Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 19 fyrir það. Þetta hefur líklega verið svona 1984. Það kveikti í mér að fara á þetta námskeið og varð til þess að ég fékk áhuga á að mennta mig meira í stjórnun. Þegar Hólmfríður Stefánsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri hætti ákvað ég að sækja um hennar starf,“ segir Anna. Hún var svo framkvæmdastjóri þangað til 1995 þegar Vigdís Magnúsdóttir varð forstjóri. „Fyrst var Vigdís beðin um að vera forstjóri í ár og þá var ég sett í starfið hennar. Ég fékk svo fastráðningu sem hjúkrunarforstjóri 1997. Svo þegar spítalarnir voru sameinaðir sótti ég um starfið og fékk það. Það var mjög gaman að fá það starf og mér hefur þótt þetta starf alveg sérstaklega skemmtilegt,“ segir Anna. Hún var því hjúkrunarforstjóri í hátt í 17 ár og samtals í stjórnunarstöðum í 32 ár. Árin í Skotlandi Áður en Anna byrjaði á Landspítala vann hún í nokkur ár í Skotlandi. „Þegar ég útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands í október 1968 var ég nýgift og við hjónin fórum beint til Skotlands. Maðurinn minn var reyndar farinn aðeins á undan. Hann var í námi þar. Ég fór þangað strax eftir útskrift en fór ekki að vinna fyrr en eftir áramótin. Þá byrjaði ég á krabbameinslækningadeild. Það var vægast sagt mjög sérstakt að fara héðan og byrja að vinna á bresku sjúkrahúsi. Það var mikil lífsreynsla og ég kunni nú ekki mikið í málum. Ég man eftir því að fyrstu kvöldvaktina, sem ég vann, þurfti ég að biðja samstarfsmann að túlka fyrir mig í símann. Ég skildi ekki allt sem sagt var á skosku.“ Anna eignaðist svo tvö börn í röð og var heima í nokkur ár. „Þá fór ég að vinna við gjörgæsluhjúkrun á Royal Infirmary sem var háskólaspítali og er enn. Sex mánuðum síðar fór ég í gjörgæslunám en það var eins árs starfsþjálfunarnám sem lauk 1975 og þá komum við heim. Ég byrjaði þá að vinna á gjörgæsludeildinni á Landspítalanum en hún var þá nýstofnuð haustið 1974.“ Landspítali og aftur Skotland Eftir að heim var komið vann Anna við gjörgæsluhjúkrun í um tíu ár, fyrst sem hjúkrunarfræðingur og svo sem deildar- stjóri. Ástæðan fyrir að Anna gerðist deildar stjóri eftir nokkur ár á deildinni var að hana langaði til þess að hafa meiri áhrif á hvernig deildin mótaðist. „Mig langaði líka til þess að innleiða skráningu hjúkrunar. Ég hafði kynnst því í Bretlandi þegar ég var þar. Ég hafði líka farið á ráðstefnu um skráningu hjúkrunar og lesið heilmikið um þessa aðferðafræði sem síðar varð hjúkrunarskráningarkerfið sem kallast NANDA. Mig langaði til þess að gera það að verkefni og mér tókst það. Ég innleiddi skráningu hjúkrunar með því móti sem hún er notuð nú. Gjörgæsludeildin var fyrsta deildin á Landspítala til þess að gera þetta. Mér finnst það svolítið gott að hafa gert það og núna, þegar ég er að hætta, fer fólk að rifja það upp,“ segir Anna. Eftir að Anna gerðist framkvæmdastjóri ákvað hún að fara aftur til Edinborgar í meistaranám í stjórnun. „Þar er hjúkrunarfræðideild við háskólann og námið var í hjúkrunarstjórn. Verið var að mennta hjúkrunarfræðinga til þess að verða stjórnendur í breska heilbrigðiskerfinu og við lærðum mikið um það. Svo var mjög stórt námskeið um framþróun í faginu. Einnig var heilmikið fjallað um starfsmannaþróun og um rannsóknir. Í náminu fór ég að skoða frammistöðumat og meistararitgerðin mín fjallar um það. Ég velti mikið fyrir mér tengslunum milli starfsánægju og starfsþróunar og framgangs í starfi. Upp úr því verður síðan til starfsþróunarkerfið sem nú er í notkun á Landspítala.“ Meistaranám heima og að heiman Starfsþróunarkerfið á Landspítala hefur mótast og breyst mikið gegnum árin. Hugmyndir Patriciu Benner um reynslu þekkingu höfðu til að mynda mikil áhrif um tíma. En uppbygging starfsþróunarkerfisins byrjaði hjá Önnu í meistaranámi hennar. Margar nýjungar í hjúkrun hafa komið með hjúkrunarfræðingum sem snúa heim úr meistaranámi. Það má því velta fyrir sér áhrifunum af því að nú fara flestir í meistaranám á Íslandi. „Það er jákvætt í því tilliti að fleiri fara í meistaranám. Það skiptir mestu máli. Meistaraprófið hér er alveg ágætisnám en það er á þröngu sviði og við verðum áfram á þröngu sviði. Ókostirnir eru fyrst og fremst að við höfum ekki nægilega marga prófessora til þess að gera námið fjölbreytt. Þess vegna höfum við lagt áherslu á það í starfsnáminu eftir meistaranám á Landspítala að fólk fari til útlanda að minnsta kosti í tvær vikur til þess að kynna sér hvað aðrar þjóðir eru að gera í sérgreininni. Það hefur skilað mjög miklu og ég er alveg sannfærð um að það er mjög mikilvægt.“ Störf sérfræðinga arðbær Ein afleiðing þess að fleiri fara í meistara- nám er að æ fleiri verða sérfræðingar í hjúkrun. „Mér er þetta mjög hugleikið. Ég veit að störf þeirra eru arðbær. Það hef ég séð bæði í erlendum rannsóknum og í rannsóknum sem Helga Jónsdóttir hefur gert á Landspítala. Þær sýna að starf ákveðins sérfræðings hefur skilað mjög miklum hagnaði. Þó svo að það sé ekki talið í krónum og aurum þá er það samt talið í legudögum sem eru á endanum peningur,“ segir Anna. Hún telur þörfina fyrir fleiri sérfræðinga vera mikla, ekki síst á nýja spítalanum þegar hann verður byggður. Vinnuhættir munu breytast og heilbrigðisstarfsfólk mun vinna enn meira í teymi en nú er gert. „Við þurfum að huga að sérfræðiþekkingunni og hvernig hjúkrunarfræðingar koma inn í teymið. Í nýja skipuriti Landspítalans er miklu meira talað um þverfaglega samvinnu vegna þess að ein leið til þess að bæta árangur fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfiði í framtíðinni er að það sé réttur maður að gera rétta hluti. Hjúkrunarfræðingar með meistaranám og sérfræðingsréttindi geta gert miklu meira til hagsbóta fyrir sjúklinginn heldur en almennur hjúkrunarfræðingur. Það heyrðum við á málþinginu um sérfræðiþekkingu í hjúkrun sem haldið var við starfslok mín á Landspítala. Ég hef þá sýn að hjúkrunarstýrðar göngudeildir verði fleiri í nýja spítalanum en í þeim gamla. Við sjáum það nú hvað þessar göngudeildir skila miklu. Fólk leggst minna inn og það sparar marga legudaga. En þessar breytingar þarf að byrja að undirbúa strax.“ Undirbúningurinn er þegar hafinn og Anna og samstarfsfólk hennar hafa gert

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.