Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Flott í vetur Verð 7.995 Stærðir 36–41 Loðfóðraðir Verð 5.995 Stærðir 28–35 Með rennilás Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Njóttu þessara rólegu tíma. Upplýs- ingar morgundagsins eru úreltar. Heimspeki- legar vangaveltur og trú annarra vekja áhuga þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Kannaðu hvert mál vandlega áður en þú lætur til skarar skríða. Leyfðu þeim sem eru í kringum þig að greiða úr flækjunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert viðkvæmari fyrir umhverfi þínu en fólk í öðrum stjörnumerkjum. Kannski er það þitt hlutverk, eins og allra stjarna, að ögra kerfinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er sama með hverjum þú ert, þú laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímni- gáfuna líka. Vilji er það eina sem þarf og því spurning hvað þú vilt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Tilfinningagreindin leiðir þig ofar öllu aug- ljósu og í átt að snilldarlausn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur velt langtímamarkmiðum fyrir þér í allt sumar. Hugsanlega á það vel við í ástum að setja úrslitakosti. Nýtt skap- andi verkefni, keppni eða leikur gæti reynst gagnlegt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver hlutlaus mun hjálpa þér að sjá tilveru þína og horfast í augu við hvar þú stendur. Minntu sjálfa/n þig á hvers vegna þú ert að eltast við þín háleitu markmið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt fá vilja þínum framgengt í tengslum við eitthvað í sambandi við peninga og eignir. Gættu þess að bregðast þeim ekki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er mikil spenna milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Skoðaðu málið vel áður en þú tekur ákvörðun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu langtímaáætlanir í vinnunni í dag. Það eru til mun fleiri lausnir en þér get- ur dottið í hug. Vertu á réttu stöðunum og farðu á samkomur, í partí, á markaði – þar sem fólkið er. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver náinn þér finnst hann þurfa að keppa við þig. Hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf. Einhver sérstakur/ sérstök verður á vegi þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Staða þín í samfélaginu og mannorð hefur aukið vægi um þessar mundir. Reyndu að gera eitthvað nýtt í dag sem opnar þér nýja sýn á umhverfið. Á föstudaginn sendi GuðniÁgústsson SMS-skilaboð til nokkurra kunningja sinna, þar sem hann átti að vera veislustjóri á hand- verkssýningu frammi í Eyjafirði: „Vantar vísu um fuglahræður Ey- firðinga,“ en eyfirskir bændur höfðu sett upp fuglahræður við afleggjara að bæjum sínum í tilefni hátíðar- innar. Þar mátti sjá djáknann á Myrká, Bjössa á mjólkurbílnum og stúlkuna við brúsapallinn. Þessi svör bárust – og birt hér í stafrófsröð höf- unda: Halldór Blöndal: Flestum hér finnst Guðni gaur, gamna sér við það að stinga og festa hann á fúastaur: fuglahræðu Eyfirðinga. Sr. Hjálmar Jónsson: Guðni sem var frjáls og frí og fremsti kappi ótal þinga er nú farinn fyrir bý sem fuglahræða Eyfirðinga. Pétur Pétursson læknir: Í Eyjafirði aumt er stand og ýmislegt til mæðu ef þarf að sækja suðr’á land svona fuglahræðu. Loks bárust mér SMS-skilaboð frá Guðna: „Hjálmar tekur upp vörn fyrir mig og hrellir Pétur Pétursson: Fyrir sunnan finna má fuglahræður betri en hægt er ekki að hræða þá sem hafa vanist Pétri. Ármann Þorgrímsson orti þetta fallega ljóð „Gamla varðan“ og setti á Leirinn: Gleymast óðum gamlar leiðir gróið yfir forna slóð víða komnir vegir breiðir varnarlaus er einföld þjóð. Almenningur áfram dreginn illa launuð fjöldans störf ekkert sem að varðar veginn var þó sjaldan meiri þörf. Hugsa ég til horfins tíma hafði varðan stóran sess ef við stórhríð átti að glíma uppi á heiðum naut ég þess, sem að áður gamlir gjörðu gleymist stundum afrekið þeirra sem að þessa vörðu þreyttir hlóðu götu við. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir – og ekki að ástæðulausu! Túrhestar hér troða niður allt, trilljónir – og fjölgar hundraðfalt – en Vegagerðin veit hvað gera skal og vísar flestum inn á Hrafnkelsdal. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fuglahræður vörðuðu veginn Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ALVEG RÓLEGUR, ALVEG RÓLEGUR. ÉG ER HÉR TIL AÐ LAGA GLUGGANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera ennþá bernskupar. GÓÐUR DAGUR FYRIR... ÉG ÆTLA AÐ SEGJA „EKKERT“. ÆTLI ÞEIR HAFI VITAÐ AÐ VIÐ VORUM Á LEIÐINNI? HÁTÍÐ SKYGGNRA Í DAG OFUR FÖT OFURMAN NA FÖT ÚTSALA KARLADE ILD Víkverji sá býsna merkilega kvik-mynd á dögunum, The Road Within eða Innri vegferð. Hún fjallar um þrjú ungmenni sem strjúka af meðferðarstofnun. Um er að ræða tvo drengi og eina stúlku. Annar drengjanna er með Tour- ette-heilkennið en hinn þjáist af snertifælni, hreingerningaræði og almennri þráhyggjuáráttu. Stúlkan glímir við átröskun. x x x Fljótt á litið virðast drengirnirvera mun verr á sig komnir enda hegðun þeirra á köflum mjög sérkennileg. Sá með þráhyggjuár- áttuna fær til að mynda flog um leið og einhver kemur inn til hans á skónum. Þá þarf hann iðulega að opna og loka öllum hurðum fjórum sinnum áður en hann fer inn eða út. Tourette-maðurinn er með af- brigðum orðljótur og þarf að víkja úr útför móður sinnar eftir að hafa í einu kastinu sagt prestinum að steinþegja og kallað hann barna- níðing. Faðir hans hvarf niður úr gólfinu af skömm. x x x Fljótlega kemur hins vegar í ljósað stúlkan er langveikust enda átröskun grafalvarlegur sjúkdómur sem erfitt getur verið að komast í veg fyrir. Zoë Kravitz, dóttir ofur- töffarans Lennys, fer afar vel með hlutverk stúlkunnar, en hún mun um tíma sjálf hafa glímt við átrösk- un. x x x Víkverji fann til með Thibaud Courtois, markverði Chelsea, þegar honum var vikið af velli fyrir að bregða sóknarmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Klárt brot og kannski gult spjald en aldrei rautt enda þótt reglan krefjist þess. Enn eitt æpandi dæmið um að breyta þurfi þessari fáránlegu reglu. Hversu lengi ætla knatt- spyrnuyfirvöld í þessum heimi að humma þetta réttlætismál fram af sér? Og nei, Víkverji heldur ekki með Chelsea. Þetta sjónarmið hans hef- ur ekkert með það að gera. Heldur almenna skynsemi og réttlæti. víkverji@mbl.is Víkverji Því að orð Drottins er áreiðanlegt og öll hans verk eru í trúfesti gerð. Sálmarnir 33:4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.