnar Birgisson, f. 23.9. 1962, Rósant Freyr Birgisson, f. 12.6. 1971, og Hafþór Barði Birgisson, f. 20.6. 1973. Foreldrar Vilhjálms: Birgir Jóns- son, f. 26.12. 1936, lengst af skip- stjóri og útgerðarmaður á Akranesi, og Margrét Arnbjörg Vilhjálms- dóttir, f. 4.7. 1940, húsmóðir og verkakona á Akranesi. Úr frændgarði Vilhjálms Birgissonar Vilhjálmur Elías Birgisson Margrét Jónsdóttir húsfr., frá Holtum í Rangárvallasýslu Björn Björnsson verkamaður í Reykjavík Guðrún Björnsdóttir húsmóðir á Akranesi og í Rvík Vilhjálmur Jónsson rith. á Akranesi og í Rvík Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir húsmóðir og verkakona á Akranesi Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Ferstiklu Jón Einarsson b. á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd Elín Kristín Einarsdóttir húsfr., f. á Görðum í Önundarfirði Elías Ingjaldur Bjarnason b. á Neðra-Vaðli á Barðaströnd Kristjana Elíasdóttir bæjarstarfsmaður í Hafnarfirði Jón Ingvar Jóhannesson smiður í Hafnarfirði Birgir Jónsson skipstjóri á Akranesi Steinunn Pálmadóttir húsfreyja, f. á Skinnastöðum, Torfalækjarhr., A-Hún. Jóhannes Vilhelm Pétur Einarsson bryggjuvörður í Hafnarfirði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur á skrifstofu sinni á Akranesi. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Guðmundur Einarsson listmál-ari fæddist 5. ágúst 1895 íMiðdal í Mosfellssveit. For- eldrar hans voru Einar Helgi Guð- mundsson bóndi þar og k.h. Val- gerður Jónsdóttir. Að loknu undirbúningsnámi í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar í Reykjavík hélt hann til Kaupmanna- hafnar og var fyrst við nám í Teikni- skóla Viggo Bjerg 1919-20 og stund- aði síðan listnám við Konunglega fagurlistaskólann. Hann var síðan í myndhöggvaranámi í skóla Hans Schwegerli í München 1921-25 og námi í leirbrennslu á sama stað 1924-26. Guðmundur fluttist til Íslands 1927 og varð afar virkur í listalífinu hér. Hann hélt einkasýningar á mál- verkum, höggmyndum og leir- munum nánast á hverju ári. Hann vann einnig að málmristu og leir- brennslu. og annaðist skreytingar í opinberum byggingum, m.a. í Land- spítalanum, Háskóla Íslands, Þjóð- leikhúsinu og í kirkjum. Guðmundur sat í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna 1928-34 og var lengi í stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna. Hann sat lengi í stjórn Ferðafélags Íslands (FÍ) og var formaður félags Fjallamanna. Guðmundur var mikill áhugamað- ur um útivist eins og sést á störfum hans fyrir FÍ, og stundaði íþróttir og safnaði steinum og jarðefnum. Hann kvikmyndaði ýmis náttúrufyrir- brigði eins og fossa, jökla og hveri, og kvikmyndaði einnig Heklugos. Kvikmyndir sínar sýndi hann víða erlendis. Ritverk Guðmundar eru Fjalla- menn, 1946, Heklugos, 1947, Bak við fjöllin, 1957, og Suðurjöklar sem var árbók FÍ 1960. Eiginkona Guðmundar var Lydía Pálsdóttir, f. 7.1. 1911 í München, d. 6.1. 2000. Foreldrar hennar voru Theresia Zeitner og dr. Paul Stern- berg efnafræðingur í München. Börn Guðmundar og Lydíu: Einar Steinólfur, Yngvi Örn, Auður Valdís, Ari Trausti og Egill Már. Sonur Guðmundar með Soffíu Kristins- dóttur er Erró. Guðmundur lést 23.5. 