Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201214 í lok hvers Kraftgöngutíma. Æfingaformið er meðal annars skapað í samræmi við eftirspurn þátttakenda og þann grunn sem Árný hefur kynnst og endurbætt áfram. Það er ekki hægt að bjóða þátttakendum upp á hvað sem er – það veit hún því hún hefur bryddað upp á nýjungum sem ekki féllu í kramið og var því sjálfhætt með. Í hópunum hennar er fólk sem vill hreyfa sig úti og umber frekar umferðarhljóð en tónlist, fuglasöngurinn er þeirra músík. Hóparnir eru misjafnir og er einstaklingum raðað niður eftir getu og því hvernig æfingar henta þeim, í A-, B- og C-hópa. Sumir vilja mikinn kraft í æfingarnar, taka margar armbeygjur en aðrir vilja fara rólega í hlutina og ná liðleika. Kraftganga – hvernig tengist þetta hjúkrunarfræði? „Kraftganga er fyrirtæki sem meðal annars hefur einbeitt sér að hreyfingu til vellíðunar og bættrar heilsu. Vísindalegar rannsóknir sýna það að hreyfing gerir fólki gott – hreyfing er mjög mikilvæg forvörn gangvart margs konar heilsubresti.“ Árný hefur ekki rannsakað sjálf kraftgöngu eða áhrif hreyfingar á heilsufar fólks en treystir á niðurstöður rannsókna í heilbrigðisvísindunum og má til dæmis finna þær á vef Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Hún vill samt gjarnan sjá rannsóknir á því sem hún er að gera en hefur nóg með sitt í bili, það er heilmikið mál að stofna fyrirtæki og viðhalda því. Það brennur svolítið á henni að eiga ekki fleiri stundir í sólarhringnum. Skiptir það máli hvers konar hreyfingu fólk velur? „Vafalítið skiptir það miklu máli hvað hver og einn velur því það er mismunandi hvað hver og einn getur gert eða langar til að gera. Það eru til dæmis ekki allir sem geta gengið en engu að síður er það mikilvægt fyrir þá sem og alla að hreyfa sig. Markhópur Kraftgöngu hefur verið fólk sem getur gengið. Það er mjög mikilvægt að fólk geti valið um hreyfingu, svo sem jóga, skokk eða sund. Kraftganga er einn valmöguleiki af mörgum fyrir fólk sem vill hreyfa sig. Til mín hafa komið einstaklingar sem eru í krabbameinslyfjameðferð – ég veit að fólk hefur komið vegna þess að það treystir mér sem hjúkrunarfræðingi ef eitthvað kæmi upp á. Ég man eftir einni konu sem kom í Kraftgöngu sem var mjög lasin út af lyfjameðferð, henni var flökurt og leið illa en vildi fá stuðning svo hún færi út að ganga og hreyfði sig reglulega. Hún var hrædd um að fara ekki annars út að hreyfa sig ef hún hefði ekki það aðhald sem Kraftganga veitti henni. Auk þess talaði hún um að það væri gott að dreifa huganum. Önnur Kraftgöngukona byrjaði þann dag sem maðurinn hennar var í hjartaaðgerð, hún vildi vera þar sem fáir þekktu til aðstæðna hennar og væru að spyrja hana frétta – vildi bara fá andrými. Sú hin sama heldur því fram að Kraftganga sé jafnmikil geðrækt eins og líkamsrækt. Mig grunar að Kraftganga sé að uppfylla einhverjar slíkar þarfir ásamt öðru,“ segir Árný. Glaður hópur Kraftgöngumanna eftir að hafa sigrast á Móskarðshnjúkum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.