Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015                                    !"#! "! $%   !$ # "# #% %!# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 " !"%! "% $! !%  !$ "$ "%# #   !"%% "!" $# !  !# % "%$ ##% #% !"!"! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Seðlabanki Íslands hefur nú gefið út rannsóknarritgerð sem fjallar um fjár- málakreppur á Íslandi 1875-2013. Hún er rituð af þeim Bjarna G. Einarssyni, Krist- ófer Gunnlaugssyni, Þorvarði Tjörva Ólafssyni og Þórarni G. Péturssyni. Rit- gerðin er á ensku og ber titilinn „The long history of financial boom-bust cyc- les in Iceland – Part I: Financial crisis.“ Er þetta 68. ritgerðin í ritröð Seðlabank- ans. Niðurstöður höfunda eru m.a. þær að efnahagssamdráttur í kjölfar fjár- málakreppa sé að jafnaði um tvöfalt dýpri og vari hátt í tvöfalt lengur en í kjölfar hefðbundins efnahagssamdráttar. Fjármálakreppur á Ís- landi frá 1875 til 2013 ● Í nýútgefnu upplýsingariti Lánamála ríkisins, Markaðsupplýsingum, kemur fram að ábyrgðir sem hvíli á ríkissjóði Íslands hafi lækkað frá fyrra ári. Miðar staðan við lok júnímánaðar, en þá stóðu ríkisábyrgðir í rúmum 1.185 milljörðum króna. Í árslok 2014 voru ábyrgðirnar 1.213 milljarðar og höfðu þá lækkað um 52 milljarða frá fyrra ári. Staða ríkisábyrgða nú er nærri því hin sama og árið 2010 en hæst fóru ábyrgðirnar í árslok 2012, þegar þær stóðu í tæpum 1.320 milljörðum. Ríkisábyrgðir halda áfram að lækka STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Sigurður Tómason sigurdurt@mbl.is Tekjumyndun lífeyrissjóðanna af því að lána verðbréf til skortsölu gegn traustum veðum, svo sem öðrum rík- isbréfum, yrði nær áhættulaus, ef þeir fá heimildir til þess, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá GAMMA. „Með því að lána verð- bréf til skortsölu geta lífeyrissjóðirn- ir fengið þóknun eða vexti á bréfum sem hefðu annars staðið kyrr.“ Auknar heimildir til þess að hækka ávöxtunarkröfuna á ríkis- skuldabréfum gætu einnig orðið líf- eyrissjóðunum hagstæðar. „Lífeyris- sjóðirnir hafa ekki sérstaka hagsmuni af því að ávöxtunarkrafan sé lág á ríkisskuldabréfunum,“ segir Agnar Tómas. Nú geta aðeins stóru viðskipta- bankarnir þrír og MP Straumur fengið verðbréfalán hjá Lánamálum ríkisins til skortsölu og hámarkslán til þessara aðila eru tveir milljarðar króna. Lífeyrissjóðum og verðbréfa- sjóðum er hins vegar báðum óheimilt að veita slík lán. Lánamál ríkisins gefa sjálf út bréfin en veitir samt sem áður verðbréfalán svo aðrir geti skortselt þau. „Það er ekki sjálfsagt að Lána- mál ríkisins séu að veita þessi verðbréfalán og eina ástæða þess að þau gera það er að hafa meiri selj- anleika á markaðinum og dýpka hann,“ segir Agnar Tómas. Hann segir jafnframt upplýsinga- gjöf Lánamála ríkisins vegna stöðu verðbréfa vera mjög góða og ef auka ætti heimildir til skortsölu skipti miklu máli að upplýsingagjöfin hald- ist góð. „Það er mikilvægur liður í gagnsæi markaðarins,“ segir Agnar Tómas. Litlar fjárhæðir hreyfa miklu „Breytingar eru æskilegar á skuldabréfamarkaði ef markaðsaðil- ar ætla að geta tekið við erlendum fjárfestum án þess að markaðurinn fari á hliðina,“ segir Snorri Jakobs- son hjá fjármálaráðgjöf Capacent. Í júnímánuði lækkaði ávöxtunarkrafa lengstu óverðtryggðu ríkisskulda- bréfanna um allt að 70 punkta þrátt fyrir vaxtahækkun Seðlabankans og hefur það verið tengt við kaup er- lendra aðila í bréfunum fyrir tæpa 5 milljarða íslenskra króna í lengstu tveimur bréfunum. „Þetta var í raun og veru lág fjár- hæð miðað við stærð bréfanna en hreyfingin á þeim í kjölfarið var mjög mikil,“ segir Snorri. „Fyrir hrun var verið að kaupa fyrir tugi milljarða og ávöxtunarkrafan hreyfðist sáralítið,“ segir hann jafnframt. Þá var um að ræða miklu dýpri fjármálamarkað með meiri seljanleika. Í dag er skortsala dýr og fjárfest- ingabækur viðskiptabankanna taka mjög litlar stöður á markaði að sögn Snorra. „Með stærri og virkari fjár- festingabækur og meiri heimildir til skortsölu yrði markaðurinn dýpri og kaup erlendra aðila eins og í júní myndu líklega ekki hafa jafn mikil áhrif á ávöxtunarkröfu og raun bar- vitni,“ segir Snorri. Takmarkanir á skortsölu geta bjagað verðmyndun Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármálakerfið Aðeins fjórir aðilar geta fengið verðbréfalán hjá Lánamálum ríkisins til skortsölu. Hvað er skortsala? » Skortsala er fjármála- gerningur sem gerir aðilum á fjármálamarkaði kleift að veðja á lækkun verðbréfa. » Aðilar fá þá bréf að láni gegn þóknun, selja þau, vonast eftir því að gengi þeirra lækki, og kaupa þau á ný. » Ef gengi bréfanna lækkar, hagnast aðilinn. Annars tap- ar hann.  