Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 23
Hafnarfirði. Helga móðir hans var móðursystir mín og ég kall- aði hana alltaf Helgu mömmu frá unga aldri. Maður Helgu var Bjarni Snæbjörnsson læknir, nánast dýrlingur í Hafnarfirði og á Suðurnesjum fyrir hjálp- semi og læknislistir í þágu hárra sem lágra. Mínar ljúfustu bernskuminningar eru frá þessu heimili í Hafnarfirði. Við Bjarni vorum aldrei leik- félagar, til þess var aldursmun- urinn of mikill. En ég gat alltaf treyst á alla þá aðstoð og ráð sem unnt var að gefa. Þetta bjargaði mér oft og iðulega, einkum þegar ég var síblankur stúdent í Háskóla Íslands í Reykjavík, í verkfræðideildinni þar í heil þrjú ár. Í þá daga voru engin námslán, engir styrkir og ekkert til að framfleyta sér á nema sumarvinnan. Fyrstu árin voru erfið, síldveiðin 1956-57 brást og eiginlega ekkert til að lifa af vistina á Nýja Garði nema Bjarni og Alma sem þá bjuggu í Eskihlíðinni. Þar var maður allt- af velkominn. Bjarni rak þá endurskoðunar- fyrirtæki sitt í Reykjavík. Það var aldrei neinn hávaði í kring- um Bjarna, en hann leysti fleiri ótrúlega erfið mál en upp er hægt að telja. Þegar slík mál komu upp, hvort sem var innan fjölskyldu eða í þeim opinberu trúnaðarstörfum sem hann gegndi, þá var rödd Bjarna æv- inlega rödd skynseminnar og þeir sem fóru eftir henni farn- aðist vel. Hann var fagmaður fram í fingurgóma, ég var á þessum árum að reka ýmis sér- hæfð ráðgjafarfyrirtæki og þar geta skilin við samfélagið verið flókin á stundum. En hver vissi alltaf nákvæmlega hvað átti að gera? Auðvitað Bjarni. En hvað gerðist á þessum ár- um. Það fór aldrei hátt og fer ekki enn. Í seinni heimsstyrjöld- inni voru Íslendingar örbirgð- arsamfélag sem erlent setulið sparkaði frá miðöldum og inn í 20. öldina meira og minna nauð- ugum. Við eignuðumst togara, trukka og önnur atvinnutæki fyrir stríðsgróðann og þurftum allt í einu að takast á við rekst- ur. Bjarni kenndi fleirum en mér að reka fyrirtæki. Hann var einfaldlega einn af þeim mönn- um sem skópu Ísland eins og það er í dag, nútíma ríki í sam- félagi þjóða, og þetta gerðist að mestu leyti á árunum 1950-1980. Menn vita í dag hverjir voru við stjórnvölinn á þessum tíma, en hverjir voru fagmennirnir á bak við þetta vita nánast engir. En Bjarni hafði engar áhyggj- ur af þessu. Og það skulum við ekki hafa heldur, þó vandfyllt verði í skarðið sem hann skilur eftir. Það sem mér er efst í huga er öðlingurinn Bjarni og minn- ingar sem tengjast hjálpsemi hans og ósérhlífni. Stundirnar í Eskihlíðinni og síðar í Skerja- firðinum verða mér ógleyman- legar, þar réði Alma eiginkona Bjarna ríkjum, mikil heimskona og höfðingi. Ég sendi henni og dætrunum Ragnheiði og Helgu ásamt syninum Stefáni og fjöl- skyldunni allri mínar bestu sam- úðarkveðjur. Bjarni frændi er allur, en mynd hans mun lifa meðan góðra drengja er minnst á Íslandi. Jónas Elíasson. Ég man að í æsku var svolítið erfitt að ná utan um það sem Bjarni Bjarnason, móðurbróðir minn var að fást við. Endurskoð- andi? Vinnur á skrifstofu? Þetta var ekki alveg að koma manni fyrir hugskotssjónir, en virkaði þó eins og eitthvað spennandi. Ég var ekki hár í loftinu þeg- ar ég síðan einn góðan veður- dag, fór í fylgd með föður mín- um á skrifstofuna til Bjarna í Austurstrætinu. Ég man eins og gerst hafi í gær, hvað mér fannst hann svakalega flottur: Í hvítri skyrtu með hálsbindi, um- kringdur möppum og fylgiskjöl- um. Þar voru líka spennandi tæki eins og reiknivélar og rit- vélar í miklu úrvali. