Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 ✝ Dagfríður H.Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 29. apríl 1946. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 31. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dór Dagur Hall- dórsson, f. 3. febrúar 1914, d. 7. ágúst 1966, og Fanney Benediktsdóttir, f. 7. mars 1921, d. 6. janúar 1962. Bróðir Dagfríðar var Benedikt Halldórsson, f. 22. apríl 1944, d. 20. ágúst 1987. Eftirlifandi eig- inkona Benedikts er Guðlaug H. Pétursdóttir og sonur þeirra er as, f. 3. maí 2001. Ragna Péturs- dóttir, f. 19. apríl 1972, gift Hannesi Páli Guðmundssyni, f. 25. apríl 1975, synir þeirra eru Pétur, f. 5. nóvember 2006, og Guðmundur, f. 25. nóvember 2012. Dagfríður ólst upp og bjó í Kleppsholtinu og lauk prófi frá Langholtsskóla og síðar Kvennaskólanum í Reykjavík. Árið 1966 lauk hún prófi í snyrtifræði í Lundúnum. Dag- fríður vann utan heimilis á með- an heilsan leyfði, á snyrtistofu og svo um árabil hjá Sævari Karli en lengst af vann hún hjá Lífeyrissjóði arkitekta. Dag- fríður hafði yndi af tónlist og söng með Söngsveitinni Fíl- harmóníu á árum áður. Hún var ein af stofnendum Félags nýrna- sjúkra og var fyrsti formaður þess félags. Útför Dagfríðar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 11. ágúst 2015, kl. 13. Halldór Dagur. Þann 6. desem- ber 1969 giftist Dagfríður Pétri Sigurðssyni, f. 18. október 1943. For- eldrar hans voru Sigurður Kristjáns- son, f. 14. apríl 1885, d. 27. maí 1968, og Ragna Pétursdóttir, f. 14. ágúst 1904, d. 21. nóvember 1955. Dætur Dagfríð- ar og Péturs eru: Fanney Pétursdóttir, f. 17. maí 1968, gift Agli Má Markússyni, f. 25. október 1964, börn þeirra eru Jason, f. 5. desember 1989, Sunna, f. 28. júní 1995 og Tóm- Þvílík þrautseigja, þvílíkur lík- ami, þvílík kona! Elsku mamma, þessi brekka var greinilega of brött og löng, en þær hafa nú margar verið það í gegnum tíðina og þú komist yfir þær en ekki nú. Það eru sko blendnar tilfinningar, ofsalegur léttir fyrir þína hönd og fegurðin að sjá líkamann þinn friðsælan og án þjáningar aðfara- nótt föstudagsins 31. júlí þegar þú kvaddir þennan heim í svefni með mikilli reisn er ólýsanleg. En sársaukinn og tómarúmið er líka ólýsanlegt. Auðvitað hefur líf okk- ar allra markerast mikið af veik- indum þínum undanfarin ár og áratugi, ef það var ekki eitthvað eitt þá var það eitthvað annað. En ég ætla að muna þig mamma sem fallegu, flottu, duglegu, góðu, fé- lagslyndu, gjafmildu, handlögnu, baráttuglöðu konuna með or- ange-rauða varalitinn. Fagurkeri fram í fingurgóma. Ég ætla að muna maraþonsímtölin okkar, mislöng en yfirleitt dagleg. Ég er óendanlega þakklát fyrir að þú gast hitt og kynnst litlu strákun- um mínum, þó ég hafi verið hund- gömul þegar ég fór í þann bransa. Ég er þakklát fyrir að þú náðir 69 ára aldri, það er í raun krafta- verk. Elja þín og stórkostleg umönnun og stuðningur pabba alla tíð ásamt frábærum hóp heil- brigðisstarfsmanna er því að þakka, þverfaglegri verða hlut- irnir varla. Þar fór fremstur með- al jafningja Runólfur Pálsson, en mig langar einnig að nefna Ingu S. Þráinsdóttur, Ingvar H. Ólafs- son, Eirík Jónsson, alla hjúkrun- arfræðinga og starfsfólk í umönn- un á blóðskilun, hjartagátt, göngudeild hjartabilunar og víðar en síðast en ekki síst á hjartadeild 14E þar sem við vorum allan júl- ímánuð. Takk, takk, takk elsku allir fyrir allt og allt. Mamma, takk fyrir að fæða mig í þennan heim, lífið er ynd- islegt þó þetta séu þung spor núna. Ég veit að þér fannst afar miður að við deilum stórum hlut sem er afar sjaldgæfur en eins og ég sagði stundum við ykkur pabba, þetta er ekkert mál og engin ástæða að vera leiður, þetta er verkefni í því