Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
✝ Guðrún Sveins-dóttir, hjúkr-
unarfræðingur,
fæddist að Reyni í
Mýrdal 7. septem-
ber 1928. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 2. ágúst
2015.
Guðrún var dótt-
ir hjónanna Sveins
Einarssonar, f. 11.
mars 1895, d. 31.
júlí 1974, bónda og kennara, og
Þórnýjar Jónsdóttur, f. 21. des-
ember 1893, d. 13. júní 1976,
húsfreyju. Systkini Guðrúnar
eru Jón, f. 2. apríl 1927, fv.
bóndi á Reyni, Guðbjörg, f. 16.
maí 1931, meinatæknir og Sig-
ríður Einars Sveinsdóttir, f. 28.
nóvember 1932, kennari.
Guðrún giftist 25. maí 1960
Hrólfi Ásvaldssyni, viðskipta-
fræðingi, f. 14. desember 1926,
d. 5. desember 1982. Foreldrar
hans voru Ásvaldur Þorbergs-
son, bóndi á Ökrum í Reykja-
Einar, f. 1987. 2) Hildur Björg,
f. 13. júní 1963, verkfræðingur.
Maður hennar er Ómar Ims-
land, f. 1. desember 1956, verk-
fræðingur og MBA. Synir Óm-
ars eru Ragnar, f. 1980, Birgir,
f. 1984, Gunnar Ölvir, f. 1986,
d. 2001, og Arnar, f. 1992.
Guðrún stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Laugar-
vatni 1944-1945. Lauk námi frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1954 og
framhaldsnámi í heilsuvernd
frá Statens Helsesösterskolen
Oslo 1958. Á áttunda áratugn-
um lærði Guðrún einnig svæð-
anudd. Hún var hjúkrunarfræð-
ingur við Landspítalann 1954--
1955, Stureby Vårdhem, Stokk-
hólmi 1955-1956, Lasarettet
Vånersborg 1956-1957, Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur frá
1958 og síðar út starfsævina
heilsuverndarhjúkrunarfræð-
ingur við Breiðagerðis- og
Réttarholtsskóla. Á sínum
yngri árum tók Guðrún þátt í
félags- og kjaramálum fyrir
hjúkrunarfræðinga. Hún var fé-
lagi í Guðspekisamtökunum frá
upphafi og tók virkan þátt í
starfi þeirra fram á dánardag.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 11. ágúst
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
dal, f. 11. október
1898, d. 18. ágúst
1949, og Sigríður
Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 15. apríl
1903, d. 5. apríl
1992. Dætur Guð-
rúnar og Hrólfs
eru : 1) Æsa, f. 19.
ágúst 1961, heils-
unuddari. Maður
hennar er Ingi
Hafliði Guðjónsson,
f. 19. mars 1964, matreiðslu-
maður og viðskiptafræðingur.
Fyrri maður Æsu er Hjörleifur
Sigurðarson, f. 25. október
1957, bóndi á Grænavatni í Mý-
vatnssveit. Börn Æsu og Hjör-
leifs eru: a) Brynja, f. 1. júlí
1983, sjúkraþjálfari, b) Arna, f.
16. febrúar 1988, landfræð-
ingur, c) Hrólfur, f. 18. nóv-
ember 1991, tölvunarfræð-
ingur. Unnusta hans er
Ástríður W. Ríkharðsdóttir, f.
1991. Börn Inga Hafliða eru
Dóra Björg, f. 1984, og Ingvi
Hvað er ein mannsævi? Örskot
í eilífðarhafi?
Við systkinin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fæðast og
alast upp hjá góðum foreldrum,
sem veittu okkur gott veganesti
út í lífið við leik og störf og nám.
Guðrún Sveinsdóttir hlaut í
vöggugjöf dugnað og drifkraft,
sem entist henni til æviloka. Hún
lauk námi frá Hjúkrunarskóla Ís-
lands. Eftir það fór hún til starfa
og frekara náms í Svíþjóð og
Noregi, þar sem hún lærði heilsu-
verndarhjúkrun.
Þegar Guðrún var við nám í
Noregi var þar einnig önnur ís-
lensk kona, Katrín Jónsdóttir að
nafni, ættuð frá Hraunkoti í
Landbroti. Hún var kennari við
Austurbæjarskólann í Reykjavík
og var þarna við nám í kennara-
orlofi. Áður en haldið skyldi heim
til Íslands ákváðu þær að fara í
skemmtireisu til Rómar.
Þegar þangað kom snerist
ferðin upp í andhverfu sína því að
þær smituðust af einhverri
hræðilegri veiki, sem hefur trú-
lega verið heilahimnubólga.
