Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Breiðafjarðarferjan Baldur mun
ekki sigla samkvæmt áætlun dag-
ana 11. til 16. október nk.
Ástæðan er slipptaka ferjunnar
vegna óhapps sem varð í júní sl.
þegar skipið tók niðri við Flatey og
skemmdir urðu á botni skipsins,
segir í tilkynningu.
Á sama tíma og unnið verður að
viðgerð vegna óhappsins mun
verða farið í aðra þætti sem falla
undir reglubundið viðhald skipsins.
Það er gert nú með það að mark-
miði að skipið þurfi ekki að fara
aftur í slipp á næsta ári eins og til
stóð.
Farþegaskipið Særún mun ann-
ast siglingar til og frá Flatey með
sama hætti og gert hefur verið áður
í fjarveru Baldurs.
Breiðafjarðarferjan
Baldur tekin í slipp
Baldur Fer í slipp í næsta mánuði vegna
óhapps sem varð við Flatey í júní.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þurrkunin er flöskuhálsinn í rækt-
uninni. Það þarf að hafa næga að-
stöðu til að geta framleitt gæðakorn
og verið öruggur með að ná þetta
miklu magni saman án þess að
haustveður spilli uppskerunni,“ seg-
ir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum. Eyr-
arbúið hefur komið upp nýrri
þurrkstöð á bænum.
Ólafur og Páll Eggert sonur hans
rækta korn á tæplega 50 hekturum
lands í sumar. Til þessa hafa þeir
notað heitt vatn til þurrkunar í einu
útihúsanna. Með nýju stöðinni þre-
faldast þurrkgetan. Það eykur ör-
yggi bændanna við að ná korn-
uppskeru sinni í hús og í
geymsluhæft ástand.
Þurrkstöðin er hugsuð fyrir nú-
verandi kornrækt á Þorvaldseyri en
Ólafur segir að afköstin séu það mik-
il að hægt sé að auka við en tekur
fram að það sé ekki á dagskrá núna.
Markmiðið núna sé að ná betri tök-
um á ræktuninni sem nú er undir.
Hægt að auka matkorn
Nýja þurrkstöðin fullnægir einnig
kröfum sem gerðar eru til með-
höndlunar korns sem notað eru við
matvælaframleiðslu. Eyrarbúið hef-
ur sinnt þeim markaði. „Við viljum
gjarnan fylgja því betur eftir, nú
þegar við höfum aðstöðu til að með-
höndla kornið á betri hátt,“ segir
Ólafur. Hann segir að hægt væri að
afsetja verulegt magn af matkorni,
ef bakaríin vildu kaupa það. Þá telur
hann einnig grundvöll til að auka
sölu á byggi í heimilispakkningum.
„Við treystum okkur til að framleiða
útvals matkorn á hverju einasta ári
og hafa það á boðstólum allan ársins
hring. Kría, afbrigðið sem við rækt-
um, er fljótsprottið og við náum
henni yfirleitt velþroskaðri í hús.
Það væri áhugavert að setja meiri
kraft í þessi mál, spara gjaldeyri og
auka atvinnu í landinu. Við þyrftum
kannski samstarfsmenn til að vinna
að þessu,“ segir Ólafur. Megnið af
korninu af ökrum Þorvaldseyrar er
notað í kúafóður, til mjólkurfram-
leiðslu. Því er blandað í heyið ásamt
próteini úr repju sem einnig er
ræktuð á bænum, fiskimjöli og víta-
mínum. Kýrar éta meira af þessu
fóðri og nytin eykst.
Þarf oft að bregðast hratt við
Verksmiðjan var keypt frá Sví-
þjóð. Ólafur segir að slíkar verk-
smiðjur séu algengar í Skandinavíu.
Þar þurfi að þurrka korn fyrir
geymslu, eins og hér á landi. Húsið
er síðan byggt utan um tækin.
