Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Kóngasvarmi er risastórt fiðrildi sem berst hingað árlega frá Suður- Evrópu, einkum í seinnihluta ágúst og í september. Kóngasvarmi er gæddur mikilli flökkunáttúru og stundum segir af einum eða fáein- um hérlendis, stundum af umtals- verðum fjölda víða um land, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Að þessu sinni virðist nokkur fjöldi hafa borist til landsins. Það fréttist af fyrsta kónga- svarma haustsins vestur í Dölum 25. ágúst og síðan hverjum á fætur öðrum: Borgarnes, Ölfus, Gríms- nes, Selfoss, Heimaey, Landbrot, Skaftafell, Höfn og Mývatnssveit. Á vefnum segir að fæstir trúi sínum eigin augum þegar kóngasvarma beri fyrir augu, halda jafnvel að þar fari smáfuglar og kettir veiði þá sem mýs! „Margan manninn hefur rekið í rogastans þegar svermandi kónga- svarma hefur borið fyrir augu. Oft- ar en ekki þarf að sannfæra fólk um að þar fari fiðrildi en ekki fugl- ar, jafnvel leðurblökur! Hefur stundum þurft að beita sannfær- ingakrafti til að snúa fólki því af villu síns vegar. Minnisstæð er saga af kólibrífugli undir Eyjafjöllum. Tilkynnanda varð fyrst snúið þegar hann lýsti því hvernig kólibrífugl- inn rúllaði upp löngum, mjóum goggnum eftir að hafa dregið til sín blómasafa! Kyrrstæðar glæsiskepnur Þeim sem eiga blómstrandi og ilmandi skógartopp í garði sínum skal ráðlagt að líta út í kvöldmyrkr- inu þessa dagana og kanna hvort ekki séu þar þessar glæsiskepnur svermandi kyrrstæðar í loftinu eins og kólibrífuglar með langan sog- rana sinn á kafi ofan í blómi. Það er stórkostleg sjón undir norður- ljósahimni!“ segir á vef Náttúru- fræðistofnunar. aij@mbl.is Ljósmynd/Erling Ólafsson Flökkunáttúra Kóngasvarmi sem fannst á Harrastöðum í Dölum í lok ágúst. Nokkur fjöldi kóngasvarma hefur borist til landsins að undanförnu. Kóngasvarmi flakkar víða  Risastórt fiðrildi frá S-Evrópu  Fólk heldur að þar fari smáfuglar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra og Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra voru við sölustörf í Smáralind í gær þar sem þau seldu Á allra vörum varasett. Í ár berst söfnunarátakið Á allra vörum fyrir bættum samskiptum barna og unglinga og hyggst, í sam- vinnu við Erindi, koma á fót sam- skiptasetri við þá sem glíma við ein- elti, foreldra þeirra og fjölskyldur. Á myndinni eru, f.v., Elísabet Sveinsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Gróa Ásgeirs- dóttir. Ráðherrarnir seldu Á allra vörum mbl.is alltaf - allstaðar Rakel Garð- arsdóttir fékk verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslend- ingar“ fyrir störf á sviði siðferðis- / umhverfismála. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti henni verðlaunin við athöfn í Háskólanum í Reykjavík í gær. Rakel stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi í byrj- un síðasta árs. Þau berjast gegn só- un matvæla. Í fréttatilkynningu frá JCI hreyfingunni sem veitir verð- launin kemur fram að frá því sam- tökin Vakandi voru stofnuð hefur orðið mikil vitundarvakning og við- horfsbreyting í samfélaginu um sóun á mat. Vakandi hefur gefið út fróðlega og nytsamlega bók um málefnið og nú er Rakel að afla fjár fyrir heimildar- mynd um sóun á mat og tískufatn- aði. Barátta Rakelar verðlaunuð Rakel Garðarsdóttir  Framúrskarandi ungur Íslendingur Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. Mama B - ítölsk hönnun Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur Verð 9.800 kr. str. M-XXXL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.