Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 21
21 Það getur borgað sig að staldra við og líta á val á upplýsingakerfi sem sérstakt verkefni þar sem ríkir samkeppni milli birgja, það er gerður staðlaður samanburður milli lausna og staðlaðir samningar eru notaðir. Til dæmis ERP12 samningurinn, sem hefur verið notaður í hundruðum verkefnissamninga á Norðurlöndum, eða afbrigði af K01, 02 eða 03 gætu bætt samninga milli verksala og verkkaupa til muna. Nokkur góð ráð í samningagerð um kaup og innleiðingu á samþættum upplýsingakerfum: 1. Settu upp stöðluð útboðsgögn. 2. Láttu fleiri en einn birgja bjóða í verkefnið. 3. Notaðu staðlaða aðferð til að bera saman birgja og lausnir. 4. Tryggðu að samningsformið sem notað er sé jafn hliðhollt fyrirtæki og birgja. 5. Notaðu sérfræðing til að aðstoða þig í samningagerðinni. 6. Tryggðu að samningurinn taki á öllum þeim atriðum sem taka þurfi á m.t.t. innleiðingar á þessari tegund upplýsingakerfa. 7. Tryggðu að ábyrgðar- og prófunar ákvæði séu skýr og sýni hvað það er sem birgi á að skila af sér og hvað það er sem kerfið á að geta eftir skiladag. 8. Tryggðu að verðákvæði séu skilgreind sem markverð og það séu ákvæði um hvað eigi að gerast ef birgir fer frem úr áætlun. 9. Hafðu í huga þær forsendur sem liggja að baki því verði sem gefið er upp í tilboðinu. 10. Notaðu samninginn í innleiðingarferlinu til að vaka yfir skilum, hegðun og frammistöðu birgja. Í október 2015 var send út könnun á félagsmenn Ský um viðhorf þeirra til tækninnar og starfsemi Ský. Hvaða tækifæri sjá félagsmenn og hvaða ógnir eru mögulega aðsteðjandi. Hversu duglegir eru félagsmenn að lesa Tölvumál og taka þátt í viðburðum. Ágæt þátttaka var í könnuninni en alls bárust 131 svör á þeim fáu dögum sem könnunin stóð yfir. Þetta var ekki hávísindaleg könnun heldur fyrst og fremst gerð til gamans. Helstu niðurstöður fara hér á eftir. UM ÞÁTTTAKENDUR Þrír fjórðu þátttakenda voru karlar og 59% svarenda var á aldrinum 31 til 50 ára en aðeins um 3% voru yngri en 30 ára. Tæp 43% þátttakenda er með BA/BS próf og yfir 40% með meistaragráðu eða meira. Alls svöruðu sex doktorar könnuninni. Spurt var um sérsvið og starfsheiti þátttakenda. Þar var nánast öll flóran nefnd frá því að vera með sérsviðið „allt mögulegt” yfir í útstöðvar og miðlarar. Starfsheitin sérfræðingur og verkefnastjóri voru algeng auk hefðbundinna starfsheita eins og forritari, deildarstjóri, vefstjóri og framkvæmdastjóri. INTERNET HLUTANNA ER MEST SPENNANDI Þegar spurt var út í viðhorf til tækni framtíðarinn sögðust 54% þátttakenda vera spenntir og 42% bjartsýnir. Enginn bölmóður á ferð því enginn sagðist vera svartsýnn og aðeins 3% kvíðinn. Það er ljóst að margir líta til þess sem hefur verið kallað internet hlutanna (e. internet of things), sjálfkeyrandi bíla, aukna sjálfvirkni hvers konar, gervigreind, raddstýringar og frekari skýjaþróun. Og einn nefndi fljúgandi bíla áreiðanlega til heiðurs myndinni Back to the Future sem átti 30 ára afmæli nýlega! Spurt var út í óæskilegar nýjungar í framtíðinni og þar var þátttakendum helst tíðrætt um áhyggjur af öryggi upplýsinga, misnotkun persónu- upplýsinga, minni persónuvernd og margir hafa áhyggjur af því sem svo margir eru einmitt spenntir fyrir þ.e. internet hlutanna og aukin sjálfvirkni. Um helmingur þátttakenda sagði að tölvunörd væri besta lýsingin á sér og um 83% sögðust vera nýjungagjarnir notendur, en hægt var að merkja við fleira en eitt svar. MEIRIHLUTI LES TÖLVUMÁL Spurt var út í notkun og lestur á Tölvumálum, bæði vefútgáfunni og prentaðri. Prentuðu útgáfuna segjast um 56% notenda lesa í heild eða hluta. Rúmlega 9% fá blaðið en lesa það ekki og um þriðjungur segist aldrei sjá blaðið. Um 28% segjast lesa reglulega vikulegu pistla Tölvumála á netinu, um 35% les þá sjaldan, liðlega 20% les þá ekki og 16% vissu ekki af greinunum. Loks var spurt út þátttöku félagsmanna í viðburðum á vegum Ský. Enginn sagðist fara á alla viðburði sem kom ekki á óvart enda fjölbreytt flóra viðburða og mismunandi áhugasvið. Um 26% segjast fara á nokkra viðburði á ári, 55% fara sjaldan, tæplega 17% aldrei en aðeins um 2% vissi ekki af viðburðum. VIÐHORF TIL TÆKNIMÁLA FRAMTÍÐARINNAR Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.