Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 48

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Snemma í þessum mánuði tókst að ná upp skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood þar sem hún lá undir braki skammt frá flaki skipsins á nær þriggja km dýpi á botni Grænlands- sunds, um 500 km vestur af Reykja- nesi. Var til þess notaður fjarstýrður kafbátur með sterkum griparmi. Björgunin vakti heimsathygli, enda örlög skipsins mikið tilfinningamál í heimahögum þess, þar sem afkom- endur og ættingjar skipverjanna sem drukknuðu hafa alla tíð haldið minn- ingu þeirra á lofti. HMS Hood var sökkt af þýska her- skipinu Bismarck í frægri sjóorrustu 24. maí 1941 og fórust allir skipverjar nema þrír, 1.415 manns. Skipið, sem lokið var að smíða 1920, var eitt stærsta og veglegasta herskip breska flotans, sannkallað stolt hans, og missir þess var því mikið áfall og stórtíðindi eins og lesa má í heilsíðu- frétt Morgunblaðsins 27. maí sama ár. Voru þremenningarnir, sem lifðu árásina af, fyrst fluttir hingað til lands, en hér voru þá herlið Breta og Bandaríkjamanna eins og alkunna er. Fræg eru fyrirmæli Churchills for- sætisráðherra Breta til breska hers- ins eftir atvikið: „Náið Bismarck og sökkvið hvar sem til skipsins næst. Þar býður þjóðarsómi!“ Aðeins þremur dögum seinna lá Bismarck á hafsbotni vestur af Frakklandi eftir harða sprengjuárás breskra herflug- véla og skotárás herskipa. Af 2.200 skipverjum komust einungis 114 lífs af. Nýtur friðhelgi Reiturinn þar sem HMS Hood liggur á botni Grænlandssunds ásamt jarðneskum leifum skipverj- anna nýtur friðhelgi og því þurfti samþykki ríkisstjórnar Bretlands fyrir leiðangrinum til að ná skips- bjöllunni upp. Það leyfi fékkst. Hug- myndin er að þegar forvörslu bjöll- unnar er lokið, sem verður væntan- lega á næsta ári, verði hún áþreifan- legt merki um skipið og örlög þess á sjóminjasýningu National Museum of the Royal Navy (NMRN) í Ports- mouth. Á næsta ári verður þess minnst að öld er liðin síðan smíði HMS Hood hófst. Það var stærsta herskip heims þegar því var hleypt af stokkunum, 48 þúsund tonn og 262 metrar á lengd. Skipsbjallan, sem staðsett var á þilfari skipsins meðan það var í sigl- ingum, er reyndar eldri en skipið sjálft. Frá 1891 til 1914 var hún um borð í öðru herskipi Breta sem bar sama nafn. Eru ártölin letruð á bjöll- una eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Mistókst 2012 Einu sinni áður hafði verið reynt að ná skipsbjöllunni upp að því er Eg- ill Þorfinnsson, sem situr í stjórn samtakanna HMS Hood í Bretlandi, sagði í samtali við mbl.is á dögunum. Það var árið 2012 og þá var meðal leiðangursmanna einn Íslendingur, Haraldur Sigurðsson eldfjallafræð- ingur, sem er góðvinur auðkýfingsins Pauls Allen, annars stofnanda Micro- soft, en hann kostaði björgunina úr eigin vasa og lánaði lystisnekkju sína, Octopus, til verksins. Gerði Haraldur leiðangrinum og sögu HMS Hood góð skil á Moggabloggi sínu 29. ágúst 2012. Leiðangursstjóri nú var David Me- arns, framkvæmdastjóri Blue Water Recoveries, en hann fann einmitt flak HMS Hood upphaflega árið 2001. Á stríðsminjasafni Gauja litla í Hvalfirði er lítið horn tileinkað HMS Hood sem Egill setti upp. Þar er meðal annars þriggja metra langt lík- an af skipinu, sem kom í tvígang til Hvalfjarðar áður en því var sökkt. Egill sagði í samtalinu við mbl.is að björgunartilraunin árið 2012 hafi mistekist