Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
BAKSVIÐ
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Ingveldur Guðmundsdóttir, formað-
ur stjórnar Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, segir áframhaldandi
gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum
ekki vera eitthvað sem hún setji fyr-
ir sig komi til tvöföldunar ganganna.
Forsvarsmenn Spalar, sem nú
reka og eiga Hvalfjarðargöngin,
hafa lýst yfir áhyggjum af því að
göngin nálgist þolmörk sín er varðar
fjölda farartækja sem fara um göng-
in. Uppgreiðslu lána Spalar vegna
gerðar ganganna á sínum tíma lýkur
árið 2018 og verða ríkinu afhent
göngin til eignar árið 2019.
Líkt og fram hefur komið í máli
Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns
Spalar, og Gylfa Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins, í Morgun-
blaðinu á undanförnum árum má
umferð í göngunum ekki fara yfir
2,92 milljónir farartækja á ári, eða
átta þúsund farartæki að meðaltali á
dag, án þess að göngin færist upp
um öryggisflokk.
Vilja tvöföldun án vegatolla
Í febrúar 2014 mótmælti bæjarráð
Akraneskaupstaðar öllum hug-
myndum um áframhaldandi gjald-
töku í Hvalfjarðargöngum eftir að
þau verða afhent ríkinu. Sagði bæj-
arráðið að íbúar á Akranesi og Vest-
urlandi gætu ekki einir landsmanna
búið við sérstakar álögur vegna
nauðsynlegra úrbóta á göngunum.
Þó taldi bæjarráð það mikilvægt að
huga þegar að tvöföldun ganganna í
því skyni að auka öryggi vegfarenda.
Viðmiðið um átta þúsund far-
artækja hámark er ættað úr Evr-
óputilskipun frá 2004 að sögn Gísla
Eiríkssonar, forstöðumanns jarð-
ganga hjá Vegagerðinni. Raunveru-
lega er þó um að ræða undantekn-
ingarákvæði sem Norðmönnum var
veitt, en Íslendingar fengu einnig að
nýta sér, segir hann.
„Þeir ákváðu að gefa afslátt af
neyðarútgöngum í umferðarlitlum
göngum og settu mörkin í átta þús-
und bíla,“ segir Gísli. Ástæða und-
anþágunnar er að í Noregi er mikið
af umferðarlitlum jarðgöngum á
sama tíma og Evróputilskipunin var
gerð fyrir Alpana að sögn Gísla en í
Ölpunum hafa komið upp mann-
skæðir eldsvoðar í jarðgöngum.
Ekki þykir hagkvæmt að ráðast í
gerð neyðarútganga án þess að ráð-
ist verði í tvöföldun ganganna, og
hefur Spölur til að mynda ekki látið
athuga hver kostnaðurinn yrði við
gerð neyðarútgangs eins og sér.
Áætlaður kostnaður við gerð nýrra
ganga hleypur á bilinu 8 til 10 millj-
arðar króna samkvæmt skýrslu frá
árinu 2008, að því er kom fram í máli
Gísla Gíslasonar, hjá Speli, í viðtali
við Morgunblaðið í síðustu viku.
Hvenær „springa“ göngin?
Erfitt er að leggja mat á það hve-
nær það gerist nákvæmlega að
Hvalfjarðargöngin koma að þol-
mörkum sínum í núverandi mynd.
Bæði er það vegna þess að núver-
andi viðmið er meðaltal af fjölda yfir
allt árið og hins vegar vegna þess að
erfitt er að spá fyrir um umferðar-
aukninguna á næstu árum.
Forsvarsmenn Spalar segja að
göngin springi fljótlega og huga
þurfi strax að tvöföldun þeirra á
sama tíma og Gísli Eiríksson hjá
Vegagerðinni telur að þolmörk
ganganna séu nær því að vera eftir
15 ár.
Sé miðað við að aukning síðustu
tveggja ára (2,65%) haldi áfram að
óbreyttu má gera ráð fyrir því að
göngin séu „sprungin“ innan 16 ára,
eða árið 2031, þegar meðaltalið fer
yfir átta þúsund bíla á sólarhring.