1963. Merkir íslendingar Guðmundur frá Miðdal 95 ára Steinunn Ragnheiður Árnadóttir 90 ára Þórhallur Friðbjörnsson 85 ára Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir Sigríður Guðbjartsdóttir 80 ára Dagmar J. Óskarsdóttir Helga Jónsdóttir Kristín Helgadóttir Ólafur Sigurðsson 75 ára Guðbjörg Svala Guðnadóttir Guðmundur B. Guðbjarnason Kristinn Jónsson 70 ára Anna Sigurðardóttir Anna Sveinbjörnsdóttir Birgir Bjarnason Birkir Angantýsson Edda Kjartansdóttir Elsie Júníusdóttir Guðrún Pétursdóttir Halldór Bjarnason Sturla Snorrason Þórarinn Jónsson 60 ára Einar Þórðarson Elín H. Hauksdóttir Guðríður Þóra V. Jónsdóttir Herdís Gróa Tómasdóttir Kolbrún Sigurðardóttir Laufey E. S. Þorsteinsdóttir Ólafía Engilráð Gísladóttir 50 ára Berglind Þorleifsdóttir Egill Þorsteinsson Jón Þórir Sveinsson Sigurður Eyþórsson Sívar Árni Scheving Steinunn Elísabet Reynisdóttir 40 ára David Rodriguez Elvar Þór Hjaltason Guðmundur Valur Ríkharðsson Hildur Björns Vernudóttir Hildur Kristinsdóttir Hjálmar Einarsson Jónas Eyjólfur Jónasson Jón Karl Björnsson Jón Sigfússon Lísbet Vala Snorradóttir Marek Lucjan Mrowiec Sveinbjörn Baldur Einarsson Sverrir Júlíusson 30 ára Adam Þór Eyþórsson Adola Chigozie Nwaugo Anikó Veres Davíð Þór Vilhjálmsson Kristrún Friðriksdóttir María Björk Ólafsdóttir Sólveig Dröfn Andrésdóttir Trang Thi Nguyen Unnur Ósk Kristinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Svanhildur er frá Eskifirði en býr í Keflavík og vinnur í Bláa lóninu. Maki: Sveinn Brimir Björnsson, f. 1971, lög- reglumaður í Keflavík. Börn: Guðný Ellen, f. 1994, Björn Grétar, f. 1998, og Agnar Alex, f. 2004. Foreldrar: Agnar Sigur- þórsson, f. 1939, fv. vöru- bílstjóri, og Guðný Árna- dóttir, f. 1942, vann við aðhlynningu aldraðra. Svanhildur Agnarsdóttir 30 ára Erla er úr Keflavík en býr í Garði og er kenn- aranemi. Maki: Edvin Jónsson, f. 1982, gröfumaður hjá Gröfuþjónustu Tryggva Einars. Börn: Sara Lind, f. 2008, og Edvin Aron, f. 2011. Foreldrar: Jóhann Liljan Arason, f. 1957, vinnur í öryggisgæslu á Keflavík- urflugv., og Sigurborg Garðarsdóttir, f. 1962, vinnur hjá GÓ verk. Erla Jóhannsdóttir 30 ára Guðmann er Reykvíkingur og er tón- listarkennari að mennt. Hann er yfirflokksstjóri á Siglufirði og mun væntan- lega sinna tónlistar- kennslu þar í vetur. Maki: Íris Stefánsdóttir, f. 1985, skipulagsfræðingur. Sonur: Dagur Nói, f. 2010. Foreldrar: Sveinn Gunn- arsson, f. 1955, og Jóna Birna Guðmannsdóttir, f. 1957, bús. í Rvík. Guðmann Sveinsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Öflug tæki og tól fyrir pallasmíðina, viðhaldsverkin og sumarbústaðinn. Sumartilboð Iðnvéla - nú er loksins byrjað að hlýna fyrir alvöru! Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Rafstöð 69.826 kr. Fjölnotasög 34.900 kr. Hjólsög og sleðasög með fínstillingu 46.600 kr. Borðsög með bútsleða og ristilandi 115.988 kr. Geirungssög 38.991 kr. Borvél á borði 48.201 kr. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.