Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 31
31
DÍSILL CMS
UM KERFIÐ
Disill CMS rekur sögu sína til ársins 2001 með fyrirtækinu NúllEinn (síðar
Atóm/NúllEinn) sem þarfnaðist þá kerfis til þess að viðhalda og ritstýra
afþreyingarvefnum nulleinn.is. Fyrsta útgáfa var nokkuð frumstæð en
skilaði ætlunarverki sínu með sóma. Fljótlega fór að bera á þörf fyrir fleiri
aðila fyrir vefumsjónartól, auk sérþarfa eins og bókunarkerfa sem þá
voru innleidd í kerfið. Þegar Atóm/NúllEinn og Skapalón voru sameinuð
undir nafni Skapalóns árin 2009-2011 var rekstur kerfisins aðskilinn frá
almennri starfsemi Skapalóns og færður undir CYAN ehf sem á og rekur
Disill CMS í dag. Frá þeim tíma hefur stefnan breyst verulega og öll
áhersla lögð á að einangra virkni kerfisins við vefumsjón/stýringu og
nýta utanaðkomandi lausnir og innleiða virkni þeirra við kerfið með
módúlum.
Skjáskot af Dísill CMS
TÆKNIN
Disill 5 er skrifaður í ASP.Net C# MVC 4.5 og eru gögn geymd í Microsoft
SQL gagnagrunni í gegnum Entity framework. Stór hluti kerfisins er nú
byggður á BackboneJS sem notar Web Api til að birta viðmót og gögn
í bakendanum.
Í framendaforritun er notast við Razor sniðmát (Razor template engine)
til að byggja upp HTML5 viðmót. Viðmótið er svo stílað með CSS3 og
virkni forrituð með Javascript og er viðmótið aðskilið frá kerfinu sjálfu.
ÞRÓUN KERFISINS
Núverandi útgáfa kerfisins Disill 5 var endurskrifuð og viðmót
endurhannað að öllu leyti á árunum 2013-2014, en vefur Landsvirkjunar
(landsvirkjun.is) var fyrsti vefurinn sem keyrði á Disill 5. Þar á eftir var
vefur Alvogen (alvogen.com) sem m.a. var valinn fyrirtækjavefur ársins
2014. Samhliða þróun á Disill 5 átti snjallsímabyltingin sér stað og voru
þær þarfir sem sú nálgun kallaði á tvinnaðar inn í Disill 5 með góðum
árangri.
Ein helsta nýjungin í Disill 5 er drag-and-drop möguleikinn til uppröðunar
á efni. Notendur geta á einfaldan og myndrænan máta raðað saman því
útliti sem þeir kjósa á hverri síðu fyrir sig, ásamt efnismódúlum á hverri
síðu fyrir sig. Með þeirri virkni var í raun hætt að gera mörg sniðmát fyrir
síður heldur er einungis eitt sniðmát fyrir hvern vef og á hverri síðu er
hægt að raða upp efni og virknismódúlum með nánast óendanlegum
möguleikum sem er afar þægilegt í umsýslu, sérstaklega með snjallvefi.
Af öðrum viðbótum má nefna tengingu við Shopify vefverslunarkerfið,
DK bókhaldskerfið, Dashboard tengingar við Google Analytics og víðari
möguleika og tengingar við samfélagsmiðla.
Okkar markmið og stefna er að gera alla notendaupplifun og virkni
kerfisins skilvirkari til vefumsýslu og vefstýringar og nýta leiðandi
utanaðkomandi lausnir inn í kerfið til afnota fyrir notendur, án nokkurra
takmarkana.
AF HVERJU EKKI OPEN SOURCE?
Val á kerfi er ekki lykilatriði, heldur þekkingin og þjónustan sem fylgir
kerfinu. Að ákveðnu leyti má segja að Disill 5 sé opið kerfi, þar sem
kerfið styður að notendur geti skrifað eigin einingar (módúla) við kerfið
að vild og nýta margir viðskiptavinir sér það. Open source kerfin eru
misörugg og eins ólík og þau eru mörg. Í raun gerum við lítinn
greinarmun á open source og öðrum CMS kerfum. Öll kerfin kalla á
viðhald, þekkingu og þjónustu. Það er eitthvað sem við getum tryggt
með Disill 5.
EPLICA VEFUMSJÓNARKERFIÐ
UM KERFIÐ
Fyrsta útgáfa Eplica vefumsjónarkerfisins kom út 2001. Það hefur frá
upphafi verið þróað og þjónustað af Hugsmiðjunni og hefur verið í
notkun á hundruðum vefsvæða.
Skjáskot af Eplica
TÆKNIN
Eplica byggir á Java og keyrir bæði á Linux og Windows vefþjónum.
Mikið er lagt upp úr aðgengismálum og kóðagæðum, enda koma
Eplica vefir iðulega vel út úr aðgengisprófunum.
ÞRÓUN KERFISINS
Sérstaða kerfisins hefur frá fyrstu útgáfu verið að notendur framkvæmi
sem mest af helstu aðgerðum vefstjóra á vefnum sjálfum, en ekki í
stjórnkerfisgluggum. Þannig vinna notendur alltaf með efnið í réttu
samhengi; í því útliti og leturgerð sem vefnum tilheyrir, frekar en að skrifa
inn í hlutlausan sprettiglugga og þurfa að vista til að sjá hvernig
breytingar koma út. Í útgáfu tvö sem kom út í ársbyrjun 2009 var
viðmótið bætt og áhersla lögð á að auðvelda enn meira vinnu við
nýskráningu síðna og umsýslu veftrés.
Í ár kom út Eplica 3 og þar hefur allt viðmót fengið yfirhalningu,
skjámyndir eru einfaldaðar og gerðar skýrari. Stærsta nýjungin sem
notendur verða varir við er mikið bætt umsýsla mynda og skjala.
Notendur geta nú notað drag-drop til að bæta myndum inn í kerfið án
þess að þurfa að skrá þær sérstaklega. Til að bæta myndbirtingu á
snjöllum (skalanlegum) vefjum þróuðum við nýjung sem við köllum
CleverCrop og gerir notendum kleift með einum smelli að skilgreina
áherslupunkt hverrar myndar. Kerfið býr svo sjálfkrafa til myndir í
hlutföllum og stærðum sem henta ólíkum miðlum. Þannig þarf notandi
ekki að skera myndir í ólíkum hlutföllum í myndvinnsluforriti fyrir t.d.
forsíðuborða handa ólíkum skjástærðum.
Við vinnum stöðugt að endurbótum og reynum að vera vakandi fyrir
þörfum okkar viðskiptavina, en meðal stærri fyrirhugaðra breytinga eru
betrumbætur á leitarvirkni, bæði varðandi hefðbundna vélarleit og
möguleika vefstjóra til að sérsníða leitarniðurstöður að þörfum sinna
notenda.
AF HVERJU EKKI OPEN SOURCE?
Enn höfum við ekki fundið open-source vefumsjónarkerfi sem býður
sömu möguleika í viðmóti efnisvinnslu og Eplica kerfið, þótt sum hver
séu að færast nær því sem við byrjuðum með fyrir nærri 15 árum. Að
viðmóti Eplica kerfisins frátöldu má samt segja að helsta ástæðan fyrir
því að velja Eplica sé sérfræðiþekking Hugsmiðjunnar. Við höfum
markvisst haft þá stefnu að einbeita kröftum okkar að því kerfi sem við