Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 43 Áhrif á heilsuna Það er óumdeilt að te er hollt og gott – enda er það aðalatriðið. Það er hins vegar umdeildara og flóknara mál að sanna með vísindalegum hætti að te komi í veg fyrir eða lækni sjúkdóma. Gerðar hafa verið margar vísindalegar rannsóknir á virkni tes – sumar hafa sýnt fram á jákvæða virkni, aðrar ekki. Það er þó óhætt að fullyrða að fyrir liggja vísindalegar rannsóknir sem gefa vísbendingar um að te geti haft jákvæð áhrif á ýmislegt í heilsu okkar. Telaufin innihalda ýmis efni, svo sem vítamín, steinefni, olíur, polýfenól, flúor og koffín. Meðal vítamína, sem finna má í tei, eru C-, B- og E-vítamín en það síðastnefnda er talið auka frjósemi og hamla ótímabærum öldrunaráhrifum. Polýfenól er andoxunarefni sem þýðir að það er talið geta komið í veg fyrir myndun og uppbyggingu óæskilegra efna í líkamanum sem kallast sindurefni. Sindurefni skaða frumur líkamans og sum slík efni eru talin geta stuðlað að sjúkdómum. Almennt má segja að te innihaldi helmingi minna koffín en kaffi, það er þó mismunandi eftir tegundum. Svart, oolong, grænt eða hvítt Til eru fjórar megintegundir af tei: hvítt, grænt, oolong og svart. Hvítt te er minnst unnið og oft talið best fyrir heilsuna. Grænt te er lítið unnið og heilsusamlegt, undanfarin ár hefur neysla á grænu te vaxið mikið á Vesturlöndum. Oolong-te er hálfgerjað og svart te er mest unnið eða mest gerjað. Framleiðsluferlið felst í þurrkun, rúllun, gerjun og brennslu. Fyrir utan þessar tegundir eru nokkrar staðbundnar og sérstakar tegundir, svo sem matcha frá Japan. Rétt er að nefna einnig tegundir sem oft eru taldar með tei, svo sem rooibos frá Suður-Afríku, og hvers konar ávaxta- og jurtaseyði. Strangt til tekið eru þetta ekki tetegundir heldur seyði enda kemur teplantan hvergi nærri framleiðslu á þessum tegundum. „Gott te er unaðslegur drykkur sem vert er að njóta.“ Að búa til te – nokkur ráð og athugasemdir Fyrsta regla er að nota frekar laust te en te í pokum. Auðvitað getur pokate verið ágætt en almenna reglan er að te í lausu er betri vara. Hafið í huga að íslenskt vatn er mýkra en vatn víðast í Evrópu. Það þýðir að stöðutíminn fyrir te, sem búið er til á Íslandi, er um það bil 20% styttri en til dæmis í Danmörku. Stöðutíminn skiptir mismiklu máli eftir því hvaða te er verið að útbúa. Stundum er ágætt að gleyma teinu í katlinum – bragðið verður bara meira og betra. Stundum eyðileggst teið ef það fer hálfa mínútu yfir uppgefinn stöðutíma. Það er því öruggast að fara eftir leiðbeiningunum. Ef sérstaklega á að vanda til tebollans er hægt að setja laufin laus í ketilinn í stað þess að hafa þau í tesíu. Þá leikur vatnið enn betur um laufin og vatnið tekur í sig meira bragð. Þegar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Ingibjörg J. Friðbertsdóttir er hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. stöðutíminn er liðinn er hægt að nota síuna til að sía laufið úr þegar hellt er í bollana. Það getur verið gott að láta heitt vatn renna í teketilinn á meðan vatnið er að ná réttu hitastigi. Ef ketillinn er heitur helst hitinn á vatninu betur, þ.e. orkan úr heita vatninu fer ekki í að hita teketilinn sjálfan heldur í að leysa upp efnin úr telaufunum. Vatnið þarf að vera súrefnisríkt. Þess vegna er góð regla að nota aldrei vatnið sem er í katlinum þegar komið er að honum. Best er að láta renna nýtt vatn í ketilinn og taka vatnið af hellunni (ef ketillinn er á hellunni) áður en það sýður eða um leið og það sýður (eftir því hve heitt vatn fólk vill nota). Gott te er unaðslegur drykkur sem vert er að njóta. Te er gott í sama skilningi og gott vín, góður ostur eða úrvalssúkkulaði. Te er hollt og betra fyrir líkamann en kaffi. Te hefur andlega slakandi áhrif, það er notalegt að taka sér góðan tíma, vanda undirbúninginn, búa til gott te, setjast á friðsaman stað og sötra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.