Katrín galt fyrir hana með lífi
sínu, en Guðrún barðist hér ein
við hana í leiguherbergi í Reykja-
vík, án þess að við fjölskyldan
vissum af fyrr en eftir á. Hún
hafði sig upp úr veikindunum og
komst á kreik, en hún bar aldrei
fyllilega sitt fyrra barr eftir
þetta.
Svo leið tíminn og hún stofnaði
fjölskyldu með Hrólfi Ásvalds-
syni frá Ökrum í Reykjadal. Þau
eignuðust tvær hjartkærar dæt-
ur, Æsu og Hildi Björgu.
Aðalstarfsvettvangur Guðrún-
ar var við Breiðagerðis- og Rétt-
arholtsskóla, þar sem hún var
skólahjúkrunarkona. Hún tók
líka oft aukavaktir á sjúkrahús-
um. Hrólfur lést langt fyrir aldur
fram árið 1982.
Guðrún var óspör á glaðlegt
viðmót, hjálpsemi og rausn, svo
það var alltaf eftirsóknarvert að
vera í návist hennar.
Ég nefndi áður, að dugnaður
hennar hafi enst henni til ævi-
loka. Hún lét sig ekki muna um
það að hreingera og mála hjá sér í
vor og sumar og daginn áður en
holskeflan skall yfir var hún úti í
garði að snyrta tré og runna,
manneskjan hátt á 87. aldursári.
Faðir og vinur alls sem er!
annastu þennan græna reit;
blessaðu, faðir! blómin hér,
blessaðu þau í hvurri sveit.
Vesalings sóley! sérðu mig,
sofðu nú vært og byrgðu þig;
hægur er dúr á daggarnótt,
dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku Gunna mín. Far þú í
friði, friður guðs þig blessi. Hafðu
þökk fyrir allt og allt, elsku systir.
Sigríður E. Sveinsdóttir.
Elskuleg móðursystir mín er
látin.
Þegar litið er um farinn veg, er
efst í huga þakklæti fyrir náin
tengsl. Þegar ég heimsótti Gunnu
tók hún mér opnum örmum og
alltaf fékk ég einhverjar góðgerð-
ir þó ekki væri nema létt spjall
þar sem oft var hlegið.
Í æsku minni fékk ég stundum
að gista hjá Æsu og Hildi, dætr-
um hennar og þá var glatt á
hjalla. Einnig þegar farið var í
lautarferðir og bíltúra um helgar
og seinna í sumarbústaðinn í
Mýrdalnum.
Hún var stoð og stytta
fjölskyldunnar og oft hægt að
leita til hennar ef eitthvað bjátaði
á.
Hrólfur eiginmaður Gunnu var
einnig einkar hlýlegur í minn
garð. Níska var eitur í hans bein-
um og þegar gest bar að garði
vildi hann að móttökur væru
höfðinglegar. Gunna stóð fyllilega
undir væntingum hans.
Myndarskap hennar var við
brugðið. Flestir í fjölskyldunni
áttu sparilök útsaumuð með
klaustri og harðangri eftir hana.
Einnig orkeraði hún og prjónaði
auk þess sem hún gerði heimili
sitt afar vistlegt.
Á efri árum fékk hún áhuga á
að skera út gler og setja saman
listaverk. Þannig gerði hún fjöl-
marga engla enda hneigðist hún
til guðspeki.
Gunna var víkingur til verka
og heilsuhraust fram í andlátið.
Hennar er sárt saknað.
Gunna mín elskuleg. Ég kveð
þig með trega í hjarta og þakka
þér fyrir allt. Hvíl í friði.
Þórný.
Snemma á jólaföstu árið 1962
bættist mér sú þekking að til
væru systur þrjár frá Reyni í
Mýrdal. Þær hétu Guðrún, Guð-
björg og Sigríður. Þetta hefði í
raun ekki þurft að teljast nein
stórtíðindi, en hér fór þó sem oft-
ar að atburðir sem ekki virðast
sérlega stórir eiga það til að
draga langan slóða. Að ári liðnu
vorum við Sigríður frá Reyni orð-
in hjón og farin að bolloka í kjall-
aranum á Laugateigi 16 í Reykja-
vík. Og þá hafði sjálf
Lífshamingjan barið að dyrum
hjá mér. (Já, Lífshamingjan, með
stórum staf). Betri lífsförunaut
en hana hefði ég ekki getað fund-
ið á öllu Íslandi og þótt víðar
hefði verið leitað. Og ekki heldur
betra mágafólk. Skemmtilegt,
glaðsinna og á allan hátt vel úr
garði gert frá náttúrunnar hendi,
enda hefur aldrei neinn skugga
borið á þau samskipti frá upphafi
og til þessa dags.
