Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Það er mikill heiður að fá aðvinna með þolendumáfalla. Þarna kemur fólksem horfist í augu við það versta sem hefur gerst í lífi þess. Það er ekkert magnaðra en að kveðja skjólstæðing eftir farsæla úr- vinnslu. Ég hef fengið að kynnast þvílíkum hetjum í gegnum tíðina. Það er þess vegna sem ég er sál- fræðingur í dag, þetta gefur svo mikið,“ segir Berglind Guðmunds- dóttir, dósent í sálfræði við lækna- deild HÍ og yfirsálfræðingur Land- spítala Háskólasjúkrahúss og hefur starfað sem klínískur sálfræðingur hér á landi í tæp tíu ár. Hún heldur erindi á ráðstefnunni, Konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin verður 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík sem nefnist því skilmerkilega nafni: Hugræn atferl- ismeðferð við áfallastreituröskun fyrir konur sem þjást af fíknivanda. Vinna sig í gegnum áfallið „Þó að þú náir að vinna með vímuefnavandann en ert enn með áfallastreitu þá ertu í aukinni hættu á að falla á nýjan leik því neyslan hjálpaði til við að deyfa áfallaminn- ingarnar og vanlíðan tengda því. Þú kemst ekki fram hjá áfallastreitu- röskun, þú þarft að vinna þig í gegn- um hana. Margir vita ekki að það er hægt að vinna úr hræðilegum áföll- um á farsælan hátt. Það er aldrei of seint að vinna með áföll,“ segir Berglind. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að orsakasamhengi er á milli áfalla, einkum áfalla í æsku, og fíknivanda. Að sögn Berglindar þjást u.þ.b. 30- 50% þeirra sem greinast með áfeng- is- og/eða vímuefnavanda einnig af áfallastreituröskun. Berglind segir þetta hlutfall gríðarlega hátt. Þetta þýðir að þessir einstak- lingar eru með tvær raskanir sem tengjast náið. „Til þess að ná árangri í meðferð sýna rannsóknir að best sé að vinna með báðar raskanir á sama tíma. Hugræn atferlismeðferð hefur hentað mjög vel í þessu samhengi og er árangursrík þó svo að aðrar að- ferðir hafi einnig reynst vel,“ segir Berglind. En konur sem lenda í áfalli eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri en karlar til að þjást af áfallastreituröskun. Þá verða mun fleiri konur fyrir kynferðisofbeldi en karlar. Rannsóknir sýna að algengast er að áfallið sem einstaklingar verða fyrir eigi sér stað áður en vímuefna- vandi þróast. Þegar talað er um áfallastreituröskun þá er þetta vandi sem þróast í kjölfar tiltekinnar teg- undar af atburði. „Það sem er sér- stakt við áfallastreituröskun er að sjúkdómurinn þróast þegar eitthvað kemur í veg fyrir eðlilegt bataferli eftir áföll. Áföllin geta verið af ólík- um toga, t.d. líkamlegt, andlegt of- beldi, slys, ástvinamissir og þar fram eftir götunum. Þú getur bæði upp- lifað þennan atburð sjálf/ur eða orð- ið vitni að honum eða fengið vitn- eskju um einhvern náinn þér sem hefur orðið fyrir svona atburði,“ seg- ir Berglind en bendir á að það sé þó alltaf umdeilt í fræðunum hvernig áfall er skilgreint. „Það sem er svo dásamlegt við mannskepnuna er að við búum yfir gríðarlegri hæfni til að vinna úr Aldrei of seint að vinna með áföll Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, heldur ásamt fleirum ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð, hinn 1. og 2. september á Grand hóteli í Reykjavík. Að mati Rótarinnar þarf að efla kynjamiðaða fíknimeðferð sem tekur mið af því háa hlutfalli kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða annarri mis- notkun á lífsleiðinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Von Það er aldrei of seint að ná bata, segir Berglind sálfræðingur. Sumir eru með svo ljósa húð að sólin þarf ekki að skína lengi á hana til að- hún roðni og sólbrenni. Við þetta vandamál býr hin kanadíska Rachel Pautler. Hún sólbrennur gjarnan þrátt fyrir að maka rækilega á sig sólarvörn áður en hún fer á ströndina. Hún var orðin leið á þessu og ákvað að finna út heppilega aðferð til að koma í veg fyrir þetta. Eftir mikla yfirlegu í verkfræðinámi í Háskólanum í Waterloo var penni heppi- legasta lausnin. Penninn er notað undir sólarvörnina og gefur frá sér blek sem nem- ur útfjólubláa geisla sólar. Þegar sólarvörnin hættir að verja húðina fyrir skaðleg- um áhrifum geislanna verð- ur fjólubláa blekið sýnilegt á ný, sem gefur til kynna að tímabært sé að smyrja aðra umferð af sólarvörn. Penninn er markaðssettur fyrir foreldra til að nota á börnin þó svo að allir geti nýtt sér eiginleika hans. „Foreldrar geta notað þetta sem skemmtilegan leik með börnunum sínum og teiknað flottar myndir,“ segir Rachel Pautler og bætir við að það sé oftar en ekki hrein ágiskun hvenær og hvort smyrja þurfi meiri sólarvörn á litlu krílin. Pautler stofnaði fyrirtækið CEO of Suncayr ásamt bekkjarfélögunum sínum úr Háskólanum í Waterloo, en penninn var hluti af lokaverkefni nemendanna í verkfræði. Nemend- urnir fengu það verkefni að búa til vöru sem myndi leysa raunveruleg vandamál sem þeir stæðu frami fyrir í lífinu. Penninn verður fáanlegur í september á heimasíðunni, en þar er einnig hægt að fylgjast með næstu skrefum sprotafyrirtækisins. Skrifað er um þennan nýstárlega penna í Huffington Post. Vefsíðan www.suncayr.ca Morgunblaðið/Ómar Sól Svokallaður sólarpenni gæti komið í veg fyrir sólbruna í framtíðinni. Listaverk teiknað á húðina með penna til að forðast sólbruna Sólarpenni Það er handhægt að grípa þennan með í töskuna. Finnska búðin opnar nýja verslun í Kringlunni þann 14. ágúst. Finnska búðin mun bjóða upp á enn meira úr- val af vörum frá hinu vinsæla merki Marimekko. Finnsku búðirnar verða því tvær á höfuðborgarsvæðinu. „Marimekko er best þekkta finnska fatamerkið og það er mjög ánægjulegt að geta boðið viðskipta- vinum okkar upp á enn meira Mari- mekko úrval en við höfum gert hing- að til,“ segir Maarit Kaipainen, einn af eigendum Finnsku búðarinnar, í til- kynningu. Auk vara frá Marimekko verða t.d. vörumerkin Iittala, Ivana Helsinki og Nokian-stígvél sem Ís- lendingar þekkja og Aarikka sem framleiðir skartgripi, fallegar eldhús- vörur og fleira. Finnska búðin hefur verið rekin á Laugavegi 27 í tæp þrjú ár og verður þar áfram. Hún hefur gengið vel og ljóst að Íslendingar kunna að meta finnska hönnun og auðvitað eru Múmínálfarnir alltaf vinsælir, segir enn fremur í tilkynningu. Finnska búðin opnar í Kringlunni Meira af finnskri hönnun, Marimekko og Múmínálfar Litríkar stelpur Eigendur Finnsku búðarinnar, þær Satu Ramo, Maarit Kaipai- nen og Piia Mettala, opna Finnsku búðina í Kringlunni í vikunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Hafðu samband og fáðu ráð Veislur eru okkar sérgrein ALHLIÐAVEISLUÞJÓNUSTA FYRIR HVERS KYNSVIÐBURÐI Árshátíðir Afmæli Brúðkaup Fundir Erfidrykkjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.