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hann í aksjón og það þarf ekki að orð- lengja það: Ég varð gjörsam- lega heillaður. Hann tók okkur fagnandi eins og hann gerði allt- af frá því ég man eftir honum. Umsvifalaust braust á sögu- stund með hlátrasköllum og fjörugar umræður sköpuðust um margskonar spennandi mál- efni. Örlögin voru ráðin. Ég var ekki í nokkrum vafa. Ég vildi vera eins og hann þegar ég yrði stór. Og það var ekki að sökum að spyrja: Ég útvegaði mér kvittanabækur með kalkipappír, og var iðinn við að skrifa kvitt- anir á alla mögulega, og koma mér upp góðu safni af fylgiskjöl- um og færði bókhald yfir allt saman. Námsbrautin og lífs- starfið var jafnframt ákveðið: Verslunarskólinn, viðskipta- fræðin og framhaldsmenntun á því sviði. Ég varð að vísu ekki endurskoðandi en verkefnin urðu ekki ósvipuð og fyrirmynd- in því alla tíð mikilvæg. Bjarni var búinn mannkost- um sem allir voru eftirsóknar- verðir. Hann hafði mikla útgeisl- un; var hlýr og traustur en um leið skemmtilegur og ræðinn og ætíð með einlægan áhuga á hög- um manns og skoðunum. Hann gerði sér aldrei aldursmun og ræddi við okkur krakkana, eins og hverja aðra. Hann hafði frá barnæsku verið venju fremur athafnasamur og frjór í hvers kyns uppátækjum. Um það fer mörgum og skemmtilegum sög- um. Sjálfur var hann afburða sögumaður og hafði mikla ánægju af því að segja frá áhugaverðum atburðum og æv- intýrum úr fortíðinni. Og þegar brosið lék um allt andlitið og prakkarasvipurinn fylgdi með þá tengdi maður algjörlega. Þótt það hefði verið honum auðvelt, sóttist hann ekki eftir athygli eða veraldlegum vegtyll- um. Hann þurfti ekki á því að halda og var með forganginn á hreinu. Lífshlaupið með Ölmu og velferð fjölskyldunnar var í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Í þessu eins og í öllu öðru var hann sannarlega góð fyrirmynd. Þess vegna mun hann lifa þótt hann deyi. Minningin verður alltaf ljóslifandi og verðmæt. Það breytir ekki því að hann skilur eftir sig mikið tóm meðal sinna nánustu. Kletturinn er nú horfinn sjónum. Orðin mega sín lítils, en við Björg vottum Ölmu, Ragnheiði, Helgu Hrefnu og Stefáni og þeirra fjölskyldum dýpstu samúð af öllu okkar hjarta. Bjarni Sæbjörn Jónsson. Bjarni Bjarnason kveður nú nær níræður að aldri. Þessi hóg- væri og hægláti faðir Stefáns aldavinar míns kom inn í líf mitt fyrir rúmri hálfri öld þegar hann og Alma, ásamt Svölu systur hennar og Reyni, byggðu samtengd einbýlishús við hliðina á húsi foreldra minna í Skerja- firði. Þessir nágrannar mínir og vinir og allt þeirra fólk urðu mér kærir frá upphafi og er svo enn. Bjarni veitti mér óvenjulega föðurímynd í upphafi sjöunda áratugarins. Þessi reglusami maður sinnti börnum sínum vel af stakri umhyggju ásamt Ölmu og eyddi ófáum stundum við eldamennsku í eldhúsinu, sem var sérstakt á sjöunda áratugn- um. Á öðrum stundum ræktaði hann plöntur í garðinum eða ferðaðist um