Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Félag háskólamenntaðra starfs-
manna Stjórnarráðsins (FHSS), sem
í eru um 550 félagsmenn, er stór-
skuldugt eftir verkfallsþátttöku örlít-
ils hluta fé-
lagsmanna frá því
í vor, en háskóla-
menntaðir starfs-
menn ráðuneyt-
anna hafa ekki
verkfallsrétt. Það
voru einungis há-
skólamenntaðir
starfsmenn fjár-
sýslu ríkisins sem
fóru í verkfall.
Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins nema skuldir
félagsins við verkfallssjóð Bandalags
háskólamanna (BHM) um 54 millj-
ónum króna.
Ragnheiður Bóasdóttir er formað-
ur FHSS. Í framhaldi af fyrirspurn
Morgunblaðsins í gær, sendi Ragn-
heiður fyrir hönd stjórnar FHSS
Morgunblaðinu svohljóðandi frétta-
tilkynningu:
Aukaaðalfundur haldinn
„Aukaaðalfundur Félags háskóla-
menntaðra starfsmanna Stjórnar-
ráðsins, sem haldinn var 16. septem-
ber sl., samþykkti tillögu stjórnar
FHSS um hækkun félagsgjalda frá
næstu mánaðamótum. Tillagan var
lögð fram til að ná því markmiði að
greiða niður á tveimur árum áfallinn
kostnað vegna þátttöku í verkfalls-
aðgerðum BHM félaga fyrr á þessu
ári.
FHSS átti aðild að þeirri ákvörðun
að kostnaður verkfallssjóðs BHM-fé-
laga skyldi borinn af þeim félögum
sem þátt tóku í samfloti BHM að
jöfnu, þrátt fyrir að aðeins lítill hluti
þeirra félaga ætti beina aðild að verk-
fallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir
náðu þó til þeirra félagsmanna FHSS
sem starfa hjá Fjársýslu ríkisins, en
háskólamenntaðir starfsmenn ráðu-
neytanna hafa ekki verkfallsrétt.
Með samþykkt tillögunnar bindur
félagið vonir við að kostnaður vegna
aðgerðanna verði að fullu greiddur á
tveimur árum.“
Í fundargerð stjórnar FHSS frá 8.
júní sl. kemur fram að eitt mál var á
dagskrá: „Fjármál félagsins vegna
verkfallskostnaðar“. Í fundargerð-
inni segir m.a.:
„Kostnaður vegna verkfallssjóðs
BHM leggst með mjög misjöfnum
hætti á aðildarfélög BHM. Megin
ástæða þess er að við útreikning á
framlögum til verkfallssjóðs er miðað
við fjölda ríkisstarfsmanna í félögun-
um en ekki heildarfjölda félags-
manna. Ljóst er að allir meðlimir
FHSS eru ríkisstarfsmenn og félagið
greiðir þriðju stærstu framlög til
sjóðsins sem er ekki í nægilegu sam-
ræmi við stærð félagsins.
Á fundinum var farið yfir útreikn-
inga og tillögur Halldórs K. Valdi-
marssonar vegna þessa.“
Ákvörðun verkfallssjóðs
Halldór er framkvæmdastjóri
þjónustuskrifstofu Stéttarfélags lög-
fræðinga. Fram kemur í fundargerð
stjórnar FHSS að samþykkt hafi ver-
ið að Halldór myndi beina því til
stjórnar BHM að leitað yrði leiða til
að draga úr því hversu misjafnlega
verkfallssjóður leggst á félög.
Halldór vildi ekki tjá sig efnislega
um innihald tillagnanna, þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
„Það eina sem ég get sagt um málið,
er að tillögur mínar hafa verið teknar
til meðferðar og á fundi sem haldinn
var þann 11. þessa mánaðar, voru
endanlegar ákvarðanir vegna verk-
fallssjóðsins frágengnar,“ sagði Hall-
dór og vísaði að öðru leyti á formann
verkfallssjóðs BHM.
Maríanna H. Helgadóttir er for-
maður stjórnar verkfallssjóðs BHM.
Ekki náðist í Maríönnu í gær, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Skuldar verkfallssjóði 54 milljónir
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins er stórskuldugt eftir verkfallsþátttöku í vor
Félagsgjöld voru hækkuð til þess að greiða niður skuldir við verkfallssjóð BHM á tveimur árum
Morgunblaðið/Jim Smart
Stjórnarráðið Félagsmenn í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins eru um 550 talsins, en einungis
félagsmenn sem starfa hjá Fjársýslu ríkisins hafa verkfallsrétt, ekki háskólamenntaðir starfsmenn ráðuneytanna.
Ragnheiður
Bóasdóttir
Göngu- og hjólabrú yfir Breiðholtsbraut var tekin
formlega í notun í gær. Brúin auðveldar gangandi og
hjólandi vegfarendum að komast á milli Norð-
lingaholts og Seláss og var henni væri vel tekið, enda
um mikla samgöngubót að ræða sem eykur öryggi til
muna.
Upphaflega stóð til að brúin yrði tilbúin í vor, en
framkvæmdir töfðust vegna veðurofsans síðasta vetur.