stóra samhengi sem lífið er. Ragna. Í lífinu velur maður ekki alla sína samferðamenn, þannig er það t.d. með tengdaforeldra, þeir fylgja með makanum. Ég vann í tengdaforeldra-lottóinu fyrir 27 árum þegar ég eignaðist Systu og Pétur sem tengdaforeldra. Tvær frábærar manneskjur sem hefur verið ómetanlegt að hafa með sér í gegnum lífið. Nú er hún Systa fallin frá 69 ára gömul sem er ekki hár aldur en þegar tekið er tillit til allra veikindanna sem Systa hefur glímt við, þá er þetta ótrúlegt. Þegar ég kynntist Systu 1988 þá var hún búin að missa annað augað, átti eftir 1/5 af öðru nýr- anu og var víst búin að fara í alls konar aðgerðir. Þetta var nú ekk- ert sem hún ræddi við mann enda ekki manneskja sem kvartaði. Eina sem ég tók eftir var að Systa spáði töluvert í mataræði, eitt- hvað sem var ekki komið í tísku eins og nú til dags. Systa var ofboðslega skemmti- leg manneskja, hafði áhuga á allt og öllum, alltaf gaman að sitja og spjalla við hana. Hún var alltaf tilbúinn með nýtt umræðuefni ef það kom hlé en hún kunni líka að hlusta. Hún fylgdist sérstaklega vel með okkur sem vorum henni næst og var alltaf að passa upp á að allt væri í lagi. Árið 2002 kom bakslag í veik- indin, því þá gafst litli nýrnabút- urinn upp og Systa þurfti að fara að mæta í blóðskilun þrisvar í viku. Aldrei kvartaði Systa en þetta tók mjög á, dagarnir sem hún þurfti að fara í vélina voru mjög erfiðir. En þarna fór ég að sjá hvað lífsvilji skiptir miklu máli, Systa hafði ótrúlegan lífsvilja, þrjósku myndu sumir kalla þetta. Hún fór vel eftir öllum leiðbeiningum um mataræði og vökvainntöku. En þó þessar blóðskilunarvélar geri kraftaverk þá er þetta gríðarlegt álag á líkam- ann og Systu hrakaði á þessum tíma sem hún var í vélinni. Árið 2008, eftir sex ár í vélinni var samþykkt að Systa fengi nýtt nýra og það var hún elsku Fanney mín sem gaf mömmu sinni nýra. Lífsgæði Systu urðu miklu betra eftir þetta en ég veit samt að Systa var að vonast eftir meiri bata. Sem dæmi um ákveðni Systu um að njóta lífsins og láta ekki veikindin stoppa sig, þá komu hún og Pétur í heimsókn til okkar Fanney í Abu Dhabi í janúar 2014. Þetta er langt og erfitt ferðalag og við höfðum miklar áhyggjur af henni nokkrum sinn- um á leiðinni en Systa hristi þetta af sér og sat kát og hress hjá okk- ur í sólinni í tæpar þrjár vikur. Núna síðustu mánuðina dró hratt af Systu, hjartað var orðið þreytt eftir allt álagið. En Systa var ákveðin í að mæta í ferm- inguna hjá honum Tómasi okkar og það gerði hún 28. júní, þremur dögum seinna var hún komin inn á spítala og kom ekki til baka. Í öllu þessu má ekki gleyma að hún Systa var alveg svakalega vel gift því hann Pétur tengdapabbi er búinn að hugsa mjög vel um hana í gegnum öll veikindin. Núna síðustu árin eftir að hann hætti að vinna hefur þetta verið hans aðalstarf. Systa er í mínum huga mesta hetja sem ég hef kynnst, var ótrú- lega sterk í gegnum öll veikindin og sýndi og sannaði fyrir mér að með sterkum lífsvilja er hægt að komast í gegnum ótrúlegustu hluti. Það má ekki heldur gleyma að þakka öllu því frábæra fólki sem vinnur í íslenska heilbrigðiskerf- inu fyrir þeirra hlut í að langveikt fólk eins og Systa nær að lifa góðu lífi miklu lengur en áður þekktist. Í tilfelli Systu er það sérstaklega læknar, hjúkrunarfólk og aðrir starfsmenn tengdir nýrnadeild- um spítalanna. Að lokum vil ég þakka Systu fyrir samfylgdina í gegnum lífið, fyrir að hafa verið frábær tengda- mamma og amma barnanna okk- ar Fanney. Blessuð sé minning Systu. Egill Már Markússon. Dagfríður eða Systa, sem var hennar gælunafn, er látin eftir langvarandi veikindi. Hún greindist ung með ættarsjúkdóm sem hún hefur barist hetjulega við öll árin, alltaf haft