Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 217. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Sveigði hjá gosmekkinum
2. Sjúkdómurinn ágerðist mjög hratt
3. Harmar ekki framhjáhald …
4. Bestu og verstu kaupin í Costco
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Draggkeppni Íslands er komin heim
í gömlu Óperuna, þar sem hún á
heima að sögn Georgs Erlingssonar,
framkvæmdastjóra keppninnar. Hús-
ið verður opnað með fordrykk klukk-
an 20 og hefst sjálf keppnin klukkan
21. Að þessu sinni taka átta kepp-
endur þátt og keppa fjórir um titilinn
draggdrottning Íslands og fjórir um
titilinn draggkóngur Íslands. Bjarni
töframaður verður svo með sýningu
meðan dómarar keppninnar koma sér
saman um sigurvegara kvöldsins.
Dragg er fyrst og fremst leiklistar-
form og segir Georg kvöldið vera eina
stóra skemmtun fyrir alla sem vilji
njóta.
Morgunblaðið/Ómar
Draggkeppni Íslands
í gömlu Óperunni
Bragi Árnason flytur söngleikinn
Barry and His Guitar á Act Alone-
einleikjahátíðinni á Suðureyri í dag,
en söngleikinn samdi hann sjálfur.
Sýningin er sýnd í Félagsheimili
Súgfirðinga, eða FSÚ, og hefst hún
klukkan 21.30.
Bragi býr í London og er bæði leik-
ari og söngvari og hefur sett sýn-
inguna upp í stór-
borginni. Eftir
sýninguna á
Suðureyri fer
hann til Edin-
borgar, þar
sem hann
mun setja
verkið upp á
Fringe-
hátíðinni.
Barry and His Guitar
á Suðureyri í kvöld
Á fimmtudag Norðan 3-10 m/s fyrir norðan og austan dálítil væta
og hiti 7 til 12 stig. Breytileg átt, 3-8 m/s á Suðurlandi og á Suð-
vesturlandi, skýjað með köflum. Hiti 10 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s og vætusamt fyrir
austan en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir
suðvestan og á Suðurlandi.
VEÐUR
„Það kemur mér ekkert á
óvart að lyfjamisnotkun sé í
gangi en umfangið kom mér
hins vegar dálítið á óvart og
að þetta hafi farið framhjá
eftirlitinu svona lengi.“
Þetta er meðal þess sem
Skúli Skúlason, formaður
lyfjaráðs ÍSÍ, segir í Morg-
unblaðinu í dag um þau
gögn sem fram hafa komið
um stórfelda lyfjamisnotk-
un margs af fremsta frjáls-
íþróttafólki heims. »3
Útbreiddari en
menn áætluðu
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og
stjórnarmaður í FIBA í Evrópu, segist
í samtali við Morgunblaðið vera mjög
ósáttur við vinnubrögð sambandsins
í máli KR-inga, en Vesturbæingum
var meinaður aðgangur að Evrópu-
keppninni með afar skömmum fyrir-
vara. Ástæður þess liggja
ekki enn fyrir en KR-
ingar eru að vonum
svekktir. » 3
Stjórnarmaður ósáttur
við vinnubrögðin
„Þetta er erfiðara en menn halda eins
og með ferðalög og veðurfar. Þeir
sem koma hingað verða að hafa fyrir
hlutunum,“ segir Kristinn Steindórs-
son meðal annars í Morgunblaðinu í
dag, en hann leikur með Columbus
Crew í Bandaríkjunum. Kristinn er
eini Íslendingurinn sem spilar í MLS-
deildinni, sem sífellt er að verða
sterkari. »4
Tekur tíma að venjast
ferðalögunum vestra
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Leifur Hákonarson er mikill úti-
vistarmaður, hefur gengið á fjöll vítt
og breitt um landið í áratugi, og not-
aði frídag verslunarmanna til þess að
ganga á Esjuna í þúsundasta sinn
síðan 2009. „Ég byrjaði að ganga á
Esjuna um 1980 og það hefur verið
helsta líkamsrækt mín undanfarin
sex ár,“ segir hann, en Leifur hefur
gengið á Þverfellshorn að meðaltali
þrisvar sinnum í viku allan ársins
hring síðan 2009.
Hann áréttar að hann sé langt því
frá einn um að vera þarna með annan
fótinn. „Það er harður kjarni 20 til 30
manna og kvenna sem gengur á
Þverfellshorn allan ársins hring,“
segir hann.
Oftast er Leifur einn á ferð í Esj-
unni en í tilefni tímamótanna gekk
hópur ættingja og vina með að þessu
sinni. Hann fer alltaf sömu leið, held-
ur upplýsingum um hverja ferð til
haga og nær þannig að fylgjast með
árangrinum. „Tíminn sem slíkur
skiptir ekki máli heldur það að bæta
hann,“ segir Leifur. Á veturna taki
ferðin meiri tíma vegna þess að þá
þurfi að setja á sig brodda og hafa
ísöxi og bakpoka með nauðsynlegum
búnaði meðferðis. Þegar veðrið sé
gott í Reykjavík á sumrin sé oft bál-
hvasst af norðri eða norðaustri á Esj-
unni og vindurinn því beint í fangið á
leiðinni upp. „En nái ég að höggva
mínútu eða tvær af tímanum á leið-
inni upp er ég ánægður með það.“
Kortið gagnaðist á Esjunni
Vorið 2009 hafði Leifur lofað að
taka að sér fararstjórn á Snæfells-
jökul 28. júní sama ár. „Ég hafði
áhyggjur af því að hópurinn þyrfti að
draga fararstjórann upp á jökulinn
og ákvað því að reyna að komast í
form,“ rifjar hann upp. Hann segist
hafa byrjað á því að kaupa sér kort í
líkamsræktarstöð en hafa ekki kom-
ist lengra en að þröskuldinum. „Ég
kíkti inn og áttaði mig á því að þetta
var ekki fyrir mig og ákvað að snúa
mér að Esjugöngum í staðinn. Ég fór
nánast á hverjum degi í apríl þetta
ár, komst jafnt og þétt í form og spik-
ið rann af mér í leiðinni. Ég léttist
um 15 kíló á sex vikum, þannig að
kortið í líkamsræktina var góð fjár-
festing.“
Auk reglulegra Esjuferða hefur
Leifur þvælst einn með bakpoka um
Hornstrandir og Jökulfirði undan-
farin tvö ár. „Það er mitt uppáhalds-
svæði,“ segir hann og gerir lítið úr
því að vera einn á ferð en leggur
áherslu á að öryggið sé fyrir öllu,
enda hefur hann bæði SPOT- og
PLB-neyðarsenda í farteskinu þegar
hann er einn utan alfaraleiða. „Ég er
með tónlist í eyrunum og það hjálpar
þegar maður er að þvælast í myrkri
og hríðarbyl á Esjunni.“
Á Þverfellshorn þrisvar í viku
Leifur Hákonarson gekk á Esjuna í
fyrradag í þúsundasta sinn síðan 2009
Á Þverfellshorni Hópurinn sem gekk með Leifi Hákonarsyni í góða veðrinu í fyrradag í þúsundustu göngu hans á Esjuna frá 2009.
Göngugarpur Leifur ánægður á
toppnum eftir gönguna upp.