Þetta er miðað við meðalfjölda á dag
árið 2014 sem var 5.311 bílar.
Til gamans má geta að haldi fjölg-
un farartækja í göngunum í júlí-
mánuði áfram með sama hætti og á
milli 2014 og 2015 verður dags-
meðaltal í göngunum rúmlega sex-
falt á við meðaltal júlímánaðar í ár,
eða 50 þúsund bílar á dag árið 2031.
Umferð í göngunum jókst um 12
prósent í júlí á milli ára og hafa aldr-
ei farið eins margir bílar um göngin
og í júlí 2015.
Tvöföldun tekur allt að fimm ár
Fyrir liggur frumhönnun nýrra
ganga sem liggja myndu samsíða
núverandi göngum. Í tilkynningu frá
Speli árið 2008 segir að gert sé ráð
fyrir því að bergveggurinn milli nú-
verandi og nýrra ganga verði að
jafnaði 25 metrar og að bergþekjan
ofan við nýju göngin verði alls staðar
yfir 30 metrar.
Gísli Eiríksson telur að ferlið við
gerð nýrra ganga taki allt að fimm
ár. Á hann þar við endanlegrar
hönnunar, rannsóknir og útboð.
„Svona verkefni tekur allt með
öllu allt að fimm ár,“ segir Gísli og
vísar þar til þess að undirbúningur
sé allt að tvö ár á meðan fram-
kvæmdirnar sjálfar séu í þrjú ár.
Gísli Gíslason segist þeirrar skoð-
unar að öryggismálin í göngunum
séu það mikils virði fyrir samfélagið
að það réttlæti gjaldtöku með ein-
hverjum hætti í umferðinni og að
verði það ekki gert séu meiri líkur á
að ekki verði farið í þessa fram-
kvæmd í náinni framtíð.
Hvað þola göngin?
Bæjarráð Akraneskaupstaðar og forsvarsmenn Spalar vilja tvöföldun Hval-
fjarðarganga Komið að þolmörkum fyrir 2031 miðað við núverandi þróun
Ný Hvalfjarðargöng Gerð nýrra jarðganga gæti tekið allt að fimm ár, segir Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni. Hann telur þó að ekki sé enn komið að þolmörkum.
Morgunblaðið/Sverrir
Hvalfjarðargöng Tæplega tvær milljónir farartækja fóru um Hvalfjarðar-
göngin árið 2014, eða að meðaltali rúmlega 5.300 bílar á sólarhring.
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Virkar strax
1972
Möguleg göng undir Hvalfjörð
nefnd í fyrsta sinn í opinberri
skýrslu, hjá nefnd á vegum
samgönguráðherra er fjallaði
um bættar samgöngur milli
höfuðborgarsvæðisins og
Vesturlands.
1987
Fram kemur í skýrslu að göng
undir Hvalfjörð séu mjög lík-
lega þjóðhagslega hagkvæm.
1987-1990
Vegagerðin kannar hugs-
anlega jarðgangagerð í Hval-
firði.
1988-1989
Íslenska járnblendifélagið,
Sementverksmiðjan og Kraft-
tak hefja athugun að eigin
frumkvæði. Ístak kannar
möguleika á botngöngum.
1990
Skýrsla starfshóps samgöngu-
ráðherra segir tengingu undir
eða yfir fjörðinn fýsilegan og
arðsaman kost.
Vegagerðin, Járnblendifélagið
og Akranesbær stofna félag
um jarðgangagerð.
1991
Hlutafélagið Spölur stofnað
25. janúar. Rannsóknir fara
fram næstu tvö árin.
1994
Spölur býður verkið út. Samið
við Fossvirki;verktakahóp á
vegum Ístaks, Skånska AB og
E. Phil & Sön AS.
1996
Jarðgangagerð hefst. Fram-
kvæmdin gagnrýnd harkalega
í fjölmiðlum.
1998
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra opnar göngin 11. júlí.
Langur
aðdragandi
GÖNG UNDIR HVALFJÖRÐ