Mikil samgöngubót í efri byggðum Reykjavíkur
Morgunblaðið/Júlíus
Á gangi yfir nýja brú
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Evrópska gyðingaþingið, sem eru
samtök gyðinga í Evrópu, íhugar nú
að sækja rétt sinn en erlendur sér-
fræðingur í alþjóðarétti telur að
sniðganga Reykjavíkurborgar við
ísraelskar vörur stangist á við sátt-
mála Alþjóðaviðskiptastofnunarinn-
ar.
Dr. Moshe Kantor, forseti Evr-
ópska gyðingaþingsins segir á vef
þess, að aðgerðirnar mismuni gyð-
ingum og að þingið hafi nú þegar
leitað ráðgjafar um það hvort þær
standist alþjóðalög og sáttmála.
Skúli Helgason, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, segir að við-
brögðin komi sér ekki endilega á
óvart. „Þetta er hugsað af okkar
hálfu sem táknræn aðgerð og inn-
legg í baráttuna fyrir mannréttind-
um í heiminum. Ísland hefur áður
tekið sér stöðu og frumkvæði, við
urðum fyrsta landið í Vestur-Evrópu
sem viðurkenndi Palestínu sem sjálf-
stætt og fullvalda ríki. Það vakti at-
hygli á alþjóðavettvangi, árið 2014
fylgdi Svíþjóð í kjölfarið og nú í maí
gerði Vatíkanið það einnig. Tilgang-
urinn er að vekja athygli á þessari
stöðu og vonandi að verða fyrirmynd
fyrir aðrar borgir,“ segir Skúli.
Aðspurður hvort leitað hafi verið
lagaráðgjafar um hvort sniðganga
sem þessi standist lög og sáttmála
segir Skúli: „Það var haft samráð við
lögfræðinga á vegum borgarinnar.
Við miðum fyrst og fremst við inn-
kaupareglur borgarinnar og þetta
brýtur svo sannarlega ekki gegn
þeim.“
Hann segir jafnframt að komi til
þess að evrópska gyðingaþingið
stefni borginni, muni lögfræðin taka
við en að aðgerðin hafi fyrst og
fremst verið pólitísk. „Þá færi það
bara sína leið fyrir dómstólunum.Við
búum í réttarríki og það hafa allir
frelsi til að leita réttar síns, hvort
sem það er á innlendum vettvangi
eða alþjóðlegum. Fyrst og fremst er
þetta hugsað sem pólitískt táknræn
aðgerð til þess að vekja athygli á
mannréttindabrotum í Palestínu,“
segir Skúli.
Hættir við Íslandsför
William Ian Miller er prófessor í
háskólanum í Michigan í Bandaríkj-
unum en næsta vor stóð til að hann
héldi námskeið um Íslendingasög-
urnar í Háskóla Íslands. Miller er
gyðingur og hefur nú skrifað borg-
arstjórn opið bréf þar sem hann seg-
ist ekki einungis vera fræðimaður
heldur einnig gyðingur. Af þeim sök-
um telji hann sig knúinn til þess að
aflýsa ferð sinni til Íslands þrátt fyr-
ir að hafa mikið dálæti á landinu.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Miller að hann búist við því að aðrir
gyðingar geti gert slíkt hið sama.
Jafnframt geti hann ekki skilið
hvernig Íslendingar geti sett sig í
dómarasætið svo fjarri átökunum í
eins öruggu umhverfi. Hann segir
jafnframt að það sé hræsni af Íslend-
ingum að fordæma eitt land vegna
meintra mannréttindabrota en taka
ekki á öðrum löndum sem kerfis-
bundið brjóta mannréttindi.
Hörð viðbrögð
við sniðgöngu
„Aðgerðunum ætlað að vekja athygli“
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Sniðganga borgarinnar
hefur vakið viðbrögð víða.
Hlýindi í heiminum hafa aldrei ver-
ið meiri en nú að sögn veðurfræð-
inga á bandarísku veðurstofunni.
Af þeim átta mánuðum sem liðnir
eru af árinu, voru hitamet sett í sex
þeirra. Frá þessu greinir fréttastof-
an AFP.
Trausti Jónsson, veðurfars-
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands,
segir að einfalda útskýringin sé sú
að hitastig fari
hækkandi vegna
gróðurhúsa-
lofttegunda.
Heitt tímabil sé
yfir Kyrrahafinu
en hitastig þar
sveiflast nokkuð.
Þar eð Kyrrahaf-
ið þeki svo stórt
svæði hafi það
áhrif á heildar-
hitastig jarðar. Trausti segir að
nokkur mælikerfi séu til staðar í
heiminum til að meta heimshitastig
og að niðurstöður þeirra mælinga
séu ólíkar. Óvenjuheitt sé þó í ár.
Spurður hvers vegna Íslendingar
hafi ekki orðið varir við meiri hlý-
indi segir Trausti að þrátt fyrir að
heimshitastig mælist hærra en áð-
ur, séu alltaf „bláir“ kaldir blettir á
kortunum. Tilviljun ráði því að
norðanáttin hafi mikið blásið inn á
Ísland í sumar. Veður í september
hafi hins vegar verið með besta
móti og jafnvel yfir meðalhita.
isak@mbl.is
Hlýtt í heiminum en ekki hér
Ísland er á einum
„bláu blettanna“
Trausti
Jónsson