Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. Á G Ú S T 2 0 1 5
Stofnað 1913 186. tölublað 103. árgangur
KONUR, FÍKN,
ÁFÖLL OG
MEÐFERÐ ELSKENDUR Í FANGELSI
LÍFSKÚNSTNER-
INN ELTON
JOHN OG BÍLAR
TRISTAN OG ÍSOLD 30 BÍLAR ALDREI OF SEINT 10
Morgunblaðið/Ernir
Hvalfjarðargöng Bílaröð bíður við tollhlið
við norðurenda Hvalfjarðarganganna.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður
Spalar sem á og rekur Hvalfjarðar-
göng, telur ólíklegt að Spölur kæmi
að áframhaldandi rekstri Hval-
fjarðarganga ef af tvölföldun gang-
anna yrði.
„Ég held nú að það sé of seint úr
þessu. Þá hafa sveitarfélög norðan
fjarðar lýst yfir andstöðu gegn
frekari gjaldtöku. Þarna eru sjón-
armið sem eiga rétt á sér,“ segir
Gísli en hann telur ólíklegt að af
framkvæmdum verði án þess að
gjaldtaka komi þar til.
Miðað við fjölgun í göngunum á
undanförnum tveimur árum þykir
ljóst að göngin ná þolmörkum hvað
öryggi varðar fyrir árið 2031. For-
svarsmenn Spalar segja að það sé
enn styttra í þolmörkin. »14
Gjaldtaka líklega
forsenda tvöföld-
unar ganganna
28% lækkun
» Evran kostaði t.d. 202,2 kr. í
ágúst 2009, á verðlagi nú, bor-
ið saman við 146,5 kr. nú, skv.
útreikningum Analytica.
» Því ætti verð á innfluttum
vörum að hafa lækkað mikið.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Raungengi evru gagnvart krónu hef-
ur ekki verið lægra síðan vorið 2008.
Samkvæmt útreikningum Yngva
Harðarsonar hagfræðings, sem
gerðir voru að beiðni Morgunblaðs-
ins, hefur raungengi evru og þeirra
mynta sem hún var upphaflega sett
saman úr verið að meðaltali 134
krónur síðan 1972. Raungengi evru
gagnvart krónu þarf því að veikjast
um 8% til að meðaltalinu sé náð.
Gengi krónunnar hrapaði við efna-
hagshrunið. Það hafði áhrif á sögu-
legt meðaltal raungengis evru gagn-
vart krónunni. Gengi krónunnar er
sögulega séð enn veikt.
Þessi þróun, ásamt launahækkun-
um, hefur í för með sér að hlutfalls-
legur launakostnaður fer hækkandi.
Vísitala kaupmáttar launa var
123,6 stig í júní og hafði ekki verið
hærri frá 1989. Til að fá út vísitölu
kaupmáttar launa er launavísitöl-
unni deilt með vísitölu neysluverðs
til að leiðrétta fyrir verðlagsþróun.
Vísitalan er því mælikvarði á greidd
raunlaun, aðra en tilfallandi yfir-
vinnu, á hverja unna vinnustund.
Evran orðin miklu ódýrari
Raungengi evru gagnvart krónu hefur ekki verið jafn lágt síðan vorið 2008
Launakostnaður á Íslandi í evrum hækkar mikið Kaupmáttur að aukast
MEvran ekki … »6
Stafrænar
hraðamynda-
vélar hafa aldrei
upplýst fleiri
brot en í fyrra.
Skráð hraðakst-
ursbrot voru
29.298, sem er
yfir 100% aukn-
ing frá árinu fyr-
ir. Við Fiskilæk í
Melasveit voru
skráð brot 5.205 talsins og á Suður-
landsvegi 3.294. Í fyrra voru 70,6%
hraðakstursbrota upplýst með
hraðamyndavélum. »6
5.205 hraðaksturs-
brot við Fiskilæk
Eftirlit Brotunum
fer fjölgandi.
Að sögn Stefáns Þórs Björns-
sonar, formanns flóttamanna-
nefndar, hefur eitt sveitarfélag lýst
yfir áhuga á að taka við flóttamönn-
um en íslensk stjórnvöld hafa lýst yf-
ir vilja sínum til að taka við 50 flótta-
mönnum á þessu ári og því næsta.
Stefán getur ekki upplýst hvaða
sveitarfélag þetta er að svo stöddu
og bendir á að fleiri sveitarfélög geti
lýst yfir áhuga á næstu vikum.
Stefnt er að því að fyrsti hópur-
inn komi hingað til lands í október
en óvíst er frá hvaða landi hann
kemur. Nokkur lönd hafa verið
nefnd í því sambandi, s.s. Sýrland
og Sómalía. »12
Eitt sveitarfélag
lýsir áhuga sínum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flutningar Þyrla Gæslunnar flutti brak flugvélarinnar niður að bænum Bug í Hörgárdal. Félagar í Björgunarsveitinni Súlum voru á vettvangi til aðstoðar.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Arngrímur Jóhannsson er nú á gjör-
gæsludeild Landspítala og er líðan
hans stöðug eftir atvikum, en hann
hlaut alvarlega brunaáverka eftir að
flugvél hans fórst í Barkárdal í
fyrrakvöld. Maðurinn sem lést í flug-
slysinu var kanadískur ríkisborgari
og hét Arthur Grant Wagstaff,
fæddur árið 1959.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
í gærkvöldi flak vélarinnar niður að
bænum Bug í Hörgárdal þar sem
vörubíll tók við því. Að sögn Ragnars
Guðmundssonar hjá Rannsóknar-
nefnd samgönguslysa ók vörubíllinn
með flakið í nótt til Reykjavíkur þar
sem það verður rannsakað í flugskýli
nefndarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Sá flugvélina fljúga inn í dalinn
Guðmundur Sturluson, bóndi á
Þúfnavöllum í Hörgárdal, sá flugvél-
ina fljúga inn í Barkárdal þegar
hann var við sláttustörf sl. sunnu-
dag. Í samtali við Morgunblaðið seg-
ir hann vélina hafa flogið lágt miðað
við það sem hann eigi að venjast.
„Það er talsvert um að þessar litlu
flugvélar séu hérna á sveimi í útsýn-
isflugi. Ég kippti mér því ekkert upp
við að sjá hana þarna. Ég spáði svo
ekkert meira í það enda datt manni
aldrei í hug að svona illa færi,“ segir
Guðmundur. Hann segir að veður
hafi verið stillt um þetta leyti í fyrra-
dag. „Hins vegar var lágskýjað og
þoka og maður sá ekki upp í efstu
fjöllin.“
Þegar Guðmundur hafði lokið
slætti um kvöldið var hringt til hans
frá Gæslunni, um klukkan átta. Gat
hann upplýst að hann hefði séð vél-
ina fljúga inn Barkárdal,þar sem
hún fannst svo skömmu síðar.
Auðunn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Gæsl-
unnar, segir að flakið hafi sést mjög
illa enda hafi mikið verið um snjó og
skafla á leitarsvæðinu.
Flak flugvélarinnar flutt
til rannsóknar í Reykjavík
Erfitt var fyrir leitarmenn að sjá flakið Sá látni var kanadískur ríkisborgari
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Hrjóstrugt Vettvangur flugslyssins. M Var á fótum og vel áttaður » 4