Áhættulausir tekjumöguleikar fyrir lífeyrissjóðina  Myndi auka seljanleika Í nýrri Hagsjá Landsbankans kem- ur fram að óhagstætt sé að leigja íbúðarhúsnæði í Reykjavík í saman- burði við að kaupa húsnæði. Þar seg- ir að leiguverð íbúðarhúsnæðis hafi fylgt þróun söluverðs náið eftir síð- ustu fjögur árin, eða allt frá því farið var að mæla vísitölu leiguverðs. Samkvæmt greiningu hagfræði- deildar bankans þyrfti hlutfallið milli ársleigu og kaup- verðs á fermetra að breytast mikið til að hagstætt væri að leigja, og leiguverðið þyrfti að lækka um þriðj- ung til að það væri hagstætt. Í samanburði við fyrri ár kemur fram að mun óhagstæðara sé að leigja núna en áður. Eina tímabilið þar sem hagstæðara hafi verið að leigja hafi verið á árunum 2005-2008 en þá hafi flestir þó hugsað meira um að kaupa en leigja. Í samanburði við aðrar norrænar borgir hefur Reykjavík sérstöðu þar sem hlutfallið milli kaupverðs og leiguverðs er töluvert lægra. Það gefur til kynna að leiguverð sé hlut- fallslega hátt hér eða söluverðið hlutfallslega lægra en gerist og gengur annars staðar. Þá er tiltekið dæmi þar sem í Reykjavík væri hægt að kaupa eign fyrir upphæð sem nemur 13 ársleigum en í samanburði við Stokkhólm þurfi nálægt 40 árs- leigum. Í Hagsjánni segir að frá árinu 2012 hafi fyrirtæki keypt um 800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu af ein- staklingum og ætla megi að fjöldi íbúða á leigumarkaði hafi aukist um álíka tölu vegna þessa, en í greining- unni er gert ráð fyrir að íbúðir í Reykjavík séu rúmlega 40 þúsund. Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykjavík Talið er hagstæðara að kaupa en leigja húsnæði. Kaupa frekar en leigja í Reykjavík  Leiguverð þyrfti að lækka um þriðj- ung í borginni Í nýju virðismati IFS greiningar á Icelandair kemur fram að bréf fé- lagsins ættu að vera metin á 28,5 krónur á hlut en markaðsvirði bréf- anna er 26,4 krónur á hlut. Ragnar Benediktsson, sérfræð- ingur í hlutabréfum hjá IFS, segir að samkvæmt nýja matinu felist kaup- tækifæri fyrir fjárfesta, en þegar horft er eitt ár fram í tímann metur IFS það svo að verðið á hlutabréf- unum ætti að vera 30,6 krónur á hlut. Ragnar segir að virðið sé metið hærra meðal annars vegna mikillar sætanýtingar, aukinnar hagkvæmni í rekstri, lægra olíuverðs og lægri launakostnaðar vegna gengis. Í matinu er gert ráð fyrir að olíu- verðið verði áfram lágt út árið 2016. „Stýring veltufjármuna er gríðar- lega öflug hjá Icelandair. Flugmiðar eru seldir einhverja mánuði fram í tímann en laun, olía og annar rekstrarkostnaður er greiddur síðar. Það er ákveðið virði í því og ekki mörg félög sem búa við slíkt.“ Gætu selt vélar og leigt aftur Áform Icelandair um kaup á 16 nýjum flugvélum á árabilinu 2018- 2021 hefur áhrif á matið. Vélarnar eru hagkvæmari hvað notkun á olíu varðar. Í matinu er gert ráð fyrir að Ice- landair muni selja að minnsta kosti fjórar af nýju vélunum og leigja þær aftur, en Ragnar segir það tíðkast meðal flugfélaga í heiminum til þess að draga úr áhættu og minnka efna- hagsreikninginn. „Með slíkum að- gerðum verður sjóðsstreymið betra en ella, það koma peningar strax inn en til lengri tíma litið minnkar hagn- aðurinn þar sem félagið er þá að leigja vélarnar. Þá er ávöxtunar- krafa á eigið fé tiltölulega há í samanburði við önnur flugfélög.“ Ragnar segir að Icelandair sé auk þess með mikið rými til skuldsetn- ingar í framtíðinni. „Í samanburðar- félögum IFS þá virðist sem einungis eitt flugfélag hafi meiri möguleika til skuldsetningar, en það er Singapore Airlines.“ margret@mbl.is Icelandair metið hærra  Gæti selt vélar og leigt  Mikið rými til skuldsetningar  Kauptækifæri fyrir fjárfesta segir sérfræðingur IFS Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjárfestingar Icelandair áformar að kaupa 16 nýjar flugvélar en í virðis- matinu er gert ráð fyrir að a.m.k. 4 vélar verði seldar og leigðar aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.