Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201226 Viðbrögð foreldra við nokkrum meðferðarspurningum Hvernig líður þér? Það var mjög lærdómsríkt að setjast niður með foreldri og leggja fram fyrrgreinda spurningu. Það sést ekki utan á fólki hvernig því líður. Í sumum tilvikum urðu foreldrar hljóðir við og tóku sér tíma til að svara, nokkrir sögðu að þeim liði vel og ekkert amaði að, vel væri um þá hugsað. Í nokkrum tilvikum urðu foreldrar klökkir og í öðrum tilvikum brustu þeir í grát. Hjá mörgum var svarið: „Þakka þér fyrir að spyrja.“ Það var auðfundið strax að foreldrunum fannst gott að fá að tjá sig: „Ég er undir miklu álagi núna.“ „Það er mikið álag að vera inni á spítala.“ „Ég held ég hafi aldrei orðið eins þreyttur.“ „Ég held starfsfólkið viti ekki hvernig mér líður.“ Spurning um veikindareynslu fjölskyld- unnar. Þessi spurning var eðlilegt framhald í samræðunum því oft kom umræðan um fjölskylduna fljótlega upp í samtalinu. Þörf virtist vera fyrir því að tala um fjölskylduna þó svo að hjúkrunarfræðingurinn legði ekki spurningu um hana beint fram. „Ef þau vissu hvernig fjölskyldan væri samsett og hve mikið álag væri á okkur þá myndu þau kannski frekar átta sig á að bjóða okkur aðstoð, leyfa okkur að fara aðeins frá og vera saman með hinu barninu um stund, en ég vil alls ekki kvarta.“ „Þau vita auðvitað ekki að ég er sjálf langveik, með alvarlegan sjúkdóm, það hefur enginn spurt.“ „Fjölskyldan hefur verið að takast á við mikil áföll undanfarið en það vita þau ekki um.“ Sumir höfðu þörf fyrir að láta vita á hvaða fjölskyldumeðlim veikindi höfðu mest áhrif og vildu segja af hverju viðkomandi var undir mesta álaginu. „Þegar vandamálið er komið fram er eins og það verði minna.“ Fjölskyldutré. Foreldrar voru spurðir hvort það myndi hjálpa að sjá fjölskyldumynstrið með því að teikna upp fjölskyldutré. Rætt var um að þetta væri gert til að varpa frekari ljósi á hvernig við getum betur stutt fjölskylduna. Áhugi var hjá foreldrum að sjá fjölskyldumynstrið þegar það var teiknað upp. Flestir voru forvitnir, sumir fylltust stolti. „Nú skil ég álagið á mér betur. Athyglisvert, ég skil nú af hverju enginn hefur tíma til að hjálpa mér.“ (Sjá mynd 1.) Hvað hefur reynst best eða síst hjálplegt? Spurningunni var oft sjálfkrafa svarað áður en hún var borin upp. Eitt foreldrið sagði um þetta: „Mér finnst gott að fá að tjá mig.“ „Við þurfum skilning, það er það sem reynist vel.“ „Að fá upplýsingar og fræðslu.“ „Síst hjálplegt of miklar upplýsingar í einu.“ „Best að fjölskyldan stendur saman.“ „Ég hefði þörf fyrir fölskyldufund með læknum og hjúkrunarfólki, ég er þreytt að miðla upplýsingum til allra í fjölskyldunni ef hægt væri að tala einu sinni við alla í einu.“ „Það sem hjálpaði mest var að fá að segja frá, því þegar ég var að tala áttaði ég mig á ýmsu sem ég hafði ekki hugsað út í áður og að ég væri sterkari en ég hélt.“ Ef það væri ein spurning, hver væri hún? Foreldrarnir voru spurðir hvers þeir mundu spyrja ef þeir mættu bara spyrja einnar spurningar. „Ég hef beðið eftir að einhver myndi spyrja mig,“ sagði ein móðir. Aðrir foreldrar sögðu: „Við erum óörugg og kvíðin því við vitum ekkert um þennan sjúkdóm.“ „Það veit enginn hér hvaða reynsla er að baki hjá okkur.“ „Eru endurteknar svæfingar hættulegar barninu?“ „Ég vildi svo gjarna fá að tala við þann sem gerði aðgerðina.“ Hvernig getum við stutt best við þig og fjölskyldu þína? Í langflestum tilfellum svöruðu foreldrar þessari spurningu fljótt og án mikils umhugsunarfrests. „Mikilvægt að þið vitið hverjar okkar þarfir eru.“ „Hér er vel um okkur hugsað.“ „Það er misvel tekið í aðstoð, suma biður þú, aðra ekki.“ „Ótrúlega notalegt þegar komið var, útskýrt og talað við okkur.“ Draga fram styrkleika foreldris eða fjölskyldu nnar. Í viðtölunum var auðvelt að benda á styrk foreldris eða fjölskyldu. Allir einstaklingar búa yfir einhverjum sterkum hliðum. Mikilvægt er að finna þær, benda á þær og vinna með þær. „Ég hef áður lent í áföllum og tekist á við þau og því veit ég að ég á að geta tekist á við þetta.“ „Ég missti vinnuna, því er ég hér alla daga með syninum, en ég og konan lítum á þetta sem tækifæri því nú er ég heima og tek á móti börnunum þegar þau koma heim og geri eins og mamma mín í gamla daga og gef þeim heitt kakó og brauð!“ Hverjar eru óskir eða þarfir ykkar fyrir aðstoð núna? Þessi spurning hafði það að leiðarljósi að hvetja foreldra til að láta óskir sínar og þarfir um stuðning og fræðslu í ljós. „Við stöndum saman fjölskyldan, ég á góða að.“ „Hef þörf fyrir að tala um þetta aftur og aftur.“ „Gott að tjá sig og finna áhuga á manni, ég held ég geti lært af þessu.“ „Það væri gott að fá viðtal við félagsráðgjafa ef hægt væri að fá betri aðstoð þegar við komum heim.“ Þegar ég hugsa til þeirra fjölskyldna sem tóku þátt í rannsókninni eru mér í minni frásögur þeirra allra fyrir þeirra dugnað og styrk við að vinna með Amma/afi Frænka/frændi Foreldrar Börn Mynd 1. Fjölskyldutré.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.