Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
LOUIS ARMSTRONG
HEIÐURSTÓNLEIKAR
Í HÖRPU 16. ÁGÚST
Í ár eru 50 ár liðin frá því að Louis Armstrong
heimsótti Ísland og hélt tónleika í Háskólabíói.
Þess verður minnst með tónleikum, Armstrong
til heiðurs, sunnudaginn 16. ágúst kl. 16.00
í Norðurljósasal Hörpu.
Á tónleikunum verða flutt mörg af þekktustu
verkunum frá ferli Louis Armstrong með All-Stars
hljómsveitinni og efni frá fyrstu árum Armstrong
þegar hann spilaði með Hot Five og Hot Seven.
Hægt er að kaupa miða með því að fara inná:
bit.ly/moggaklubbur-jazz
og í síma 528 5050 eða framvísa
Moggaklúbbskorti í miðasölu Hörpu.
Fullt verð 3.900 kr.
MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.900 kr.
MOGGAKLÚBBUR
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
12.–16. ÁGÚST 2015
REYKJAVÍKJAZZ.IS
Sigtryggur Baldursson
Ragnheiður Gröndal
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Í Finnafirði hafa þrír starfsmenn
frá verkfræðistofunum Vista og
Eflu unnið að uppsetningu á mæli-
og rannsóknartækjum vegna áætl-
ana um hugsanlega stórskipahöfn í
firðinum. Reiknað er með þriggja
til fjögurra daga vinnu en veð-
urskilyrði hafa ekki verið upp á
það besta, rigning og dimm þoka.
Settar eru upp veðurstöðvar
beggja vegna Finnafjarðar og
reistir fastmerkjastöplar til land-
mælinga, tveir sunnan fjarðarins
og einn að norðan. Einnig eru
teknar prufuholur til að kanna
dýpi niður á fast og skoða jarðlög
en öflug beltagrafa var á svæðinu.
Friðrika Marteinsdóttir, jarð-
fræðingur hjá Verkfræðistofunni
Eflu, segir að næsta skref sé að
vinna úr upplýsingum frá þessum
stöðvum en veðurstöðin er þegar
farin að safna gögnum. Í fyrra fóru
fram rannsóknir á gróðurfari og
fuglalífi á svæðinu en öllu meiri
framkvæmdir eru nú í gangi með
uppsetningu á þessum tækjabún-
aði.
Í fyrrasumar opnaði Efla verk-
fræðistofa starfsstöð á Þórshöfn og
er hún liður í því að efla EFLU á
Langanesi í tengslum við aukin
umsvif á svæðinu, bæði á Þórshöfn
og í Finnafirði, eins og segir á
heimasíðu Eflu.
Morgunblaðið/Líney
Gunnólfsvík Starfsmenn Vista-verkfræðistofu setja upp veðurstöð í norð-
anverðum Finnafirði en önnur stöð verður sett upp sunnan við fjörðinn.
Setja upp mæli-
tæki í Finnafirði
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Komist hefur verið að samkomulagi
um hækkun á launum starfsmanna
Elkem fyrir árin 2015 og 2016. Laun
munu því hækka um 6,5% í ár en
5,5% hinn 1. janúar 2016. Fyrir
höfðu starfsmenn fengið 2% af þeirri
hækkun sem kemur til á árinu og því
mun launahækkunin ársins í ár
nema 4,5% aukalega.
Eru umræddar hækkanir hluti af
kjarasamningi sem Verkalýðsfélag
Akraness gerði við Elkem. Í þeim
samningi fólst meðal annars að laun
skyldu hækka um rúm 9% á fyrsta
ári, en launahækkanir fyrir 2015 og
2016 skyldu taka hlutfallslega mið af
launahækkunum sem um semdist á
hinum almenna vinnumarkaði.
Hækkanir meiri en búist var við
Í frétt á vef Verkalýðsfélags Akra-
ness segir að heildarhækkanir muni
því nema um 22% á þriggja ára
samningstímabili eða að meðaltali
7,6% á ári. Segir þar að formaður fé-
lagsins hafi gert ráð fyrir að launa-
hækkanir fyrir árin 2015 og 2016
yrðu á bilinu 3,5-4%, en hækkunin
varð öllu meiri.
