Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201250 Útdráttur Tilgangur, efniviður og aðferðir: Tilgangur þessarar eigind– legu rannsóknar var að lýsa reynslu kvenna með geðhvörf. Úrtakið var þægindaúrtak átta kvenna á aldrinum 22 til 65 ára. Tekin voru tvö til þrjú, um það bil klukkustundarlöng hálfstöðluð, viðtöl við hvern þátttakanda yfir allt að þriggja ára tímabil. Gögnin voru þemagreind. Niðurstöður: Eftirfarandi þemu voru greind: „Lífið í blokkinni“ – líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflum, „Loksins greind“ – langur aðdragandi sjúkdómsgreiningar, „Að hafa meðvitund“– þróun innsæis í sjúkdómsástand, „Haldreipið“ – þrotlaus vinna að halda sér einkennalausum, „Að vera undir smásjá“ – fordómar alls staðar, „Rústir einar“ – samskipti við fjölskyldu og „Að púsla lífinu saman á ný“ – samskipti við fagfólk. Ályktanir: Sjúkdómurinn hefur markað djúp spor í líf þátttakenda. Þrátt fyrir að konurnar hafi ekki litið á sig sem sjúklinga höfðu þær engu að síður þurft að gera umtalsverðar breytingar á daglegu lífi. Breytingarnar þjónuðu þeim tilgangi að koma í veg fyrir að einkenni kæmu fram á ný og að takast á við þau sem upp komu. Samstarf heilbrigðisstarfsmanna við fólk með geðhvörf og fjölskyldur þeirra þarf að vera markvisst og í samræmi við ólíkar þarfir á breytilegum tímabilum veikindanna. Leggja þarf áherslu á að horfast í augu við greiningu, að bæta líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflunum, að greina forboðaeinkenni, að styðja við heilsusamlega lífshætti, að upplýsa aðra um sjúkdóminn, að styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði og vinnu gegn fordómum. Lykilorð: Eigindleg rannsókn, geðhvörf, konur, hjúkrun, langvinn veikindi. INNGANGUR Geðhvörf eru langvinnur geðsjúkdómur sem tilheyrir geðs- lags sjúkdómum og einkennist af tímabilum geðhæða og Jóhanna Bernharðsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Ása Björk Ásgeirsdóttir, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði Guðrún Kristófersdóttir, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði Helga Jónsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala REYNSLA KVENNA MEÐ GEÐHVÖRF ENGLISH SUMMARY Bernhardsdottir, J., Asgeirsdottir, A.B., Hafsteinsdottir, B.Y., Kristofersdottir, G., Jonsdottir, H. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2012), 88 (2), 50-56 WOMEN’S EXPERIENCE OF LIVING WITH A BIPOLAR DISORDER The purpose of this qualitative study was to describe the experience of women with bipolar disorder. A purposive sample of eight women, 22 to 65 years old, was recruited. Two to three, about one hour long, semi-structured interviews were conducted with each participant over three years. Data were analyzed into themes. The findings illuminate the following themes: “Life in a high-rise” – experiences in manic and depressive states, “Finally diagnosed” – long process of getting diagnosis, “Being conscious” – developing insight into the disease, “The rope” – Continuous work in staying symptom free, “Under the microscope” – stigma all over, “The ruins” – relationships with family, and “Puzzling life together” – interactions with healthcare professionals. It is concluded that the disease has had deep influences on the lives of the women. They did not consider themselves as patients, but did nevertheless make considerable changes in daily life to be able to prevent symptoms and deal with those that surfaced. Health professionals need to systematically collaborate with people with bipolar disorders and their families according to their unique needs at different stages of the disease. Emphasis needs to be placed on coming to terms with the diagnosis, to improve symptoms in manic and depressive states, to recognize early warning signs, to support healthy life-style, to inform others about the disease, to strengthen self-image and autonomy, and to eliminate prejudice. Keywords: Bipolar disorder, chronic illness, nursing, qualitative research, women. Correspondance: johannab@hi.is Um höfunda: Jóhanna Bernharðsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og verkefnastjóri á geðsviði Landspítala. Ása Björk Ásgeirsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Guðrún Kristófersdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Helga Jónsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala. About the authors: Jóhanna Bernharðsdóttir is an Assistant Professor at the University of Iceland Faculty of Nursing and a project manager at Mental Health Services, Landspitali University Hospital. Ása Björk Ásgeirsdóttir is a nurse manager at the Ás nursing home. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir is a nurse manager at the Ás nursing home. Guðrún Kristófersdóttir is a nurse manager at the Ás nursing home. Helga Jónsdóttir is a Professor at the University of Iceland Faculty of Nursing and faculty chair research and development, nursing of the chronically ill, at the University of Iceland Faculty of Nursing and Landspitali University Hospital. Hagsmunatengsl: Engin. Conflicts of interest: None reported.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.