Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.11.2015, Blaðsíða 38
38 SÍÐAN SÍÐAST... Það sem af er árinu 2015 hafa verið haldnir tæplega 20 viðburðir á vegum. Til viðbótar eru á teikniborðinu allmargir viðburðir fram að jólum og því ekki hægt að kvarta yfir að framboð sé ekki nægjanlegt. Flaggskipið er UTmessan sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpu 5. og 6. febrúar 2016 en undirbúningur undir hana er í gangi allt árið. Vel hefur gengið að skipuleggja dagskrá viðburða sem er að mestu í höndum stjórnum faghópa innan Ský. Nú þegar hafa yfir tvö þúsund manns mætt á viðburði félagsins á árinu og er sérstaklega áberandi fjölgun gesta á hádegisfundina sem oftast eru haldnir á Grand hóteli. Hægt er að nálgast dagskrá og upplýsingar um viðburðina ásamt glærukynningum á vefnum sky.is. YFIRLIT YFIR LIÐNA VIÐBURÐI 2015: Jan Innri vefir fyrirtækja Feb UTmessan ráðstefna og sýning Feb Aðalfundur Öldungadeildar Feb Aðalfundur Ský Feb Heilbrigðisráðstefnan Mars Fjarskipti og ferðamenn Mars Menntun og öryggislæsi Mars Netöryggi bankanna Mars Verðlaunavefir Mars Verndun gagna Mars Endurmenntun með UT að vopni Apríl Er þetta heilbrigt? Apríl Gagnavinnsla og gervigreind Apríl Girls In ICT Day - Stelpu og tæknidagurinn Maí Markaðssetning á netinu Sept Áskoranir haustsins við kerfisrekstur Sept Hin mörgu andlit vefstjórans Okt Öryggi og vefstjórnun Okt Kynningarfundur um timarit.is og vefsafn Drög að dagskrá vetrarins 2015-2016 má finna á sky.is

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.