Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201230 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is TVEIR DOKTORAR SAMA DAGINN Svo skemmtilega vildi til að 27. janúar sl. vörðu tveir hjúkrunarfræðingar doktorsritgerðir sínar. Þetta eru þær Ingibjörg Hjaltadóttir og Oddný Gunnarsdóttir. Við bættust því tveir doktorar í stéttina sama daginn og eru hjúkrunarfræðingar með doktorsgráðu nú um 30. Í lok mars hittust Ingibjörg og Oddný á kaffihúsi til þess að halda upp á áfangann. Oddný og Ingibjörg eru báðar komnar yfir fimmtugt og búa að einhverju leyti yfir svipaðri reynslu þó að þær hafi ekki þekkst fyrr en á síðustu árum. Báðar hafa þær verið deildarstjórar og opnað nýjar deildir og báðar kynntust þær snemma rannsóknum. Doktorsrannsóknir þeirra fjalla um ólík efni en athyglisvert er að í báðum rannsóknunum reyndist hægt að skilgreina atriði sem hafa áhrif á andlát. Annars vegar er samband milli endurtekinna koma á bráðamóttöku og aukinnar dánartíðni og hins vegar reyndust stöðugleiki heilsufars og færni í athöfnum daglegs lífs vera mikilvægir spáþættir fyrir andláti hjá íbúum á hjúkrunarheimili.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.