heiminn. Barnung- ur dreymdi mig um að verða sendur í vist til Ölmu og Bjarna í kókómaltið og kærleikann! En svo fór í áratugi að hjá þeim hjónum var hægt að banka upp á og ganga inn í holið heima hjá þeim, þar sem gjarnan áttu sér stað fjörlegar umræður ættingja og vina um heima og geima. Þar sat Alma gjarnan við gluggann og Bjarni átti sæti nær eldhús- inu og greip kannski inn í þegar flugið á systrunum, börnum eða frænkum var fullhátt. Áföll seinni tíðar tóku á, en hjónin studdu hvort annað og fjölskyldan öll. Bjarni leiddi Ölmu sína daglega í göngu- túrum í Skerjafirði eftir heilsu- brest hennar. Hrunið skall illa á, en saman fóru þau í gegn um þetta. Ánægjan með fjölskyld- una jókst alltaf, því að börn og tengdafólk bættust við þessa gæðafjölskyldu, þar sem Bjarni faðir, afi og langafi var og verð- ur ávallt traustur klettur til þess að byggja á. Ég þakka fyr- ir það að hafa fengið að taka þátt í lífi hans og þeirra allra. Ívar Pálsson. Mig langar til að minnast Bjarna Bjarnasonar endurskoð- anda fáeinum orðum. Ég kynnt- ist honum í kringum 1970 þegar ég sótti um lán til húsbyggingar hjá lífeyrissjóði apótekara og lyfjafræðinga en Bjarni sá um sjóðinn í þá daga. Af kynnum mínum af Bjarna var augljóst að um mikinn öndvegismann var að ræða. Bjarni hafði mjög góða nær- veru og var sérlega alúðlegur og viðræðugóður. Bjarni var tengdasonur Stef- áns Thorarensen apótekara og heildsala og endurskoðandi ým- issa fyrirtækja hans. Þar sem ég starfaði sem yf- irlyfjafræðingur og ábyrgðar- hafi í lyfjaframleiðslu og heild- sölu Stefáns Thorarensen hf. lágu leiðir okkar oft saman á löngu tímabili. Alltaf kunni ég betur og bet- ur við Bjarna og alltaf fór vel á með okkur. Að því kom að Bjarni var fenginn til þess að vera forstjóri Stefáns Thorarensen hf. sem síðar varð Thorarensen Lyf hf. Nú hófst náin samvinna sem byrjaði á kynnisferð okkar til umboðsfyrirtækjanna erlendis sem voru allmörg og víða í Evr- ópu. Það var gaman að ferðast með Bjarna sem hafði frá mörgu að segja, sérstaklega matargerð. Sem forstjóri var Bjarni virt- ur og vinsæll meðal samstarfs- manna enda vildi hann hlut hvers og eins sem bestan og studdi hvern og einn. Bjarni var mikill Hafnfirðing- ur og lék til dæmis með Hauk- um í handbolta í árdaga hand- boltans hér á landi. Ég hef ekki sögur af því hve góður hann var í handbolta en nógu var hann stór eins og hann á ætt til. Þegar sonur minn gifti sig var ég skýra út fyrir Bjarna hverra manna tengdadóttir mín væri. Þetta gekk svolítið treg- lega þangað til ég sagði að faðir hennar væri Hafnfirðingur. Þá var eins og það rynni upp ljós fyrir honum og hann áttaði sig á því um hvern væri að ræða og segir þá, „Nú, hvað þetta er Hafnfirðingur?“ Og þar með var kominn gæðastimpill á tengda- dótturina. Ég þakka þessum öðling- smanni góð og ánægjuleg sam- skipti. Við konan mín vottum Ölmu, börnum og fjölskyldum þeirra samúð okkar við fráfall Bjarna. Blessuð sé minning hans. Pétrína og Gunnar. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 ✝ Þórunn Páls-dóttir fæddist í Reykjavík, 2. októ- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum 28. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Páll Jóns- son, verkamaður, f. 15. júní 1895, d. 24. júlí 1967, og kona hans Þórunn Helga- dóttir, f. 27. desem- ber 1897, d. 1. nóvember 1922. Hún ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum, Guðrúnu Bene- diktsdóttur, f. 20. júlí 1875, d. 23. nóvember 1971, og Helga Halldórssyni, f. 18. júlí 1874, d. 3. júlí 1928, og börnum þeirra. Hún átti einn albróður, Guð- mund, f. 27. mars 1921, d. 10. október 1921. Þórunn giftist 20. janúar 1951 Matthíasi Jónssyni, múrara, f. 27. nóvember 1922, d. 6. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Jón Kristóbertsson, sjómaður, f. 21. janúar 1892, d. 14. janúar 1964, og kona hans Vigdís Sigurðar- 1954, gift Óskari H. Ingvarssyni, yfirhúsverði hjá RÚV, f. 29. jan- úar 1954. Synir þeirra eru: a) Halldór Örn, ljósameistari Þjóð- leikhússins, f. 14. ágúst 1976, í sambúð með Þrúði Vilhjálms- dóttur, sonur Þrúðar og stjúp- sonur Halldórs er Róbert Vil- hjálmur. b) Bjarni Már, lyfja- fræðingur, f. 8. júní 1982, í sam- búð með Sigurbjörgu Lindu Sigurðardóttur, synir þeirra eru Matthías Helgi og Alexander Már. Þórunn fæddist í húsi föður- ömmu sinnar og afa að Týsgötu 4 og bjó þar fyrstu árin en allan uppvöxt sinn bjó hún í Þingholt- unum í Reykjavík, lengst af á Grundarstíg 2. Hún gekk í Mið- bæjarskólann og lauk prófi það- an. Hún var við nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi veturinn 1942-1943 en vann lengst af á saumastofunni Magna eða þar til hún giftist. Eftir það var að- alstarfsvettvangur hennar inn- an heimilisins, en lengst bjuggu þau hjón að Rauðalæk 9, rúm 50 ár. Útför Þórunnar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 11. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 15. dóttir, f. 13. apríl 1892, d. 29. apríl 1963. Dætur Þór- unnar og Matthías- ar eru: 1) Þórunn Halldóra, BA kenn- ari, f. 7. júní 1951, gift Óskari G. Jóns- syni, lyfjafræðingi, f. 2. janúar 1951, d. 19. maí 2002. Börn þeirra eru: a) Matt- hías Þór, endur- skoðandi, f. 7. maí 1975, í sam- búð með Hugrúnu Elfu Hjalta- dóttur, börn þeirra eru Óskar Georg, Arndís Rut og Hjalti Garðar. b) Jón Arnar, endur- skoðandi, f. 11. maí 1980, kvænt- ur Jónu Guðbjörgu Árnadóttur, börn þeirra eru Sara Ósk og Matthías Árni. c) Guðrún, dans- ari og jógakennari, f. 20. nóv- ember 1984, gift Birni Patrick Swift, börn þeirra eru Halldóra Ósk og Jónas Ingi. d) Þórunn, lyfjafræðingur, f. 24. desember 1989, í sambúð með Jóhanni Þór Kristþórssyni. 2) Guðrún, ráð- gjafi hjá Sjóvá, f. 21. nóvember Við andlát ömmu Tótu leitar hugurinn til baka og minning- arnar hrannast upp. Við vorum heppin að eiga ömmur og afa sem voru óspör á að segja sögur frá gamalli tíð. Í gegnum frásagnir þeirra fengum við að kynnast því hvernig það var að alast upp á árunum milli tveggja heimsstyrj- alda og þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi. Við fráfall ömmu Tótu lýkur þessu tímabili í lífi okkar þar sem hún er síðust þeirra til að kveðja en frásagnirnar lifa áfram með okkur. Við systkinin eigum óteljandi minningar um ömmu Tótu, hún var mikilvægur hluti af lífi okkar allra. Við eigum það sameigin- legt að okkur leið einstakalega vel í návist hennar. Hún veitti okkur hlýju, ást, öryggi og stuðning. Hún passaði okkur