Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lömb frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði eru um 1,5 kílóum léttari nú en lömb- in voru í fyrra. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum, sagði að hafa bæri í huga að árið í fyrra hefði verið metár hvað varðaði fallþunga dilka. Slátrun hófst hjá Fjallalambi á Kópaskeri á mánudaginn var. Jó- hannes kvaðst binda vonir við að fall- þunginn yrði nálægt meðallagi í haust. Fyrstu göngum er að mestu lokið í Þistilfirði. Jóhannes sagði að búist hefði verið við því að lömbin yrðu í léttari kantinum. „Hér var gróður- leysi fram eftir öllu sumri. Innheið- arnar algjörlega sprettulausar. Ég hef sjaldan eða aldrei séð þær svona. Eftir að kemur í 300-400 metra hæð, þar sem á að vera kvistur, víðir og annað, er engin spretta. Mér fannst áberandi hvað fé sem kom úr innheiðum og innstu leitum var lélegt, þveröfugt við það sem á að vera,“ sagði Jó- hannes. Í gær var þreif- andi þoka í Þistil- firði sjötta daginn í röð. Þokan hefur valdið vandræðum því ekkert þýðir að smala í þoku. Samt hefur verið hlýtt og gott veður að öðru leyti. Gangnamenn hröktust af Tungusels- heiði fyrir þoku en ætluðu aftur á heiðina í gær, enda var spáin góð fyr- ir helgina. Einnig stóð til að smala Álandstungu í gær. En hvernig gekk heyskapurinn? „Það er góður heyskapur – það sem hann er – en hann er held ég minni en í meðalári,“ sagði Jóhannes. „Það spratt mjög seint. Það var ekki fyrr en kom fram í ágúst að við feng- um þurrka.“ Hann sagði að veðrið í júlí hefði verið ótrúlegt. Hitinn fór aldrei yfir 10°C á daginn og lá í 3-4°C allar nætur og grasspretta var engin. Þetta var mjög óvenjulegt. Illviðri komu ekki í sumar en það var sam- felld austan- og norðaustanátt frá 25. apríl og út júlí. Í allan fyrravetur lá hann í sunnan- og suðvestanáttum. Jóhannes vissi ekki til þess að nokkur bóndi á svæðinu hefði slegið seinni slátt og heyjað nú í september. „Hins vegar hefur tíðarfarið núna í ágúst og það sem af er september verið einstaklega hlýtt. Það er kom- inn vaðandi hagi á tún sem voru sleg- in í byrjun ágúst og það er í sjálfu sér ágætt,“ sagði Jóhannes. Það verður því hægt að beita túnin í haust.  Göngum er að mestu lokið í Þistilfirði  Þar var gróðurleysi fram eftir öllu sumri vegna kulda  Heyskapur var góður en þó minni en í meðalári  Einstaklega hlýtt í ágúst og september Lömbin eru 11⁄2 kílói léttari en í fyrra Morgunblaðið/Líney Gunnarsstaðir Spretta var lítil þegar myndin var tekin, 17. júlí. Úr rættist og það náðust ágætis hey, en ekki mikil, en lömbin eru rýrari en í fyrra. Jóhannes Sigfússon Felldir verða niður tollar á vörum í yfir 340 tollskrárnúmerum land- búnaðarafurða við innflutning frá Evrópusambandinu og lækkaðir á yfir 20 til viðbótar. Almennt séð gerir ESB slíkt hið sama við inn- fluttar vörur frá Íslandi. Þannig verða allir tollar á unnar búvörur sem hingað eru fluttar felldir niður, nema á jógúrt. Dæmi um það eru súkku- laði, pizzur, pasta og bökun- arvörur. Einnig verða felldir niður eða lækkaðir tollar á óunnum land- búnaðarvörum eins og villibráð, frönskum kartöflum og útiræktuðu grænmeti. Þetta felst í samkomulagi ís- lenskra stjórnvalda og Evrópusam- bandsins um viðskipti með land- búnaðarvörur sem gengið var frá í gær eftir tveggja daga samninga- lotu. Vonir standa til að samning- arnir geti tekið gildi í lok næsta árs eða byrjun árs 2017. Jafnframt verða tollfrjálsir inn- flutningskvótar fyrir ýmsar kjöt- tegundir og osta stækkaðir. Þá fær Ísland hærri kvóta fyrir útflutning á skyri, smjöri og lambakjöti til ESB og nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost. Það er talið skapa aukin tækifæri til útflutn- ings á búvörum. Kemur neytendum til góða „Þetta er býsna mikilvægt og mun örugglega koma neytendum til góða,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda. Félagið hefur barist fyrir mörgum af þeim breytingum sem þarna koma fram. Ólafur segir að ekki liggi fyrir hvað breytingarnar þýði, bæði vanti tölur um tollalækkanir og innflutningskvóta. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en tollalækkanir skili sér í vasa neyt- enda með lækkuðu vöruverði vegna þeirrar hörðu samkeppni sem er í innflutningi matvæla. helgi@mbl.is Tollar afnumdir af unnum vörum Ostar Fleiri teg- undir verða til sölu.  Tollkvótar landbúnaðarvara stækkaðir  Tækifæri til útflutnings á skyri og kjöti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er virkilega ánægjulegur dag- ur. Það kom fram mikill samhugur í fólki. Menn eru ánægðir með að vera komnir á þennan stað,“ segir Krist- ján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Ráðherrar, aðaleigandi PCC og sveitarstjóri klipptu á borða á iðnaðarsvæðinu á Bakka til að stað- festa að undirbúningi er lokið og nú hefjast framkvæmdir við kísilver PCC. Undirbúningsframkvæmdir hafa verið á lóð PCC á Bakka, meðal ann- ars við vegi, veitur og vinnubúðir. Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar og á næstunni verður töluvert um sprengingar þar. Þá munu framkvæmdir við jarð- göng um Húsavíkurhöfða og iðn- aðarveg frá Húsavíkurhöfn að iðn- aðarsvæðinu hefjast í nóvember, samkvæmt verkáætlun norska fyr- irtækisins sem átti lægsta tilboð í verkið. Ráðast þarf í fleiri fram- kvæmdir við höfnina. Nýta atvinnutækifæri „Framkvæmdir við virkjun á Þeistareykjum og línulögn eru einnig á áætlun. Stóra myndin lítur því vel út,“ segir Kristján. Hann bætir því við að ákvörðun Landsvirkjunar um að ráðast í annan áfanga Þeistareykjavirkjunar sé gleðileg. Það gefi vísbendingar um að iðnaðar- svæðið verði eftirsóknarvert fyrir fleiri fyrirtæki, millistór og lítil. Sveitarstjórinn segir að sveitarfé- lagið þurfi að ráðast í ýmsar aðgerðir til að bregðast við þeim breytingum sem sannarlega eru framundan. „Við þurfum að geta tekið á móti fleira fólki og nýtt atvinnutækifærin til hins ýtrasta. Það verður annar taktur í þessu hjá okkur,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri. Fyrr um morguninn komu fulltrú- ar helstu fyrirtækja og stofnana sem hlutverki hafa að gegna við uppbygg- inguna saman til fundar á Fosshótel Húsavík. „Verktakarnir eru rétt að byrja og það kom fram að krefjandi verkefni bíða þeirra. Þeir líktu þessu við boðhlaup. Við hérna á svæðinu er- um búin að reyna að koma einhverju af stað á Bakka í 30 ár, ef litið er á all- an tímann. Það er fyrsti fasinn. Ann- ar var að koma PCC hingað á svæðið og fjármagna framkvæmdina. Upp- byggingin er þriðji fasinn og svo get- um við vonandi fagnað þeim síðasta á árinu 2017 þegar framleiðsla hefst í kísilveri,“ segir Kristján Þór. Ekkert til sparað Hann segir að fundarmenn hafi fengið innsýn í hönnun kísilversins. „Mér sýnist að það eigi ekki að vera neitt til sparað í hágæða evrópskri hönnun á þeim búnaði sem fer þang- að inn. Meðal annars er tekið tillit til jarðskjálftavár,“ segir Kristján. »22 Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Borðaklipping Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri, Waldemar Preussner, eigandi PCC og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra klipptu á íslenska og þýska fánaborða. Ánægðir með að vera komnir á þennan stað  Framkvæmdum á Bakka fagnað með því að klippa á borða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.