Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Allar útsölubuxur 3.900 KR. Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. ÚTSALA Skoðið flottu fötin á friendtex.is Mikill afsláttur 2 fyrir 1 Lokadagur föstudag Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Túnfiskveiðar hófust suður af landinu í lok síðustu viku og í gær voru 13 túnfiskar komnir í lest Jó- hönnu Gísladóttur GK 557. Eftir var að draga síðustu lögnina á miðunum um 140 mílur suður af Dyrhólaey. 10-12 tíma tekur að draga línuna, sem er hátt í 40 sjó- mílur, en að auki um og yfir hálf- tíma að þreyta hvern fisk og koma um borð. Löndun er ráðgerð í Grindavík á morgun, en það er nokkru fyrr en á síðasta ári, þegar fyrsta löndun var 26. ágúst. Íslendingum er aðeins heimilt að veiða brot af leyfilegum afla úr stofni Austur-Atlantshafs bláugga- túnfisks, eða um 32 tonn. Vísi hf. í Grindavík var úthlutaður kvótinn í ár eins og í fyrra, en þá veiddi Jó- hanna Gísladóttir 125 fiska. Þá fengust átta tonn af túnfiski sem meðafli á makrílveiðum og var beinum veiðum því hætt þegar 22 tonnum var náð, en kvótinn var þá um 30 tonn. Á vef Fiskistofu kem- ur fram að eitt skip hefur tilkynnt um túnfiskafla til þessa í ár, en Gnúpur GK hefur landað 631 kílói af túnfiski. Japanskur eftirlitsmaður Að sögn Péturs Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis, var ákveðið að hefja veiðarnar fyrr í ár en áður hefur verið gert og kanna markaðsaðstæður fyrir tún- fisk á þessum tíma. Um ákveðna tilraun er að ræða um leið og þekkingar er aflað á markaðnum. Reiknað er með að aflinn fari til Japan, Evrópu og Bandaríkjanna og áhersla lögð á að aldrei líði meira en átta dagar frá því að fiskur veiðist þar til hann er kom- inn á fiskmarkað erlendis. J- Trading annast markaðsmál fyrir Vísi, en framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er Eyþór Eyjólfsson, sem gjörþekkir þennan markað, að sögn Péturs. J-Trading er með höfuðstöðvar í Tókýó og á túnfiskeldi í Króatíu. Lengra er að sækja túnfiskinn á þessum tíma en þegar kemur fram í október og fiskurinn er ekki eins feitur á ætisgöngu sinni norður á bóginn. Á móti kemur að veður eru ekki eins erfið á þessum tíma og þegar kemur fram á haustið. Vísir reiknar með að auka útflutn- ing til Japan þegar beint flug hefst þangað 5. september og verður japanskur eftirlitsmaður um borð alla vertíðina. Góð byrjun túnfiskveiða  Byrja veiðarnar fyrr en í fyrra og kanna markaðsmöguleika  Jóhanna Gísladóttir GK 557 komin með 13 túnfiska í gær  Línan hátt í 40 sjómílur djúpt suður af landinu Ljósmynd/Hjálmtýr Hjálmtýsson Túnfiskskveiðar Alls veiddust 125 fiskar á vertíðinni í fyrrahaust. Í gær voru 13 fiskar komnir í lestina og eftir var að draga línuna einu sinni. Haraldur Einarsson, 1. stýri- maður á Jóhönnu Gísladóttur GK 557, lét vel af túnfiskveið- unum þegar rætt var við hann um hádegi í gær. Einn fiskur fékkst í tveimur fyrstu lögn- unum, síðan sjö og fimm í fyrrinótt. Eftir var að draga síðustu lögnina og átti að byrja á því síðdegis í gær. Allir fiskarnir hafa verið yfir tveir metrar að lengd, sá lengsti 2,40 m og sá stysti 2,09 m. „Þetta er eins og í öðrum veiðiskap, ef það er fiskirí þá er gaman,“ sagði Haraldur. Gaman ef það fiskast YFIR TVEGGJA METRA FISKAR Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var væntanlegt til Reykjavíkur úr makrílleiðangri í gærkvöldi, en jafnframt var leiðangurinn notaður til hvalatalningar, sem einnig er að ljúka. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var talsvert af makríl fyrir sunnan land og austan og meira af makríl suður af landinu en síðustu ár. Vegna gengdar makríls var rannsóknatími lengdur á suður- svæðinu í upphafi leiðangurs Árna Friðrikssonar. Bæði þessi verkefni, makrílrann- sóknir og hvalatalning, eru unnin í samvinnu við aðrar þjóðir. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega. Skip leigt í haustrall Frá 10. júní til mánaðamóta var Árni Friðriksson við rannsóknir á úthafskarfa samhliða hvalatalningu. Á heimasíðu Hafrannsóknastofn- unar kemur fram að skipið fari síð- ar í mánuðinum í verkefni sem tengist kortlagningu hafsbotnsins, en síðan taki loðnurannsóknir við frá miðjum september og fram í október. Haustrall tekur síðan stærsta hluta októbermánaðar. Fyrir nokkru var auglýst eftir tilboðum í leigu á togara til þess verkefnis og verður hann notaður til mælinga á grunnslóð, en Árni Friðriksson á djúpslóðinni. Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var að mestu við hvala- talningar frá 9. júní fram undir lok júlímánaðar. Þá tók við könnun á ástandi úthafsrækjustofnsins og síðan á ástandi sjávar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Hafrannsóknastofnun Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson. Meira af makríl á suður- svæði Um tugur nýrra uppsjávarskipa hef- ur bæst í flota Norðmanna á síðustu 18 mánuðum. Nýjasta skipið í þess- um flota er „Smaragd“, en það er 74 metra langt, 15,8 metrar á breidd og ber um 2.100 rúmmetra. Skipinu var gefið nafnið „Smaragd“ við komuna til heimahafnar í Leinevika á Herøy fyrir helgi. Nýi „gimsteinninn“ kemur í stað- inn fyrir Hoffell SU 80, sem selt var Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í fyrra og kom til heimahafnar 6. júlí fyrir rúmu ári. Það skip var smíðað 1999 og hefur reynst Loðnuvinnsl- unni mjög vel. Skrokkur nýja skipsins var smíð- aður í Tyrklandi, en allri annarri smíði var síðan lokið í Havyard-- skipasmíðastöðinni í Leirvík, yst í Sognsfirðinum. Algengt hefur verið að ný norsk skip hafi síðustu misseri verið smíðuð í Tyrklandi og Dan- mörku, auk þess sem norskar skipasmíðastöðvar hafa á ný orðið samkeppnishæfari. Áætla má að kaupverð nýja skipsins hafi numið hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ekki óalgengt að stærri norskar útgerðir endurnýi skip sín á um 15 ára fresti Afhendingu skipsins seinkaði um nokkra mánuði, en upphaflega stóð til að það yrði afhent í aprílmánuði síðastliðnum. Útgerð nýja skipsins er fjölskyldufuyrirtæki, sem á hlut í öðru skipi, sem veiddi kvóta fyrir- tækisins meðan nýja skipsins var beðið. aij@mbl.is Ljósmynd/Havyard/Tor Erik Kvalsvik Til heimahafnar Nýtt skip í uppsjávarflota Norðmanna siglir inn til heima- hafnar. Nýjum skipum hefur fjölgað verulega í norska flotanum undanfarið. Nýr „gimsteinn“ kemur í stað Hoffells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.