vegna þess að griparmur fjarstýrða kafbátsins sem sendur var niður að flakinu hafi ekki verið nægi- lega sterkur. Þá hafi það haft áhrif að veður versnaði skyndilega og ákváðu leiðangursmenn þá að hætta við í bili. Tröllvaxið skip Þjóðverja Þýska herskipið Bismarck, sem grandaði HMS Hood, var nýsmíðað þegar sjóorrustan var háð á Græn- landssundi vorið 1941. Er hér stuðst við áðurnefnda frásögn Haraldar af atburðinum. Hafði Bismarck aðeins verið nokkra daga í siglingum. Bret- um var kunnugt um þetta tröllvaxna skip og vissu að hlutverk þess var að ráðast á farskipalestir bandamanna á leiðinni á milli Norður-Ameríku og Rússlands. Hinn 21. maí sigldi Bismarck á ofsahraða frá Bergen út á Atlants- hafið undan vesturströnd Noregs og beint norður fyrir Ísland. Það kom inn á Grænlandssund snemma að morgni 23. maí. Þá veittu menn um borð í breska herskipinu Suffolk Bismarck athygli. Á svipuðum slóð- um var annað breskt herskip, Nor- folk, sem óvænt varð fyrir skotárás frá Bismarck. Þær kúlur hæfðu þó ekki skipið vegna þoku. Breska flota- stjórnin í London fékk skeyti um málið og fyrirskipaði að öll heskip á svæðinu skyldu nú reyna að koma höggi á Bismarck. HMS Hood og fleiri skip sigldu fyrir sunnan Ísland og stefndu á Grænlandssund til að hefja orrustuna.. Örlagarík orrusta Bismarck og annað þýskt skip, Prinz Euge, sem þarna var, héldu beint áfram til suðurs og í átt að skipalestunum, en Suffolk elti fast á eftir. Skömmu eftir miðnætti hinn 24. maí sáu skipverjar um borð í Hood Bismarck í um 17 sjómílna fjarlægð. Undir morgun var fjarlægðin á milli skipanna 23 og fallbysur Hood og breska skipsins Prince of Wales voru látnar skjóta á óvininn. Þessi fyrstu skot höfðu engin áhrif. Fyrstu skotin frá Bismarck lentu hins vegar mjög nærri Hood. Auk þess var aðstaðan erfiðari fyrir Breta, sem sigldu beint upp í vindinn. Skot frá Prinz Eugen hæfði Hood og það kviknaði í á þilfari um miðju skipsins. Klukkan var tæplega 6 að morgni og aðeins þrjár mínútur liðn- ar frá því að orrustan hófst. Það hafði kviknað í birgðum af púðri um borð í Hood. Fljótlega breiddist eldurinn út og skotfærabirgðir byrjuðu að springa á dekkinu. Bilið milli skip- anna var um 12 mílur þegar hér var komið sögu. Þá breytti Hood um stefnu og sigldi nú samhliða Bis- marck svo að hægt væri að skjóta af öllum fallbyssum í einu á Þjóðverj- ana. En einmitt þá kom fallbyssu- skothríð frá Bismarck og hitti beint í mark. Risastór sprenging varð nú um miðju á Hood og eldsúlan stóð upp meira en fjórum sinnum hærri en miðmastrið. Skipið valt strax og skuturinn byrjaði að sökkva. Stuttu síðar stóð stafninn beint upp, og Hoodhvarf í hafið. Orustunni var lokið. Náðu skipsbjöllunni af hafsbotni  Þjóðverjar sökktu breska herskipinu HMS Hood á Grænlandssundi vorið 1941  1.415 létu lífið  Tilfinningarík stund er skipsbjallan, eitt helsta tákn skipsins, náðist upp fyrir nokkrum dögum Ljósmynd/Vefur Pauls Alle. Tækni Fjarstýrður kafbátur með sterkum griparmi var sendur að flaki HMS Hood og náði að lyfta bjöllunni upp. Síðasta ferð HMS Hood vorið 1941 Ísland Færeyjar Noregur Bretland HMS Hood sökkt 24. maí 1941 Stolt flotans HMS Hood var stærsta herskip Breta þegar það hóf siglingar 1920. Stórtíðindi Orustan á Grænlandssundi var fréttaefni um allan heim. Ljósmynd/Wikipedia Bjallan Skipsbjallan er frá árinu 1891. Hún var áður í öðru herskipi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.