Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 20126 Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, elfad@reykjalundur.is MÆÐI HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU Mæði er flókið fyrirbæri og skýrist ekki eingöngu af líffræðilegum þáttum. Hér er farið yfir hvað það er sem orsakar mæði og veitt ráð um hjúkrunarmeðferð. Langvinn lungnateppa er algengur sjúkdómur um allan heim og ört vaxandi heilbrigðisvandamál. Um 8,3% Íslendinga hafa fengið þessa greiningu en ýmislegt bendir til þess að margir séu með sjúkdóminn án þess að vita af því og jafnvel að allt að 18% séu með sjúkdóminn á byrjunarstigi eða lengra genginn (Bryndís Benediktsdóttir o.fl., 2007). Langvinn lungnateppa hefur víðtæk áhrif á daglegt líf en mæði er þó helsta einkenni sjúkdómsins og það einkenni sem einna helst dregur úr lífsánægju sjúklinganna (Rabe o.fl., 2007; Troosters o.fl., 2006). Hjúkrunarfræðingar eru í góðri aðstöðu til að meðhöndla sjúklinga og fræða um úrræði til að draga úr mæði og áhrifum sjúkdómsins á daglegt líf. Þannig getum við hjúkrunarfræðingar vonandi bætt meðferð og lífsánægju sjúklinga með langvinna lungnateppu. Hér verður lítillega fjallað um sjúkdóminn, reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem hann hefur á einstaklinginn og leiðir til að draga úr mæði. Langvinn lungnateppa Langvinn lungnateppa er samheiti tveggja teppu sjúkdóma í lungum, lungna- þembu og langvinnrar berkjubólgu, og er algengasti sjúkdómur sem leggst á lungun. Hann er alvarlegt heilsufarsvandamál sem veldur ótímabærum dauða. Orsök sjúkdómsins er fyrst og fremst talin vera reykingar en iðnaðarryk og loftmengun veldur einnig skemmdum á lungnavef (Landlæknisembættið, 2007; Rabe o.fl., 2007). Einkenni langvinnrar lungnateppu eru einkum hósti, slímuppgangur og Elfa Dröfn Ingólfsdóttir lauk námi í hjúkrunarfræði 1986 og meistaragráðu í líf- og læknavísindum 2010. Hún hefur starfað við endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi frá árinu 1991. óeðli lega mikil mæði við áreynslu sem fer versnandi með aldrinum (Global initiative for chronic obstructive lung disease, 2011; Rabe o.fl., 2007). Sjúkdómurinn hefur verið skilgreindur á eftirfarandi hátt: Langvinn lungnateppa er algengur sjúkdómur í lungum sem mögulegt er að koma í veg fyrir og meðhöndla. Sjúkdómurinn einkennist af þrálátri teppu í lungum sem ágerist yfirleitt smám saman. Teppunni tengjast óeðlileg bólguviðbrögð í loftvegum og lungum við ertandi ögnum eða lofttegundum. Versnun á teppu og almenn veikindi geta aukið alvarleika sjúkdómsins hjá einstaka sjúklingum (Global initiative for chronic obstructive lung disease, 2011). Í orðinu teppa felst að tregða er við útöndun en ekki innöndun eins og margir halda. Til að meta hvort teppa er til staðar er gerð öndunarmæling (spírómetría). Fyrstu merki sjúkdómsins teljast vera til staðar þegar hlutfall fráblásturs á einni sekúndu (FEV1) miðað við heildarútöndun (FVC) er undir 70% eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfja (Vermeeren o.fl., 2006). Til að útiloka sjúkdóminn eða staðfesta hann þarf að gera öndunar- mælingu hjá þeim sem: • eru eldri en 40 ára, • hafa stundað reykingar, • hafa búið við óbeinar reykingar, • hafa einhver af einkennum sjúkdómsins (sjá ofar). Mynd 1 sýnir öndunarmælingu hjá sjúklingi með langvinna lungnateppu en hún er fengin frá Loftfélaginu sem er sam starfsverkefni vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins, Tóbaks varna- nefndar og GlaxoSmithKline. Auk þess koma að félaginu heilsugæslulæknar, félag lungnalækna og fagdeild lungna- hjúkrunarfræðinga. Þegar sjúkdómsgreining liggur fyrir er hægt að veita sem fyrst viðeigandi meðferð og hindra þannig frekari skemmdir á lungnavef. Sjúkdómsgreining Mynd 1. Punktalína sýnir áætlaðan (eðlilegan) fráblástur en heil lína sýnir teppu í útöndun (Loftfélagið, með leyfi Höddu Bjarkar Gísladóttur). Innöndun Væg teppa Útöndun Rúmmál (L) Eðlileg mæling Flæði (L/sek)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.