Stærðin er miðuð við ræktun Eyr-
arbúsins. „Það þarf oft að bregðast
hratt við þegar styttir upp eftir rign-
ingar til að taka kornið inn, helst
sem þurrast,“ segir Ólafur.
Ný þurrkstöð þrefaldar
afkastagetu við kornþurrkun
Ólafur á Þorvaldseyri segir góða þurrkstöð auka öryggi ræktunarinnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fyrsta hlassið Ólafur Eggertsson sturtar fyrsta korninu niður í korngeyminn undir ristinni og tekur þannig nýju
þurrkstöðina í notkun. Korninu er blásið upp í þurrksíló og þurra korninu er síðan blásið í korngeymslu.
Kornhlaða Þurrkhúsið er byggt utan um kornþurrkara og korngeyma sem
keyptir voru frá Svíþjóð. Afköst í þurrkun aukast mjög.
Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og
Silicor Materials skrifuðu í gær-
morgun undir samning um sölu á 40
megavatta raforku til fyrirhugaðrar
verksmiðju bandaríska fyrirtækisins
á Grundartanga þar sem fram-
leiddur verður kísill til raforkufram-
leiðslu úr sólarorku. Með samn-
ingnum hækkar það verð sem ON
fær fyrir orkuna verulega og það er
ekki tengt verði á afurðum kaupand-
ans, segir í frétt frá fyrirtækinu.
Það voru þau Páll Erland, fram-
kvæmdastjóri ON, og Terry Jester,
stjórnarformaður Silicor Materials,
sem undirrituðu samninginn.
Um er ræða fyrsta stórnotenda-
samninginn um raforkusölu sem ON
gerir eftir að fyrirtækið tók við
virkjanarekstri og raforkusölu OR í
ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarð-
gufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og
Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í
Andakílsá.
Ekki ráðist í nýja virkjun
Á næstu misserum renna út
samningar um orkusölu til Lands-
virkjunar sem OR gerði á árunum
1997 og 2000. Með samningi ON við
Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raf-
orkunni sem bundin var í þeim
samningum. ON mun því ekki ráðast
í nýja virkjun til að afla orkunnar.
„Auk þess að tryggja sölu rafork-
unnar hækkar verðið verulega sem
ON fær með nýja samningnum. Það
er í bandaríkjadölum og mismun-
andi eftir áföngum afhendingar. Að
jafnaði er heildsöluverðið í samn-
ingum farið að nálgast það sem
heimili greiða fyrir rafmagn í smá-
sölu í dag,“ segir í frétt frá Orku
náttúrinnar.
Samningurinn er til 15 ára með
möguleika á framlengingu. Afhend-
ing orku hefst á árinu 2018.
Í samningunum sem eru að renna
út er innifalinn í verðinu flutningur
raforkunnar, sem er á hendi Lands-
nets. Í samningi ON og Silicor er
flutningur ekki innifalinn.
Ljósmynd/ON
Samið Páll Erland og Terry Jester
undirrituðu samninginn í gær.
Silicor Materials
kaupir orku af ON
Ólöf Nordal
innanríkisráð-
herra hefur skip-
að Lárentsínus
Kristjánsson
hæstaréttarlög-
mann í embætti
dómara við Hér-
aðsdóm Reykja-
víkur frá og með
14. september.
Sjö umsóknir
bárust. Samkvæmt lögum um dóm-
stóla fór ráðuneytið þess á leit við
dómnefnd að hún léti í té umsögn
um hæfni umsækjenda. Niðurstaða
dómnefndarinnar varð sú að Arnar
Þór Jónsson, lektor við Háskólann í
Reykjavík, Lárentsínus Krist-
jánsson hæstaréttarlögmaður og
Pétur Dam Leifsson, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, væru
hæfastir til að hljóta skipun í emb-
ættið.
Lárentsínus skip-
aður héraðsdómari
Lárentsínus
Kristjánsson
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is