Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 40

Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 40
40 Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur tekið þátt í mörgum Evrópuverkefnum sem tengjast kennslu í tölvunarfræði. Markmið verkefnanna hafa verið háleit og í kringum þau skapast samvinna milli stærri og smærri hópa og vinátta orðið til sem nær langt út fyrir verkefnin. Hér langar mig að segja stuttlega frá þessum verkefnum og hvernig hefur verið að taka þátt í þeim. ECET Fyrsta verkefnið sem við tókum þátt í var European Computing Education and Training (ECET) á árunum 2002 til 2004. Þetta verkefni fólst í að byggja líkan fyrir Virtual European Department of Computing (VEDoC) og skapa Virtual Recommended Professional Standards in Computing. Einnig að móta kennsluskrá fyrir kennslu á netinu og þróa rafræn námskeið á netinu og bókasafn. Auk þess að hanna og útbúa efni þá var markmiðið einnig að þróa notkun á stöðlum og gæðakerfi (System for Quality Control (SQC)). Þátttakendur í verkefninu voru 71 háskóli og stofnanir í 30 Evrópulöndum. Afrakstur verkefnisins má sjá hér: http://ecet.ecs.uni-ruse.bg/vedoc/. ETN DEC Næsta verkefni var European Thematic Network for Doctoral Education in Computing (ETN DEC) á árunum 2005 til 2007. Megin markmið þessa verkefnis var að stuðla að því að doktorsnám yrði viðurkennt sem „the third cycle“ í menntun, að skilgreina leiðir til að auka gæði doktors- náms í tölvunarfræði og til að þróa tæki og aðferðir til að meta, staðfesta þekkingu og færni doktorsnema. Þátttakendur voru frá 69 háskólum og stofnunum í 30 Evrópulöndum og afraksturinn má sjá hér: http://ecet. ecs.ru.acad.bg/etndec/. ETN TRICE Þriðja verkefnið var Teaching, Research and Innovation in Computing Educaiton, (ETN TRICE) á árunum 2008 til 2011. Þátttakendur voru frá 70 háskólum og stofnunum í 31 Evrópulandi. Markmiðið þessa verkefnis var að kynna rannsóknir og nýjungar í tölvunarfræðikennslu. Þetta var gert með því að greina stöðuna, skiptast á reynslu, kynna það sem vel hafði gengið til þess að efla gæði kennslu og náms og stuðla að nýtingu nýrrar tækni við kennslu. Nýta átti reynsluna úr verkefnunum tveim á undan og stuðla að því að koma henni í framfæri. Þátttakendur voru frá 69 háskólum og stofnunum í 30 Evrópulöndum og afraksturinn má sjá hér: http://trice.ecs.uni-ruse.bg/index.php?cmd=gsIndex. FETCH Fjórða og nýjasta verkefnið er New European Thematic Network „Future Education and Training in Computing: How to support learning at anytime anywhere (FETCH) sem hófst 2013 og stendur til 2016. Í þessu verkefni er ætlunin að þróa European Strategic Framework for Computing Education and Training 2020 (ECFCET-2020) og European Evaluation Framework in Computing Education and Training 2020 (EEFCET-2020). Einnig er unnið að tillögum um kennsluskrá fyrir nám og þjálfun í tölvunarfræði á netinu og að móta kennsluaðferðir og líkön til að nota netmiðla og samfélagsmiðla, í menntun. Þátttakendur eru frá 67 háskólum og stofnunum í 35 Evrópulöndum og afraksturinn má sjá hér: http://fetch.ecs.uni-ruse.bg/index.php?cmd=gsIndex. MÍN REYNSLA Verkefnunum hefur verið stýrt frá Háskólanum í Russe í Búlgaríu og því hafa margir fundir í verið haldnir Búlgaríu, í Soffíu eða í Russe (Ruse, Rouse, Rustchuk/Ruschuk). Ferð til Russe tók lengi vel langan tíma. Fyrst þurfti að fljúga til Soffíu og síðan tók við um fimm tíma rútuferð til Russe og tók ferðin stundum næstum tvo heila daga. Ekki var hægt að ferðast í gegnum Búkarest í Rúmeníu á þessum tíma þar sem landa- mærin voru lokuð. Russe er falleg borg við Dónárbakka og oft kölluð litla Vín og þekkt fyrir fallegan arkitektúr frá Neo-Baroque og Neo- Rococois tímabilinu á 18 og 19 öld. Auk reglulegra funda í Búlgaríu hafa fundir einnig verið haldnir í Þýskalandi, Portúgal, Írlandi, Lettlandi, Tyrklandi, Spáni, Belgíu og Rúmeníu. Þegar ég kom á fyrstu fundina var mér brugðið, aðstæður í Búlgaríu voru ekki góðar, sýnilega mikil fátækt bæði í Soffíu og út á landi. Þegar keyrt var um landið mátti sjá mikið af hrörlegum byggingum og stórum matjurtargörðum við hvert hús ásamt háum viðarstöflum og gjarnan einni geit. Vegakerfið var nokkuð gott, líklega gert á sínum tíma til að hernaðartæki kæmust hratt yfir. Á þeim rúmum 12 árum sem liðin eru síðan ég tók fyrst þátt hefur ýmislegt breyst í Búlgaríu, ástandið virðist batna smásaman og nú er hægt að fljúga til Búkarest og keyra þaðan til Russe yfir Dóná sem styttir ferðalagið mikið. Fólkið sem tók og tekur þátt í þessum verkefnum er áhugasamt og vill læra hvert af öður en greinilega hafa komið í ljós ólík sjónarmið austurs og vesturs, t.d. varðandi hvað eigi að kenna og hvernig. Fjörugar umræður skapast á fundum um þessi efni, sérstaklega í smærri hópum en smám saman hefur tungumálaþekking skipt fólki í hópa þar sem EVRÓPUVERKEFNI TENGD KENNSLU Í TÖLVUNARFRÆÐI Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.