Laun hækka
um 22% í Elkem
Samkomulag um hækkanir í höfn
Ljósmynd/Steinar H.
Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson
formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Unnur Guðjónsdóttir hyggst bjóða
skólabörnum upp á að sækja Kína-
safn sitt heim á komandi skólaári.
Þetta segir Unnur í samtali við
Morgunblaðið, en í gær bauð hún til
veislu í tilefni af 75 ára afmæli sínu.
Safnið, sem er staðsett við Njáls-
götu, hefur að geyma marga fágæta
muni að sögn Unnar.
„Sérstaklega í samanburði við
söfn í Kína. Ég hef getað náð í þessa
muni á uppboðum í Svíþjóð þar sem
börn og barnabörn sænskra trú-
boða, sem tóku þessa muni heim frá
Kína þegar kommúnistarnir vísuðu
þeim úr landi, eru að bjóða þá til sölu
á uppboði vegna þess að þau kunna
ekki að meta fágæti þeirra,“ segir
Unnur, sem hefur farið oftar til Kína
en hún kann tölu á.
Kennir Kínverjum sögu þeirra
Unnur býður fólki í ferðalög með
sér um Kína, sem fáir Íslendingar
þekkja jafn vel og hún. Meira að
segja eiga Kínverjar ýmislegt ólært
af henni, til að mynda kínverski
sendiherrann Zhang Weidong, sem
var viðstaddur veisluna í gær.
„Ég gat kennt honum sitthvað því
að Kínverjar eru almennt ekki ýkja
kunnugir sinni sögu. Þarna kem ég
sterkt inn,“ segir Unnur. Til dæmis
um þetta nefnir hún að kínverska
sendiráðið á Íslandi vísi oft fyrir-
spurnum á hana.
Ferðalag til Kína í október
„Til mín hringir oft fólk sem er
forvitið um eitthvað sem tengist
Kína og ég segi því þá að hringja
bara í sendiráðið. Þá fæ ég svarið til
baka: „Þeir sögðu mér að hringja í
þig“,“ segir Unnur og hlær.
Unnur býður upp á 16 daga fróð-
leiks- og skemmtiferð til Kína dag-
ana 11.-26. október og geta áhuga-
samir haft samband við hana.
Morgunblaðið/Golli
Veisla Unnur er hér fyrir miðju ásamt sænsku og kínversku sendiherrahjónunum í afmælisveislunni í gær.
Fágætir munir frá Kína
Opnar dyr Kínasafnsins á Njálsgötu fyrir skólabörnum
Kjaraviðræður
milli Samtaka
starfsmanna
fjármálafyrir-
tækja og SA fara
aftur af stað í
þessari viku en
aðilar stefna að
því að klára við-
ræður í ágúst.
Friðbert
Traustason, for-
maður Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja, segir á vefsíðu
samtakanna að fróðlegt verði að sjá
hvernig gerðardómur muni úr-
skurða um laun félagsmanna BHM
hinn 15. ágúst, í ljósi þess að hátt í
70% félagsmanna séu háskóla-
menntaðir. Kjaraviðræður hafa
gengið hægt en Ríkissáttasemjari
lokaði húsi sínu fyrir allar kjara-
viðræður seinnipartinn í júlí og
fyrstu vikuna í ágúst að undan-
skildum kjaraviðræðum ÍSAL en
þar hefur verkfall verið boðað hinn
1. september.
Lítið hefur gengið í kjara-
viðræðum í Straumsvík en næsti
samningafundur verður kl. 14 í
dag. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL,
sendi öllum starfsmönnum bréf nú
á dögunum en Gylfi Ingvarsson,
talsmaður verkalýðshreyfinganna í
Straumsvík, hefur meðal annars
sagt að forstjórinn hafi skautað
fram hjá aðalatriðum deilunnar í
bréfinu.
Viðræður aftur af stað í fjármálageiranum
Friðbert
Traustason