betur og risið upp á ný þar til nú. Þegar ég hugsa um Dagfríði er það fyrsta sem kemur í huga minn alveg ótrúleg seigla, þrautseigja, styrk- ur og lífsvilji. Hún var lagleg kona, sérlega smekkleg í klæða- burði og ávallt vel förðuð. Hún lærði ung snyrtifræði og vann við það í nokkur ár og síðar m.a. í þekktum tískuverslunum. Heimili hennar og fjölskyldunnar var ein- staklega smekklegt enda hafði hún sterka skoðun á því hvernig hún vildi hafa hlutina. Dagfríður var gift Pétri frænda mínum, við vorum jafnöldrur og Pétur og eig- inmaður minn voru einnig jafn- gamlir. Við áttum börn á svipuð- um aldri og dvöldum saman með börnin í sumarbústað fjölskyld- unnar á Þingvöllum á sumrin. Það voru góðir tímar og gott að eiga þær góðu minningar. Við áttum einnig margar góðar samveru- stundir síðar, án barnanna, þegar þau voru uppkomin. Dagfríður var sú fyrsta sem ég hringdi í þegar eiginmaður minn hafði greinst með krabbamein. Ég vissi að ég þurfti að sýna mikinn styrk og því hringdi ég í Dagfríði sem hafði misst báða foreldra sína og bróður sinn fyrir utan að verða sí- fellt fyrir áföllum af sjúkdómi sín- um. Ég trúði því að hún gæti miðl- að og kennt mér hvernig ég gæti komist sterk í gegnum áfallið, verið sterk fyrir bæði manninn minn, börnin okkar og fjölskyld- una. Hún brást mér ekki. En nú er komið að leiðarlokum. Líkaminn var búinn, gat ekki meira. Hún náði síðustu árin að gera ótrúlega hluti þrátt fyrir veikindi, m.a. að ferðast alla leið til Abu Dhabi til að heimsækja eldri dóttur sína. Einnig mætti hún í fjölskylduveislur, ef þrekið leyfði, og fylgdist vel með öllu og öllum sem voru henni kærir. Pét- ur hefur verið hennar styrkur og stoð alltaf og ekki síst síðustu árin eftir að veikindi hennar ágerðust og hún þurfti mikla aðstoð. Hann hefur sýnt ótrúlegt þrek, þolin- mæði og blíðu við umönnun á veikri konu sinni, það ber ekki að vanmeta það. Dagfríður var heppin að eiga hann að. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf.ók) Ég þakka Dagfríði samfylgd- ina í þessu lífi og votta Pétri, dætrunum Fanneyju og Rögnu og þeirra fjölskyldum innilega samúð mína. Megi Dagfríður okk- ar hvíla í friði. Guð blessi minn- ingu hennar. Lára Kjartansdóttir. Kær vinkona, Dagfríður Hall- dórsdóttir, lést 31. júlí sl. eftir löng og erfið veikindi. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg eftir rúmlega 50 ára kynni, sem hófust þegar við settumst á skólabekk í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Systa, eins og Dagfríður var alltaf kölluð, var jafnan hæglát og róleg, en það fór ekki fram hjá neinum að undir niðri bjó húmor og það var alltaf stutt í glettni og hlátur. Að út- skrift lokinni héldum við bjart- sýnar út í lífið, fórum að vinna, eignast börn og buru og stofna heimili, en nokkru seinna greind- ist Systa með alvarlegan sjúkdóm sem átti eftir að setja mark sitt á líf hennar. Þrátt fyrir veikindin lét Systa engan bilbug á sér finna. Hún lærði snyrtifræði og starfaði í því fagi í nokkur ár og vann einnig lengi hjá Arkitektafélagi Íslands. Alls staðar skipti viðmót hennar og falleg framkoma miklu máli. Við hittumst oft, höfðum bekkjarkvöld, sem enn í dag eru kölluð svo þrátt fyrir að við séum frekar farnar að hittast yfir há- degisverði eða síðdegiskaffi. Hún var iðulega miðpunkturinn á bekkjarkvöldunum og sagði okk- ur frá því sem var að gerast í fjöl- skyldunni, ekki síst frá elsta barnabarninu, dóttursyninum Jason, og hinum barnabörnunum þegar þau komu til sögunnar því öll voru þau augasteinarnir henn- ar. Með aldrinum höfum við hist oftar og okkur er ljóst hve verð- mæt þessi langa vinátta er. Systa vildi alltaf vera með, það var ekki í hennar anda að gefast upp. Hún fylgdist vel með