Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 9 Slökun er hentug leið til að draga úr mæði. Hún auðveldar sjúklingnum að ná stjórn á mæðinni með því að draga úr spennu, hægja á öndun og bæta súrefnisbúskap. Fyrir sjúklinga, sem fá andnauðarköst, getur slökun verið mjög gagnleg. Einnig mæli ég með að sjúklingum sé kennt að nota slökun samhliða öndunaræfingum eða notkun úðavélar. Hugræn atferlismeðferð getur reynst gagnleg til að leiðbeina sjúklingum um hvernig best sé að bregðast við streitu og kvíðaeinkennum sem gera oft vart við sig í kjölfar mæðitilfinningar. Meðferðin getur einnig gagnast til að efla skilning sjúklings og meðferðaraðila á því hvað það er sem kemur mæði eða andnauðarkasti af stað og hvaða meðferðarþættir gætu gagnast til að draga úr mæði. Hvernig er hægt að leggja mat á mæði? Í klínísku starfi er mikilvægt að leggja mat á hversu mikil mæðin er og reyna að komast að því hver orsökin er. Er hún vegna hjarta- eða lungnasjúkdóms eða einhvers annars, til dæmis kvíða? Mæla þarf súrefnismettun hjá sjúklingnum til að kanna hvort súrefnisskortur er til staðar. Hjá lungnasjúklingum er hægt að leggja mat á mæði með mismunandi aðferðum. Fyrst er auðvitað athugun þar sem metið er ástand hjarta, metinn bjúgur og litarháttur, sérstaklega á vörum og fingrum, metin tíðni, dýpt og taktur öndunar og hlustað eftir öndunarhljóðum. Geta sjúklingsins til að tjá sig með orðum er metin og reynt að haga samræðum við hann eftir því. Gott er að hafa í huga að spyrja ekki krefjandi spurninga. Ef ekki er um bráðaástand að ræða og til stendur að fylgjast með breytingu á mæði er gott að nota spurningalista. Niðurstöður viðeigandi spurningalista gefa mikilvægar upplýsingar til dæmis um árangur meðferðar eða breytingu á ástandi sjúklingsins. Þær upplýsingar eru mikilvægar fyrir okkur sem meðferðaraðila því með þeim getum við stuðlað að breyttri eða bættri meðferð. Við höfum þá tækifæri til að hafa áhrif á mæði eða andnauð og í leiðinni á líðan og lífsánægju skjólstæðinga okkar. Notkun spurningalista til að leggja mat á mæði Ýmsir spurningalistar hafa verið samdir til að meta mæði hjá lungnasjúklingum. Hér mun ég fjalla lítillega um fjóra lista sem algengast er að nota í endurhæfingu hjá þessum sjúklingahópi. Borg. Með Borg-spurningalistanum (mynd 4) geta sjúklingar metið eigin mæði á kvarðanum 0-10. Listinn er helst notaður þegar meta þarf mikla mæði og getur því hentað vel við sjúkraþjálfun og við mat á ástandi sjúklings á bráðadeild. Ein göngu þarf að benda á númer eða segja tölu sem gefur til kynna þá mæði sem er til staðar (Kendrick o.fl., 2000). Flest númeranna hafa síðan orð sem skýra nánar mæðina (ATS, 1999). Talið er að breyting, sem nemur einu stigi, hafi klíníska þýðingu fyrir sjúklinginn (Ries, 2005). „Lungnahjól“ á Reykjalundi. Markmiðið er að þjálfa vöðva þannig að þeir nýti súrefnið betur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.