En nú hefur verið höggvið
skarð í litla hópinn okkar, að vísu
ekki óvænt. Guðrún mágkona
mín er dáin, eftir erfið veikindi.
Samt er eins og ég geti ekki trúað
þessu. Hvaða erindi á dauðinn
eiginlega við þessa sterku og táp-
miklu konu? Jú, ætli að hann sé
ekki að sýna okkur, ennþá einu
sinni, að það erum ekki við sem
ráðum, þegar á reynir.
Ekki held ég að við Guðrún
Sveinsdóttir höfum verið neitt
sérlega lík, sem ekki var heldur
von, enda óskyld með öllu. En eitt
áttum við þó sameiginlegt: Okkur
þótti báðum gaman að gantast og
láta eitt og annað fjúka. Allt var
það þó á léttum nótum og aldrei
var í því minnsti vottur af áreitni í
garð annars fólks, hvað þá ill-
kvittni. Þessu kunni ég afar vel,
því mér hefur alltaf leiðst þessi
broddur, sem of oft setur svip á
okkar „íslensku fyndni“.
Ekki ætla ég að rekja hér
starfsferil mágkonu minnar, það
munu aðrir sjálfsagt gera. Vissu-
lega var líf hennar oft ekki neinn
dans á rósum, en þá sást best hví-
lík hetja hún var og víkingur til
allra verka.
Erindi mitt með þessum línum
er aðeins að þakka Guðrúnu
Sveinsdóttur langa og góða sam-
fylgd og óska henni velfarnaðar á
nýjum leiðum.
Valgeir Sigurðsson.
Við vitum sjaldnast hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Örlögin höguðu því þannig að ég
var snögglega lögð inn á Land-
spítalann þar sem næst mér lá
Guðrún mágkona mín á eins
manns stofu, en hún hafði fengið
áfall nokkrum dögum fyrr. Veik-
indi mín voru væg en hennar al-
varlegri. Ég átti þess kost að
færa mig öðru hvoru að hennar
rúmi og eftir á að hyggja er ég
ákaflega þakklát fyrir þær kyrrð-
arstundir sem við áttum þar sam-
an.
Kynni okkar ná yfir meira en
hálfa öld, eða frá því að Hrólfur
bróðir minn kynnti hana sem
konuefni sitt. Eðlilega var bróðir
minn mjög upp með sér af glæsi-
leik Guðrúnar en líka mátti heyra
á honum stolt yfir skaftfellskum
ættum hennar úr Mýrdalnum þar
sem hún átti stóran frændgarð.
Ekki verður Guðrúnu full-
þakkað hve vel hún reyndist
Hrólfi á erfiðum tímum hans með
Bakkusi. Þó persónuleiki hans
hafi í raun verið töfrandi hefur
örugglega mikið reynt á sambúð-
ina á stundum.
Öll sumur þeirra Guðrúnar og
Hrólfs lá leið þeirra norður í
Akra í sumarleyfum. Koma
þeirra bar með sér ferskan blæ
ánægju og tilbreytingar. Guðrún
var heimsmanneskja, renndi fyr-
ir silung og lax og börnum þessa
tíma er það einna minnisstæðast
hve leikin hún var í að vefja sína
eigin vindlinga sem ultu óaðfinn-
anlegir út úr þar til gerðu appa-
rati. Þennan ósið lagði Guðrún þó
fljótlega á hilluna.
Guðrún var einstaklega heil-
steypt, hlý og góð manneskja.
Hún trúði á það góða í hverjum
manni og hugur hennar sveif á
stundum ofar því jarðneska. Hún
treysti á mátt hugans og líknandi
kraft handa sinna. Þessa alls varð
ég vel aðnjótandi og þegar ég
greindist með krabbamein fyrir
25 árum var hún tilbúin með hug
sinn og hendur að styðja góðan
bata minn. Alltaf síðan hef ég
notið þessarar líknar þegar leiðir
hafa legið saman.
Elsku Æsa, Hildur Björg og
Badda. Ég færi ykkur og fjöl-
skyldum ykkar innilegar samúð-
arkveðjur norðan frá Ökrum.
Missir ykkar er mikill en minn-
ingin um góða móður, systur,
tengdamóður og ömmu mun
verma hug ykkar um ókomin ár.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Sveinsdóttur.
Þuríður Ásvaldsdóttir.