öllu og hafði frá mörgu að segja. Hún hafði mik- inn áhuga á tónlist og sótti tón- leika eftir því sem heilsan leyfði og það var gaman að heyra hana segja frá því þegar Pétur kom henni á óvart með því að bjóða henni á tónleika Álftagerðis- bræðra í Hörpu fyrir nokkrum árum. Hún las líka mikið meðan sjónin var í lagi og fylgdist með því sem gefið var út og núna síð- ustu árin naut hún þess að hlusta á hljóðbækur. Okkur er einkar minnisstætt þegar við fórum eitt sinn í helgardvöl í Hveragerði þar sem við vorum saman í bú- stað í miðjum bænum. Þar fórum við í gönguferðir og ókum Systu í hjólastól á misjafnlega greiðfær- um götum. Þegar heim var komið úr einni ferðinni var hún orðin þreytt og fór inn í herbergi að leggja sig, en við hinar sátum að spjalli í stofunni. Einhver ætlaði af tillitssemi að loka inn til henn- ar, en það var af og frá. Hún ætl- aði ekki að sofna, bara hvíla sig og vildi alls ekki missa af masinu í okkur. Systa hélt alltaf reisn sinni, hún var afar smekkleg, vel klædd, falleg og glæsileg kona. Heimili þeirra Péturs ein- kenndist auðvitað af sömu smekkvísi og núna síðast í mars 2014 bauð hún okkur heim í nýju fallegu íbúðina þeirra á Hrólfs- skálamel á Seltjarnarnesi. Þar áttum við einstaka stund sem ekki mun gleymast. Það er líka aðdáunarvert hvað Pétur hugsaði vel um hana, hann hafði meira að segja á orði að hann væri ánægð- ur að vera hættur að vinna og hafa meiri tíma til að sinna Systu betur. Við vottum Pétri, dætrun- um og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. En nú er Systa farin frá okkur, sofnuð svefninum langa og trú- lega verið hvíldinni fegin og vilj- um við kveðja hana með þessu fal- lega ljóði eftir Jóhann Jónsson. Þei, þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó, sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg, værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Kveðja frá 4. Z. Erla Þórarinsdóttir, Anna Kristófersdóttir, Jenný Jóhannsdóttir, Guðríður Þ. Valgeirsdóttir, Fríða Bjarnadóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir, Edda Magn- úsdóttir, Hulda Þorsteins- dóttir, Svanborg Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Aldrei hef ég byrjað jafn oft á og hætt síðan við minningargrein eins og nú. En í stað þess að gef- ast upp og skrifa ekkert, reyni ég að setja nokkur orð á blað, sem aldrei duga sem sú hinsta kveðja, sem ég hefði viljað. Í þau síðustu skipti á þessu ári, sem við Systa töluðum saman, var jafnerfitt og alltaf undanfarin ár að ímynda sér þjáningar hennar. Hún bar sig svo vel og var alltaf jafn sæt og yndisleg, talaði með léttleika um veikindi sín en spurði miklu frekar um líðan annarra. Ég tel mig mjög lánsama að hafa átt hana sem vinkonu. Mér þótti svo vænt um hana. Hún er ógleym- anleg. Við Systa kynntumst fyrir um fjörtíu árum, þegar ég flutti í blokkina í Álfheimum, þar sem hún bjó fyrir með sinni fjölskyldu. Dætur okkar voru jafnöldrur og urðu vinkonur. Strax í upphafi urðum við Systa góðar trúnaðar- vinkonur og þótt báðar værum við önnum kafnar og þrátt fyrir flutn- ing beggja úr Álfheimum og fjölda ára, hélst þessi andi ætíð á milli okkar. Við fylgdumst með börnum, lífi og tilfinningum hvor annarrar í öll þessi ár. Eitt símtal okkar á milli hin síðari ár varði oftast í um klukkutíma. Það er erfitt að sætta sig við að nú skuli ævi hennar vera lokið. Í huga mér eru öll lýsingarorð of fátækleg til þess að lýsa Systu, kjarki hennar, ljúfmennsku, ósér- hlífni og dugnaði í erfiðri baráttu við ýmsa sjúkdóma um árabil. Ég verð því að láta þetta nægja og sendi mínar dýpstu sam úð arkveðjur til Péturs, Fanneyjar og Rögnu. Eva Hreinsdóttir. Dagfríður H. Halldórsdóttir ✝ Kristín KjaranBremner fædd- ist í Kaupmanna- höfn 6. júní 1928. Hún lést á sjúkra- húsi í Norwich 2. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingvar Kristinn Tómasson Kjaran frá Vælugerði í Flóa og Rannveig Dýrleif Björnsdóttir Kjaran hús- freyja frá Ísafirði. Systkini Kristínar eru Björn Tómas Kjaran d. 2003, Anna Kjaran og Snorri Páll Kjaran. Hinn 24. september 1949 giftist Kristín fyrri eiginmanni sínum, Ólafi Ingibjörnssyni lækni, f. 1. júní 1928, d. 18. maí 2007. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ingv- ar Björn, f. 18.janúar 1950, maki Hulda Maggý Gunnarsdóttir, f. Catrina Hendry, f. 10. október 1961. Sonur hennar er Joe Hendry. Hinn 19. október 1965 giftist Kristín seinni eiginmanni sínum, Walter McFarlane Gillies Bremner, f. 27. júlí 1919, d. 30. nóvember 1995. Dóttir þeirra er Kristín Kjar- an Baker, f. 15. mars 1967, sam- býlismaður hennar er Michael Moore. Börn hennar eru Tomas Paul Baker og Imogen Kjaran Baker. Kristín (Níní) ólst upp í Reykjavík, hún gekk í Miðbæj- arskólann, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk stúdents- prófi frá MR 1949. Kristín starf- aði um nokkurra ára skeið við afgreiðslustörf í Reykjavíkur- apóteki og Apóteki Austur- bæjar. Kristín fluttist til Bretlands 1961 og bjó þar samfellt frá árinu 1965 seinustu árin í Nor- wich. Kristín verður jarðsungin í Norwich þann 19. ágúst næst- komandi. Minningarathöfn verður haldin í Garðakirkju í dag, 11. ágúst 2015, kl. 15. 6. september 1957, börn hennar eru: a) Birna Ruth Jó- hannsdóttir, maki Sigurður R. Árna- son, börn þeirra, Áslaug Sól, Björn Ingi og Marinó, b) Sóley Ragnars- dóttir, sonur Sindri Sær, c) Gunnar Sær Ragnarsson. 2) Jón Árni, f. 4. desember 1951, maki Kristín Ásmunds- dóttir, f. 25. mars 1956. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Guðlaug, gift Jóni Garðari Steingríms- syni, börn þeirra eru Steingrím- ur Árni og Heiðdís Freyja b) Ingibjörn Þórarinn, kvæntur Sigurrós Hörpu Sigurðardóttur, barn þeirra er Vigdís Bríet, c) Kristín Rannveig, unnusti Þeng- ill Björnsson. 3) Gunnar Þórar- inn, f. 18. október 1961. Maki „Komið sem fyrst í heimsókn til mín, mér þykir svo gaman þegar þið komið.“ Þetta voru kveðjuorð tengda- móður minnar þegar hún fór aftur heim til Norwich eftir góða daga hér á landi með fólkinu sínu í júlí sl. Heimsókn okkar til Norwich verður með öðru sniði en venjulega í þetta sinn, því komið er að kveðjustund. Tengdamóðir mín, Níní, kvaddi þessa jarðvist 2. ágúst sl. eftir stutt veikindi. Það er eins og Níní hafi fengið eina af síðustu óskum sína upp- fyllta með heimsókn sinni til Ís- lands í júlí sl. „Ég verð að koma og kveðja landið mitt, borða íslenskan mat, hitta ættingja og ekki síst vin- konurnar,“ sagði hún við okkur í síðustu heimsókn okkar til hennar fyrr á árinu. Þrátt fyrir búsetu í Bretlandi yfir 50 ár þá talaði Níní lýtalausa íslensku og hélt góðum tengslum við ættingja og vinkonurnar frá því í menntaskóla sem hún var í einstaklega góðu sambandi við og þótti svo vænt um. Níní var umhyggjusöm kona, hugsaði vel um fólkið sitt sendi gjafir reglulega og hélt góðu sam- bandi við fólkið sitt í Englandi, Skotlandi og Íslandi. Ég er þakklát fyrir okkar kynni og vináttu, skemmtileg símtöl og heimsóknir á báða vegu. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þökk og geri síð- ustu orð hennar til mín að mínum, „mér þykir svo vænt um þig.“ Runnin er upp kveðjustund mín kæra þú kölluð ert á Drottins dýrðar slóðir. Verndi þig allir englar góðir. Þakkir vil ég færa. Þakka vil ég Guði góðu árin. Gef að seinna aftur hittast megum. Þangað til við minningarnar eigum Þerra trega tárn. (IBÓ) Hulda Maggý. Kristín Kjaran Bremner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.