systkinin, hvert og eitt, þar til við byrjuðum í leikskóla, auk þess sem hún kom alltaf á þriðju- dögum, kennarafundardögum hjá mömmu. Þannig varð þriðju- dagur ömmudagur, uppáhalds- dagur vikunnar. Eftir að amma og afi giftust varð heimilið starfsvettvangur hennar. Hún sat sjaldnast iðju- laus enda mikil hannyrðakona. Listilega handprjónaðar peysur, vettlingar, sokkar og fleira hefur nýst fjölskyldunni í áraraðir og var amma alltaf með lager hjá sér ef einhvern vantaði slíkt. Amma kenndi okkur að prjóna og þau okkar sem það vildu fengu líka kennslu í útsaumi, hekli og öðrum saumaskap. Jólin hjá okkur barnabörnun- um byrjuðu með smákökubakstri heima hjá ömmu og afa í lok nóv- ember þar sem framleiddar voru smákökur fyrir þrjú heimili. Ömmu þótti gaman að baka og reglulega var skellt í þrefalda uppskrift, fyrir sig og dæturnar, og þau afi komu færandi hendi með nýbakað góðgæti. Það var notalegt að sitja við eldhúsborðið á Rauðalæknum og gæða sér á heimabökuðu brauði, kökum, pönnukökum og skonsum. Minningarnar eru samofnar daglegu lífi okkar, stórhátíðum og tímamótum að ógleymdum samverustundum í sumarbú- staðnum í Öndverðarnesi þar sem stórfjölskyldan hittist nán- ast hverja sumarhelgi í fjölda- mörg ár. Við minnumst þess hve gott það var að vakna og fylgjast með ömmu töfra fram morgun- verðarhlaðborðið eins og henni einni var lagið. Heimili ömmu og afa stóð okk- ur alltaf opið. Við nutum þess að vera þar, bæði sem börn og þeg- ar við urðum eldri. Þau fylgdust vel með okkur, voru alltaf til staðar og sýndu því sem við tók- um okkur fyrir hendur áhuga, þau hlustuðu á það sem við höfð- um að segja og glöddust yfir áföngum í lífi okkar. Þeim fannst þau vera lánsöm að halda heilsu svona lengi og fá að fylgjast með sístækkandi fjölskyldunni. Amma og afi voru sérstaklega samrýnd og samstíga í tæp 65 ár. Þegar afi lést fyrir ári síðan var eins og einhver neisti slokknaði hjá ömmu, en hún hélt samt ótrauð áfram daglegu lífi sínu og hafði nýlokið við að sauma púða handa yngsta langömmubarninu þegar hún veiktist. Við trúum því að nú hafi þau afi sameinast að nýju. Við systkinin, makar okkar og börn þökkum ömmu Tótu allt sem hún var okkur. Við söknum hennar en það er bjart yfir minn- ingunum og sú birta mun lýsa fjölskyldunni allri um ókomin ár. Matthías Þór, Jón Arnar, Guðrún og Þórunn. Þórunn Pálsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SNORRA GUÐMUNDSSONAR, Fjarðarseli 7, 109 Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi, krabbameinsdeildar Landspítalans og Karitas fyrir hlýhug og góða umönnun. . Lilja Jónsdóttir, Jón Þór Andrésson, Erla Erlendsdóttir, Guðmundur Snorrason, Kristín Sigurðardóttir, Elsa Þórdís Snorradóttir, Halldór Örn Sigurjónsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN TULINIUS læknir og prófessor, lést föstudaginn 31. júlí 2015. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Helga Brynjólfsdóttir Tulinius, Már Tulinius, Anna Lena Tulinius, Torfi H. Tulinius, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Þór Tulinius, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, Sif Margrét Tulinius, barnabörn og barnabarnabörn. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.