Það er með sorg í hjarta að ég
kveð Guðrúnu Sveinsdóttur,
kæran vin, samstarfsmann og
einlægan starfsmann ljóss og
kærleika. Guðrún starfaði með
Guðspekisamtökunum í Reykja-
vík, Nýju Avalon miðstöðinni í
rúm 30 ár. Hún var ein af fyrstu
nemendum Norræna heilunar-
skólans þegar hann hóf starfsemi
sína í Reykjavík í janúar 1985. En
skólinn var undanfari stofnunar
Nýju Avalon miðstöðvarinnar
sem áður hét Ljósheimar. Guð-
rún var um 30 ára skeið ein af
máttarstólpum þess starfs sem
miðstöðin stendur fyrir sem er að
færa kærleika og ljós út í heiminn
í formi heilunar, kennslu í guð-
speki o.fl. Einlæg tryggð Guð-
rúnar og óeigingjarnt starf henn-
ar í þágu miðstöðvarinnar er
okkur ákaflega kær minning nú
þegar við kveðjum þig, elsku
Guðrún. Margar góðar minning-
ar koma upp í hugann, m.a. þau
skipti sem Guðrún kenndi í heil-
unarskólanum um blómadropa.
Blíð og umvefjandi nærvera
hennar umvafði okkur öll og allt-
af var stutt í bjart brosið og dill-
andi hlátur hennar. Um leið
minnist ég einnig hversu sterk
Guðrún var.
Þrátt fyrir veikindi af og til á
síðari árum stóð hún alltaf sína
vakt og lét á engu bera þó ljóst
væri að líðan hennar væri ekki
alltaf góð. Við eigum Guðrúnu
mikið að þakka. Megi góður Guð
umvefja þig elsku Guðrún og
blessa þig og fjölskyldu þína.
Fyrir hönd Nýju Avalon mið-
stöðvarinnar,
Eldey Huld Jónsdóttir.
Guðrún
Sveinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR KONRÁÐSSON,
Suðurlandsbraut 58,
áður Njörvasundi 31, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut
fimmtudaginn 6. ágúst.
.
Ragnheiður Halldórsdóttir,
Helga M. Arnarsdóttir, Þorsteinn Helgason,
Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug H. Konráðsdóttir,
Halldór Ingólfsson, Elísabet Þ.Á.M. Pétursdóttir,
Ásberg K. Ingólfsson, Þórhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín og móðir,
MAGNEA KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR,
Fjólukletti 3,
Borgarnesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
föstudaginn 7. ágúst. Jarðsett verður
frá Borgarneskirkju mánudaginn 17. ágúst.
.
Ragnar Ingimar Andrésson,
Gréta Bogadóttir.
Dóttir mín og systir mín,
SÓLVEIG ANSPACH
kvikmyndagerðarkona,
lést í La Drome í Frakklandi 7. ágúst.
Jarðarförin fer fram þann 11. ágúst
í Frakklandi.
.
Högna Sigurðardóttir Anspach,
Þórunn Edda Anspach,
Clara Lemaire Anspach (dóttir Sólveigar).
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Baldursgötu 12, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn
sunnudag. Útför hennar fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn
17. ágúst kl. 15.
.
Haraldur Birgir Ingólfsson,
Kristín Pálína Ingólfsdóttir, Sigurður Guðnason,
Inga Björk Ingólfsdóttir, Jón Þór Helgason,
Jón Arnar Ingólfsson,
Elín Þóra Ingólfsdóttir, Bjarni Bjarnason,
Steinunn Guðlaug Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, systir og amma,
ELÍN KOLBEINSDÓTTIR,
Fróðengi 1,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. ágúst 2015, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 13.
.
Grétar Zóphaníasson,
Hjálmar Árnason,
Kolbeinn Árnason, Harpa Barkar Barkardóttir,
systkini og ömmubörn.
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
AUÐUR ANGANTÝSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
sem lést sunnudaginn 2. ágúst, verður
jarðsungin frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn
13. ágúst kl. 15.
.
Ibsen Angantýsson, Hulda Guðmundsdóttir,
Bára Angantýsdóttir, Einar Sigurgeirsson,
Guðrún Angantýsdóttir, Viðar Már Matthíasson,
systkinabörn og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SELMA SAMÚELSDÓTTIR,
lést föstudaginn 31. júlí.
Jarðarförin fer fram föstudaginn 14. ágúst
kl. 13 frá Neskirkju. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á MS-félag Íslands.
.
Kolbeinn J. Ketilsson, Unnur A. Wilhelmsen,
Ólafur B. Ketilsson, Brynhildur Á. Harðardóttir,
Katla Mist Ólafsdóttir, Ottó Loki Ólafsson.